Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976 Stóru togararnir sækja á fjarlæg mið: Olíulítrinn kostar á við 1 kg. af karfa Ljósmynd Mbl. Rax Þessi mynd var tekin í gær af Hvaleyrarlóni þar sem Hákur er nú að dýpka þessa gömlu Hafnarfjarðar- höfn, en þegar þvf er lokið hyggst Bátalðn stækka dráttarbraut sína að skipasmfðastöðinni svo unnt verði að smfða þar stðr skip. Stefnt að skuttogara- smíði í Bátalóni Unnið að dýpkun í Hvaleyrarlóni STÓRU togararnir hafa nú á ann- an mánuð nær eingöngu verið að veiðum á fjarlægari miðum og þá einkanlega við A-Grænland, að þvf er Marteinn Jðnsson, forstjðri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tjáði Morgunblaðinu. Hann sagði að þessir togarar hefðu verið með frá 212 tonnum og upp í 260—70 tonn en aflinn aðallega verið karfi en afgangur- inn þorskur. Smærri togararnir hafa hins vegar verið á heimamiðum og afl- að misjafnlega en þó kom hinn nýi togari BUR — Hjörleifur með 140 tonn á mjög góðum fiski á dögunum. Marteinn kvað~það hafa komið í ljós, að stóru togararnir kæmu sér vel, þar sem þyrfti að fiska á erfiðum botni og við erfiðar að- stæður eins og t.d. við A- Grænland, og þannig hægt að senda þá á hin fjarlægari mið til að létta sóknina á heimamiðum. Bifreiðin fór marg- ar veltur UM hádegisbil í fyrradag fór fólksbifreið út af llafnarfjarðar- vegi, skammt fyrir norðan brúna við Nýbýlaveg. Fór hún yfir gras- eyju, akrein að Hafnarfjarðar- vegi og loks drjúgan spöl utan vega.r Fór bifreiðin margar veltur. Ökumaðurinn reyndist vera fótbrotinn, allur marinn og skrámaður og auk þess fékk hann höfuðhögg. Kifreiðin er gjörónýt. Fólksbifreiðin var á leið til Reykjavíkur þegar slysið gerðist. Virðist sem ökumaðurinn hafi misst tjórn á bílnum, en hann var að sögn sjónarvotta á ofsaferð. Bílstjórinn var einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Hins vegar væri þess að gæta, að þessar veiðar væru ekki sér- lega arðbærar, því að olíukostnað- ur skipanna hefði sexfaldast frá því sem áður var á sama tíma í fyrra og nú væri svo komið að lítrinn af oliu kostaði hið sama og eitt kiló af karfa, en nær helmingi lægra verð fengist fyrir hann en þorsk og uppistaða aflans af þess- um fjarlægari miðum væri ein- mitt karfi. Engin skýring BANDARlSKA utanríkisráðu- neytið gat enga skýringu gefið f gær á misræmi f ummælum Henry Kissingers utanríkis- ráðherra og Haralds Kröyer sendiherra um Asheville- bátanna. Blaðafulltrúi ráðherrans sagði í Ösló að formleg beiðni hefði ekki borizt, aðeins fyrir- spurn, en Haraldur Kröyer sagði við Mbl. að formleg beiðni hefði verið lögð fram en henni hafnað. Blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins í Washington sagði síðan við Mbl. í gær að hann gæti aðeins endurtekið að Kissinger hefði sagt aðspurður um AsheviIIe-bátana í Ósló að Bandaríkin hefðu ekki tekið opinbera afstöðu til málsins, að Bandaríkjamenn hefðu ekki verið beðnir að taka af- stöðu. Hann hefði séð margar blaðafréttir um málið en fram til þessa hefðu Bandaríkin ekki verið beðin að taka af- stöðu. Blaðafulltrúinn kvaðst ekki geta gefið skýringu á mis- ræminu eða bætt við það sem utanríkisráðherrann hefði sagt opinberlega í svari við fyrir- spurnunum frá blaðamönnum. DVPKUNARSKIPIÐ Hákur er nú að grafa við skipasmfðastöð Bátalóns í gömlu Hafnarfjarðar- höfninni f Hvaleyrarlóni, en með þeirri framkvæmd mun batna mjög aðstaðan til stærri skipa- smfða fyrir Bátalón og einnig að- staðan fyrir þá bátaeigendur sem hafa aðstöðu sfna við lónið. Eru þar 9 bátaskemmur. Eftir dýpkunina getur Bátalón lengt skipabraut sfna og miðað er við að hef ja smfði allt að 300—500 tonna skipa, en um þessar mundir er til umræðu smfði á skuttogara f Bátalóni. „Aðstaðan var orðin mjög slæm hér vegna Ieirsins í lóninu,“ sagði Þórbergur Ólafsson forstjóri Bátalóns i spjalli við Morgun- blaðið, „en Bátalón lét grafa út rennu úr lóninu fyrir 9 árum. Sfðan hefur þetta versnað mjög aftur vegna þess að leir hafði fall- ið út í rennuna. Núna verður graf- ið inn að Hvaleyrinni að báta- skemmunum þar. Ég vonast til að sú hugmynd að fylla upp þetta svæði sé úr sög- unni, þvi hér er frábær aðstaða fyrir smábátahöfn og annað slfkt auk þess sem hér er sögulegt svæði í athafnalífi Hafnarfjarðar. í þetta skipti mun Hákur ekki grafa út eins og hægt er en þá væri hægt að taka 500 tonna skut- togara inn á lónið. Við miðum við það eftir þessa dýpkun, að geta lengt brautina hjá okkur um 20 metra og þá getum við smíðað og tekið upp um 300—400 tonna skip og mögulega 500 tonna skip ef dýpkunin tekst vel nú, en nú þegar höfum við húsnæði- til að byggja 300 tonna skip innan húss og mögulegt er að Bátalón hefji á næstunni smíði skuttogara." íscargó flutti 25 tonn á 2 dögum ERLENDIR FLUTNINGAR 75% AF FLUTNINGUM FÉLAGSINS MIKLAR annir hafa verið hjá Iscargó undanfarið I flutningaflugi og á fimmtudag og föstudag komu flugvélarnar tvær f eigu félagsins með yfir 25 tonn af vörum til landsins. Hefur verið stöðug aukning f flutningum félagsins, þannig að á sl. ári varð um 50% aukning á flugtfmum flugvélanna frá árinu áður og velta fyrirtækis- ins jókst úr 80 milljónum f 183 milljónir króna. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hallgrímur Jónsson hjá ís- cargó að önnur af DC-6 flugvélum félagsins hefði einmitt í lok síðasta mánaðar farið lengsta flugið, og var það leiguflug til Point Noir í Kongó Var þá farið frá Madrid með raf- magnstöflur og rafeindatæki vegna olíuhreinsunarstöðvar sem verið er að reisa í Kongó. í bakaleiðinni var komið við í Senegal og tekinn melónufarmur til Rotterdam í fyrra- dag fór flugvél íscarcó frá Renes í Frakklandi til Túnis með 125 þúsund kjúklinga en í bakaleiðinni var lent í Mílanó þar sem vélin tók fullfermi af heimilistækjum fyrir inn- lenda innflytjendur. Síðan átti vélin að hafa viðkomu í Rotterdam og taka þar viðbótarfarm af ávöxtum Hin vélin kom í fyrradag frá Rotterdam með 12 tonn af ýmiss konar varningi, þannig að á vegum Iscarcó hafa verið flutt til landsins á tveimur dögum yfir 25 tonn af vör- um Meðal þess sem önnur flugvélin flutti var varahluti í bát í Vestmanna- eyjum, en Hallgrímur kvað það mjög algengt að vélar félagsins væru fengnar til að flytja 1000—1800 kg stykki fyrir skipaflotann hér, og fyrr í vikunni hefði t d verið komið með 1000 kg stykki í einn togarann sem bilaður var Hallgrlmur sagði að stöðug aukning væri í flutningum félagsins og þeir orðnir tiltölulega samfelldir. Farnar væru vikulegar ferðir út og þá til Rotterdam, en þangað hefði íscargó áætlunarleyfi Vélar félagsins flyttu til að mynda út alla framleiðslu Álafoss, bæði til Ála- borgar og Rotterdam en frá þessum stöðum væri vörunni komið á bíla til áfangastaðar Þá annaðist félagið flutning á hestum til Evrópulanda en nú virtist einmitt fjör vera að færast í þá flutninga, sem dregizt hefðu nokkuð saman meðan olíukreppan var í hámarki. Hins vegar kvað Hallgrímur um 75% af flutningi félagsins vera á vegum erlendra aðila Félagið hefði erlendis smám saman unnið sér nafni í 12—15 tonna flutninga- flugvélaflokknum, og töluverð eftir- spurn væri eftir vélum félagsins. íslenzk skrásetning vélanna komi sér vel þar eð ísland eigi ekki í úti- stöðum við neina aðila og af þeirri ástæðu fái flugfélagið þau leyfi sem það þarf Hann kvað þorskastríðið ekki hafa haft nein áhrif á skipti flugfélagsins við England, því að brezkir hefðu sýnt flugfélaginu vel- vild og það fengið þau leyfi sem þurft hefur Innanlandsflutningar hafa ekki verið stór þáttur í starfsemi félagsins til þessa Þó sagði Hallgrímur, að félagið hefði nýlega verið fengið til að fara leiguflug á vegum Flug- félagsins frá Reykjavík til Egilstaða og Akureyrar. Var farið með 1 3 tonn frá Reykjavík og var aflestað 6 tonn- um á Egilsstöðum en 7 á Akureyri, og » bakaleiðinni hafi vélin tekið 1 1 tonn af gosdrykkjum frá Sana til Reykjavíkur. Síðan hafi vél íscargó daginn eftir flutt 1 3 og Vi tonn fyrir Kröfluvirkjun frá Reykjavík til Húsa- víkur. Hallgrímur sagði að allir flutningar félagsins hér innanlands væru I fullu samráði við Flugfélagið sem hefði einkaleyfi á helztu flug- leiðum. Hallgrímur kvaðst þó telja, að flugflutningar innanlands gætu aukizt mjög frá því sem nú er. Hann benti á að flugvél af þeirri gerð sem íscargó notaði kostaði ekki ýkja meira en nýr vöruflutningarbíll af stærstu gerð en vélin gæti hins vegar farið állt að 4 ferðir á dag með 13 tonn meðan vöruflutningabifreið flytti 12 tonn 2—3var í viku. þannig að segja mætti aðein flugvél gæti leyst 1 3— 14 vöruflutningabif- reiðar af stærstu gerð af hólmi. Hins vegar væri þess að geta að flug- flutningar væru nokkru dýrari og að á flugvöllum úti á landi þyrfti þá að kosta nokkru til að bæta aðbúnað á flugvöllum til að afferming vélanna gengi sem skjótast fyrir sig íslenzku flugmennirnir gæða sér á melónum á akri í Senegal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.