Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 20
20
VER' >LD
KIRKJAM^M
Keraislustund-
ir í „vísinda-
legu guðleysi”
Það stendur
skýrum stöfum í
stjórnarskrá
Sovétríkjanna, að
þar í landi sé trú-
frelsi. Og for-
maður trúmála-
ráðs Sovétríkj-
anna lýsti yfir þvi
i viðtali i Izvestija
á dögunum, að „i
Sovétríkjunum
væri enginn mað-
ur neyddur til
átrúnaðar eða
guðleysis, til að iðka helgisiði eða
láta það ógert". Það mun rétt, að
trúmenn séu ekki lengur beittir
hörðu. Það var á dögum Stalíns.
Hins vegar eru ýmsar hömlur á
trúarlífi í Sovétríkjunum. Trú-
málaráðið sér um það. Rússneska
rétttrúnaðarkirkjan og Sam-
bandsráð babtista eru enn allstór-
ar stofnanir. Þær eru reknar
undir ströngu eftirliti ríkisins.
Ymsir smærri söfnuðir eru verr
séðir, og þeim gert lifið leitt með
ýmsum hætti. Má nefna Votta
Jehóva, Hvítasunnumenn og
Sjöundadagsaðventista. Skerst
stundum i odda með ríkinu og
þessum söfnuðum; menn úr þeim
hafa t.d. færzt undan herþjónustu
og það þykir náttúrulega ekki
gott í Sovét. En ekki þarf slíkt
„agabrot" til. Það cr ekki nema
rúmur mánuður frá þvi, að nokkr-
ir Vottar Jehóva i Byelorussiu
voru dæmdir í fangelsi fyrir trú-
málasakír; þeir höfðu tekið ein-
hverjar greinar upp úr vestrænni
útgáfu Varðturnsins og ennfrem-
ur haldið launhelgar.
MOSKVA — Gamla kirkjan og
nýja hótelið
prentaðar þar átölulaust. Það
kann að vera. En þær fást ekki í
bókaverzlunum. Einstakir ferða-
menn reyna að smygla biblíum til
landsins, en tollverðir hafa oftast
uppi á þeim og gera þær þá upp-
tækar. Ymis fleiri ráð eru höfð til
að draga úr átrúnaði. Unnið er á
jólunum eins og aðra virka daga
m
og í fyrra var
páskadagur lög-
festur sérstakur
vinnudagur. Þá
má nefna það, að
þeir trúmenn,
sem staðnir eru
að „óleyfilegum
trúarathöfnum“
eru sektaðir um
einar 50 rúblur
(rúmar 11 þús.
ísl. kr.).
Þannig er reynt
að letja Sovét-
menn til átrúnaðar með ýmsum
hætti. En auk þess er kennd í
skólum grein, sem heitir hvorki
meira né minna en „vísindalegt
guðleysi“. Er hún flokkuð undir
félagsvísindi og kennd um allar
jarðir. Hins vegar er harðbannað
Framhald á bls. 22
HERMDARVERKl
Lögreglan
lætur hart
mæta hörðu
LESENDUM ætti að vera
vel kunnugt úr fréttum, að
hermdarverkamenn hafa
vaðið yfir löndin nú um
nokkur ár, rænt flugvélum
og skipum, tekið gísla,
dreift sprengjum víðs veg-
ar og látið yfirleitt eins og
stríð væri, enda hefur oft
verið stríðsástand. Þessir
bófar hafa margir borið
fyrir sig háleitar en sund-
urleitar hugsjónir og
mundi æra óstöðugan, ef
þær yrðu allar taldar hér.
En allir hafa bófarnir átt
það sameiginlegt, að þeir
beittu fyrir sig ofbeldi og
kúguðu oft stjórnvöld ríkja
til að verða við þeim rétt-
lætiskröfum, sem uppi
voru hverju sinni. Varð
mörgu yfirvaldi ráöa vant
er hótað var að drepa
fjölda manns, ef ekki yrði
„orðið við öllum kröfum“.
En það varð fljótlega
GlSLAR — Meðlimur f „rauða
hernum“ kominn f feitt.
venja, að láta undan bófun-
um fremur en sæta „refs-
ingum“ þeirra.
Nú þykir mörgum nóg komið.
Hefur lögreglan í París, Bonn og
London einsett sér að kreppa svo
að hermdarverkamönnum að þeir
sjái sitt óvænna. Lögreglan er nú
farin að láta hart mæta hörðu. Og
árangurinn er óðum að koma í
ljós. Frakkar hafa þá sögu að
segja, að mannrán hafi verið
u.þ.b. 70% fátíðari fyrstu þrjá
JÁRNTJALDIÐl
Maðurinn, sem herjaði einsamall
Yfirvöldin í
halda því fram.
Sovétríkjunum
að biblíur séu
Fyrir þremur vikum féll maður á landamærum
Austur- og Vestur-Þýzkalands fyrir skotum úr
„dreifibyssum“ Austur-Þjóðverja. Byssur þessar
eru sjálfvirkar vitisvélar, sem hefja þegar skothríð
„verði þær einhvers varar“ og skjóta þá í allar
áttir. Maðurinn sem féll hét Miehael Gartensch-
laeger og var Austur-Þjóðverji. Hann komst til
Vestur-Þýzkalands i fyrra með nýstárlegum hætti;
stjórnin í Bonn keypti frelsi hans fyrir fé. Og mun
fleiri pólitískum föngum i Austur-Þýzkalandi hef-
ur verið keypt frelsi eftir það.
Þegar Gartenschlaeger fór vestur lét hann unn-
ustu sína eftir. Fékk hún ekki að fara þótt fram
liðu tímar og mun hún enn vera i austurþýzku
kvennafangelsi fyrir „stjórnmálaafbrotamenn".
Gartenschlaeger undi þessu ekki og hóf hann af
eigin rammleik herferð fyrir því, að unnusta hans
yrði látin laus. Tók hann til mjög sérstæðs ráðs
gegn Austur-Þjóðverjum. Hann laumaðist inn á
svæði það á landamærum þýzku ríkjanna, sem
nefnt er ,,banabeltið“. Yfir það belti verða þeir að
fara, sem hyggjast flýja vestur og þar eru „dreifi-
byssurnar", sem áður var getið. Hafa þær orðið
ótöldum flóttamönnum að bana en limlest aðra.
Gartenschlaeger var verkfræðingur að mennt og
kunni einhver skil á byssunum og útbúnaði við
þær. Tókst honum, þótt ótrúlegt virðist, að taka
eina byssuna niður og hafði hana með sér vestur!
Morguninn eftir byssustuldinn kom hann á rit-
stjórnarskrifstofur Der Spiegel og hampaði vopn-
inu en blaðamenn urðu forviða. Gartenschlaeger
var að ná í aðra byssu, þegar hann var drepinn.
Hann féll reyndar ekki fyrir kúlum úr dreifibyss-
unum, heldur drápu landamæraverðir hann. Hefur
Framhald á bls. 33
mánuði þessa árs en á sama tima í
fyrra. En auk þess hafa miklu
fleiri mannræningjar verið hand-
teknir á þessu ári en í fyrra.
Bretar, Frakkar og Þjóðverjar
voru upphafsmenn hinnar nýju
stefnu i hermdarverkamálum.
Lögreglur þessara ríkja hafa þó
nána samvinnu við löggæzlumenn
i öðrum löndum. Þjóðverjar
vinna t.d. með Hollendingum og
Austurríkismönnum, Frakkar
njóta aðstoðar Spánverja og
brezka lögreglan starfar með lög-
reglunni i Irska lýðveldinu. Er
von manna, að takist að teygja
netið þannig um allar jarðir og
verði hermdarverkamenn hvergi
óhultir.
Hermdarverkamenn eru ýmiss
konar og ekki eiga öll ríki við
sams konar bófa að stríða. Bret-
um stendur mest ógn af lrska
lýðveldishernum, Frakkar hafa
orðið sérstaklega fyrir barðinu á
mannræningjum á borð við
„Carlos“, sem óþarft mun að
kynna frekar. Vestur-Þjóðverjar
hafa hins vegar hlotið mestar
búsifjar af völdum arabískra
„borgarskæruliða“. Svo eru ýmis
stórfyrirtæki, sem stunda skærur
út um víða veröld. Má nefna það,
að Sovétmenn sitja sig sjaldan úr
færi um að koma illu til leiðar.
Eiga þeir og víða hagsmuna að
gæta. Þeir hafa marga sér til að-
stoðar. Kúbumenn, Líbýumenn
og Alsírmenn hjálpa þeirh í skær-
um víða um heim, en Austur-
Þjóðverjar og Pólverjar aðeins
Evrópulöndum. En af þvi, hve
Sovétmenn eiga víða hagsmuni
eru Bretar, Frakkar og Vestur
Þjóðverjar hálfsmeykir; óttast
þeir, að Sovétmenn fyrstist við, ef
þeir verða mjög víða verir að
spellvirkjum. Gæti það valdið al-
mennum og alþjóðlegum leiðind-
um.
Það veldur Bretum, Frökkum
og Vestur-Þjóðverjum nokkrum
áhyggjum, að Bandaríkjamenn
virðast ekki sama sinnis og þeir
um hermdarverk. Virðist svo, þótt
undarlegt sé, að bandarísk yfir-
völd verði heldur linari við
hermdarverkamenn er tímar líða
og eru þau yfirleitt allfús að gera
kaup við bófa, sem hafa uppi hót-
anir. Er von, að Evrópumönnun-
um líki sú stefna ekki, því hún
hlýtur að gera þeim stóru óhæg-
ara um vik en ella.
— C.L. SULZBERGER.
Ulrike Meinhof fæddist !
Oldenburg 1 Þýzkalandi og
var 42 ára gömul, þegar
hún lézt. Foreldrar hennar
voru listasagnfræðingar;
missti hún þá ung og ólst
siðan upp hjá sagnfræðipró-
fessor nokkrum Þar heima
frétti hún fyrst af sósialism-
anum og friðarhyggjunni,
sem hún boðaði siðar með
ef tirminnilegum hætti
Ulrike nam heimspeki og
félagsfræði i háskóla Að
námi loknu hóf hún störf
við „Konkret", timarit, sem
nú er liðið undir lok Rit-
stýrði hún þvi á árunum
1960—64 Hún giftist svo
útgefanda ritsins. Hann hét
Klaus Rainer Roehl. Varð
þeim Ulrike tveggja barna
auðið.
Ulrike gat sér talsverðan
orðstir i starfi, er tímar liðu.
Reit hún harðorðar greinar
um kjarnorkuvigbúnað,
framferði Bandarikjamanna
i Vietnam og afturhaldslög
stjórnarinnar i Bonn meðal
margs annars. Hún kom sér
vel í sinum hópi, og er til
þess tekið, að hún hafi
verið eftirsóttur dansfélagi i
mannfagnaðil Árið 1968
skildu þau Roehl að skipt-
um og Ulrike hætti blaða-
mennsku En upp frá þvi
lagði hún lag sitt við stjórn-
leysingja i Berlin. Varð hún
Dauða-
dans
Ulrike
Meinhof
brátt helzti hugsuður
þeirra. Um þær mundir fór
lögreglan lika að lýsa eftir
henni
Hinn 14. mai árið 1970
réðust einhverjir inn i fang
elsið þar sem Andreas
Baader stjórnleysingi var Í
haldi og höfðu hann brott
með sér. Var Ulrike sögð
hafa verið i þeirri árás.
Vörður einn særðist illa i
áhlaupinu
Ulrike og Andreas Baader
hurfu nú af sjónarsviðinu
um sinn og komu þau ekki
fram í nokkra mánuði Er
haldið, að þau hafi verið
einhvers staðar í Miðaust
urlöndum. En svo skutu þau
aftur upp kollinum í Vestur
Þýzkalandi. Tóku þau
forystu fyrir hópi manna,
sem kölluðu sig einu nafni
Rauðu herdeildina. Hópur
þessi varð brátt nefndur
Baader Meinhof hópurinn
eftir leiðtogunum. Segir í
sakaskránni gegn Ulrike, að
flokkur þessi hafi farið ógn
um um Vestur Þýzkaland í
tvö ár með bankaránum og
sprengjuárásum á hern-
aðarmannvirki.
Svo fór, að Andreas
Baader og tveir aðrir leið
togar Rauðu herdeildarinn-
ar, Jan-Carl Raspe og Gud-
run Ensslin, vinstúlka
Baaders, komust undir
manna hendur snemma árið
1972. Nokkrum mánuðum
síðar var Ulrike Meinhof
einnig tekin höndum. Var
henni gefið að sök, að hún
hefði verið i árásinni á fang-
elsið, sem fyrr var nefnt og
hún dæmd í átta ára fang
elsi. Fannst ekki bilbugur á
Ulrike í réttarhöldunum;
neitaði hún með öllu að fall-
ast á það, að ólöglegt væri
að knýja með vopnum til
þjóðfélagsbreytinga. Ulrike,
Baader, Raspe og Gudrun
Ensslin voru flutt til sériegs
fangelsis skammt frá Stutt-
gart. Heitir þar Stammheim
og var byggt sérstaklega
handa fjórmenningunum
fyrrnefndu. Þar fóru fram
réttarhöldin, sem nú hafa
staðið í eitt ár, eða nærri
því.
Fjórmenningunum var
gefið að sök að hafa stofn-
að til sprenginga og skot-
árása. í þeim óeirðum féllu
fjórir bandarískir hermenn
og þýzkur lögregluþjónn en
margir tugir manna særð-
ust. Ennfremur voru hin
fjögur sökuð um það að
hafa aflað fjár með bílþjófn-
aði, bankaránum og inn-
brotum. Segir i ákæruskjöl-
um, að þau hafi borið meira
en 100 þúsund sterlings-
pund (meira en 33 millj. ísl.
kr.) úr býtum með þessu
móti. Réttarhöldin yfir fé-
lögunum hafa gengið hægt
og seint. Ýmist hafa verj-
endur haft uppi mótmæli
gegn einhverju, eða hin
ákærðu þæfzt fyrir dómur-
um og látið ófriðlega Var
búið að setja réttinn og
slíta honum nærri 50 sinn-
um, þegar fyrsta vitnið
komst loks til þess að hefja
máls. Hin ákærðu neituðu
lengi vel að svara flestum
spurningum og skýra mál
sitt. En fyrir þremur vikum
varð loks breyting þar á.
Gudrun Ensslin stóð upp í
réttinum, kvaðst mæla fyrir
sjálfa sig og hönd félaga
sinna, og gekkst við
sprengingunum, sem urðu
að bana lögreglumanninum
og hermönnunum. ,,Við
berum alla ábyrgð á
þessu," sagði hún og bætti
við: ,,Við höfum verið í
ÍJLRIKE — „Fáleikar" með
henni og félögunum
Rauðu herdeildinni frá því
1970 "
Það kann að vera, að
Ulrike Meinhof hafi misst
kjarkinn við þessi tíðindi
En fleira hefur að Ifkindum
borið til. Það var haft eftir
saksóknaranum fyrir
skömmu, að sakborningun-
um kæmi ekki vel saman
nú orðið. Kvað hann fanga-
verði hafa veitt þvi eftir-
tekt, að ,,nokkrir fáleikar"
væru með þeim Ulrike
Meinhof og Andreas Baad-
er. Þeir, sem voru við rétt-
arhöldin undanfarið, Ijúka
líka upp einum munni um
það, að Ulrike hafi verið
óvenju hæglát siðustu vik-
urnar og hafi virzt sem
henni hefði farið talsvert
aftur
Það fór svo, að hún
hengdi sig. Ekki verður get-
um leitt að ástæðunni til
þess. En þýzk yfirvöld ótt-
ast, að andi hennar muni
svifa áfram yfir vötnunum,
þótt hún sé farin sjálf. Af
þvi tilefni er nú enn strang-
ari vörður um Stammheim-
fangelsi en fyrr. Eru yfir-
völdin hrædd um, aðáhang-
endur Ulrike fáist ekki til að
trúa því, að hún hafi framið
sjálfsmorð, og trúi þeir ekki
heldur, þótt þetta sannað-
ist, þegar likið var krufið.
Fyrir tæpum tveimur
árum svelti sig í hel þýzkur
hryðjuverkamaður, Holger
Meins að nafni. Hann var í
fangelsi um þær mundir og
hafði farið i hungurverkfall
af samúð með föngunum i
Stammheim. Meins varð
einhvers konar píslarvottur.
Kölluðu þeir sig „Holger
Meins-hópinn", sem réðust
á þýzka sendiráðið í Stokk-
hólmi ekki alls fyrir löngu.
Og vænta þýzk yfirvöld sér
nú einskis góðs, ef upp
skyldi risa „Ulrike Meinhof-
hópurinn" . . .
— FRANKLIN JORDAN.
VANGASVIPUR