Morgunblaðið - 23.05.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAI 1976
21
Detta gerðist líke ....
Pípuímynd Sherlock Holmes
bara píp
Eins og kunnugt er hefur hinn annálaði leynilögreglumaður og
hugsuður Sir Arthur Conan Doyles, Sherlock Holmes, gjarnan komið
fram I kvikmyndum, sjónvarpi, eSa teikningum púandi anzi ibyggilegar
bognar pípur. Nú hefur sú gagnmerka fræðigrein félagsf ræðin leitt i Ijós
að þessi þjóðsaga um bognu pipuna hans Holmes er bara pip. William
Sanders, 31 árs gamall félags-
fræðingur við Flórídaháskóla
komst að þessu er hann var að
kanna starfshætti og viðhorf lög-
reglumanna i Santa Barbara i Kali-
forniu Þessar bognu, virðulegu
pipur sem tengdar eru við Sher-
lock Holmes voru sem sagt ekki
seldar I Bretlandi fyrr en árið
1899, eða löngu eftir að flestar
sögur Sir Arthurs um Sherlock
Holmes komu út og áttu að hafa
gerzt. Það var leikarinn William
Gillette sem skapaði þessa frægu
imynd spæjarans. Gillette varð fyrstur til að leika hann og hann reykti
þessar bognu pipur vegna þess að beinar pipur trufluðu framsögn hans.
Siðan notaði teiknari sá sem myndskreytti næstu útgáfur af sögunum
Gillette sem fyrirmynd og þar með var þjóðsagan sköpuð.
Lög frumskógarins
Konurnar eru svartklæddar. Karlmennirnir hafa riffil um öxl. Um-
svifamesti borgari bæjarins er grafarinn. Svona er þorpsbragurinn i
Cimina, afskekktu bæjarfélagi i Kalabriu yzt á ítaliuskaga. Þar hafa 19
manns látizt á aðeins tveimur árum i grimmilegum fjölskyldudeilum
vegna beitarlands þar í grenndinni. Nú fyrir helgina voru tvö nýjustu
fórnarlömbin skotin til bana, — tveir bræður. Luigi og Michel Tas-
sonet, sem voru frændur annarrar af þeim tveim fjölskyldum sem
berjast i rimmu þessari, Barillaro-fjölskyldunnar. Fjóruih dögum áður
hafði annar frændi verið skotinn niður og á síðustu fjórum mánuðum
hefur niu manns verið fórnað i fjölskyldudeilunni. Lögreglan i Cimino
hefur ekki getað handtekið nokkurn mann i þessu blóðhefndastriði
vegna þess að báðir aðilar slá algjörri skjaldborg um hlutaðeigandi og
vilja ekki að opinberir aðilar eða utanaðkomandi fólk sé að blanda sér i
einkastrið þeirra. Þvi heldur þessu blóðbaði áfram sem allt á rætur
sinar að rekja til samkeppni um bezta beitilandið I héraðinu. Þegar
Tassonetbræður voru bornir til grafar nú fyrir helgina voru strætin i
Cimina auð. ibúamir földu sig innan dyra og syrgðu hina föllnu eða af
ótta við að verða næstu fórnarlömb.
Fundnir snillingar?
Hollenzkur sellóleikari, búsettur í Kanada, Conraad Bloemendal,
þritugur að aldri, skýrði frá þvi i vikunni að hann teldi sig hafa fundið
áður óþekkt eða glatað verk eftir meistara Ludwig van Beethoven
(myndin). Væri þetta selló-
sónata sem hann hefði grafið
upp i bókasafni fjölskylduvinar
i Amsterdam. Vitað var um til-
vist fimm sellósónatna eftir
Beethoven, og kveðst nú
Bloemendal hafa fundið þá
sjöttu meðal nótnahefta sem
útgefin voru 1840. Hann leik-
ur sjálfur með kammermúsik-
sveitinni Camerata i Toronto
og segist ætla að frumflytja
verkið í Norður-Ameríku á Shaw-hátfðmni i Ontario, 25. júli n.k. Hins
vegar segir Beethovensérfræðingurinn Irving Kolodin I New York að
hann sé efins um að verkið sé „ekta nýr Beethoven", en ef svo væri
hefði tónskáldið likast til samið það ungur að árum og væri ekki um
meiriháttar uppgötvun að ræða.
Tónleikar aldarinnar?
Sjö af mestu tónlistarmönnum heims, — þar af aðeins einn söngvari
—, stóðu á sviðinu í einni af frægustu tónlistarhöllum heims, Carnegie
Hall í New York s.l. þriðjudag og sungu hástöfum I hallelújakórnum I
Messiasi eftir Hándel. Þetta voru fiðluleikararnir Isaac Stern og Yehudi
Menuhin, sellóleikarinn Mstislav Rostropovich, píanóleikarinn Vladimir
Horowitz, barítónsöngvarinn Dietrich Fischer-Dieskau, framkvæmda-
stjóri Carnegie Hall, Julius Bloom, og hljómsveitarstjórinn og tónskáld-
ið Leonard Bernstein, sem stundum yfirgnæfði hina með dimmri raust
sinni. Undirleikinn annaðist Philharmóníuhljómsveitin í New York.
Tilefnið var 85 ára afmæli tónleikahallarinnar, en tónleikarnir voru
jafnframt liður I því að framlengja líf hennar. Stendur nú yfir mikil
fjáröflunarherferð sem á að safna 6,5 milljónum dollara til að greiða
skuldir Carnegie Hall og halda starfseminni gangandi án hækkunar
aðgöngumiðaverðs. Þessir tónleikar einir öfluðu 1,2 milljóna dollara og
voru forráðamenn hallarinnar himinlifandi yfir árangrinum. Aðgangs-
eyrir að tónleikum þessum var á bilinu 1000 dollarar til 50 dollarar.
Margir listamannanna hættu við verkefni annars staðar og gáfu vinnu
sína til að bjarga framtíð tónleikahallarinnar og svo virðist sem það
muni takast.
Sitt lítið af hverju
Grinblað Harvardháskóla i Bandarikjunum hefur getið sér frægð fyrir
að veita verðlaun fyrir verstu verk kvikmyndaframleiðslu hvers árs.
Blaðið — Harvard Lampoon — hefur nú tilkynnt að versta mynd ársins
só „Barry Lyndon" eftir Stanley Kubrick (myndin) og fær hún einkunn-
ina „kvikmyndalegur veggfóðursverð-
listi". Versti leikari ársins er Ryan
O’Neal fyrir leik sinn i „Barry Lyndon"
og versta leikkonan er Diana Ross fyrir
„Mahagony" . . . Eitt frægasta hótel
New Yorkborgar, Commodore Hotel,
sem hýst hefur helztu fyrirmenni
skemmtanaiðnaðarins, stjórnmála- og
iþróttaheimsins lokaði nú fyrir helgina
vegna „breyttra tima". Þótti hótelið
vera úrelt og úr sér gengið. Það var
Vanderbilt-f jölskyldan sem stofnaði hóteliðárið 1919 og á blómaskeiði
þess á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum hýsti það fólk á borð við
Dwight Eisenhower, Jane Russell og Jack Dempsey. Hótelið. sem i
voru 1900 herbergi, tapaði siðustu árin yfir 4,2 milljón dollurum á ári
BÍLLINN & BAKKUS!
ölvun við akstur er víða mikið vandamál. Svíar
hafa ekki farið varhluta af því, en þeir hafa hingað
til verið heldur mildir við drukkna ökumenn. Nú á
hins vegar að setja lög um það í Svíþjóð, að
lögreglan megi stöðva menn á vegum og leggja
fyrir þá vínpróf. Er þess
vænzt, að miklum mun
færri setjist drukknir
undir stýri eftir það.
I fyrra gerði sænska
lögreglan tilraun og lét
nærri 200 þúsund öku-
menn blása í blöðrur.
Reyndist þá óleyfilegt
áfengismagn í blóði 10 af
hverjum 100 ökumönn-
um. Fram að þessu hafa
ökumenn aðeins verið
prófaðir endrum og eins
og oftast þannig, að settir
voru upp vegatálmar og
allir prófaðir, sem að
þeim komu. En úr þessu
mega ökumenn búast við
rannsókn hvenær sem er.
Að visu hefur sú skoðun
verið látin í ljós, að vafa-
samt væri að. leyfa lög-
reglunni „blásturspróf”
með lögum; það væri
bæði „skerðing einstakl-
ingsfrelsis" og svo væru
blöðrurnar óáreiðanlegir
mælar. Það kom nefni-
lega i ljós f fyrra, að
10% þeirra, sem féllu » blástursprófum stóðust
blóðpróf, þegar til kom. En sennilega eru þetta
óþarfar áhyggjur. Sviar eru þekktir að löghlýðni og
flestir þeirra munu án efa láta sér segjast, þótt
einhverjir haldi uppteknum hætti og aki drukknir.
Að núgildandi lögum i Svíþjóð má ekki vera
meira áfengi i 10 millilitrum blóðs úr ökumanni en
sem nemur 50 milligrömmum. Finnist 50—150 mg í
10 ml blóðs varðar það sekt og missir ökumaður
jafnframt ökuréttindi í eitt eða tvö ár. Sé áfengið
meira en 150 mg skal ökumaður sæta fangavist í
nokkra mánuði og missir að sjálfsögðu ökuréttindi,
hvort sem hann hefur valdið slysi eða ekki.
Nú eru Sviar heldur ófúsir að hneppa menn i
fangelsi. Þó eru 12 þúsund dæmdir i fangelsi
árlega. Það yrði því fljótlega þröngt i sænskum
fangelsum, ef þeim bættust mörg þúsund drukk-
inna ökumanna. Dómsmálaráðherrann hefur lika í
hyggju, að hin nýju lög verði dálítið „sveigjanleg".
Eigi dómarar að mega ákveða fangavist með tilliti
til aðstæðna sökudólga og sjá í gegnum fingur við
suma þeirra. Til skýringar mætti taka dæmi um
mann, sem hefði atvinnu af vörubílaakstri, en væri
tekinn ölvaður undir stýri á einkabíl sínum.
Þetta var um Svía. En ölvun við akstur er víða
meiri vandi en i Svíþjóð. Það á ekki sízt við um hin
Norðurlöndin, Finnland, Noreg, tsland og Dan-
mörku. I öllum þessum löndum fjölgaði þeim tvö-
falt á síðast liðnum áratug, sem teknir voru fyrir
ölvun við akstur. Hins
vegar fjölgaði ölvunaraf-
brotum í umferðinni f
Svíþjóð ekki svo mjög á
þeim tíma, og raunar
ekki svo, að orð sé á ger-
andi.
Finnar, Norðmenn og
íslendingar hafa nokkuð
rosalega drykkjusiði og
eru þeir í samræmi við
loftslagið. Þá eru áfengis-
lög í þessum löndum
óhagstæð hófdrykkju-
mönnum. Flestir taka þvi
það ráð að skvetta dug-
lega í sig endrum og eins.
Munu fáir hæfir öku-
menn eftir þær rispur.
Margir reyna þó að aka.
Yfirvöldin reyna aftur á
móti að draga úr þeim
kjark og fella þunga
dóma. En það virðist ekki
hafa tilætluð áhrif. I
Finnlandi eru hálfs árs
fangelsisdómar algengir
fyrir ölvun við akstur. Þó
setjast æ fleiri drukknir
undir stýri.
Danir eru nokkuð sérstakir í þessu efni. í allri
Evrópu eru engir duglegri drykkjumenn en Danir
nema Belgar og Þjóðverjar. í Danmörku eru líka
allströng lög um ölvun við akstur. Finnist meira en
120 mg áfengis i 10 ml blóðs úr ökumanni hlýtur
hann hálfs mánaðar eða þriggja vikna varðhald
fyrir. Samt eru dönsk lög um þetta efni fremur
óljós. En það mun eiga að herða þau von bráðar.
Verður ökumönnum þá ekki refsað þótt 80 mg eða
minna áfengi finnist í blóði þeirra. 80—120 mg
varða hins vegar sektum, 120—150 mg sektum og
skiiorðsbundnum réttindamissi, en 150 mg eða
meira réttindamissi i eitt ár eða lengur og fangeisi
þar að auki. Vænta dönsk yfirvöld þess, að menn
hræðist fangelsin. Ekki er þó vist, að þeim verði að
þeirri von. Árlega sæta 10 þúsund Danir tveggja
eða þriggja vikna fangelsi fyrir ölvun við akstur.
Er sú fangavist kölluð „sumarfrí án fjölskyldunn-
ar“, og geta menn lögum samkvæmt ráðið ein-
hverju um það, hvenær þeir fara í fangelsið. Þeir
geta svo farið í sumarfrf „með fjölskyldunni",
þegar þeir koma úr hinu fríinu . . .
— COLIN NARBROUGH.
Bíllinn
& Bakkus
Vínpróf á vegum úti
BÆKURI
SIMON Wiesenthal er pólskur
Gyðingur. Af þeim sökum sat
hann í fjögur ár í fangabúðum i
seinna striði, og allt þar til
Bandaríkjamenn komu á vett-
vang og opnuðu Gyðingageymslur
nazista. En upp frá þessu starfaði
Wiesenthal að því eingöngu að
leita uppi háa og lága morðverk-
stjóra Hitlers og hefur hann nú
verið að í 30 ár. Hann stofnaði og
stjórnar enn miklu skjalasafni í
Vinarborg; þar eru 90 þúsund
skjalahefti með ýmsum fróðleik
um gamla nazista. Hafa 1000
þeirra verið dæmdir á forsendun-
um, sem Wiesenthal hefur tint
þarna saman.
Wiesenthal er löngu heims-
kunnur af eltingu sinni við naz-
ista. Hann hefur jafnframt boðað
réttlætis- og mannúðarhugsjónir
sínar um víða veröld.
Nú fyrir skemmstu tók hann
upp nýja aðferð til að koma boð-
skap sínum á framfæri. Hann er
Börnin mega
líka heyra
sannleikann
farinn að skrifa barna- og ungl-
ingabækur. Hefur samizt með
Wiesenthal og bandarískri bóka-
útgáfu, Raintree Publishers, um
útgáfu bókaflokks „um eða eftir
fólk, sem orðið hefur vitni að
miklum atburðum eða tekið þátt i
þeim“. Mun Wiesenthal semja
nokkrar bækurnar í flokki þess-
um. Fyrst bókin kemur út i haust.
Þar ætlar Wiesenthal að segja frá
leitinni að Gestapóforingjanum,
sem handtók Önnu Frank og fjöl-
skyldu hennar. En Anna Frank
var hollenzk telpa af Gyðingaætt-
um. Hún og fólk hennar leyndust
lengi eftir að Gyðingaofsóknir
byrjuðu í Hollandi, en fundust að
lokum. Anna lét eftir sig merki-
lega dagbók, sem fræg varð. Eftir
strið var því komið á kreik, að
dagbókin væri ekki annað en upp-
spuni. Simon Wiesenthal kveóst
hafa leitað uppi manninn, sem
handtók Frankfólkið, til þess að
Framhald á bls. 23
F R J Ó S E MIS LY
Fæðingarvélar — eða hvað?
NÝLEGA eignaðist brezk kona
sexbura. Þeir eru nú allir látnir.
Hinn síðasti dó fyrir tæpum
mánuði. Konan hafði tekið frjó-
semislyf. Mikið hefur verið deilt
um frjósemislyf og vöktust þær
deilur enn upp af þessu tilefni.
Meðal annars fylltist einn
brezkur þingmaður eldmóði og
varð honum tíðrætt um það, að
„grunlausar konur væru gerðar
að fæðingarvélum og hefði það
oft hinar hræðilegustu af-
leiðingar fyrir þær og börn
þeirra“. Eru eflaust margir sama
sinnis.
Það verður þó ekki séð af töl-
um, að þessi skoðun verði rökum
studd. Það er sjaldgæft, að fjöl-
buramæður deyi af barnsförum.
T.d. dó engin brezk fjölburamóðir
af barnsförum á árunum
1970—1972. Ekki verður heldur
séð, að fjölburafæðingar færist i
vöxt. Árið 1973 urðu 6. 688
fjölburafæðingar í Englandi og
Wales. en fæðingar voru þá alls
meira en 677 þúsund. En af
hinum 6.688 áttu 6.615 mæður
tvíbura, 71 þríbura og tvær fjór-
bura. Árið 1971 urðu 785 þúsund
fæðingar alls, 8.074 fjölbura-
fæðingar og þar af fimm fjórbura-
fæðingar. En dánartala barna á
fyrsta ári lækkar stöðugt. 16 af
hverjum þúsund dóu i fyrra, en
21 af hverjum þúsund árið 1961.
Frjósemislyf eru oft gefin
konum, sem ekki geta orðið
barnshafandi að öðrum kosti. En
börnin verða stundum fleiri en
ætlað var. Það er vegna þess, að
mjög erfitt er að skammta lyfin.
Hæfilegur skammtur er ein-
staklingsbundinn og ekki er
aðeins það, því konur eru ekki
alltaf jafnnæmar fyrir lyfjunum.
— CHRISTINE DOYLE.