Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 Alvöru- borgin eftir Hugrúnu Verið ekki að rífast strákar," sagði Inga. Þið getið báðir verið foringjar. Það eru oft margir í stjórn, bæði yfirmaður og undirmaður“. „Þetta er alveg rétt hjá þér Inga,“ sagði Jonni. „Krakkar! Þið sem eruð með því að vió Bjössi séum báðir í stjórninni, gjörið svo vel að rétta upp höndina." „Af hverju á að gera það?“ sagði Rebekka. „Veistu það ekki stelpa. Svona er það, stelpur vita aldrei neitt. Þetta er alltaf gert á fundum þegar á að greiða atkvæði, ef kosning er ekki skrifleg." „Hver heldurðu að skilji þetta?“ sagði Rebekka. „Þetta er einhver speki sem enginn skilur.“ „Krakkar, ef þið eruð með því að við Bjössi séum báðir s RMCs^ ' 7BER- Charlie Chaplin er nafn sem allir þekkja sem nokkuð vita um gamanleikara og gaman- myndir f bíóunum. Myndir hans sem margar hafa verið sýndar hér verða öllum þeim sem séð hafa minnisstæðar. Chaplin er nú orðinn háaldraður maður, 87 ára. Hann býr suður I Sviss. í stjórninni þá réttið upp höndina," endurtók Jonni. Það voru allar hendur á lofti. „Er nokkur á móti?“ spurði Jonni. „Þarftu að spyrja“ sagði Bjössi, þegar allir krakkarnir réttu upp hönd. „Þá er þetta samþykkt,“ sagði Jonni, „og þá verð ég yfirmaðurinn". „Ég verð yfirmaðurinn ag þú undirmaðurinn,“ sagði Bjössi, „af því pabbi minn á landið.“ „Hættið þessu rifrildi strákar," sagði Rebekka. „Það verður ekkert gaman i dag ef þið ætlið að láta svona. „Maður sem er að byggja hús er ekki kallaður foringi,“ sagði Kristinn, „hann er kallaður byggingameistari. Þá verður hvorugur ykkar foringi en báðir bygg- ingameistarar“. „Þetta er alveg rétt hjá þér Kiddi,“ sagði Anna ltila. „Hvaða vit heldurðu að þú hafi á því?“ sagði litli kútur. „Þú ert bara stelpa". „Heldurðu að stelpur séu vitlausar eða hvað?“ sagði Anna. „Hættið þið nú að kíta krakkar,“ kallaði Bjössi. „Við Jonni erum báðir byggingameistarar, og þið eruð vinnu- fólkið okkar.“ „Nú byrjum við á starfinu og byggjum fallega borg.“ „Nú veit ég hvað gera skal,“ sagði Jonni. „Fyrst leggjum við beinan veg, út alla grindina, svo skiftum við liði og byggjum hús báðum megin vegarins. „Ég ætla að ganga fyrstur, svo kemur þú Bjössi og hinir krakkarnir svo eftir stærð, og gætið þess að fara ekkert út fyrir slóðina. Þetta þarf að vera þráðbeinn vegur.“ Krakkarnir röðuðu sér eftir aldri og fetuðu í fótspor Jonna. Það var enginn tími til þess að gera athugasemd við þessa stjórnsemi hans. Það var líka nokkuð gaman að ganga svona í röð og sjá þráðbeina slóðina eftir fæturna. „Gengur þetta ekki vel?“ kallaði Jonni og sneri sér við til hálfs, til þess að líta eftir liðinu „Ég er nú hérna á mínum stað,“ sagói Bjössi, „svo þú þarft ekki að skipta þér af krökkunum, hugsaðu bara um að hafa brautina beina. Nú ertu að gera bugðu á hana, ég held að þér veiti ekki af að gæta þín sjálfs.“ „Þetta má nú laga,“ sagði Jonni. „Það er samt beygja," sagöi Bjössi, en heldurðu að við séum ekki búin að gera nógu langa braut?“ „Það var nú einmitt það sem ég var að hugsa um,“ sagöi Jonni. „Nú skiptum við liði. Ég kýs Ingu.“ „Ég vel þá Rebekku,“ sagði Bjössi. „Þá vel ég Kristin," sagði Jonni. Næst valdi Bjössi Önnu. Þá voru þeir Valur VlE9 MORö-tlN/ KAFF/NU Nú held ég að ’ann fari að Taktu löppina af vigtinni, hlýna. maðu'r. Læknir nokkur bað kunningja sinn að skrifa nú eitthvað f gestabókina, sem lá á borðinu. Maðurinn settist niður og fór að skrifa: „SÍðan þessi ágæti læknir fór að stunda sjúklinga, hafa sjúkrahúsin algerlega lagst niður...“ — Nei, blessaður vertu, þetta er alltof mikið hól, greip læknirinn fram í. — Bfddu augnablik, sagði hann, ég er ekki alveg búinn. Og svo bætti hann við: „... en kirkjugörðunum hefur fjölgað að mun“. X Ljósmóðirin: — Ég nýt þess sóma að láta yður vita að það er kominn Iftill sonur Prófessorinn: — Jæja, er það svo, biðjið hann um að fá sér sæti og bfða ég kem undir eins. Kerlingin: — Jæja, svo að þú vilt að ég verði tengdamóðir þfn. Ungi maðurinn: — Nei, nei, alls ekki, en það verður vfst ekki umflúið fyrst ég vil giftast dóttur þinni. X Snáðinn: — Marfa vill að asninn minn giftist brúðunni hennar. Giftast asnar nokkurn tíma, frændi? Frændinn: — Já, eingöngu asnar. X Arni: — Hvernig ferðu að þvf f samkvæmum, þegar þú ávarpar „dömur“, sem þú þekkir ekki? Einar: — O, ég segi bara „frú“ við þær sem ég held að séu ógiftar en „ungfrú við þær, sem ég held að séu giftar. Ég hef séð að báðum Ifkar það bezt. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýdd/ 72 ekki ofskynjanir. Hvar er Mareel? — Ilann er inni. Þau eru öll heíma. David. hvar hefur eigin- lega komið f.vrir? Þau sögðu að þú værir farinn heim til Englands. Af hverju fórstu ekki? Það er hættulegt fyrir þig að vera hér. — Er Paul heima Ifka? Já. — Sagði Marcel eitthvað við hann f sambandi við skotið? — Ég veit það ekki, David, end- urtók hún. — En f hamingju bæn- um, farðu David. Gerðu það fyrir mig. Ekki koma inn. Þau eiga ekki von á þér. — Ég veit það vel. Þess vegna er ég Ifka kominn. Hann þagnaði og leit blíðlega á hana. — Nicole. Hvers vegna kemur þú þér ekki á burtu? Það gæti dregið til leiðinlegra tíðinda og þá á ég ekki aðeins við kviildið f kvöld. Það verður ekki meira af veizlum hér eftir þetta kvöld... engar frumsýningar eða fé fyrir ykkur Paul til að skemmta ykkur að vild. Nicolesagði hljóðlega. — Ég skil ekki hvað þú átt við, Davíd. En hann hafði á tilfinningunni að hún skildi; að hún hefði lengi vitað að öryggi þeirra var á sandi byggt og hún hefði aldreí trúað því, eins og Paul, að þetta gæti varað. — Hvar er hitt fólkið? — 1 stærsta salnum. Heyrðu mig, ég ætla að koma með þér. Ég veit ekki hvað er á seyði, en þú skelfir mig og mér er ekki um sel. — Þú heldur að Marcel muni hafa skjótar skýringar á hrað- bergi og allt falli f Ijúfa löð. Hún svaraði engu. Hann brosti til hennar og tók um axlir hennar sem þau gengu inn. Byssan hafði gleymzt í bflnum og hann kippti sér ekkí upp við það. Komið hafði verið fyrir köstur- um á veröndinni og þegar kveikt var á þeim var ailt umhverfið uppljómað. Rökkrið var að færast vfir. Monique sat f háum stól og saumaði f púða við lampaljós. Paul hallaði sér makindalega aft- ur í sófanum. Marcel var við gluggann og sneri baki f þau. Hann ávarpaði frænku sfna án þess á lfta við þegar hún kom inn. — Fannstu leikstjórann, Ni- cole? Er hann kominn? Ertu búin að segja honum að Ijósin séu of sterk? M. Gramont, þér verðið að muna að flestir þeir sem koma að sjá þetta eru ferðamenn. Það verður að útbúa þetta betur. — Þetta er ekki M. Gramont. sagði David og án þess að vita af þvf bætti hann við vegna þess honum fannst það hæfa f þessu séikennilega melódramatfska andrúmslofti. — Það er ég, David Hurst. —Örstutt þögn var áður en Mar- cel sneri sér við. Hann ieit kulda- lega á David. — Hvernig sluppuð þér út? — Ég gekk bara út. — Ég trúi yður ekki. Hvað gerð- ist? — Vinirnir yðar úr andspyrnu- hreyfingunni eru bæði orðnir feitir og latir. Þeir voru svo upp- teknir við að kýla vömbina að þeim láðist að gæta fanga yðar. Eða kannskí þeir hafi orðið kæru- lausir vegna þess að þeir lögðu ekki algerlega trúnað á sögu yðar. Þér verðið að viðurkenna að hún var býsna langsótt. — Hvaða saga? Um hvað er hann eiginlega að tala? spurði Moníque. — Viljið þér að ég tali um það fyrir framan fjölskvldu yðar? spurði David og beindi máli sfnu til Marcels. —Jvað hafið þér verið? spurði Marcel. — Eins og þér hélduð. A Spáni. — Hittuð þér hana? — Hún sagði okkur allt af létta, sagði David. — Það hefur verið skrifað niður og innsiglað og af- hent lögreglunni, sem hefur verið sett inn f málið. Þeir hefjast sjálf- sagt handa bráðlega. Paul leit snöggt upp. Letilegur hrokinn var sem af honum strok- inn. Hann leit til skiptis á við- stadda og vætti varirnar stöðugt með tungunni. — Marcel, um hvað er ungi maðurinn eiginlega að tala? sagði Monique f senn forviða og gröm. — Taktu saumadótið þitt og dóttur þfna og fjarlægðu þig sagði Marccl stillilega. — Ég þarf að ræða ýmis mál við þennan unga mann. Monique opnaði munninn tíl að mótmæla. Nicole hraðaði sér til hennar. — Við gerum eins og hann bið- ur okkur, mamma, sagði hún. Monique reyndi enn að mót- mæla, en lét þó gott heita að Nicole leiddi hana á braut. — Ég vona að við hittumst áður en þú ferð, sagði Nicole við David. — Við sjáum til, sagði hann. Þegar konurnar voru gengnar út benti Marcel Paul að fara líka. — Segðu Gramony að við stopp- um núna. — Þau eru nýbyrjuð. Þau geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.