Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976 Umsókn KRON átti ekki að vera bráða- birgðalausn — heldur til frambúðar ÁÐUR en gengið var til dagskrár á borgarstjórnarfundi 20. maf sfð- astliðinn kvaddi Alfreð Þorsteins- son (F) sér hljóðs. Tilefnið var að Kron hafði fengið úthlutað lóð undir verzlunarskemmu f Kópa- vogi með samþvkki allra bæjar- fulltrúa þar. Alfreð taldi að sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Kópavogs hefðu verið heiðarlegri f afstöðu sinni til Kron en borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins. Minntist Alfreð á að nú væri töluverður fyrirtækja- flótti frá Reykjavík til Kópavogs og missti Reykjavík þar spón úr aski sínum. Þá sagði hann að með hinum mikla fyrirtækjaflótta og -hóp sem nú væri innst í Kópavog- inum skapaðist mikill umferðar- vandi srm sneri að Peykjavfk. Sagð hannvandann síz< minnka ef Kron byggði þarna stórmakað. Alfreð sagði að rökin gegn því að Kron fengi að reka vörumarkað í vöruskemmum Sambandsins við Elliðaárvog hefðu m.a. verið, að of mikil umferð skapaðist í grenndinni. Beindi hann þeim til- mælum til borgarstjóra og borgar- stjórnarmeirihlutans að málið yrði tekið upp að nýju. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri (S) svaraði og sagði það ekki óeðlilegt að sveitarfélög þau sem hingað til hefðu verið að miklu leyti svefnborgir Reykja- víkur fengju eitthvað af stórum fyrirtækjum til sín. Hann taldi umferðarvandann verða innan bæjarmarka Kópavogs. Þá minnti hann á að Kron hefði fengið góða lóð undir markað í nýja miðbæn- um og sú lóð yrði örugglega eftir- sótt er fram í sækti. Borgarstjóri sagði að grunur sinn um stór- markað Kron við Elliðaárvog hefði nú styrkzt til muna með málflutningi Alfreðs. Hér hefði Kron ekki haft bráðabirgðalausn i huga í rauninni heldur framtíðar- lausn og það leyfðu skipulagsregl- ur ekki. Hann sagði síðan að af- staða hans hefði ekki breytzt og hann liti svo á að málið væri af- greitt. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) tók þá til máls og sagði að kröfum Kron hefði ekki verið fullnægt. Alfreð Þorsteinsson tók aftur til máls og sagði að ætlunin hefði verið hjá Kron að leysa vandann fyrir vöruhús i skamman tíma. Hann taldi rangt sem borgarstjóri hefði sagt að fyrirtækið skapaði ekki umferðarvanda þvi það væri á borgarmörkunum. Að lokum sagði Alfreð að hreinn fjandskap- ur væri að háifu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn Kron og Sambandinu. Magkús Örn Antonsson (S) tók næst til máls og sagði alrangt og þversögn að einhver fjandskapur ríkti hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins gegn Kron og Samband- inu. Hann sagði að á svæði Sam- bandsins við Elliðaárvog hefði verið gert ráð fyrir hafnsækinni aðstöðu og sagði að sér væri kunn- ugt um að fjölmörgum aðilum hefði verið vísað frá sem þarna vildu fá ýmsa aðstöðu. Markús sagði óeðlilegt að smávöruverzlun væri starfrækt á miðju hafnar- svæðinu. Þá sagði hann að nú væri ljóst að umsókn Kron um vörumarkað á svæði Sambandsins hefði aldrei átt að verða bráða- birgðalausn heldur til frambúðar. Þetta sannaðist ekki sízt þegar Kron byggði i Kópavogi. Og enn- fremur, að hæpið væri að halda þvi fram að verzlunarrekstur Vorgleði í Eden LAUGARDAGINN 15. maf s.l. héldu sjálfstæðisfélögin f Suð- urlandskjördæmi sameiginleg- an dansleik f Eden í Hvera- gerði. Annaðist sjálfstæðisfé- lagið Ingólfur f Hveragerði all- an undirbúning að þessu sinni. Formaður „Ingólfs", frú Sig- rún Sigfúsdóttir, setti sam- komuna með ávarpi. Frú Mar- grét Sighvatsdóttir frá Grinda- vík söng við undirleik frú Ragnheiðar Skúladóttur frá Keflavík og ungir menn úr Hveragerði, Magnús Stefánsson og Steinn Kárason, fluttu gam- anvísur. Á miðnætti var bögglauppboð í umsjá Bjarkar Gunnarsdóttur og Georgs Michelsen, sem einn- ig var samkomustjóri. Síðan var dansað til kl. 2 e.m. Ríkti gleði og félagsandi í Ed- en þetta kvöld. Hafa formenn félaganna á Suðurlandi mikinn áhuga á auknu samstarfi og kynningu milli félaganna. Lof- ar byrjunin góðu. Björk Gunnarsdóttir og Georg Michelsen stjórna bögglaupp- boði. Kron hefði verið fluttur úr vöru- skemmu við Elliðaárvog I vandað húsnæði í nýja miðbænum. Slík umskipti væru of mikil til að taka trúanleg. Markús örn Antonsson VIKUNNAR UMSJON: AB. BERGENIA (Megasea) Af bergeníu eru einkum ræktuð tvö afbrigði sem hér eru nefnd: BLÓÐSTEIN- BRJÓTUR (Bergenia Crassi- folia) og HJARTASTEIN- BRJÓTUR (Bergenia Cordifolia) og mun siðarnefnda afbrigðið vera algengast hér. Bergenia er ættuð og upp- runnin úr fjöllum Mið- og Austur-Asiu (Mongolíu — Altaifjöllum) og er nokkuð langt siðan hún barst til Evrópu og tekin þar í ræktun. Linné, hinn frægi sænski grasa- fræðingur, hafði þegar á sínum tíma fengið plöntu af bergeníu frá Rússlandi. Bergenía hefur þykkan grunnlægan rótarstokk og upp frá honum vaxa stór, þykk, slétt, leðurkennd blöð, hárlaus þjál í ræktun. Það má segja að næstum sé sama í hvernig jarð- vegi henni er ætlað að vaxa og hvar hún er staðseft, hvort heldur er í sól eða hálfskugga, í blómabeði eða klettarifu, hún vex og þraukar. En fallegust og kröftugust verður hún í frjórri, djúpri heldur rakri mold og hún nýtur sín jafnvel bezt ef hægt er að hafa hana alveg út af fyrir sig, er t.d. ágæt hjá polli eða við gangstig eða ofaná steinvegg. Já, bergenía stendur vel fyrir sinu og á það skilið að henni sé gaumur gefinn, og hún er lang- líf og nægjusöm. Og það má reikna með því þó að eitthvað af blöðunum fái á sig rauðleit- an haustlit og leggist í frosti flöt með jörðu, að þau lyfti sér • • Markús Orn Antonsson: og gljáandi í stofnhvirfingu niður við jörð og mynda falleg- an vöxtulegan gróður. Hún blómstrar snemma vors ljós- eða dökk-rósrauðum blómum sem standa lengi. Eru þau i þéttum klasa á 30—40 sm háum stöngli Bergenía breiðir úr sér með hægt skríðandi jarðstöngli rétt með yfirborðinu, rætandi sig frá stönglinum niður í mold- ina. Það er mjög auðvelt að fjölga jurtinni með skiptingu og að halda henni innan þess ramma sem henni er ætlaður. Bergenia er harðgerð vel og aftur i lífi og prýði garðinn um leið og frost fer úr jörðu. Ný blöð bætast fljótlega við í stað þeirra sem kann að þurfa að skera burtu þegar plantan er snyrt snemma vors. í garðyrkjubók fyrir Norður- Noreg er bergenía talin í flokki þeirra fjölæru blóma sem gott sé að rækta jafnvel á veður- hörðum stöðum alla leið út undir Norður-Ishaf, aðeins ef henni er séð fyrir svolitlu skjóli. Og hér á íslandi unir hún sér prýðilega vel. S.Á. — Dagskrá Framhald af bls. 5 15.00 Miðdegistónleikar Concert Arts hljómsveitin leikur þrjár (iymnópedíur eftir Erik Satie: Vladimír Golschmann stjórnar. Fílharmoníusveit Lundúna leikur „I Suðurhéruðum", hljómsveitarverk op 50 eftir Edward Elgar; Sir Adrian Boult stjórnar. Earl Wild og sinfóníuhljómsveitin í Koston leika Fíanókonsert nr. 1 í b-moll op. 32 eftir Xaver Scharwenka; Erich Leinsdorf stjórnar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Tón- leikar. 17.30 „Sagan af Serjoza“ eftir Veru Panovu Geir Kristjánsson les þýð- ingu sína (9). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Pétur Guðjónsson forstjóri talar. 20.00 Mánudagslögin 20.25 „Grafarraus“ smásaga eftir Sigurð Brynjólfsson. Höfundur les. 20.50 Mozart og Webern: Til- brigði í tali og tónum Flytjendur: Úrsúla og Ketill Ingólfsson. a. Tilbrigði um franskt barnalag eftir Mozart. b. Erindi um Anton Webern. c. Tilbrigði op. 27 eftir Webern. 21.30 Útvarpssagan: „Sfðasta freistingin“ eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björns- sonar (31). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Búnaðarþáttur Óttar Geirsson ráðunautur talar um framræsluna í sumar. 22.35 Kvöldtónleikar a. Concerto grosso f F-dúr eftir Marcelo. I Musici leika. b. Konsertsinfónia fyrir tvær flautur og hljómsvcit eftir Cimarosa. Ars Viva hljóm- sveitin f Gravesano leikur; Hermann Scherchen stj. c. Obókonsert í C-dúr eftir Haydn. Kurt Kalmus og Kammer- sveitin í Múnchen leika; Hans Stadlmair stj. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. FRÁ BORGARSTJÓRN:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.