Morgunblaðið - 17.06.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 17.06.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 Norrænir músíkdagar: Opnunartónleikar í Há- skólabíói annað kvöld OPNUNARTÓNLEIKAR „Norrænna músikdaga“ verða I Háskólabfói klukkan 21 annað kvöld, föstudaginn 18. júní. Sem kunnugt er* taka hátt f fimm hundruð tónlistarmenn, innlend- ir sem erlendir, áhuga- og at- vinnumenn, þátt í hátiðinni, sem stendur fram til næsta fimmtu- dags 24. júní. Flutt verða 59 norræn og kanadfsk tónverk, þar af 11 íslenzk, á þessari tónlistar- hátíð, sem er ein sú umfangs- mesta, sem haldin hefur verið hérlendis. A opnunartónleikunum í kvöld verða flutt sex verk. Fyrir hlé verða flutt „Hjártats sánger" eft- ir Gunnar de Frumerie, sem Sig- Framhald á hls. 20 Reykjavík: 200 norrænir gigtlæknar funda NORR/KNIR gigtlæknar halda þing i Reykjavík dagana 21. til 23. júnf næstkomandi að Hótel Loft- leiðum. Þetta er 16. þing norr- a-nna gigtlækna og hið fvrsta, sem haldið er hérlendis, en þau eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum. Þingið sækja um 200 læknar, þar af 30 fslenzkir. en auk þess verða um 100 aðrir þátttakendur, m.a. stjórnarmenn í stvrktarfélögum giglveikra á Norðurlöndum, að- standendur lækna, Ivfjafræðing- ar og tölfræðingar. 1 þessu sam- handi má geta þess að undirhún- ingur að stofnun slíks stvrktar- félags áhugamanna er nú hafinn hér á landi. Jón Þorsteinsson, dósent, for- maður Gigtsjúkdómafélags ís- lenzkra lækna, verður forseti þingsins, en aðrir læknar í fram- kvæmdastjórn þess eru Kári Sigurbergsson, ritari, og Jóhann Gunnar Þorbergsson, gjaldkeri. Ennfremur hefur Arinbjörn Kol- beinsson unnið að undirbúningi þingsins með þeim þremenning- um. Þeir héldu í gær blaðamanna- fund, þar sem þeir skýrðu frá þinginu. Aðalumræðuefni þingsins Framhald á bls. 20 LjiVsmynd Frióþjófur Tveir hafa sótt um Mosfellsprestakall UMSÓKNARFRESTUR um Mos- fellsprestakall rann út 15. júnf s.l. Að sögn sr. Ulfars Guðmunds- sonar biskupsritara hafa tvær umsóknir borizt, en ekki er úti- lokað að umsóknir eigi eftir að berast f pósti að sögn Ulfars. Um- sækjendur eru sr. Birgir Asgeirs- son, Siglufirði, og sr. Ingólfur Guðmundsson, lektor við Kenn- araháskólann. Eins og kom fram i fréttum Mbl. á sínum tima, fóru fyrir nokkru fram prestskosníngar í Mosfellsprestakalli og hlaut sr. Sveinbjörn Bjarnason flest at- kvæði. Hann tók hins vegar ekki við prestakallinu, og var það aug- lýst að nýju. Hvorugur þeirra um- sækjenda, sem nú sækja um, sótti um í fyrra skiptið. Á sunnudaginn fór fram prest- vígsla í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Skírnir Garðarsson cand. theol. var vígður til Hjarðarholts- prestakalls í Dölum. Þar sat áður Svavar Stefánsson, en hann hefur verið settur prestur í Norðfjarð- arprestakalli. Helga Bachman og Helgi Skúlason hætta hjá Iðnó LEIKARAHJÓNIN Helga Bach- man og Helgi Skúlason hafa hætt störfum hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Helga hefur starfað þar í um 20 ár en Helgi i 16 ár, en hann var áður hjá Þjóðlejkhúsinu. Helgi Skúlason sagði við Mbl. í gær, að þau hjón myndu líklega hefja störf hjá Þjóðleikhúsinu, en ekkert væri fastákveðið i þeim efnum, enda nægur tfmi til stefnu. Hann sagði að þau hefði bæði langað að fara frá Iðnó. Kippur kom í blóðgjafirnar TÖLUVERT var að gera í Blóð- bankanum í gær, þegar Mbl. hringdi þangað, en eins og kom fram í blaðinu í gær, var orðinn mikill skortur á blóði. Hafði ástandið stórum lagazt enda margir brugðizt vel við óskum Blóðbankans. Iðnaðarráðherra um viðræðurnar við Elkem: Bréfkorn til Jóhanns Hjálmarssonar Þú ert maður sem geðfellt er að ávarpa og á ég við þig tvö erindi. I fyrsta lagi: þakka þér fyrir góð orð í minn garð í Morgunblaðinu fyrr og síðar, í öðru lagi að furða mig á því að þér láðist að geta nokkurra þeirra sem lásu ljóð sfn á Kjarvalsstöðum i greininni þinni um daginn. Mér fannst til- koma í því að heyra þá lesa, Hjört Pálsson og Ingimar Erlend. Kannski gleymi ég einhverjum sem þú hefur gleymt, en ég minn- ist þess að Ingimar hefur nú gefið út fjórar ljóðabækur.— Mjög virkur og athyglisverður höfund- ur. Ég hef líka furðað mig á því að enginn ykkar ritskýrenda hefur vikið orði svo heitið geti að bók hans Undirheimi sem kom út í hittiðfyrra. Allir erum við næm- geðja, rithöfundar, og því segi ég þetta við þig að mér finnst grein- arnar þínar yfirleitt bera vott um hófsemd og hlutlægni. Við slfka menn er unnt að koma tali sínu og segja þetta: Það er hart er heilar bækur — skáldverk — lenda milli þils og veggjar. Með vinsemd, Baldur Óskarsson Tollmálið á lokastig TOLLMALIÐ er komið á lokastig, að því er Haraldur Henrýsson sakadómari tjáði Mbl. Sagði Haraldur að eftir ætti að yfir- heyra nokkra menn, sem ekki eru á landinu um þessar mundir. Þegar yfirheyrslum lýkur verður gengið frá málinu og það sent ríkissaksóknara til ákvörðunar. — segir Valtýr í spjalli um nýstárlega sýningu sína á Loftinu Ljosm.: KAa. Undirbúningsnefnd gigtlæknaþingsins. Frá vinstri: Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Þorsteinsson, Arinbjörn Kolbeinsson og Kári Sigurhergsson. Ekkert komið upp sem hindrar samkomulag Leitað eftir byggingarláni hjá Norræna fjárfestingarbankanum, takist samningar MORGUNBLAOIÐ sneri sér til Gunnars Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, vegna yfirstandandi við- ræðna við norska fyrirtækið Elkem um að taka yfir hlut Union Carbide í járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga og spurði hvort ráðherra væri bjartsýnn á að slfkir samningar tækjust. „Það hafa farið fram ítarlegar viðræður um þetta atriði," sagði ráðherra. „Ég ræddi fyrst við for- ráðamenn . Elkem í aprílmánuði úti í Ösló en síðan var fundur hér fyrir nokkru og í síðustu viku var fundur í Ósló. Svo koma fulltrúar Elketn hingað til Reykjavikur í lok þessa mánaðar og verða fund- ir hér 2—3 daga. Það er óhætt að segja, að það er mikill áhugi hjá báðum á því að samkomulag náist. Það er búið að ræða alla þætti málsins rækilega og enn hafa ekki komið upp neinir þeir erfið- leikar, sem eru líklegir til að hindra samkomulag, þannig að þótt ekki séu komin úrslit í mál- inu þá horfir það vel.“ Gunnar Thoroddsen sagði enn- fremur, að ef samningar tækjust, sem hann kvaðst vona, þá væri ætlunin að sækja um byggingar- lán til Norræna fjárfestingar- bankans, er tæki til starfa nú í sumar. Hefði málið þegar verið kynnt óformlega fyrir fulltrúuin hinna fimm landa í bankaráði. „I samningunum við Union Carbide var gert ráð fyrir að verk- smiðjan tæki til starfa f byrjun árs 1978,“ sagði ráðherra. „Ef samningar takast við Norðmenn, þá er hugsanlegt að verksmiðjan gæti hafið störf sumarið eða haustið 1978. í megindráttum myndi Elkem ganga inn í félagið i stað Union Carbide en auðvitað þyrfti ýmsu að breyta. Öll tækni- aðstoð yrði t.d. frá Elkem í stað Union Carbide og einhverjar breytingar myndu væntanlega verða gerðar á ofnum og bygging- um því samfara. „Ég verð skammaður fyrir þessa fígúratívu sýningu” „Það verður vfst ekki annað sagt en þetta sé nýstárleg sýning frá minni hendi," sagði Valtýr þegar við röbbuðum við hann á LOFTINU, „ég hef aldrei fyrr haft svona fígúra- tíva sýningu, enda heitir hún eins og tilefni gefur til: Bátar og blóm.“ Valtýr opnar í dag sýningu sina á Loftinu og þangað er enginn boðinn sérstaklega„ en allir eru velkomnir. Valtýr kvaðst ekki hafa séð tæknilega möguleika á að bjóða þeim 1200—1300 manns sem hann væri vanur að bjóða við opnun. Hann kvaðst heldur vilja láta húsið standa heldur lengur opið, en Loftið rúmar ekki nema nokkra tugi gésta í einu. „Ég hef málað þessar myndir á síðustu 8 mánuðum," sagði listamaðurinn í spjalli við Mbl., „ég lenti í uppskurði, reyndar tvívegis á síðustu Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.