Morgunblaðið - 17.06.1976, Page 15

Morgunblaðið - 17.06.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976 15 mitt snertir vantar margt af mínum beztu tréristum, sem eru löngu uppseldar, og plötur eru týndar eóa eyðilagðar, og ég hafði ekki tíma til að leita slíkar myndir uppi. auk þess fjölda málmætinga og steinþrykkja. Um einkasýningar er því ekki að ræða innan ramma heildarsýningar- innar, heldur einungis um minningarsýningu á ágætu fram- lagi Jóns heitins Engilberts innan þessarar listgreinar. Rétt er það, að mismunun á framlagi hinna eldri og lifandi er aldeilis fráleit. en hér kemur einnig inn í mynd- ina mismunandi framlag þeirra til þróunar listgreinarinnar hér- lendis. T.d. varðandi stofnun félaga, kennslu, sýningar erlendis o.s.frv. og ber að harma, að hér kemur Einar Hákonarson og hlut- ur hans hvergi nærri. Fyrsta grafik- félagið mun hafa verið það, er stofnað var 1954, en þó að félagið starfaði lítið, er framlag þess til viðgangs grafík- listinni mikið, þar eð það keypti til landsins ágæta steinþrykk- pressu og marga litógrafíusteina og hefur hvort tveggja komið mikið við sögu grafíkþróunar- innar frá því að ég setti pressuna upp árið 1962. Meðal þeirra, sem þá unnu ötullega í grafík, voru þeir Jens Kristleifsson, Einar Há- konarson og Jón Reykdal, en þeir hafa skipst á formennsku innan núverandi grafik-félags og var Einar hinn fyrsti. En fyrst var farið að kenna grafík hérlendis samfellt árið 1956 og skal ekki gleymt frum- kvæði Lúðvíks heitins Guðmunds- sonar skólastjóra Handíða- skólans, er hafði fengið nafn- togaðan þýzkan tréstungumann Hans Alexander MUller, til að hafa námskeið innan skólans árið 1952 og réð mig svo sem kennara 1956. Er ég setti upp verkstæði til kennslu 1962, var ætlunin að auka tækjakost verkstæðisins með málmþrykkpressu og full- komnari tréristupressu á næstu áruni, en vegna mikilla vinsælda listgreinarinnar meðal nemanda var þetta ekki gert og engin slík pressa komst innfvrir dyr skólans, fyrr ein Einar kom heim frá námi og lánaði skóianum pressu, er hann hafði fest kaup á. Það olli miklu um viðgang list- greinarinnar hérlendis. Það var þannig sízt tekið út með sældinni að kenna listgreinina fyrstu árin, aðstæður lakar, efni af mjög skornum skammti og andóf af hálfu einstakra en áhrifarikra kennara er þoldu ekki vinsældir listgreinarinnar. Einstaklingar hafa þannig átt mestan þátt í þróun grafík-lista hérlendis, sumir með því að flytja inn í landið nauðsynleg tæki og aðrir með því að kenna á þau. Þannig er til komin sú samfellda þróun, er enn stendur yfir og er í jöfnum og örum vexti og víð skul- um vera þess fullviss, að grafíkin hafi nú endanlega haslað sér völl. — Það er erfitt að listrýna sýningu þegar listrýnirinn er einn aðalþátttakandinn en auk þess sem fyrr er sagt um sýning- una vil ég að fram komi, að mynd- ir hinna eldri, sem ég hafði ekki áður séð, komu mér ánægjulega á óvart og má þar nefna dúkristur Ninu Tryggvadóttur. steinþrykk Halldórs Péturssonar og Eggerts Guðmundssonar, messotintur Leifs Kaldals, æting/akvatintur Kristins Péturssonar, þurrnálar- mvndir Björns Björnssonar og ætingar og þurrnál Guðmundar frá Miðdal. Þessir listamenn sýna allir hér sinar beztu hliðar. Fólk fer nærri um hug minn til mynda Jóns Engilberts og Barböru og geta vil ég dúkristna úr grafík- möppu Nínu, Þorvalds og Valtýs Hinir yngri standa sig vel og eru í stöðugri framsókn og þátt- taka hinna yngstu lofar góðu. Sýningin er hin áhugaverðasta i heild og mikill lærdómur fyrir þá er ekki kunna skil á listgreininni, — ætti ekki að þurfa að hvetja sem flesta að fjölmenna á þessa sýningu. Ur radd- leysinu í málverkið af krafti Hallbjörg tekur lagið í Casa Nova við undirspil Jónatans: ..Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum". . . Hallbjörg Bjamadóttir og Fischer sýna í Casa Nova „ÞETTA eru mín málverk, hér býr Hallbjörg Bjarnadóttir, ef það er þá hægt að kalla þetta málverk," sagði hin gamalkunna söngkona þegar blaðamenn Mbl. bar að garði I Casa Nova í MR þar sem hún var að hengja upp myndir sínar ásamt eiginmanni sínum, Fischer, sem einnig sýnir þar mál- verk eftir sig, en hann er kunnur teiknari. Sýning þeirra hjóna i Casa Nova verður opin til mánaða móta. Það var líf og fjör i kringum Hallbjörgu að vanda, íslenzkar fyr- irmyndir í myndum hennar, sveit og sjór, ísland málað i New York. Þar í borg tekur hún um þessar mundir þátt i hátíðarsýningu kvenna i tilefni kvennaárs og sýna þar 870 konur frá öllum löndum heims, en Hallbjörg er þar nr. 24 i skránni. „Ég var í skemmtibransanum hér áður fyrr," sagði Hallbjörg þegar við tylltum okkur niður and- artak, „og var búin ao skemmta æði víða þegar ég missti röddina fyrir 7 árum, allt í einu á skemmt- un, allt búið og ég gat varla talað mælt mál. Þá tók ég upp á þvi að fara að mála. Þegar við bjuggum hér heima fyrrum. en nú höfum við búið i New York i 17 ár. teiknaði ég oft litlar stelpur og drap þannig timann á meðan Fischer vann i apótekinu og oft teiknaði ég fólk Í roki, mér líkaði það. Nú, en svo rukum við i rússið um allar trissur og þetta hefur allt átt að vera svona, þvi ef ég hefði ekki misst röddina hefði ég ekki Hallbjörg við eina mynda sinna. Ljósmyndir Friðþjófur. byrjað að mála. Ég er hins vegar fegin að ég byrjaði ekki að mála fyrr, þvi þá hefði ég liklega lent i einhverjum stil sem byggir á 7 augum, fjórum nefjum og runu af eyrum, einhverri bölvaðri vitleysu. Það er hins vegar veruleikinn sjálfur á bak við þessar myndir mínar sem ég sýni hér. Héma t.d ," segir Hallbjörg og bendir á eina mynda sinna, „var ég litil stelpa og fór með beljurnar hér yfir stíginn og ána og upp hér, hér var hlið að Einarsnestúni þar sem beljurnar voru grasaðar dag langt. Ég var 10 vikur að mála þessa mynd." „Var það ekki bara trikk að missa röddina," skaut Pétur Pét ursson útvarpsþulur inn i samtal ið „Nei, ég get svo svarið það, en það var furðulegt að ég skyldi fá röddina aftur hægt og sigandi en nú er hún eins frísk og vera vill. Ég var einmitt að syngja á grískri hátið í New York skömmu áður en við komum hingað heim. Fischer var þar við hraðteiknun, en ég söng nokkur negralög. Ég er farin að syngja negrasálma upp á sið- kastið, en ég er alveg viss um að. ég átti að missa röddina á timabili Framhald á bls. 20 17. júnf 1976 Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og öllum landsmönnum heilla á þjóðhátíðardaginn 1976, viljum við sér- staklega minna á íslenska íþróttahreyf- ingu. Allt frá aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911 til sjálfstæðisársins 1944 heiðruðu íþróttamenn minningu forset- ans 17. júní ár hvert með íþróttahátíð, og enn eru íþróttamót snar þáttur hátíðar- halds þennan dag hvarvetna á landinu. Styójum íslenska Olympíulióió Merkið, sem hér birtist, fimm hringir brugðnir saman, er eins og flestir munu kannast við, tákn Ólympíuleikanna. Ol- ympíunefnd gerði Sambandi íslenskra samvinnufélaga kost á að styrkja þátttöku íslendinga í Ólympíuleikjtim þeim sem fram eiga að fara í Kanada nú í ár og hefj- ast eftir mánuð. Við óskum íslenskum íþróttamönnum þess, að þeir megi hljóta mikinn frama á þessum leikjum. Sam- vinnumenn telja sér lieiður að því að mega styrkja þá til fararinnar, það hefur lengi verið einn þátíur menningarstarfsemi samvinnufélaganna að styðja íþróttastarf- semi með fjárffamlögum, þar sem því verður við komið. Starf samvinnuhreyfingarinnar á íslandi er órjúfanlega bundið framfara og frelsis- hugmyndum þjóðarinnar. Innlend verslun rekin með innlendu fjármagni í hverri byggð, þar sem heimamenn njóta sjálfir arðsins af viðskiptum sínum, er hvað traustastur hornsteinn íslensks sjálf- stæðis. Frumhugmynd samvinnufélags- skaparins er, enn sem fyrr, fólgin í ein- földum lausnarorðum forsetans mikla, sem dagurinn í dag er helgaður: ,,að hafa samtök“ um hvaðeina, sem til framfara horfir fyrir þjóðina. Með hlutdeild í samvinnufélagi eflið þér innlendan atvinnurekstur og hag- kvæma verslun, sem rekin er með hag neytandans fyrir augum. Minnist þess, að í frjálsu þjóðfélagi eru samtök einstak- linganna það afl, sem mestu fær áorkað. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.