Morgunblaðið - 17.06.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 17.06.1976, Síða 18
18 MORCiUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuNtrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Fámenn þjóð í harðbýlu landi á mörkum hins byggilega heims hefur á tæpri öld, tíma sem svarar langri mannsævi, horfið frá fátækt og frumbýlings- hætti hins forna bænda- samfélags til tæknivæddr- ar samtíðar og ríkidæmis svokallaðs velmegunar- þjóðfélags. Um það efast enginn að breytingin er til batnaðar, á heildina litið: stjórnarfarslega, efnahags- lega, félagslega og menningarlega. Engu að síður hefur þessi breyting, sem forsjónin hefur fært okkur af gjafmildi sinni, nokkrar neikvæðar hliðar. Margt gamalt og gott, sem gaf okkur gildi, bæói sem þjóð og einstaklingum, hef- ur glatazt að nokkru í öldu- róti breytinganna, og ann- að, sem neikvætt er, skolað hér á land, í hugi okkar og háttu. Það var stærstur áfangi á göngu þjóðarinnar fram eftir sínum gæfuvegi, er lýðveldið var stofnað eða endurreist á Þingvöllum við Öxará árið 1944. Það var árangur langrar og strangrar baráttu, sem átti sínar dökku hliðar og dýr- keyptu undanfara. Engu að síður er okkur nú ljóst, er við lítum um öxl yfir söguna, að þrátt fyrir allar misfellur í sambýli Dana og íslendinga, var það lán í óláni, að það skyldi vera þessi bræðraþjóð, en ekki önnur og harðsvíraðri, er við þurfum að sækja sjálf- stæði okkar til. Sjálfstæði þjóðar, ekki sízt smáþjóöar, krefst vökullar varðstöðu hverrar kynslóðar, sem hún elur; ekkert síóur eftir fullveld- istöku en á öldum ófrelsis. Þar gildir ekki sízt, og a.m.k. næst verndun tungu og þjóðernis, að tryggja hið efnahagslega sjálfstæði; aó vera sem þjóð sjálfum okk- ur nóg og engum háð i efnahagslegu tilliti. Auð- lindir okkar til lands og sjávar gera okkur þetta kleift, ef við kunnum fót- um okkar forráð. Það stendur enn óhaggað sem sagt var: Þetta land. á ær- inn auð, ef menn kunna að nota ’ann. Útfærslur fiskveiðiland- helgi okkar og fisk- verndunaraðgerðir eru lið- ur í tryggingu efnahags- legs sjálfstæðis okkar. Þar gildir fyrst og fremst að kunna að nota auðinn; haga þann veg veiðisókn, að fiskstofnarnir fái að ná þeirri stærð, sem líffræði- legar aðstæður sjávar leyfa, og gefi hámarks- afrakstur i þjóðarbúið. Áframhaldandi rányrkja gæti hins vegar farið með helztu nytjafiska okkar sömu leiðina og síldina — og þorskurinn er á hrun- hættu markinu. Þannig er varzla fiskstofnanna einn gildasti þátturinn í sam- tíma- og framtíðarsjálf- stæðisbaráttu þjóóarinnar. Sama lögmál gildir raunar um nýtingu auðlinda mold- arinnar, en búskapur og iðnaður m.a. úr hráefnum lands og sjávar, eru ómiss- andi hlekkir í hagsæld þjóðarinnar. Þar kemur og nýting fallvatna og jarð- varma inn i þá framtíðar- mynd, sem við erum sjálf að skapa, okkur og niðjum okkar, í framkvæmdum og stefnumörkun. En við lifum ekki einir í heiminum, íslendingar, heldur í samvinnu og sam- skiptum við fjölmargar þjóðir. Við lesum þá reynslu af blöðum sögunn- ar, ekki sízt sögu allra síð- ustu áratuga, sögu frænd- þjóða okkar Dana og Norð- manna jafnt og okkar eigin seinni tíma sögu, að ein- angrun hlutleysisstefnunn- ar dugar skammt er raunar haldlaus, ef til átaka kem- ur stórþjóða í milli í okkar heimshluta. Reynslan af samstarfi lýðræðisþjóða hefur hins vegar fært okkur heim sanninn um að samtakamáttur þeirra er nokkurs konar trygging friðar og öryggis; vörn gegn frekari útþenslu alræðis og einstefnuafla. Og það er ein af frumskyld- um fullvalda ríkis að tryggja öryggi sitt og þegna sinna. Allt frá stofnun lýðveldis á íslandi hefur þjóðin sótt áfallalítið fram til vaxandi velmegunar, þótt hún haf; á stundum siglt meir af kappi en forsjá og fengið ýmsan hnútinn. En jafnvel mistökin geta orðið okkur til góðs, ef vió lærum að víti skuli til varnaðar. Og nú ríður á aó fara með gát og fyrirhyggju í stjórnun ríkisfjármála; að ná jöfn- uði í efnahagslífi þjóóar- innar, og meiri stöðugleika á vettvangi atvinnulífsins, þ. á m. verðbólguhjöðnun án atvinnuleysis. Enn er ótalið það við- fangsefni, sem hlýtur að koma í hugann á þessari þjóðhátíð, það að komast til botns í þeim umfangsmiklu afbrotamálum, sem illu heilli hafa skotið upp kolli í þjóðlífinu. Þetta verður aó segjast hreint út. Það er eðlileg krafa hins almenna borgara að laga og reglu verði gætt og honum sköp- uð trú á því réttarríki, sem hann lifir í. Það þarf að hefja til vegs og virðingar á ný merki heiðarleika, drengskapar og dugnaðar, en láta rétt lög koma yfir þá, sem brjóta reglur sam- félagsins. Og í þessu efni dugar ekkert hálfkák, held- ur það eitt, að öll spil verði lögð á borðin, saklausir sýknaðir og sekir mæti af- leiðingum gjörða sinna. í þeirri trú og von að okkur takist að tvinna saman fornar dyggðir og drengskap og framtíðarvel- megun nútíma þjóðfélags- hátta óskar Morgunblaðið lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar. Þjóðhátíðarþankar .íSfcáí. THE OBSERVER THE OBSERVER *fifc& THE OBSERVER THE OBSERVER óMfe. THE OBSERVER SALISBURY — Hvíti minnihlut inn í Ródesíu virðist alls ekki hafa áttað sig á því, að undanfarin tvö ár hefur John Vorster forsætisráð- herra Suður-Afríku verið að reyna að bæta samskiptin við þau Afríkuríki, þar sem þeldökkir menn fara með völd. Hvftir Ródesíubúar tala eins og þeir hafi ekki hugmynd um þessar tilraunir Vorsters. Flestir, ef ekki allir hvítir menn í höfuðborginni virðast álíta, að ef í nauðir reki, eigi Vorster ekki ann- ars úrkosti en að senda herafla til Ródesíu Það er hins vegar ekki fyllilega Ijóst. hvað vakir fyrir mönnum með því að taka svona til orða, og hvenær þeir telji að i nauðir reki, enda eru þeir sjálfsagt ekki á einu máli um það. Allmargir telja, að ef árásir hermdarverka- manna á afskekktar herstöðvar færist í aukana, og einhver brögð verði að þvi, að menn verði felldir, verði Vorster hreinlega ekki ger- legt að sitja með hendur i skauti, heldur muni almenningsálitið í Suður Afríku knýja hann til að hefjast handa. Aðrir segja, að fái hermdar- verkamenn og skæruliðar aðstoð erlendis frá, og er í því sambandi einkum talað um hermenn frá Kúbu, þá muni Vorster áreiðan lega senda her til Ródesiu, eins og hann gerði í styrjöldinni i Angóla. í þessum sannfæringarhita virðast menn alls ekki taka mið af þvi, að margir Suður Afríkumenn telja ævintýrið i Angóla hafa verið mikla skyssu, sem hafi haft nei- kvæðar afleiðingar fyrir samskipti Suður Afriku viðaðrar þjóðir. Varnamálaráðherra Ródesíu, P.K. van der Byl vék nýlega í ræðu að ,,hinum vösku vinum okkar frá Suður Afríku, sem börðust í An- góla” Ráðherrann ræddi baráttu hæfni Kúbumanna, og kvað þá vera sameiginlegan fjandmann Suður Afríku og Ródesíu. Því næst sagði hann: „Þeir eru engin ofurmenni, og engin furðufyrir- bæri á nokkurn hátt. í hvert skipti. ..Kvenskytturnar' er fyrirsögn textans, sem fylgdi þessari mynd frá AP-frétta- stofunm Ródesiustjórn hefur í þrengingum sinum líka gripið til þess ráðs að hvetja konur til þess að láta skrá sig til herþjónustu; og er myndin tekin í æfingabúðum eins slíks kvennaflokks þar sem konurnar klædd'ist herbúningi og lærðu með ýmsu öðru meðferð skotvopna eftir Stewart Dalby þá hafa þeir vitaskuld nokkuð til síns máls. sem stagast á hinni órjúfanlegu samstöðu hvítra manna I Ródesiu og Suður-Afriku. Stjórnmálamenn i Salisbury, þar á meðal ráðherrar i rikisstjórn Smith, fullyrða, að Suður Afrikumenn hafi engan hug á þvi að þvinga hvita rninnihlutann í Ródesiu til samninga við blökku menn. Smith hefur sjálfur sagt, að Vorster hafi fullvissað sig um. að slikt kæmi ekki til greina og Vorster sagði nýlega i ræðu, að það hefði aldrei verið ætlun manna í Suður-Afriku að skipa Ródesiumönnum fyrir verkum. Hvítir íbúar Ródesíu treysta á forsjá Vorsters sem þeir komust i tæri við hina vösku vini okkar frá Suður Afriku, sem börðust i Angóla, hopuðu þeir eða féllu unnvörpum. Helztu rökin fyrir þeim skuld bindingum, sem Ródesiumenn telja að Suður-Afrikumenn hafi gagnvart þeim komu glöggt fram i viðræðum, sem ég átti við emb- ættismann nokkurn i Ródesiu, en hann sagði: ,,Ef Vorster réttir okk- ur ekki hjálparhönd, þá mun næst verða barizt á landi hans, og Suð- ur-Af ríkumenn gera sér Ijósa grein fyrir þvi." En Suður Afrikumenn virðast hins vegar lita sínum augum á silfrið Þau sjónarmið hafa komið fram hjá háttsettum mönnum I Höfðaborg, þótt aldrei hafi þau verið látin I Ijósi með berum orð- um, að það sé óhjákvæmilegt, að meirihlutinn i Ródesiu nái völdum. Það mun vera skoðun Vorsters. að þvi lengur sem rikisstjórn lan Smith dragi að koma þessu i kring á friðsamlegan hátt. þeim mun verri afleiðingar geti það haft fyrir Suður-Afriku. Embættismenn i Suður-Afriku lita alls ekki þannig á, að með þvi að aðstoða hvita minnihlutann i Ródesiu, séu þeir að bægja striðs- hættunni frá Suður Afríku. Þvert á móti telja þeir, að einungis með þvi að komast að samkomulagi við þeldökka rikisleiðtoga i Afriku, og þar á meðal forsvarsmenn blökku manna i Salisbury, geti þeir af- stýrt kynþáttastriði. Þrátt fyrir skiptar skoðanir ráða manna i Salisbury og Höfðaborg, Litlar upplýsingar er að fá frá hernum t Ródesiu, en það er hins vegar ekkert launungarmál, að þegar Vorster kvaddi heim á síð- asta ári 2000 manna lögreglulið frá Ródesíu i viðleitni sinni við að bæta sambúðina við blökkumenn, þá skildi hann eftir 34 vopnaðar þotur og áhafnir. Ennfremur er það mjög útbreidd skoðun, að Suður-Afrika hafi útvegað Ró- desiu hergögn af ýmsu tagi, enda þótt það hafi ekki fengizt staðfest opinberlega. Menn, sem stunda viðskipti I Salisbury segja. að Suður- Afrikumenn séu einkar liðlegir og flytji fúslega vörur til og frá Ródesíu með járnbrautum sinum og um hafnir Suður-Afríku. Rutenga Belt Bridge járnbraut- arlina i Ródesiu tengist járnbraut- arkerfi Suður-Afriku. Talið er, að um hana fari um 80% af vörum til og frá Ródesíu, en það mun vera nálægt 7 milljónum tonna af út- flutningsvarningi árlega og svipað magn af innfluttum vörum. Þetta er önnur af tveimur járnbrautarlin um, sem Ródesíumenn hafa enn aðgang að. Hin járnbrautarlinan liggur um Botswana. Ef henni yrði lokað. sem reyndar er harla ólik- legt, samkvæmt þeim upplýsing- um, sem ég aflaði mér hjá ráðherr- um i höfuðborginni Gaborone, myndi sennilega vera unnt að flytja allar vörur til og frá Ródesiu um Beit Bridge línuna. Verzlunarmenn eru sannfærðir um að Vorster muni halda áfram að greiða götu þeirra. Einn þeirra sagði svo í viðtali: „Ef Vorster færi að taka þátt I refsiaðgerðum gegn okkur, gæti það dregið verulegan dilk á eftir sér. Ef refsiaðgerðirnar bæru árangur, myndi það geta orðið til þess, að menn færu að beita Suður-Afrlku refsiaðgerðum. Sennilega hefur hann hitt nagl- ann á höfuðið. Vorster hefur lýst yfir þvi, að hann muni ekki styðja refsiaðgerðir og almennt er álitið, að hann muni ekki láta loka járn- brautinni fyrir Ródesiumönnum. Svo framarlega sem flutningar geta haldið áfram, virðist hagur hvitra manna i Ródesíu geta stað- ið með blóma enn um sinn. Ferða maður verður þess fljótt var, að þeir búa ekki við skort af nokkru tagi. Svo virðist sem Ródesiumenn hafi rétt fyrir sér að því leyti, að Vorster muni halda áfram að veita þeim einhvern efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning og hann muni ekki gripa til ráðstafana. sem gætu gert þeim lifið leitt Hitt er svo annað mál, hvort hann snýr skyndilega við blaðinu, hættir að leita hófanna um bætt samskipti við leiðtoga blökku- manna, og veitir Ródesiumönnum stuðning i vaxandi mæli. Ein Framhald á bls. 20 /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.