Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976
----------------------------------
Sólbað er ekkí hið sama og að láta sólina steikja sig. Borgarbúar, sem orðnir eru óvanir sólskini, verða fyrst að venjast sólarorkunni.
Heinz
Panzram:
Sól-
olían á
ekki að
ÆÐ$TA takmarkið f sumarleyfinu
er f margra augum að verða dökk-
brúnn á hörund. En nokkurra stað-
reynda skyldu menn gæta:
Siðmenning okkar og sú innivera,
sem henni er samfara, gerir okkur
veiklaða. Naumast eru neinar
kröfur gerðar lengur til hinnar
eðlilegu hitatemprunar Ifkamans.
Flestir lifa í skrifstofum, á heimil-
um, í verkstæðum og verksmiðju-
byggingum f greinilegu „skugga-
loftslagi"
ætti að byrja með hálfan þennan
sólbaðstima, en þeir sem hafa dökka
húð, þurfa ekki að vera eins varkárir
og geta leyft sér tvöfaldan tímann,
sem að ofan er getið Síðan mega
menn, ef fyrsta sólbaðið hefur ekki
haft nein óþægindi í för með sér,
lengja tímann frá degi til dags um
1 5 til 20 prósent Menn þurfa sem
sagt fyrst og fremst að sýna varkárni
i upphafi
En með þessu er hér einungis átt
Sá borgarbúi, sem orðinn er af-
vanur sólargeislum í þessu skugga
loftslagi, en hleypur út í sólskinið á
ströndinni í sundbuxum einum
klæða, verður veikur, ef hann gætir
ekki vissrar varúðar. Það sem mestu
máli skiptir um heilsugæzlu í sól, er
hinn rétti skammtur Hinn sól -
skinsóvani stórborgarbúi ætti að
venja beran líkamann mjög hægt við
sólarorkuna, svo að hin eðlilega
..líffræðilega geíslavörn" nái að
myndast Við hana þykkna efstu lög
húðarinnar nokkuð og ..sólarsiggið
sem þannig myndast, verndar
líkamann gegn hinum ofur sterku
liffræðilegu áhrifum útfjölubláu
geislanna
Sá sem enga áhættu vill taka og
hefur heilbrigða húð með eðlilegri
starfsemi hörundsins, ætti ekki að
vera lengur í sólbaði í upphafi en að
neðan greinir, að þvi er prófessor
Pfleiderer í Westerland segir
Á morgnana og síðdegis í *)úní um
50 mínútur, en um 30 um hádegið
Samsvarandi tölur í júlí eru 55
mínútur og 35 mínútur og i ágúst
um 65 mínútur og um 45 mínútur.
Sá sem er fölur og liós á hörund
Aðalatriðið
er hinn rétti
skammtur
af sól
við sólbað sem raunverulegt ,,bað",
en alls ekki að menn láti sólina
..steikja" sig, sem hefur varhugaverð
áhrif á hjarta og blóðrás Sá einn
..baðar sig" í sól, sem hreyfir sig á
eðlilegan hátt i sóskinmu En auð-
vitað getur notkun góðrar sólolíu
stuðlað verulega að því, að auð-
veldara sé að þola áhrif hinna út-
fjólubláu geisla Menn ættu þó ekki
að bera á sig sólolíuna rétt fyrir
sólbaðið, heldur nokkurn tíma á
undan, svo að sólvarnarlyfið geti
komizt inn í húðina í stað þess að
fara að ,,sjóða" á húðinni fyrir áhrif
sólargeislanna
Sú geislun, sem nær til okkar úr
öllu himinhvolfinu. er samsett úr
hinu beina skini frá sólinni og dreifi-
geislum himinsins. Samanlagt
mynda þau hnattar-eða heildargeisl-
un. Dreifigeislunin kemur frá
sameindum loftsins fyrir skin sólar á
ský og vatnsgufu- og loftsteinaagnir,
sem svífa í loftinu Að nokkru leyti
beinist dreifigeislunin út í himin-
geiminn og hverfur, en að öðru leyti
nær hún til jarðar.
Rannsóknir á áhrifum skýjafars á
hina útfjólubláu dreifigeislun
himinsins hafa leitt í Ijós, að heildar-
geislunin minnki ekki verulega, fyrr
en þrír fjórðu hlutar himins eru
huldir skýjum. Fram að því er
styrkur geislunarinnar allt að því
jafn mikill Að vísu skyggja skýin á
verulegan hluta hins beina sólskins,
en hinn aukni hluti hinnar útfjólu-
bláu dreifigeislunar jafnar metin
nær að fullu Þeir sem verða fljótt
brúnir, geta sannfærzt um þessa
staðreynd af eigin reynslu: Þrátt fyrir
tíð skýjaþykkni koma þeir sólbrúnir
heim úr sumarleyfinu
Það er ekki aðeins, að hin útfjólu-
bláa geislun á hinum ýmsu bylgju-
lengdum hafi mismunandi áhrif,
heldur eru viðbrögð manna við
henni mismunandi Samkvæmt
rannsóknum prófessors R. Schulze í
Hamborg má í þessu efni greina á
milli þriggja manngerða
Fyrst skal nefna E-manngerðina,
sem hefur tilhneigingu til sólbruna
(Erythem). Um 13 prósent af fólki
heyrir til hennar. Það hefur föla, að
því er virðist sjúklega húð, sem
gjarnt er að fá freknur á sumrin.og
flest hefur það einnig glóbjart hár.
Meginskil-
yrði skyn-
samlegs
sólbaðs
Þá er það P-manngerðin
(Pigment-litarefni), en með henni er
átt við fólk, sem fyrst og fremst
verður þegar sólbrúnt Til þessa
hóps heyra um 20 prósent af fólki.
Það hefur leðurkennda húð, sem er
rík að litarefnum
Hjá flestu fólki eða um 67 prósent
fylgist sólbruni og sólbrúnka að eða
öllu heldur brúni liturinn kemur i
kjölfar sólbrúnans. Þetta fólk hefur
rauðleita, heilbrigða húð að sjá, sem
starfar eðlilega. Hér er um að ræða
manngerðina E+P. Fyrir þetta fólk
eiga ofangreindir timar við varðandi
fyrsta sólbaðið Húð fólksins verður
rauð, skinnið flagnar oft og síðan
kemur „annars flokks brúnka" Eða
einfaldlega: Eftir fyrsta sólbrunann
fær húðin hinn eiginlega brúna lit.
Síðan nokkur orð í viðbót um
geislunar loftslagið á ströndum
sjávar og vatna Þegar sólargeislun-
in fellur á yfirborð vatnsins, endur-
kastast hluti hennar, en aðrir geislar
brotna, hverfa í vatnið og hita það
Sá hluti geislunarinnar, sem kastast
aftur frá sjó eða vatni, kallast „stutt-
bylgju" endurgeislun. Litbrigði
vatnsyfirborðsins frá fagurgrænu til
hins fræga himinbláa byggjast á
hlutfallinu milli speglandi endur-
kasts og stuttbylgju endurgeislunar
Hluti hins speglandi endurkasts
eykst þeim mun meir sem sólin
stendur lægra Við 50° sólarhæð
og þar yfir endurkastast aðeins lítill
hluti heildargeislunarinnar. Við 25°
sólarhæð eykst sá hluti brátt í 20
prósent. Við 1 5° sólarhæð má rekja
80 prósent heildargeislunarinnar til
speglandi endurkasts Menn skyldu
þvi ekki vanmeta áhrif speglandi
endurkasts sólargeislanna á svölum
morgun- og kvöldstundum á strönd-
um sjávar og vatns Auk þess ber að
hafa í huga, að loftið er hreinna við
sjávarströnd en í upplandi, þar sem
það er blandað alls konar ryki.
Að lokum nokkrar ábendingar til
allra þeirra, sem taka litið mark á
hvatningum lækna til að ástunda
göncjAjr, sund eða aðrar heilsu-
bótahreyfingar í sumarleyfinu,
heldur hallast fremur að hinu Ijúfa
aðgerðarleysi: Likama okkar fellur
sólbað mjög vel, þegar hitinn fer
ekki yfir 20° i skugga með mjög
vægri hreyfingu loftsins. Ef lítilshátt-
ar vindur er, eru 26° einnig mjög
hæfilegur hiti, en 30° og þar yfir er
til ills Sé loftið mjög þurrt, má
hitinn vera einni til tveimur gráðum
hærri en hér er getið, því að aukin
kæling við útgufun auðveldar
líkamanum temprun hitans. Ef svita-
dropar koma í Ijós, er það öruggt
einkenni þess, að líkami okkar verði
að erfiða meira, meðan við þykjumst
vera í sólbaði okkur „til hvíldar og
hressingar'.
(Úr „Súddeutsche Zeitung")
Sólbað í Sundlaug Vesturbæjar.
Ljósm. Ól K Mag.