Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 13

Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 13 áfram — sem var greinilegt merki óánægju yfir síðustu ákvörðunum formannsins En Mao varð þess fljótt var, að hinn nýi forseti rikisins, Liu, og aðalritarinn, Teng, meðhöndluðu hann eins og heiðursformann, sem menn setja á hillu eins og brosandi Búddha. Þeir voru að vísu alltaf með orð hans á vörunum, en störfuðu á eigin ábyrgð, leituðu vart ráða hjá honum og stofnuðu sin „eigin konungsríki" Það var fyrst með aðstoð Rauðu varðliðanna og hers- ins, meðan á menningarbyltingunni stóð, að Mao gat aftur náð til sín völdunum, sem voru að renna hon- um úr greipum, en siðan varð hann jafnskjótt að gæta þeirra gagnvart sínum nýja arftaka og „nánasta vopnabróður", Lin Piao Árið 1970 kom hann í siðasta sinn opinberlega fram frammi fyrir fagnandi mannfjöldanum við hátiða- höldin á þjóðhátíðardaginn Persónudýrkunin hefur náð tilgangi sinum, sagði hann einslega við hinn ameríska vin sinn, Edgar Snow, og upp frá þessu ætlaði hann aðeins að vera hinn Mikli lærifaðir þjóðar sinn- ar En án hans samþykkis myndi ekki vera hægt að taka neinar veiga- miklar stjórnmálaákvarðanir í fram- tiðinni. Fyrir tveimur árum fékk Mao vægt heilablóðfall, og síðan hefur hann átt erfitt um mál og getur ekki staðið upp hjálparlaust. En margir furða sig á því, hvérs vegna hann hélt fast við það að taka á móti einum eða fleirum útlendum gestum í mánuði hverjum, enda þótt hann sé ekki skyldugur til þess í krafti opinberrar stöðu Og það var tvíeggjað, að hann skyldi koma fram í sjónvarpi Að visu gátu Kinverjar við og við fullvissað sig um, að sá gamli væri enn vakandi, en þeim duldist heldur ekki hrörleiki hans, enda ekki reynt að dylja hann. Á síðastliðnum vetri hætti Mao við hina venjulegu hressingardvöl sina i sunnanverðu landinu Að lik- indum hefur hann ekki viljað fara vegna yfirvofandi dauða Tschou En- lai og einnig vegna baráttunnar gegn Teng Hsiao-ping. í febrúar hafði hann enn næga krafta til að ræða við Richard Nixon i nær tvær klukkustundir. En síðan var áheyrn- artiminn styttur i 15 minútur Myndir af honum sýndu örþreyttan rrann, sem horfði annars hugar upp í 'oftið Hann sagði við forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, Muldoon, mæðulega: „Ég hef þjáningar i fót- unum," og síðasta opinbera gestin- um, Ali Bhutto, forseta Pakistan, þótti Mao vera illa kvefaður Ef tij vill hefur Mao Tse-tung búizt við of miklu siðustu tvö árin En það virðist ískyggilega liklegt, að hann hafi alla ævi flúið i veikindi, ef svo má segja, jafnskjótt og honum hefur fundizt vera komið illa fram við sig eða sér sýndur kuldi Hefur stjórn- málanefndin kannski, sem vitað er, að var klofin í deilunni um Teng Hsiao-ping, enn einu sinni ýtt hon- um um of til hliðar? Er meira en venjulegt orðaprjál á bak við setn- inguna: „Miðstjórnin hefur ákveð- ið"? Aðrar skýringar eru hugsanleg- ar Annað hvort hafa læknar for- mannsins lagt fast að honum að hlífa sér, þar eð ella væri hætta á nýju heilablóðfalli, eða að Mao vilji ótruflaður helga sig hinu mikla verki, sem hann á enn ólokið: heildarútgáfu rita sinna. Fyrstu fjög ur bindin ná aðeins til 1949, og hann verður einnig að endurskoða þau, þvi að hann hafði á sínum tima fellt ýmislegt úr ræðum sinum eða breytt þeim til að þóknast Sovét- mönnum. En getur jafn mótsagnakenndur og baráttufús maður og Mao yfirleitt nokkurn tima fengið frið i sál sinni til þess? Sækja ekki að honum áhyggjur fram til siðustu stundar út af þvi, hvað eftirkomendur hans, sem hvorki hafa kynnzt striði, of- sóknum né hungri muni gera við rit hans og kenningar? Slikar áhyggjur koma greinilega í Ijós i Ijóðum þeim, sem hann tileinkaði hinum dauð- vona Tschou En-lai fyrir hálfu öðru ári Nýlega voru þau birt i bók um ævi Maos eftir prófessor Lucian Pye Þannig hljóðar kvæðið i þýðingu úr ensku (og svo hér úr þýzku. þýð ): „Trúir foreldrar, sem hafa fórnað svo miklu fyrir þjóð sina, óttast ekki hið siðasta hlutskipti Landið er orðið rautt, en hver mun gæta þess? Verk okkar, þótt ólokið sé, mun standa i þúsund ár Baráttan lýir okkur, og hár okkar gránar Gamlir vinir, eins og þú og ég, megum við nú aðeins horfa á, hvernig erfiði okkar er að engu gert?" — svá— þýddi úr „Die Zeit" ,,Baráttan lýir okkur, og hár okkar gránar — valda sinna. Mao á hátindi Ljósrautt himinhvolf Pasadena, 22. júlí. Reuter. AP. NÆSTU litmyndir frá Mars eiga að sýna Ijósrautt en ekki blátt að sögn vfsindamanna f Pasadena f dag. „Það er rautt en ekki eins rautt og yfirborðið," sögðu þeir. Vegna bilunar i ljósmyndavél Mars-farsins sýndist himinhvolfið blátt, en það sýndist rauðleitt á myndum sem voru framakllaðar þegar vísindamennirnir höfðu gert við bilunina. Þeir segja að himinhvolíið muni sýnast enn rauðleitara á næstu litmyndum •sem berist frá reikistjörnunni síð- ar í mánuðinum. Skýringin á rauða litnum eru rykagnir sem dreifa sólargeislun- um að sögn prófessors Carl Sag- ans f Pasadena. Vísindamennirnir reyna jafn- framt að setja f gang skjálftamæli sem hefur ekki starfað eftir lend- inguna. Svarthvítar myndir bár- ust í dag frá Víkingi af ryki sem settist á Mars-farið eftir lending- una. Fyrstu veðurfréttir bárust einn- ig frá Mars í dag og samkvæmt þeim fór kuldinn niður í mínus 50 gráður á celcius. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWarípimblitbib Þeir sem versla í Casanovay þurfa ekki að ganga í tunnum heldur ífötum sem þeir velja sjálfir. í Casanova er eitt fjölbreyttasta úrval tískufatnaðar sem völ er á og nú re'tt fyrir mestu ferðahelgi ársins má segja að búðin se'full afnýjum og athyglisverðum vörum. Opið til kl. 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.