Morgunblaðið - 23.07.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1976 ' 21
STEFNAN SETT Á MATTERHORN
Frásögn sex
félaga úr
Hjálparsveit
skáta í
sem klifu
Matterhorn
SÍÐASTLIÐIN tvö sumur
hafa félagar úr Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík far-
ið suður til Alpafjalla í því
skyni að klífa þar þekkta
tinda, svo sem IVlont Blanc,
IVIonte Rosa, Jungfrau og
nokkra fleiri. Ekki hafði
þá verið farið á Matter-
horn, sem er í svissnesku
ölpunum, og þótti okkur
félögunum í Hjálparsveit-
inni það verðugt verkefni.
Við Ágúst Guðmundsson,
Ágúst Jóhannsson, Árn-
grímur Blöndahl, Helgi
Benediktsson, Pétur Ás-
björnsson og Sighvatur
Blöndahl hófum undirbún-
ing ferðarinnar strax á síð-
astliðnum vetri. Við fórum
erfiðar gönguferðir, klif-
um fjöll og lögðum mikið
upp úr því að klífa brattar
hlíðar. Og allt stefndi þetta
að því að sigrast á Matter-
horni.
Ferðalag til Sviss er
mjög dýrt fyrirtæki, og þvi
ákváðum við að leita að-
stoðar nokkurra fyrir-
tækja, Flugleiða, Skáta-
búðarinnar ÍSALS og
Sveins Egilssonar og tóku
þau málaleitan okkar mjög
vel, og kunnum við þeim
beztu þakkir fyrir.
FERÐIN HAFIN
Föstudaginn 2. júli s.l. hófst svo
ferðin. „Fall er fararheill“, segir
naiáltækið, og svo fór, að Helgi
svaf yfir sig, svo við höfðum næst-
um misst af flugvélinni. Sighvat-
ur keypti vandaða myndavél, sem
bilaði, þegar hann hafði tekið 3
myndir.
Þegar við stigum út úr Flug-
leiðaþotunni 1 Luxemborg var
þjakandi hiti, sem hrjáði okkur
mikið, því við vorum slíku óvanir.
Hitanum fylgdi höfuðverkur og
slappleiki, sem fylgdi okkur mest-
an hluta ferðarinnar.
t fyrstu' var haldið á brautar-
stöðina og bárum við allt okkar
'hafurtask á bakinu. En er þangað
kom sáum við, að það yrði hag-
kvæmara fyrir okkur að taka bíl á
teigu. Var því snúið aftur á flug-
völlinn, þar sem við fengum leigð-
an bíl.
Nú var allt tilbúið til að halda
ferðinni áfram, og um fimmleytið
héldum við akandi suður á bóg-
inn. Á leiðinni til Sviss fórum við
fyrst 1 gegnum Frakkland, og sið-
an Þýzkaland, þar sem við feng-
um okkur kvöldverð.
SOFIÐÍ OG
UNDIR BÍLNUM
Skömmu fyrir miðnætti fórum
við yfir svissnesku landamærin,
og siðari hluta nætur komum við 1
Vallisdalinn. Þá fór syfja og
bensínleysi að hrjá mannskapinn,
og við bæinn Sion var áð. Fimm
okkar sváfu 1 bilnum, en Helgi
hvarf með svefnpokann sinn út i
Lagt upp frá Zermatt. Félagar á gangi, talið frá vinstri
Sighvatur, Arngrimur, Ágúst G., Ágúst J. og Helgi. Pétur tók
myndina.
I skíðalandinu við Testa
Grigia. Matterhorn f baksýn.
Á myndinni eru talið frá
vinstri Sighvatur, Pétur,
Helgi, Ágúst G. og Arngrím-
ur. Ágúst J. tók myndina.
Ágúst J. f Gandegg. Bred-
Málin rædd fyrir utan Whymper Stiibe. Sitjandi frá vinstri horn í baksýn. Pétur tók
Sighvatur, Ágúst J., Ágúst G. og Arngrímur. Pétur tók myndina.
mvndina.
1. grein
nóttina. Um klukkan 8 næsta
morgun fannst hann sofandi und-
ir bílnum.
Fljótlega fengum við bensín og
rétt fyrir hádegi gengum við
fylktu liði eftir aðalgötunni i
Zermatt, sem er þorp við rætur
Matterhorns. Þar dvöldumst við
fram eftir degi og keyptum þann
útbúnað sem okkur vanhagaði
um. Seinna þann dag fengum við
okkur að borða í Whymper Sttibe,
en það er veitingastaður sem heit-
ir eftir Edward Whymper, þeim
manni sem fyrstur kleif Matter-
horn árið 1865.
GENGIÐÁ
BREIÐHORN
Eftir það var okkur ekkert að
vanbúnaði, svo við stigum,inn í
kláfferju, sem flutti okkur upp
undir Gandegg Hutte, sem er
sæluhús i 3030 metra hæð yfir sjó.
Frá endastöð kláfferjunnar er um
hálfrar stundar gangur að sælu-
húsinu, og yfir berar granitklapp-
ir aó fara. Á Gandegg dvöldumst
við í góðu yfirlæti og sváfum þar
til klukkan 2 aðfararnótt sunnu-
dags. Þar sem veður var stillt og
bjart, og talsvert frost, bjuggum
við okkur undir það að ganga á
Breidhorn, sem er 4170 metra
hátt. I sæluhúsinu fékk hópurinn
te og franskbrauð, og þótti sum-
um það magur morgunverður.
Klukkan hálf fjögur var lagt af
stað út í morgunskimuna.
Skammt frá sæluhúsinu tekur við
skriðjökull, en hann er lítið
sprunginn og var því auðveldur
yfirferðar í morgunfrostinu. Öð-
um birti, og þegar komið var upp
á háhrygginn milli Sviss og Italiu,
var sólin komin upp, og baðaði
fjallstindana geislum sinum. Á
hryggnum, í nálægt 3500 metra
hæð, er skiðahótel sem heitir
Testa Girgia, og er öll aðstaða þar
til skiðaiðkana til fyrirmyndar.
Þaðan var haldið austur á Breid-
horn, en leiðin þangað er auðveld
yfirferðar upp snjóbrekkurnar.
En vegna þess hve óvanir við vor-
um þunna loftinu, mæddumst við
talsvert á göngunni.
FJALLINU
FÆRÐÁR FÓRNIR
Af Breidhorn er fögur fjalla-
sýn. Rétt austan við það er Monte
Rosa, en í vestri blasir auturvegg-
ur Matterhorns. Dvöldum við
þarna um stund og nutum útsýn-
isins. Siðan var snúið til baka
sömu leið, en nú fór'sólbráðin að
þyngja okkur gönguna. Þrátt fyr-
ir það lögðum við lykkju á leið
okkar, og klifum Kleine Matter-
horn, sem er tæplega 3900 metra
hátt.
Nú var þunna loftið farió að
þjaka suma, og færði Arngrímur
því fjallinu fórnir.
Á leiðinni niður var færðin íar-
in að þyngjast svo, að viða sukk-
um við upp í hné i blautum snjón-
um. Upp úr hádegi var komið
aftur á Gandegg, og var þar hvílzt
um stund.
Síðan var farið með kláfnum
yfir að Svartsee, sem er í 2400
metra hæð, við rætur Matter-
horns. Við Svartsee er hótel, og
þar fengum við að geyma þann
farangur, sem ekki þurfti að nota
til ferðarinnar á Matterhorn. Þaó-
an var gengið upp hlykkjóttan
göngustig, sem liggur eftir
Hörnlihrygg, og upp að Hörnli
Hutte sem er í 3200 metra hæð.
Þangað komum við rétt fyrir
kvöldmat á sunnudag þann 4. júlí.
og föluðum gistingu og reyndist
það auðsótt mál. Sváfum við þar
um kvöldið, því leggja skvldi af
stað klukkan tvö um nóttina í
hina langþráðu ferð á Matter-
horn, og vorum við sem vænta má.
mjög eftirvæntingarfullir. Frá
árangri þeirrar ferðar segjum við
i næstu grein.