Morgunblaðið - 23.07.1976, Side 27

Morgunblaðið - 23.07.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULI 1976 27 bragð fyrri tfðar var búrekstur þar, er ég þekkti bezt til, vél- væddari en almennt gerðist. Fyrir húsfreyjuna munaði það þó mestu, að á bænum var lítil vatns- aflsstöð, sem sá fyrir orku til ljóss og hita. Voru slík þægindi ekki á öðrum bæjum í Vfðidal um þær mundir, svo að ég viti. — 0 — Saga húsfreyju á sveitaheimili, eins og hér er .lýst, kann að virð- ast hversdagssaga, jafnvel þótt mikil búsýslukona eigi i hlut. Fer það að sjálfsögðu eftir mati hvers og eins. Um hitt verður varla deilt, að unnt er að lifa auðugu lífi, þótt stórviðburðir og ævintýri sneiði hjá garði — og það hygg ég, að Margrét hafi gert. Hún átti sér ýmis áhugamál, hafði yndi af lestri bóka eins og móðir hennar. Sagði hún mér, að móðir sin hefði hvenær sem stund gafst gripið bók í hönd einkum hefði hún haft áhuga á ættfræði og eftirlætisrit hennar verið Árbækur Espólins og Sýslumannaævir. Margrét hafði fremur áhuga á skáldskap í bundnu máli og óbundnu — og ritum, sem flokka mætti undir heimspeki í viðtækustu merk- ingu. Hún las mikið um kenning- ar sálarrannsóknarmanna og að- hylltist þær. En af fslenzkum höf- undum virtist mér hún hafa einna mestar mætur á Einari H. Kvaran og Sigurði Nordal. Einkum þótti henni mikið koma til fyrirlestra Sigurðar Nordals, Líf og dauði, en þá hafði hún lesið vandlega cg ræddi oft um. Hún hafði einnig mikla ánægju af leikritum — fór í íeikhús, þegar aðstæður leyfðu, en varð af skiljanlegum ástæðum oftast að láta sér nægja að hlusta á þau í útvarpi. Mest var þó um vert, að hún las vel, hlustaði vel og mundi vel. Henni var það meira virði en komast yfir sem mest. Hún lagði mat á það, sem hún las og heyrði, ekki eftir nein- um lærdómskreddum, heldur með almenna lífsreynslu og eðlis- læga rökvisi að viðmiði. Hins veg- ar hafði hún ekki áhuga á stjórn- málum — raunar óbeit á stjórn- máladeilum — og var jafnvel treg til að fara á kjörstað — utan einu sinni: i lýðveldiskosningunum 1944. Margrét var vel máli farin, gædd frásagnargáfu og tungutak hennar mótað af alþýðumáli 19. aldar. Hún var hagmælt eins og raunar flest systkini hennar, en fjarri fór að hana dreymdi um nokkurt skáldanafn. Hún orti sjálfri sér til hugarhægðar en var að öðru leyti afar treg til að flíka því. Rithönd hennar var með af- brigðum skýr og áferðarfögur og hélzt svo fram á síðustu æviár. Margrét skilaði miklu dags- verki og var farin að líkamskröf- um, er hún lézt. Hún varð og fyrir því óhappi fyrir rúmu ári að lær- brotna og frá þeim degi sté hún ekki heilum fæti á jörð. Kveið hún þvi mest að vera alger sjúkl- ingur og mönnum til byrði. Kall dauðans var henni því kærkomið, enda fól það ekki I sér annað en eðlileg vistaskipti samkvæmt þeirri lífsskoðun, sem hún að- hylltist. Sigurður Lfndal. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmæiis- og mlnningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vefð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast 1 síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu 'fnubili. Minning: Ólafur Sveinn Sveins- son bóndi Syðri- Völlum Fæddur 15. jan. 1889. Dáinn 17. júlf 1976. Ölafur Sveinn Sveinsson bóndi á Syðri-Vöilum Gaulverjabæjar- hreppi andaðist að heimili sínu aðfararnótt 17. júlí sl., verður hann jarðsunginn á morgun faug- ardaginn 24. júlf frá Gaulverja- bæjarkirkju. Ólafur er fæddur að Klöpp í Garði á Suðurnesjum þann 15. jan. 1889. Foreldrar hans voru Sveinn Högnason sjómaður, ætt- aður úr Hrunamannahreppi, og Ólöf Ólafsdóttir ættuð úr Reykja- vík, en að mestu leyti alin upp í Hrunamannahreppi. Sveinn, fað- ir Ólafs, lést af slysförum, er Ólaf- ur var rétt ófæddur. Eftir lát Sveins undi Ólöf sér ekki lengi 1 Garðinum, en fluttist í Hruna- mannahrepp. Þar kynntist hún seinni manni sínum, Gísla Gísla- syni bónda. Bjuggu þau um hríð I Miklaholtshelli, sfðar í Vorsabæj- arhól, en þaðan fluttust þau að Syðra-Velli f Gaulverjabæjar- hreppi og þar hefur Ólafur verið æ siðan. Ekki varð þeim hjónum barna auðið og var Ólafur því einbirni. Reyndist Gísli honum sem hinn besti faðir, svo og börn- um Ólafs síðar meir. Ólafur hlaut þá grunnmenntun er börn fengu til sveita í þá daga. Þar að auki hefur hann alla tíð verið hinn mesti lestrarhestur og því sjálfmenntaður að nokkru leyti. Mikið yndi hafði hann af kveðskap öllum, enda góður söng- maður sjálfur. Strax og getan Leyfði, gekk hann að búverkum með stjúpa sínum, en þar að auki stundaði hann sjóróðra frá Eyrar- bakka og Vestmannaeyjum. Munu vertíðirnar hafa orðið alls 17. Mér segir svo hugur, að Ólafi hafi lfkað sjómennskan betur en búmennskan, en hvort tveggja stundaði hann þó af jafn mikilli alúð. Öll þau skip er Ólafur reri með voru hinar mestu happafleyt- ur og var Ólafur eftirsóttur sjó- maður sökum dugnaós síns. Árið 1914 giftist Ólafur, Margréti Steinsdóttur frá Skúfs- læk í Villingarholtshreppi. For- eldrar hennar voru þau Steinn Jónsson bóndi og Ingunn Þorkels- dóttir. Þeim Ólafi og Margréti varð 16 barna auðið. Eitt barnanna dó í æsku, en hin, 6 stúlkur og 9 drengir, eru enn öll á lífi. Öll eru þau búsett hér á Suðurlandsund- irlendinu, dugandi og mikilsmet- ið fólk, hvert I sinu héraði. Ekki er að efa, að oft hefur verið fjör og gauragangur á Syðri- Völlum, meðan börnin voru að spretta úr grasi og vqru öll heima. Margir hafa munnarnir verið sem þurfti að seðja og kropparnir sem þurfti að klæða. Oft mun því hafa verið þröngt I búi hjá þeim hjón- um. Kom þá sjómennska Ólafs sér vel, enda aflakló hin mesta. Skap- góður var Ólafur m^ð afbrigðum, en ákveðinn var flann þó ætíð, enda mun ekki af hafa veitt, þeg- ar stríóa þurfti við 15 börn. Á búskaparárum Ölafs stækk- aði hann jörðina er tilheyrði Syðra-Velli all mikið. Lát^ mun nærri að u.þ.b. 100 hestar af heyi hafi verið það sem hægt var að krefja jörðina um f byrjun bú- skaparára hans, en nú munu fást um 1000 hestar af jörðinni. Eins og hjá flestum bændum í sveat þessari, þá byggist búskapurinn aðallega upp á nautgriparækt og mun Ólafur hafa haft um 25—30 mjólkandi kýr er flest var. Hand- laginn var hann og með afbrigð- um enda forfeður hans orðlagðír smiðir á tréog ekki munu afkom- endur hans hafa farið varhluta af þeirri náðargjöf. Virðist svo sem allt leiki i höndum þeirra. Ólafur þótti sérstaklega góður til grjót- hleðslu og við trésmfðar. Mun margur veggurinn enn standa, er Ólafur hlóð forðum daga. Bæði voru þau hjónin trúuð vel og ólu því börn sín upp I guðsótta og góðum siðum. Mun stjúpi hans, Gísli, hafa átt sirjn skerf í uppeldi barnanna, enda barngóður og kalla börn Ólafs hann afa er þau minnast hans. Ólafur heitinn mun hafa verið einn af stofnendum ungmennafélags staðarins og tók mikinn þátt i öllum störfum þess, enda afar félagslyndur maður. Vini eignuðust þau hjónin marga og man ég gullbrúðkaup þeirra, sem haldið var hátiðlegt I Félags- lundi I Gaulverjabæ. Varð þar ekki þverfótað fyrir kunningja- fólki hvaðanæva að af landinu. Eiginkonu sína, Margréti, missti Ólafur árið 1970. Sjálfur gekk hann til starfs fram á síðasta dag og kenndi sér einskis meins, er maðurinn með ljáinn kom og sótti hann heim, I svefni þess manns, er Iangan vinnudag hefur að baki. Þótt Ólafur hafi búið hjá syni sínum Jóni, er tók við búinu fyrir all mörgum árum, þá gekk hann að öllum búverkum sem fyrr. Eins og áður er sagt, þá urðu börnin alls 15 er á legg komust. Barnabörnin eru orðin 54 og barnabarnabörnin 46. Dágóður skerfur til þjóðarinnar það. Munu afkomendur hans vera reglufólk hið mesta, enda Ólafur sjálfur mikill reglumaður. Á kveðjustundu sem þessari, verða öll mannanna orð afar fá- tækleg. Ólafur var orðinn roskinn maður er við kynntumst en ég sjálfur stráklingur um tvítugt. Þó gaf hann sér ætlð tlma til að hlusta á draumóra og skýjaborgir mlnar, er við sátum I stofunni á Syðra-Velli. Leyfði hann mér að masa, en skaut þó inn á milli smáathugasemdum er hann sá sér færi. Voru þaö orð hins reynda manns og mörg heilræðin hef ég fengið frá honum, er við kveðjum í dag. ,,Mundu,“ sagði hann eitt sinn við mig, „það er ekki svo erfitt að lifa lifinu, en það erum við, mennirnir, sem sköpum okk- ur erfiðleikana." Að lokum vil ég og fjöl^kylda min votta börnum hans og öllum nánustu skyldmennum okkar innilegustu samúð. „Öllu er af- mörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tlma...“ Ólafur Sveinn Sveinssop er horfinn sjón- um. Við stöndum fátækari eftir. Gizur Helgason og fjölskylda. anaa\ Isýningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Flat 850 Sport Coupe 1972 400.000. Ffat 126 1974 550.000. Ffat 126 1975 600.000. Ffat 125 1971 500.000. Ffat 125 1972 580.000 Ffat 125 P 1974 700.000. Ffat 1 25 P station 1975 900,000. Ffat 127 1972 450 000 Fíat 127 1973 550.000. Ffat 127 1974 650.00.- Fíat 127 1975 800.000. Ffat 1 27 Special 3ja dyra 1976 1.150.000. Ffat 128 1971 400.000. Ffat 128 1973 570.000. Ffat 128 1974 750.000. Ffat 128 1975 900.000 Ffat 128 Rally 1973 680.000. Ffat 128 Rally 1974 800.000- Ffat 128 Rally 1975 950.000,- Ffat 128 Rally 1976 1.150.000.- Ffat 132 Special 1973 950.000 Ffat 132 Special 1974 1.100.000. Ffat 132 GLS 1975 1 400.000. Ford Corfna 1969 300.000,- Ford Escort 1974 800.000,- Toyota Carfna 1974 1.250 000 Datsun 180 B 1972 1.100.000. Skoda Pardus 1972 300 000 Lancfa Beta 1800 1974 1.800.000 Buick GS 1968 750.000. Citroen DS 1975 2.100 000. Citroen GS 1220 CLUB 1974 1.350.000. FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson hf. SÍÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888 Þaðallra nýjasta % < $ Nr. 2. Litir: Svartur og rauðbrúnn. Kr. 7.590. Nr. 5. Litir: Svartur, grár, rauðbrúnn og brúnn. Kr. 7.980. Laugavegi 69, sími 16850 Miðbæjarmarkaði, sími 19494. Nr. 3. Litir: Ljós og svartur. Kr. 7.590.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.