Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 29

Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 29 félk í fréttum „O, mín flaskan fríða ” + Frank Sinatra, sá gamal- reyndi skemmtiiðnaðarmaður og glaumgosi, varð sér illilega til skammar á lokahljómleik- um sfnum f Keisarahöllinni f Las Vegas nú nýlega. Söngvar- inn mætti dauðadrukkinn á sviðið og öskraði fúkyrði og skammir framan f áhorfendur, sem að sögn skemmtu sér þó konunglega. Hljómlistarmenn- irnir fóru heldur ekki varhluta af slæmu skapi söngvarans, sem hvað eftir annað stoppaði tónlistina til að leggja áherzlu á þá skoðun sfna að þeir gætu ekkert spilað og tónlistin væri öll fölsk og ómöguleg... Dýrt er drottins orðið.... + Samkvæmt skoðanakönnun sem nýlcga var gerð f bandarfska skemmtiiðnaðinum eru Barbra Streisand og Liza Minelli hæst launuðu skemmtikraftar heimsins af veikara kyninu. Tölur liggja hins vegar ekki fyrir hvað varðar karlpeninginn, en til skamms tfma var Elvis Presley f efsta sætinu og sfðast þegar hann skemmti á Ililton hóteli í L:s Vegas fékk hann hæstu laun sem um getur f sögu bandarfska skemmtiiðnaðarins. Það var fyrir rúmu ári og lét forstjóri hótelsins þá svo um mælt, að Presley væri eini skemmtikrafturinn f heimi sem gæti fyllt hljómleika- salinn tvisvar á dag í samfleytt þrjár vikur með inngangseyri sem svarar 100 þús. fsl. króna. Presley hefur hins vegar átt við veikindi að strfða að undanförnu og hefur hann Iftið sem ekkert komið fram opinberlega sfðustu mánuðina. A lltaf ATHYGLI VEKUR HÚN + Jaekie Onassis vakti athygli vegfarenda á fimmtu breiðgotu í New York nú nýlega þegar hún gaf frá sér óp mikið og ekki að ástæðulausu. Hún hafði semsagt feng- ið hressilegt klapp á sitj- andann og að vonum varð henni hverft við, 'enda óvön siíkri meðferð. Frú- in jafnaði sig þó fljótlega þegar hún sá hver í hlut átti, en það var gömul vinkona hennar, Margot Fonteyn, fyrrum list- dansmær en þær vinkon- urnar höfðu ekki hitzt í fimm ár, og að sjálfsögðu urðu miklir fagnaðar- fundir... Lax- og silungsveiði í Þórisstaðavatni Eyrarvatni og Geitabergsvatni. Veiðileyfin fást hjá okkur Hótel Akranes Ferstikla Akranesi Hvalfjarðarströnd. Vesturíslendingar Ríkisútvarpið sýnir sjónvarpskvikmyndina íslendingadagurinn 1975 laugardaginn 24. juíi, kl. 1;30 e.h. í Laugarásbíói. Við þetta tækifæri mun Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, afhenda Ted Arnason, formanni íslendingadagsnefndarinnar að Gimli, myndina að gjöf. Gestamót að Hótel Sögu Þjóðræknisfélag íslendinga efnir til gestamóts næstkomandi sunnudag, 25. júli. kl. 8,30 e.h. að Hótel Sögu. Allir Vestur-íslendingar staddir hér eru gestir félagsins þetta kvöld. Heimafólk er og velkomið. Aðgöngumiðað fyrir þá verða seldir við innganginn. Verð kr. 800.00 Kaffiveitingar. Skemmtiatriði. Dans. Stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga LAUGAVEGUR ii BANKASTRÆTI í?- 14275 ts - EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.