Morgunblaðið - 28.07.1976, Page 12

Morgunblaðið - 28.07.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976 Sex milljónir fyrir eina ljósmynd ÞKIR verða * fleiri, sem safna gömlum Ijósmyndum og verð myndanna eykst árvisst. Fyrsta uppboðið á Ijósmyndum ein- göngu var haldið fyrir fimm ár- um I London en síðan hafa slík uppboð færzt í vöxt, einkum á Bretlandi og I Bandarfkjunum. Meðfvlgjandi mynd af ieiðang- ursskipinu „Terra Nova“, sem Robert Scott notaði f leiðangri sfnum á Suðurpólinn 1910—12, seldist nýlega á uppboði hjá Christie’s f London á £120 eða um 40.000,- fsl. krónur. Myndin var tekin af Knglendingnum Herbert Pointing og hafði hann að fyrir- mynd málverk af svipuðu skipi f fs, sem málað var af brezkum málara u.þ.b. 100 árum fyrr. Tema myndanna, vanmáttur mannsins gagnvart almætti nátt- úrunnar, átti eftir að verða að kaldhæðnislegum raunveruleika, þvf leiðangursmenn Scotts kom- ust aldrei á leiðarenda. Ljósmyndin var ein af 234, sem boðnar voru upp hjá Christie's listmunasalanum brezka. Ekki fylgir sögunni, hvert hafi orðið heildarverð ailra mynd- anna. En á síðasta Ijósmyndaupp- boðinu, sem haldið var í New York, seldust 415 myndir á alls 185.240 dollara eða u.þ.b. 35.000.000.- ísl. krónur. Margar þeirra mynda voru í syrpum og fara slíkar myndefnissyrpur jafn- an á miklu hærra verði en ein- stakar ijósmyndir. Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir eina Ijósmynd, sem svarar 6.500.000,- ísl. kr.t greiddi Bandaríkjamaður fyrir mynd af skáidinu Edgar AIJ- an Poe. Verðið á myndinni mun þó vera vegna aðferðarinnar frek- ar en myndefnisins. Myndir eftir brautryðjendur á borð við Juliu Margreti Cameron (1815—1897) og Stieglitz seljast á hæsta verði og skiptir litlu máli af hverju þeirra myndir eru. En listrænt gildi ljósmynda er nú ekki lengur dregið í efa og eins og kom frain hér að ofan, eru það gamlar ljós- myndasyrpur með sameiginlegu tema, sem seljast dýrast. RA.UÐI^TTA/76 Unglingahátíö að úlfljótsvatni um verslunarmannahelgi Forsala aðgöngumióa ogrútumiða erhafín Með fyrstu 1000 aðgöngumiðunum fylgja sérstök Rauðhettu-lukkutröll AÐGÖNGUMIÐAR VERÐA SELDIR I SÖLUTJALDI í AUSTURSTRÆTI OG UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI í DAG OG NÆSTU DAGA FRÁ KL. 10—22. RÚTUMIÐAR ERU SELDIR í UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI. VERÐ AÐGÖNGUMIÐA ER KR. 3.500 OG RÚTUMIÐA FRÁ OG TIL REYKJAVÍKUR KR. 1.400. Vegna mikillar eftirspurnar er vissara að kaupa miða sem fyrst. „Nauðsynlegt að fá tilbreytingu þegar maður býr á eyju Litið inn hjá Rúnu og Gesti Þorgríms. Ein af myndum Rúnu. Ljósm. Mbl. — á.j. VIÐ litum inn til Rúnu og Gests Þorgrimssonar einn daginn i vik- unni, en þau voru þá í óða önn að pakka saman dóti sinu, þvi halda skal til Kóngsins Kaupinhafnar i júlilok til ársdvalar Sigrún og Gestur héldu fyrir nokkru sýningu i vinnustofu þeirra við Laugarásveg ásamt Guðnýju Magnúsdóttur Sýndu þau alls lið- lega 100 verk og seldist mest af þeim Gestur ætlar að stunda nám við Kennaraháskólann i Höfn. nema kennslufræði og kennslutækni, en Rúna ætlar að teikna og mála, vinna og skoða sig um „Ég ætla að sjá hvað er að gerast í listheiminum," sagði hún. „fá nýtt loft Þetta er ægilega spennandi, það er svo nauðsynlegt að fá tilbreytingu þegar maður býr á eyju! Það er svo gott að geta þotið út í heim til þess að sjá hreyfinguna " Gestur rabbaði um það að nauð synlegt væri að sigla að hinum ýmsu tilþrifum, kynnast nýjum straumum, því ella væri hætt við stoðnun Rúna kvaðsf einnig ætla á nám- skeið þar sem m a. væri um að ræða fyrirlestra og kynnisferðir í sam- bandi við iðnhönnun, en einnig kvaðst hún hafa mikmn áhuga á að vinna með akryl liti, vatnsliti og málningu Hún kvaðst hafa þörf fyrir nokkra tilbreytingu nú frá því efni sem hún hefur unnið mest við að undanförnu. leirinn og myndform í brennslu á hann, brennslu þar sem 5 gráður til eða frá af tæpum 800 geta ráðið úrslitum um það hvort myndm heppnast Við vildum ekki tefja og buðum góða ferð og heimkomu Sigrún Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.