Morgunblaðið - 28.07.1976, Side 17

Morgunblaðið - 28.07.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976 21 fram, og fréttafilmum veróur skotið -inn á milli. Að ósk Nixons verða þættirnir teknir upp í nóvember n.k. strax að forsetakosningunum loknum, og stefnt er að þvf, að þeir verði sendir út í febrúar eða marz, en um svipað leyti gerir Nixon ráð fyrir þvj að hafa lokið frum- drögum að endurminningabók sinni. Þá hefur Frost i hyggju að taka viðræðurnar upp á hljómplötur, sem ef til vill verða kallaðar Upptökur Nixons. Flestir þátttakendur i Water- gate-hneykslinu hafa skrifað um það bækur, en samt hungr- ar Bandaríkjamenn og þyrstir eftir því að fá meira að heyra. Undanfarnar vikur hefur bókin Síðustu dagarnir eftir Wood- ward og Bernstein verið met- sölubók um gervöll Bandaríkin, en þar er á hrollvekjandi hátt skýrt frá endalokum forsetafer- ils Nixons og tildrögum þeirra. Gerð hefur verið kvikmynd eft- ir bókinni, sem nefnist Allir menn forsetans, og hefur hún notið geypilegrar aðsóknar. Meðal annarra þátttakenda í Watergate-hneykslinu, sem reynt hafa að hagnast á því með skriftum, má nefna: H.R. Haldeman, fyrrum yfir- mann starfsliðs Hvíta hússins. Hann hefur nýlega krækt sér í feitan bita í blaðaheiminum og skrifað greinaflokka undir eig- in nafni í dagblöð um gervöll Bandaríkin. Er hér einkum um að ræða varnargreinar fyrir höfundinn sjálfan og gamla húsbóndann hans, sem Halde- man telur, að bandaríska leyni- þjónustan hafi komið á kné. Að áliti Haldemans hafði CIA að- stöðu til þess að bola forsetan- um frá og sennilegá hafi ákveð- in ástæða legið að baki. H:nn segir, aö Nixon hafi reynt að halda aftur af CIA og reynt að ná betra taumhaldi á stofnun- inni, en slíkt hafi verið ýmsum framámönnum hennar fjarri skapi. Haldeman telur ekki óliklegt að maðurinn, sem ljóstraði upp um upptökurnar i Hvíta húsinu hafi verið starfs- maður CIA. John Ilean fyrrum lögfræði- legur ráðunautur í Hvíta hús- inu. Hann hefur lokið við að skrifa bók, er hann nefnir Taumlaus metorðagirnd, og verður hún gefin út siðar á þessu ári. Dean hefur skýrt svo frá, að í bókinni lýsi hann Nixon og mönnum hans blátt áfram og hreinskilnislega. Eig- inkona Deans, Maureen, hefur þegar gefið út bók um Water- gatemálið. Hann mun einnig skrifa um flokksþing Repúblík- ana, sem haldið verður i ágúst n.k., fyrir Rolling Stone tíma- ritið. John Erliehman, fyrrum ráð- gjafi Nixons i innanríkismál- um. Hann hefur nýlega gefið út skáldsöguna Félagið, en það er lítt dulbúin lýsing á forsetaferli Nixons. Gagnrýnendur tættu verkið í sundur, en Erlichman er þegar byrjaður á annarri bók. Hún verður ef til vill enda- slepp, því að Erliehman á yfir höfðu sér 8 ára fangelsisdóm fyrir tilraunir sínar til að þagga niður Watergatemálið. Charles Colson, ráðgjafi Nixons. Hann hefur skrifað lýs- ingu á embættisferli sínum í Washington, og hefur hún fengið góðar viðtökur. Bókin heitir endurfæðing, en þar seg- ir einnig frá því, er höfundur tók kristna trú fyrir skömmu. Hann er nú i Evrópu með fjöl- skyldu sinni, þar sem hann rek- ur áróður fyrir bók sinni. Jeb Magruder, framkvæmda- stjóri kosningabaráttu Nixons árið 1972, Bæði hann og kona hans hafa gefið út bækur um Watergatemálið. Magruder hef- ur einnig hallað sér að trúmál- um. Hann er leiðarljósiö í sam- tökum, sem nefna sig „Young Life Campaign". Eins og sjá má af ofan- greindu, hafa nienn getaö hagn- ast á Watergatemálinu. en það verður víst bara Ntxon, sem fær nokkrar milljónir dollara í sinn hlut. Skattyfirvöldin vonast til þess, að hann muni verja ein- hverju af hagnaðinum til að borga þá upphæð, sem hann skuldar þeim frá árinu 1969, en það munu vera 148.080.97 doll- arar. THE OBSERVER H j altlen dingar vil j a stemma á að ósi ABERDEEN — Norðursjávarolían er farin að streyma til Bretlands Gert er ráð fyrir, að um 1 5 milljónir tonna berist til landsins á þessu ári, en á siðasta ári var magnið aðeins ein milljón tonna. Að sjálfsögðu gefur þetta fyrirheit um skjótan bata í efnahagsmálum Bréta, sem ekki er vanþörf á Á hinn bóginn eru margir Bretar uggandi um. að olíustreymið muni menga sérkennilegar strandlengjur og stofna í hættu fjölskrúðugu fuglalífi, en við strendurnar eru viða miklar varpstöðvar Svipaðs ótta gætir i Bandarikjun- um um þessar mundir og eru þar margir slegnir óhug.vegna fyrirætl- ana um að flytja olíu i stórum stil til vinnslu á austurströndinni Greinarhöfundur var nýlega á ferð um eyjarnar norður af Skotlandi og suðurhluta Noregs Er Ijóst, að oliu- flutningarnir frá'Norðursjónum hafa mjög margþætt áhrif á lif manna þar um slóðir Menn hafa unnvörpum risið upp til að vernda umhverfi sitt gegn mengun og spillingu og hafa þeir veitt ýmsum oliufélögum viður- kenningu fyrir hetjulegar tilraunir til að draga úr skemmdum af völdum oliu um neðansjávartækni, og verk- fræðingar Shell sögðu þar, að mis- tök hefðu átt sér stað við lagningu leiðslunnar, en aðalorsök þess, hvernig fór, töldu þeir þó hafa verið staumþungann i surtdinu Nú er fylgst dyggileg’a með þvi, hvort leiðslan sé í lagi og fara fram stöðugar mælingar á sjónum og eftirlit neðansjávar. Eigi að siður eru margir Hjaltlendingar harla tor- tryggnir Hjaltlendingar hafa nú eígnast sinn Davið til að takast á við Golíata , olíufélaganna Hann heitin lan R Clark og er framkvæmdastjóri héraðsráðs Hjalt.lands Hann hefur jNeUrJJorkStmtðí Því hefur verið haldið fram, að frá náttúruverndarsjónarmiði væri miklu heppilegra að flytja oliu frá neðansjávarlindum til lands i leiðsl- um heldur en með skipum Oliu- flutningaskip dæla úr sér oliu- megnuðu vatni, sem stundum vetdur tjóni, en leiðslur sem styrktar eru með járnbentri steinsteypu og liggja niðri á hafsbotni eru hins vegar tiltölulega öruggar Það hefur samt komið á daginn, að slikar leiðslur eru engan veginn óbrigðul- ar Sl. haust gerði samsteypan Shell- Exon tilraunir með flutning á oliu frá norðurhluta Norðursjávar til Sullom Voe, sem er afskekkt vik á Hjalt- landi Lögð var oliuleiðsla neðan- sjávar, 95 mílur að lengd, og 36 þumlungar i þvermál Við tók síðan önnur leiðsla frá British Petroleum, sams konar að gerð og hin Hjaltland eru útvörður Bretlands i norðri, og eru einkum nafntogað vegna hins smávaxna hestakyns, sem þar er, og prjónavarnings eyjar- skeggja Nú bendir allt til þess að Sullom Voe verði helzta oliuhöfn Bretlands, en gert er ráð fyrir að árlega lesti þar a.m.k. þúsund risa- stór oliuskip eftir WALTER SULLIVAN Hefur þetta orðið til þess, að leiðslurnar eru grafnar ofan i sjávar- botninn, hvar sem hægt er að koma þvi við í samráði við ráðgjafarnefnd Sullom Voe í umhverfismálum hefur hann sett fram ýmsar kröfur um ráðstafanir i varúðarskyni Beinast þær einkum að þvi að koma í veg fyrir mengun og spjöll og afla úr- ræða til að ráðast gegn slysum, sem fyrir kynnu að koma. Ennfremur er það þeim mikið kappsmál, að oliu- flutningarnir og öll vinnsla þar að lútandi verði einskorðuð við Sullom Voe svæðið, en þar er litil náttúru- fegurð og harla fáskrúðugt fuglalif Nú þegar rennur olia mn til Bret- lands eftir tveim leiðslum, annars vegar við Crunden flóa i Skotlandi og hins vegar i Teeside á Englandi Innan tíðar verði oliu hleypt á þriðju leiðsluna og kemur hún á land v.ð Scapa Flow á Orkneyjum Þar um slóðir hefur þegar orðið vart mengunar vegna leka úr Royal Oak. bresku orrustuskipi, sem sökkt var i mjög dirfskufullri kafbátaárás Frá sjónarmiði umhverfisverndar hafa menn mestar áhyggjur af flutningi oliunnar með risaoliuskip- um Þau lesta við sérstök legufæri yfir oliulindunum eða við hafnir svo sem í Sullom Voe og Scapa Flow, þangað sem olian hefur verið flutt með neðansjávarleiðslum Bretagne- búum er í fersku minni oliumengun- in frá Torrey Canyon, en þá runnu til hafs frá Cornwall 1 1 2 000 tonn af oliu, sem mengaði strendur Bretagne i rúmlega 100 milna fjar- lægð Sum oliuskipin taka 300 000 tonn, og þess verður krafizt að þar verði reyndir hafnsögumenn um borð Sérfræðmgur einn hefur skrif- að eftirfarandi i greinargerð um málið — Það er mjög erfitt að sigla á þessum slóðum. Þarna er brima samt, mikið um grynningar og þok ur eru tiðar Fyrr eða siðar hlýtur að verða slys, sem gæti haft afar alvar- legar afleiðingar Hinar klettóttu Bretlandseyjar eru helztu uppeldisstöðvar um 25 fugla tegunda Þar af verpa 19 á Hjalt- landi, m a 96% af þeim kjóa, sem verpir á Bretlandi, 71% af heim- skautakjóa og 30% af teistu og skarfi Mikilvægar varúðarráðstafanir gerðar gegn olíumengun Shell Expro, sem annaðist leiðsluna, lagði hana um Yell Sound en hafsbotninn þar er mjög klettóttur. Þar er og mjög straum- þungt og getur straumhraðinn náð 8 hnútum á klukkustund Nauðsyn- legt þótti að lagfæra og slétta hafs- botninn, þar sem leiðslan átti að liggja og var fenginn kafbátur til að flytja 45 þúsund tonn af möl niður á hafsbotn og leggja þar veg í bókstaf- legri merkingu Stuttbylgjustöðvum var komið upp á tveimur stöðum í landi, og þar með gat farkosturinn, sem flutti leiðsluna, haldið sig beint yfir neðansjávarveginum, meðan hún var lögð Leiðslan snerti botn i um það bil þúsund feta fjarlægð frá bátnum, og var því fenginn sér- stakur kafbátur til að ganga úr skugga um. að hún hefði i raun réttri hafnaðá réttum stað í september sl. skaut um 400 fetum af leiðslunni upp úr djúpun- um, og Ijóst var, að miklu lengri bútur hafði losnað frá hafsbotnin- um Megnið af steypuklæðningunni hafði dottið af leiðslunni, og þar sem hún var tóm, varð hún lauflétt og flaut upp á yfirborðið Hún hefur nú verið klædd steypu á nýjan leik og lögð mður á botn Yell Sound Hins vegar hefur ekki fengizt svar við þeirri spurningu, hvað valdið hafi skemmdunum á leiðslunni og hvort slikt muni endurtaka sig, þegar oliu hefur verið hleypt á í mai sl var haldin ráðstefna i Houston aðeins lokið skólaskyldu og lagt stund á nám i. endurskoðun i bréfa- skóla Á sl. ári hefur stjarna hans farið ört hækkandi og hann situr nú i stjórn hins nýja félags British National Oil Corp ásamt stórveldum á borð við Balogh lávarð og Kearton lávarð Félagið var stofnað til að gæta hagsmuna brezku stjórnar- innar varðandi vinnslu Norður- sjávaroliunnar. Oliufélögin hafa orðið við þeirri kröfu Clarks að greiða fiskimöhnum um 70 þúsund sterlingspund í skaðabætur vegna skemmda, sem þeir hafa orðið fyrir við hinar ýmsu framkvæmdir þeirra Er hér emkum að ræða bætur vegna skemmda á veiðarfærum, en það hefur orðið umtalsvert m a vegna grjót og malarflutninga oliufélaganna Clark hefur farið þess á leit, að sérhver leiðsla og hvað annað. sem lagt verður á hafsbotninn vegna oliuframkvæmdanna, verði fjarlægt, þegar oliulindirnar verða þurrausnar eftir um það bil tvo til þrjá áratugi Um 2 000 selir kæpa á þessum slóðum Þarna er mikið af olnboga- skeljum — lindýrum með keilu myndaðar skeljar, sem úir og grúir af í fjöru en drepast unnvörpum við mengun Olnbogaskeljarnar eru mikilvægur hlekkur i lifkeðju strandarinnar Það er ætlunin að vera á varð- bergi gegn hvers konar náttúru- spjöllum af völdum oliustöðvarinnar í Sullom Voe, og þvi munu verða framkvæmdar liffræðilegar athugan ir af itrustu kostgæfm, og þess gætt að umhverfið bíði ekki skaða af hinum nýja oliuiðnaði við Sullom Voe Þegar hafa verið gerðar ráðstafan- ir til að stemma stigu fyrir oliumeng- un í Norðursjó og hafa oliufélögin viðað að sér eyðingarefnum af ýmsu tagi svo og tækjabúnaði Þá hefur verið gerður samningur um greiðslu bóta vegna oliumengunar. ef ekki tækist að koma i veg fyrir hana Felur samningurinn i sér, að allt að 8 milljónir verða greiddar hverju sinni fyrir skemmdir, sem hljótast af oliu á þessum slóðum THE OBSERVER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.