Morgunblaðið - 28.07.1976, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLI 1976
19
»nn kom í markið eftir 10.000 metra hlaupið í
ima keppinauta hans sem voru gjörsamlega
iaði
(k með
Zatopek
í 10 km hlaupinu
og tók forystuna og jók hraðann að mun Tók
brátt að draga sundur með hlaupurunum
Viren, Lopes og Forster fóru fremstir og skáru
sig brátt nokkuð úr. Lengi vel hafði Lopes
forystuna, og var það ekki fyrr en röskur
hringur var eftir að Viren lét til skarar skríða
Tók hann gífurlega mikmn sprett og hreinlega
kvaddi andstæðinga sína með kurt og pi Lopes
tók þó í fyrstu á öllu sem hann átti til, en sá
brátt að vonlaust var að fylgja Viren eftir, og
hugsaði eftir það meira um að tryggja sér
silfurverðlaunin.
Um 70 þúsund áhorfendur fylgdust með
þessu einstæða hlaupi Virens á Ólympíuleik-
vanginum í Montreal í fyrrinótt, og var Viren
gífurlega vel fagnað er hann kom i markið sem
sigurvegari Sjálfur lét hann lætin ekkert á sig
fá árnaði Lopes heilla með silfrið og þakkaði
honum baráttuna, klæddi sig síðan úr skónum
og hljóp berfættur einn hring á vellinum umvaf-
inn finnskum fána, sem félagar hans höfðu
verið svo forsjálir að hafa með til keppninnar
Lasse Viren starfar sem lögreglumaður i Hel-
sinki Þ.e.a.s. hann er skráður sem slikur, en
hann hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af þvi
að mæta i vinnuna siðan hann vann gullverð-
launin i Múnchen 1972. Viren hélt upp á 27
ára afmæli sitt í Montreal, aðeins fjórum dög-
um áður en hann vann gullið i 10.000 metra
hlaupinu.
Eftir sigrana í Múnchen var mjög hljótt um
Viren, og var það ekki fyrr en i vor sem hann
kom verulega fram i sviðsljósið að nýju. Á
blaðamannafundi eftir sigurinn sagði Viren,
þegar hann var spurður um hvernig hann ,færi
að þessu, — að hann hlypi um 7.000 kílómetra
á ári. — Leikfimiæfingar og nóg af hreindýra-
mjólk hafa lika sitt að segja. sagði þessi geð-
þekki Finni.
Heimsmethafinn
tók áhættuna og
tapaði af gullinu
BANDARÍKJAMENN urdu fvrir
sárum vonbrigdum í stangar-
stökkskeppni Olvmpíuleikanna í
Montreai sem lauk í fyrrakvöld.
Allt frá því að bvrjað var að
keppa í þessari grein á Olvmpíu-
leikum höfðu Bandarfkjamenn
hlotið titilinn fram til ársins
1972, að Austur-Þjóðverjinn
Wolfgang Nordwig „stal" titlin-
um af þáverandi heimsmethafa
Bob Seagren. En á leikunum f
Montreal átti svo að hefjast ný
gullöld bandariskra stangar-
stökkvara og vikunum fyrir leik-
ana höfðu þeir David Roberts og
Earl Bell skiptst á að setja heims-
met. Fréttir frá Póllandi um að
tveir pólskir stökkvarar hefðu
sett þar Evrópumet, gerðu þó það
að verkum að menn tóku aö efast
um að Bandaríkjamennirnir
myndu sigra í greininni baráttu-
laust.
Allt gekk fyrir sig svo sem
vænta mátti unz hækkað var í 5,50
metra, en þá hæð felldi Bell þrí-
vegis og var þvi úr leik. Aðeins
þrír stökkvarar fóru þá hæð,
Roberts, F'inninn Kalliomaki sem
virtist allur magnast við sigur
Lasse Virens í 10.000 metra
hlaupi og annar pólverjinn,
Slusarski.
Hækkað var i 5,55 metra og
ákvað Roberts að sieppa þeirri
hæð. Hefur ugglaust talið sig ör-
uggan með næstu hæð sem átti að
vera 5,60 metrar. Bæði Slusarski
og Kalliomaki felldu 5,55 metra
og Roberts átti þvi leikinn.
En þegar hann ætlaði að fara að
reyna við 5,60 metra skipuðust
veður í lofti á skammri stundu.
Það tók að hellirigna og aðstæð-
urnar versnuðu að mun. Allt var
gert til þess að reyna að halda
brautinni þurri, en það kom fyrir
ekki.
I fyrstu tilraun sinni misheppn-
aðist Roberts og fór undir rána.
Stökkstjórarnir tóku ekki eftir
því í fyrstu og á ljósatöfluna kom
tilkynning um að Roberts hefði
stokkið 5,60 metra og væri
AÐSOKNIN GOÐ
ALLS voru 1.876.438 aðgöngu-
miðar seldir að hinum ýmsu
greinum Ólympíuleikanna í
Montreal fyrstu níu dagana.
Mest var aðsóknin á sunnudag-
inn, þegar 329.499 áhorfendur
er hörfðu greitt aðgang heim-
sóttu vellina og fþróttahúsin.
Þá hafa alls 102.268 gestir
horft á íþróttamótin og kapp-
leikina án þess að greiða fyrir
það gjald, og eiga þar ýmsir
boðsgestir, blaðamenn og fl.
hlut að máli.
Olympiumeistari. Hið.sanna kom
þó fljótt á daginn og Roberts varð
að reyna aftur. I bæði skiptin var
hann vel yfir hæðinni, en felldi á
niðurleið.
Þar sem þrír höfðu stokkið yfir
5,50 metra kom til að úrskurða
verðlaun eftir atrennufjölda og
þar stóð Slusarski bezt og gullið
varð þvi hans. Kalliomaki hafði
notað einni atrennu færra en
Roþerts og hreppti því silfurverð-
launin, en Bandarikjamaðurinn
varð að sætta sig við bronsverð-
launin. Nokkuó sem engum hafði
dottið í hug að fyrir gæti komið,
fyrir nokkrum vikum.
Eftir keppnina sagðist Roberts
sjá míkió eftir því aó hafa sleppt
5,55 metrum. — En staða mín i
keppninni var slík að ég varð að
taka áhættuna. Eg átti von á þvi
að Pólverjinn myndi fara yfir 5,55
metra og jafnvel 5,60 metra, og
þurfti þvi á þvi að halda að draga
úr atrennufjölda mínum. Eg tók
áhættuna, var óheppinn og tap-
aði, sagði Roberts.
Pólverjinn Tadeusz Slusarski stendur á haus á stönginni sem síðan
sveiflaði honum yfir 5,50 metra og færði það honum Oivmpíugulliö.
Þær sovézku standa bezt að vígi
SOVÉZKU stúlkurnar svo gott sem
tryggðu sér Ólympiumeistaratitilinn
i handknattleik kvenna i Montreal i
fyrrakvöld er þær burstuðu japönsku
stúlkurnar — skoruðu 31 mark gegn
9. Á sama tima gerði helzti and-
stæðingur Sovétstúlknanna. Austur-
Þýzkaland. jafntefli. 7—7, í leik sin
um við Ungverjaland. Ónnur úrslit í
fyrrakvöld urðu þau að Rúmenia
sigraði Kanada 17-—11. eftir að
staðan hafði verið 8—5 i hálfleik.
Staðan i kvennaflokki þegar ein
umferð er eftir er þannig:
Sovétrikin 4 4 0 0 78—22 8
Austur
Þýzkaland 4 3 1 0 78—33
Ungverjaland 4 2 1 1 65—40
Rúmenia 4 2 0 2 58—63
Japan 4 0 0 4 57—101
Kanada 4 0 0 4 21 — 91
Don Quarrie frá Jamaica kemur að marki sem sigurvegari f 200 metra hlaupinu á Olvmpíuleikunum í
Montreal f fyrrakvöld. Bak við hann er Pietro Mennea frá Italíu er varð fjórði, en til hægri eru Millard
Hampton er varð annar og Colin Bradford frá Jamiaca er varð sjöundi.
Quarrie hafði forystu hlaupið út
en Crawford meiddist og varð að hætta
JAMAICABÚINN Don Quarrie
hlaut gullverðláun f 200 metra
hlaupi karla, er keppt var til úr-
slita f þeirri grein á Ólympfuleik-
unum f Montreal í fyrrakvöld.
Hljóp Quarrie á 20,23 sek. og var
þvf alllangt frá heimsmetinu og
Ólympfumetinu f greininni, en
sigur hans var næsta öruggur, svo
sem sjá má af þvf að næsti maður,
Hampton frá Bandaríkjunum,
kom í markið á 20,29 sek. og
þriðji maður, Evans' frá Banda-
rfkjunum, hljóp á 20,43 sek.
Þegar úrslitahlaupið f Montreal
hófst í fyrrakvöld beindist athygli
manna fyrst og fremst að Quarrie
og Crawfod, gull og silfurmönn-
unum frá 100 metra hlaupinu, en
Crawford hafði heitið þvi að leika
eftir afrek Borzovs frá leikunum i
Miinchen og hljóta gullverðlaun I
báðum spretthlaupunum. Þá
beindist athyglin einnig aó
Bandaríkjamönnunum Hampton
og Evans, sem áttu að halda uppi
heiðri þjóðar sinnar i spretthlaup-
unum, en hann hafði beðið
hnekki i 100 metra hlaupinu.
Þegar skotið reið af og hiaupar-
arnir geystust af stað kom fljót-
lega í ljós að Quarrie myndi verða
harðastur á sprettinum. Crawford
hljóp hins vegar ekki nema
nokkra metra, unz hann greip um
lærið og haltraði út af brautinni.
Enn einu sinni hafði hann orðið
fyrir meiðslum. Þáttur hans i
þessu hlaupi var þvi úti.
Og Quarrie kom örugglega
fyrstur i markið og tryggði
Jamacia guilið sem er um leið
fjórðu gullverðlaunin sem
Jamaicabúar hljóta á Olympiu-
leikunum frá upphafi.
— Eg er búin að bíða lengi eftir
þessu, sagði Quarrie við frétta-
menn á fundi eftir hlaupið, — og
nú vissi ég að það hlyti að takast
aó hreppa gullið. Eg er ekkert
sleginn yfir þvi að heimsmetið
sk.vldi ekki falla, það get ég bætt
eftir nokkrar vikur, ef því er að
skipta. I þessu hlaupi var það
sigurinn og verðlaunin sem
skiptu öllu máli.
Don Quarrie sem nú er 25 ára
var meðal keppenda á Olympíu-
leikunum í Múnchen. Þar varð
hann fyrir meiðslum i undan-
keppninni og komst ekki einu
sinni í úrslit. En Quarrie var ekki
á þvi að gefast upp við mótlætió,
heldur þvert á móti herti æfingar
sínar og byrjaði strax að stefna að
Olympíuleikunum i Montreal.