Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGUST 1976 Ásta Eiríksdóttir —Minningarorð Alyktanir aðalfundar Sjómannafélags Rvíkur Fædd 2. júní 1898. Dáin 19. ágúst 1976. Tengcjamóðir mín, Ásta Eiríks- dóttir, verður til moldar borin á morgun, mánudaginn 30. ágúst. Ég hygg að það, sem mér er ríkast i huga í dag, þegar tengda- móðir mín er til moldar borin, sé ekki sorg heldur þakklæti, þakk- Iæti fyrir allar þær björtu minn- ingar, sem ég á um hana. Ásta er fædd á Eyrarbakka, dóttir Eirfks Pálssonar sjömanns og konu hans Guðbjargar Guðmundsdóttir frá Stórólfs- hvoli. 9 ára missti hún móður sina og um fermingu flyst hún í Helga- hús á Stokkseyri til Guðrúnar Torfadóttur og Helga Jónssonar verslunarstjóra og dvaldist hún þar til ársins 1919 að hún giftist eftirlifandi manni sínum, Valdi- mar Sveinbirni. Stefánssyni, fyrr- verandi bifreiðarstjóra. Þegar þau giftu sag var fátæktin mikil, en þau voru samhent og dugleg og brutust áfram hlið við hlið. Fyrst var búið i lítalli leiguíbúð, síðar eignuðust þau hús við Laugaveg og loks 1937 var takmarkinu náð, þau byggðu myndarlegt hús að Leifsgötu 11 og bjuggu þar æ síðan. Allt þeirra hjónaband var til mikillar fyrirmyndar og i gegnum öll hennar veikindi vék hann vart frá beði hennar og mun það með eindæmum að áttræður maður hafi hjúkrað konu sinni með slikri fádæma umhyggju og hlýju. Þeim Ástu og Valdimar varð 6 barna auðið, en þau eru Guðmundur Birgir, kvæntur Sövu Guðvarðardóttur, Guðrún Ragna, gift Gunnri Jónssyni, Sesselja, gift undirrituðum, Erling, kvænt- ur Erlu Eiríksdóttur, Guðbjörg, gift Sigurði Egilssyni, og Stefán Gylfi, kvæntur Þórdísi Jakobs- dóttur, og barnabörnin eru orðin 18 að tölu og barnabarnabörnin 15, öll búsett í Reykjavík. Ásta var óvenjulega vel gerð og falleg kona, allt lif hennar einkenndist af óbilandi trú á það góða, hún var mjög trúuð og vildi öllum hjálpa, sérstaklega þeim sem sjúkir voru, m.a. mér í veik- indum sem ég átti við að stríða og verður það seint þakkað sem skyldi. Hjálpsemin var mjög áber- andi þáttur i Iífi hennar, hún lét sinn hlut ekki eftir liggja ef hægt var að hjálpa. Ásta var einstaklega myndarleg húsfreyja og bar heimilið vott um smekkvísi hennar og mikla list- hneigð. Hún var ein af þeim, sem helga manni sinum, börnum og heimili alla krafta sína. Megi Guðs blessun fylgja henni og hinum ástríka manni hennar og börnum. Haraldur Gunnlaugsson. Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavfkur sem haldin n var f Lindarbæ 26. ágúst 1976. voru eftirfarandi ályktanir og tillögur samþykktar: „Aðalfundur S.R. haldinn 26. ágúst 1976 fagnar sigri íslenzku þjóðarinnar í deilunni við Stóra- Bretland um 200 mílna fiskveiði- lögsöguna. Jafnframt er fagnað skilyrðislausri viðurkenningu höfuðandstæðinga okkar á rétti Islendinga til þessa hafsvæðis. Ekki sízt ber að fagna, að okkar ágætu starfsbræður í Landhelgis- gæzlunni geta nú snúið sér að 'verkefnum, sem ekki hafa i för með sér hættu á limlestingu og dauða af mannavöldum. Væntir fundurinn þess, að þótt myndar- lega hafi verið tekið á í gæzlu- málunum síðustu mánuði þorska- stríðsins verði f engu hvikað frá eflingu þessa flota, sem gætir landhelgi og fiskveiðilögsögu okka'r og vinnur að björgunum eftirliti, sjúkraflutningum og oft á tíðum að beinni rannsóknastarf- semi.“ „Aðalfundur S.R. haldinn 26. ágúst 1976, skorar á viðkomandi ráðuneyti að hefja nú þegar þá rannsókn, sem ákveðin var með samþykki Alþingis, um rek gúm- björgunarbáta." „Enn einu sinni ítrekar aðal- fundur S.R. kröfur sinar til ráða- manna Reykjavfkurhafnar um aukið öryggi sjómanna og vegfar- enda á hafnarsvæðinu öllu. Virðist fyllilega tímabært að taka til alvarlegrar athugunar lokun alls hafnarsvæðisins, eða a.m.k. hluta þess. Fundurinn minnir á samþykkt- ir sfnar um greiðfærari flutninga- leiðir að frystihúsinu að Krikju- sandi og um að vestur-höfnin verði rýmd fyrir fiskiskipaflot- ann. I því sambandi bendir fundurinn á nauðsyn þess að full- gera hið nýja frystihús í Vestur- höfninni og spara þar með milljónir króna sem annars fara f flutningskostnað til vinnslustaðar fjarri hafnarsvæðinu." „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn 26. ágúst 1976, skorar á hæstvirt Alþingi að setja lög um tilkynningaskyldu íslenzkra skipa. 1 þeim lögum sé kveðið á um skyldu íslenzkra skipa til að tilkynna sig að við- lögðum sektum. Sérstök ákvæði skulu þegar bundin í reglugerð þess efnis að togarar og farskip séu skyldug til að bera boð hinna smærri skipa til næstu strandstöðvar“ A.S.B. styður undirskrifta- söfnunina MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá félagi afgreiðslustúlkna f brauð- og mjólkurbúðum, A.S.B.: „Stjórn ASB Félags afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkurbúð- um, vill af gefnu tilefni leiðrétta þann misskilning, sem vart hefur orðið, að undirskriftasöfnun sú, sem nú stendur yfir, sé hafin eða framkvæmd í andstöðu við A.S.B. í málinu, þegar það lá fyrir Al- þingi, og þeirra staðreyndar að stjórn félagsins hefur léð undir- skriftasöfnuninni skrifstofuhús- næði sitt. Stjórn A.S.B. telur að þátttaka félagskvenna og neytenda í undir- skriftasöfnuninni sanni mikla óánægju með alla fyrri meðferð þessa máls og löggjöfina, sem var samþykkt á sfðasta Alþingi. Stjórnin hefur einnig þungar áhyggjur af atvinnumissi að minnsta kosti verulegs hluta af- greiðslustúlknanna. Stjórnin telur að í framhaldi undangenginnar baráttu félags- ins og stuðnings neytenda sé nú tfmabært að stjórn A.S.B. taki nú að nýju upp viðræður við Mjólk- ursamsöluna, Kaupmannasamtök- in og fulltrúa ríkisstjórnarinnar um þessi vandamál, sem hin nýja skipan mjólkursamsölunnar skapa, þá sérstaklega um nauð- synlegar ráðstafanir sem gera þarf til þess að tryggja framtiðar- atvinnu afgreiðslustúlknanna og neytendum eigi lakari þjónustu en skipulag mjólkursölumálanna veitir nú. I þvf sambandi telur stjórn A.S.B. óraunhæft, að afgreiðslu- stúlkur hafni viðunandi atvinnu- tilboðum, sem þær hafa fengið eða kunna að fá, í sambandi við lögfestar breytingar í mjólkur- sölumálunum." t Eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma MARTA ANDRÉSDÓTTIR, Jokulgrunni 1, andaðist sunnudaginn 22 ágúst Jarðsett verður frá Frikirkjunni mánudaginn 30 ágúst kl. 3 e.h. Bjami Benediktsson Halldóra G. Bjarnadóttir, Leó Þórtiallsson og bamaböm. t Útför móður okkar, ömmu og langömmu, ÞÓRU MÖLLER KRISTJÁNSDÓTTUR. fer fram frá Dómkirkjunní, þriðjudaginn 31, ágúst kl 10 30 f h Kristján Hjálmarsson Halldóra Hjálmarsdóttir Hjálmar Kristjánsson Þór Kristjánsson Lilja Kristjánsdóttír. t Konan mfn og móðir okkar KRISTÍN HELGADÓTTIR frá Álfatröðum I Hórðudal. verður jarðsett frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 sept kl 1 3 30 Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en þeim sem víldu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir Hjörtur Ögmundsson og dætur. t Konan min HELGA P. JÓNSDÓTTIR, Lönguhltð 21. Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. þriðjudaginn 31 ágúst kl 1 3 30 Ólafur Tyrfingsson. t Maðurinn minn B/ERING NÍELSSON frá Sellátri, Bókhloðustíg 2, Stykkishólmi, 7 verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 30 ágúst kl 2 eftir hádegi Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnarfélagið Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín Ásta Eirlksdóttir, Leifsgötu 11. verður jarðsundin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 30 ágúst kl 1 3 30 Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Valdimar Stefánsson. EINBYLISHUS Til sölu einbýlishús, timburhús. Á neðri hæð sem er 77,7 fm. er stofa, herbergi, eldhús, þvottahús ofl. Uppi eru 55,5 fm. 3 svefnherbergi, og bað. Bilskýli. Verð aðeins kr 1 2,5 millj Laust fljótt. Fasteignamiðstöðin, Austurstræti 7, Símar 20424 — 14120, heima 42822. RAUÐILÆKUR Til sölu glæsileg 150 ferm. íbúð á efstu hæð í fjórbýlishúsi. 2 saml. stofur, 3 svefnh. og þvottaherbergi. Nýir skápar og mikill harðviður. 23 ferm. flísalagðar svalir. Gott útsýni. Skipti á eign í Kópavogi Upplýsingar í síma 43054. kemur til greina. Sérstaklega falleg íbúð Hef til sölu 5 — 6 herbergja íbúð á 6. hæð við Þverbrekku sem er 140 fm. með sameign. Fallegt útsýni. Sigurður Helgason Hrl. Þingholtsbraut 53. Sími 42390. Sö/umaður Jú/ía Sigurðardóttir. Kvöld- og helgarsími 26692. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar, GUÐLAUGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Laugavegi 28D. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- spltalanum og starfsfólks deild 3-D, Land- Sigurrós Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. og vandamenn t Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð vináttu og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ÁGÚSTÍNU JÓNSDÓTTUR. Kleppsveg 6. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem annaðist slðustu mánuðina á Landakotsspltala, Guðfinna Júllusdóttir, Svavar Júllusson. Gunnar Júllusson, Guðjón JúlFusson. Bjami Júlfusson, Sigurður Hafliðason. bamaböm, bamabamaböm og bamabamabamaböm. hana Jón JúlFusson Hanna Pétursdóttir Jóna Geirsdóttir Auður Jörundsdóttir Rita Júlfusson Abbing, Klara Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.