Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM Þarna voru rólur og hringekja og litlir bílar og parísarhjól og allt mögulegt ann- að. Hestarnir á hringekjunni voru voða skrítnir, því þegar verið var að koma þeim fyrir í flutningavögnunum, voru þeir engu likari en dýrin í Örkinni hans Nóa. Móði Mangi lagði másandi af stað. Hann blés hvítum gufustrókum og dökk- um reykjarmekkjum og svo þeytti hann flautuna sína af öllum mætti. 1 fyrstu fór hann hægt, því hlassið var nokkuð þungt, en eftir því sem hann jók hraðann, varð þetta auðveldara og að lokum brunaði hann á fleygiferð í sólskininu, og rauði gufuketillinn hans glóði og það gneistaði undan hjólunum. ()g ekkert gerðist tíðindavert á leiðinni, nema hvað hann varð einu sinni að stoppa, þegar einn hestanna úr hringekjunni datt af lest- inni. Skemmtistaðnum átti að koma upp skammt frá borginni Hér, og ákveðið hafði verið, að Móði Mangi stoppaði þarna, svo að hægt yrði að taka skemmti- tækin úr lestinni. Svo þarna stoppaði Mangi og fylgdist með því meðan verið var að taka hringekjurnar og Parísar- hjólið og rólurnar úr vögnunum. Og að því loknu hélt hann aftur af stað. Sannast að segja hugsaði Mangi svo mikið um þetta, að hann gleymdi sér alltaf öðru hvoru, og það var hreinasta mildi, að hann skyldi ekki verða fyrir einhverju slysi. F]n til allrar hamingju kom ekkert slíkt fyrir, og hann ók inn á hliðarteinana bak við járnbrautarstöð- ina, þar sem skúrinn hans stóð. En ekki gat hann annaó en óskað þess, að skúrinn stæði í námunda við skemmtistaðinn, svo hann gæti fylgzt með öllu gamninu. Lestarstjórinn var nýkominn út úr lestinni og.var að þurrka olíuna af hönd- um sér, þegar vörðurinn kom til hans. — Nú er illt í efni! sagði vörðurinn. Veiztu, hvað hefir komið fyrir? — Nei, sagði lestarstjórinn, hvað? — Sjáðu bara! sagði vörðurinn það hefir gleymzt að taka tvo af hringekju- hestunum úr vagninum þarna! Og hann COSPER Enn geng ég í augun á þeim — allir snúa þeir sér við! Hvað er sameiginlegt með bar og rfkiskassanum? Þeir plokka allt af þér að lokum. £g vona bara að hann sé betri við konuna sfna en þú! Fjallabúi í ónefndu landi fann spegil, sem einhver ferða- maðurinn hafði týnt. Þegar hann ieit í spegilinn, varð hon- um að orði: — Svei mér sem þetta er ekki hann pabbi gamli, aldrei hélt ég samt, að hann hefði látið taka mynd af sér. Hann fór með spegilinn heim til sfn og læddist með hann upp á háaloft til að athuga myndina í næði. Þrátt fyrir alla varkárni fór þetta þó ekki framhjá konu fjallabúans og um nóttina eftir skreið hún upp á háaloftið og fann spegilinn. Þegar hún leit f hann varð henni að orði: — Nú, svo að það er þá þessi kerlingarafmán, sem hann er að elta. — 0 — Hvað er það, sem ég heyri um þig að þú sért trúlofaður henni Jónfnu? — Já, það er alveg satt. — En veiztu ekki maður, að þetta er versta kvensnift, sem hefir verið á eftir öllum strák- unum hér f bænum? — Jú, ég veit það reyndar, en þetta er nú ekki svo voðalega stór bær. — o — Hún: Ég er ekki með sjálfri mér í kvöld. Dóninn: Þá ættum við að geta skemmt okkur sæmilega. Skelltu f þig 200 aspirfn- skömmtum — svo tala ég við þig f fyrramálið! Þakka þér fyrir vinur! Þetta er reyndar allt misskilningur. — Eg ætlaði mér bara að komast undan henni! A: Eg sé hérna f blaðinu, að konsertinn f gærkvöldi hefur tekizt prýðilega. B: Já, og ég sem hafði enga hugmynd um, að við hefðum skemmt okkur svona vel. — 0 — Læknirinn er að sýna gestinum spftalann: Og hérna höfum við þá, sem eru með bfladellu. Gesturinn: Já, en hér er enginn maður sjáanlegur. Eru þá engir sjúklingar hér? Læknirinn: Jú, þeir eru allir undir rúminu að gera við. — 0 — Sá nýgifti: (Jr þvf að við erum nú gíft, þá geri ég lfklega rétt f þvf að benda þér á nokkra af göllum þfnum. Frúin: 0, blessaður vertu ekki að þvf. Eg veit allt um þá. Það eru einmitt þessir gallar, sem hafa orðið til þess, að ég náði ekki f betri mann en þig. — 0 — Lögregluþjónninn: Sáuð þér númerið á bflnum, sem ók á yður? Ungfrúin: Nei, en konan, sem sat f bflnum, sem ók á yður, var með svartan túrban með rauð- um röndum og pelsinn hennar var greinilega úr gerviskinni. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftír Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 8 unni f New York. Hann settí það sem hann hafði skrifað kvöldið áður gætilega f umslagið og tók það með sér, þegar hann fór nið- ur. Hann ákvað að fá sér ekki kjöt með steiktum baunum — sem var sagt vera sérréttur staðarins. Hann ákvað að flesk og egg myndu duga. Hann fann varla bragð af matnum. Honum fannst hugur sinn bundinn athurðum ga-rdagsins og I skærri bírtu morgunsins fannst honum einnig sem þetta væri Ifkara draumi. Ef hann hefði ekki haft umslagið fyrir augum sér með frásögn sinni af því sem við hafði borið úti á búgarðinum hefði honum helzt dottið f hug að þetta væru órar frá upphafi til enda. Hann hafði sagt Vernon Fix hvað gerzt hafði og hann treysti þvf fullkumlega að Vernon myndi ekki láta það ganga lengra. Hann myndi að vfsu verða að segja yfir- manni þeirra. Tom Krug, frá því sem hann hafði heyrt. Að nokkru leyti vegna atvinnulegrar le.vndar og að hluta vegna þess að sá möguleiki var fyrir hendi að inn- an tfðar gæti komið út úr þessu stórkostleg frétt. En hann óttaðist ekki þegar Vern var annars veg- ar. Vern hafði ekki tekið eftir neinu sérstöku meðan snætt hafði verið eða yfirleitt meðan á dvöl- inni hafði staðið. Hápunktur heimsóknarinnar hafði f hans augum verið þegar hann hafði tekið fiskamyndirnar. Um þær masaði hann þegar hann um kvöldið steig um borð f flugvél- ina. Þegar Jack hafði kvittað á reikninginn reikaði hann út til að finna pósthúsið. Það var léttir að losa sig við bréfið. Hann hafði sterklega á tilfinningunni að ekki væri hyggilegt að skilja það eftir á herberginu. enda þótt það hefði verið læst niður f tösku hjá hon- um þar. Hann velti því fyrir sér, hvort Reg Curtiss m.vndi hafa fylgzt með þvf hveru margir blaðamenn hefðu kvöldið áður stigið um borð í vélina? Eða hafði hann kannað á gistihúsinu hvort einhhver hefði orðið eftir? Gat verið. I hverju sem þetta samsæri gegn Everest var nú fólgið var bersýnilegt að þeir sem voru við- riðnir það voru tilpeyddir að sýna fyllstu aðgát og vera vakandi á verðinum. Nú — ekki gat hann rannsakað málið f laumi. Hann varð að nota greinina sem þeir Everest höfðu talað um sem yfirskin. Stóra spurningin var þó — hvort þeir — hverjir sem ÞEIR voru, myndu reyna að setja stein f götu hans. Altént gat hann reynt. Hann hafði fengið leyfi hjá Tom Krug. Ilann hafði ekki gctað sagt hon- um neitt sérstakt f sfmanum f gær, en hann hafði beðið Vern að skýra málíð betur þegar hann kæmi til New York f dag. Það fyrsta sem Jack gerði var að fara f heimsókn hjá ritstjóra blaðsins á staðnum, „The Western Spring Gazette'*. Rit- stjórinn hér Ira Sloper. Hann var þreytulegur maður með andlit rúnum rist og þunnt, svart hár. — Hæ, sagði Sloper og aftur fékk Jack þá einkennilegu til- finningu að hann væri að leika f kúrekamynd. Jack reyndi að skýra fyrir hon- um, hvers konar grein hann lang- aði að skrifa. — Já, það má bóka að við höf- um okkar fræga mann hér í Tex- as. En þér hafið sannarlega dottið f lukkupottinn ef þér haldið að þér finnið eitthvert efni um hann. Hann er vitanlega mesti núlifandí rithöfundur Bandarfkj- anna. Texas hefur beinlfnis ætt- leitt hann eins og þér getið fmyndað yður. Sloper sem var mjög stoltur yfir þvf að blaðamað- ur frá New York skyldi leita á hans fund bauð hann honum alla aðstoð og aðgang að öllu á blað- inu. — Yður er velkomið að Ifta á allt sem við höfum. F.n um Ever- est er efnið heldur magurt. Meira að segja urðum við að fá frásögn af heimsókninni til hans f gegn- um fréttastofurnar. — En hvað haldið þér að til sé um Walter Carrington? — Walter? Það birti um stund yfir þreytu- legu andliti hans. — Við höfum ýmislegt um hann. Hann var innfæddur Texas- maður og hann hafði yndi af þvf að komast f blöðin. Jack settist makíndalega við stórt borð og blaðaði í gegnum það sem var um Carrington. Fyrsta frásögnin af honum var um för hans til háskólans f St. Louis. Þar hafði hann hitt James Everest, enda þótt ekkí væri það tekið fram f úrklippunni. James White var þá enn óþekktur og nafnið Everest var sjálfsagt að- eins sett f samband við fjallið Everest f hugum fólks. Eftir að hann hafði lokið námi snerust flestar fréttanna um hjónabönd og skiinaði Carring- tons. svo og um viðskiptí hans með olfu og gas sem höfðu verið umfangsmikil. Þar voru myndir af dökkhærðum gjörvílegum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.