Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 14 Heilsuhælið í Hveragerði Heilsuhæli á Norðurlandi HEILSUHÆLI NLFI í Hvera- gerði er löngu landsþekkt. Og aðsóknin að því sannar, hve þörfin er brýn. Og svo mun víðar vera. Það mun sanni nærri, að sjúkrahús og hæli í þéttbýli séu yfirfull, þegar hornsteinninn er lagður. Slík er þörfin, slíkt heilsufarið, þrátt fyrir fjölgun lækna. — Og eru ekki anzi miklar Iíkur til að svo verði áfram, meðan orsaka er ekki leitað og þeim mætt á rök- réttan hátt? Miklar þakkir eiga þeir læknar skilið, sem varið hafa tíma til að fræða og fyrir- byggja. En ætti það ekki að vera eitt höfuðverkefni hand- hafa heilbrigðismála? — Það mun flestra skoðun. Og vaxandi er áhugi almennings á heilbrigðismálum, enda snerta þau hvert mannsbarn í landínu. Almenningur á því að láta sig þessi mál meira skipta en hingað til. En nóg um það að sinni. NLF-félag Akureyrar hefur unnið að undirbúningi heilsu- hælis af mikilli atorku. Akureyrarbær hefur sýnt málinu þann skilning og stuðning, að gefa félaginu land í Skjaldarvík. Einhver sagði við mig nýlega, að staðurinn væri „kaldranalegur". Fleiri staðir kæmu til greina. Sé svo, þarf að meta og vega kosti og galla hvers um sig. Hér höfðu félagssamtökin keypt jörðina Gröf I Hruna- mannahreppi og ákveðið hælinu stað þar. En að betur athuguðu máli var horfið frá því ráði, og hælinu valinn staður í Hveragerði, eftir að ýmsir staðir aðrir höfðu verið skoðaðir. k’yrir skömmu var ég nyrðra og dvaldi vikutfma að Laugarlandi, þar sem Úlfur Ragnarsson læknir, Ásta kona hans, og Jón Sigurgeirsson skólastjóri ráku „hvíldar- heimili" í sumar — með mikl- um myndarbrag. Þar stóðu að verki menn, sem höfðu skilning á, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þar var einng andlegt fóður á ,,borðum“, framreitt af kunn- um listamönnum. Og þar kenndi Ásta, kona Úlfs, heilsu- ræktaræfingar, sem öllum var heimilt að taka þátt í. Það var því sízt að furða, þótt fólki félli vistin þarna vel. Laugaland er fallegur staður. Það var því eðlilegt, að þar heyrðust raddir um, að þar væri valinn staður fyrir fyrir- hugað heilsuhæli. Og þar heyrði ég minnzt á 3. staðinn, sem kynni að hafa fleiri kosti. Skólinn að Laugalandi, sem nú mun vera lagður niður sem slíkur, er 3 hæða hús. Og það myndi kosta mikið að breyta því í hæli, og kemur vart til greina. — En húsið mætti eigi að síður nýta til fulls sem hluta hælis. — Þarna er fyrir hendi eldhús, borðsalur og annar sal- ur, sem einnig mætti nota eftir þörfum sem borðsal, og þar fyrir utan til afnota fyrir gesti til hvíldar og afþreyingar. — Herbergi á efri hæð væru svo fyrir starfsfólk og gesti, sem stigar angra ekki. Þarna eru vissulega mikil- vægir þættir, sem spara myndu milljónatugi í byggingu hælis, og þetta veglega skólahús nýtast árið um kring, og senni- lega létta á sjúkrahúsi Akureyrar og leysa þannig vanda og spara bæ, sýslu og ríki fé. — Og þarna er einnig sund- laug. Það gæti þvf verið álita- mál þessum aðilum, hvort ekki borgaði sig að afhenda NLFA skólann, svo að félagið gæti byggt að sama skapi stærri her- bergjaálmu, eina eða fleiri, og þannig tryggt betur rekstur sinn og mætt betur þörf Norðurlands fyrir hæli. Þetta er aðeins hugmynd, slegið fram til athugunar, þar sem augljóst er, að hún gæti sparað talsvert fé. — En hug- myndin er því aðeins góð, að ekki sé annar staður svo miklu kostameiri, að hann beri að velja, þótt stofnkostnaður verði meiri. — Þetta mál má ekki leysa með núið eitt fyrir aug- um, heldur bæði nú- og framtfð. Það kostar mikið fé að byggja. En kannski kostar það enn meira fé að byggja ekki, þar sem þörfin er áreiðanlega ærin. Og trúað gæti ég, að öll sveitarfélög norðanlands gæfu hælinu herbergi. Og þá væri björninn unninn á glæsilegan hátt, og til mikils sóma. NLF-deildin á Akureyri hefur unnið af slíkri ósérplægni, dugnaði og heilind- um, að skoða má hana sem forystudeild innan samtak- anna. Vonandi tekst NLFA að hefja byggingu hælisins snemma á næsta ári. Og þá myndi mig ekki undra, þótt fyrsta áfanga þess yrði lokið áður en árið er allt. — Megi svo verða. M. Skaftfells. Sjötugur: Grímur Ogmundsson Syðri- Reykjum Sjötíu ár geta virst langur tími hjá sumum, en hjá öðrum er hrað- inn svo mikill að áranna gætir ekki og áratuganna varla. Einn þpirra, sem sigla á fullri ferð í gegnum tílveruna án raunveru- legrar skynjunar á göngu áranna, er Grímur bóndi Ögmundsson á Syðrí-Reykjum í Biskupstungum. Þessi kviki maður með sivökult auga á umhverfi og athöfnum geysist áfram í tilverunni, óþreyt- andi við búrekstur og „útrétting- ar“. Það er liðinn árafjöldi frá því hann, sem ungur maður, var á Laugarvatni við ráðsmennsku og rörlagnir. Þá voru hin góðu ár r Arni Vilhjálmsson læknir: Skörvík á Langanesi Þegar lesnar eru veðurfréttir, er yzti bærinn á Langanesi að norðanverðu kallaður Skoruvfk eða Skorvfk. Þetta er alrangt. Bærinn hét Skörvfk. Foreldrar mínir bjuggu fyrstu átta ár búsk- apar síns á Skálum. Þar bjó afi minn Guðmundur, langafi minn Sigurður og langalangafi minn Sigurður. Fimmti ættliðurinn Ólafur bjó í Skörvík og var kallað- ur Ölafur skörvíkingur. Hann var ættaður austan af Fljótsdalshér- aði. Á æskuárum mínum heyrði ég bæinn aldrei nefndan annað en Skörvík. Þarna er engin skora, heldur regluleg hálfhringlaga vík. Fyrir innan víkina er hátt bjarg, þar sem svartfugl og fleiri bjargfuglar verpa í þúsundatali. Hin fornu skil milli Skálholts- og Hólabiskupsdæmis lágu úr Helkunduheiði — þ.e. Grenisásn- um á Brekknaheiði — í Skör- víkurbjarg innan Skörvíkur. Strandlengjan frá Skörvíkur- bjargi út að Fonti og inn Langa- nesið að sunnan allt til Sandvfkur — nú ranglega nefnd Bakkafjörð- ur — var kölluð Langanesstrend- ur. Var því Skörvík og allir bæir sunnan á Langanesi í Skálholts- biskupsdæmí, en bæirnir inn með sjónum og norðan fyrrnefndrar línu í Hólabiskupsdæmi. Þegar sýsluskiptingin var upp tekin, voru mörkin milli N- Þingeyjarsýslu og N-Múlasýslu heppni — hitti á ensku skriðu og komst þar upp á bjargbrúnina. Gekk síðan suður yfir nesið og komst að Skálum, yzta bæ sunnan megin á nesinu. Skipið sem þarna fórst hafði farið norður í Dumbs- haf til að leita að norsku selveiði- skipi, sem týnzt hafði sumarið áð- ur i norðurísnum. Ekki fannst það skip, en þrír menn af því höfðu verið settir í land á Jan Mayen til vetursetu og loðdýra- veiða. Tók skipið, sem týndist undir Skörvíkurbjargi, þessa menn og farangur þeirra og veiði- föng. Var þar mikið af allskonar loðskinnum. Rak mikið af þeim upp í fjöru, aðallega inni í sjálfri Skörvikinni. Skipið brotnaði í spón og rak brakið úr því, svo og flest lfkanna, þar upp í fjöru, þar sem skipið strandaði. Faðir minn, sem var vanur bjargsigi frá æsku- dögum og búskaparárum á Skál- um, var fenginn til að stjórna björgun líkanna úr fjörunni upp á bjargbrúnina. Minnir mig að öll líkin fyndust nema eitt. Líkin voru síðan flutt inn að Sauðanesi og jarðsett þar í einni fjöldagröf. Ekki man ég nú með vissu, hve mörg lík voru jarðsett, en geri ráð fyrir að þau hafi verið 15—16 að meðtöldum líkum veiðimannanna þriggja frá Jan Mayen. Fyrir nokkrum árum komu Norðmenn með veglegan minnisvarða, sem reistur var á fjöldagröf hinna föllnu sjókappa. Fór Árni G. Ey- IjögraKont sett í Gunnólfsvíkurfjall og suður- byggð Langaness féll í hlut Norður-Þingeyjarsýslu. Eftir það skildu fáir gamla nafnið, sem von var, því að eftir var aðeins strand- lengjan „ frá Gunnólfsvíkurfjalli til Sandvikur. Utan Skörvíkur eru allhá fugla- björg allt út að Langanesfonti. Eru björgin ófær til uppgöngu hverjum manni, nema á einum stað, en sá staður hefur verið nefndur „enska skriða". Mun nafnið dregið af því, að enskir skipbrötsmenn hafi komizt þar upp úr bjarginu. Árið 1907 strandaði undir þessum björgum norskt selveiðiskip í norðan stór- viðri og stórsjó. Fórst þar öll skipshöfnin nema einn maður, „vélstjóri". Er hann kom upp á þilfar var skipið farið að brotna mjög ofan þilfars. Náði hann tök- um á spýtu og bjargaðist á henni í land; komst síðan upp á syllu í bjarginu og hírðist þar um nótt- ina. Morguninn eftir hélt hann af stað út eftir fjörunni — til allrar lands með þeim norður að Sauða- nesi og leiðbeindi þeim af sínum alkunna rausnar- og myndarskap. Ég hef leitað skýringar á nafn- inu Skörvík hjá gömlum Langnes- ingum og fengið tvær. Sú fyrri er, að gróðurrimar, sem ganga úr gróðurlendi víkurinnar út á syll- urnar í bjarginu fyrir utan vík- ina, hafi verið kallaðir „skarir“. Hin önnur, sem mér þykir miklu sennilegri, er sú, að þegar stór og löng rekatré lágu hlið við hlið í fjörunni eftir stórbrim, hafi það verið nefnt skör eða skarir, og þýðir þá nafnið „rekavík“, sem er sannnefni, því að hvergi á öllu Langanesi er slíkur óhemju trjá- reki sem einmitt í þessari vík. 1 sveitarlýsingu Skeggjastaða- hrepps frá miðri 19. öld er vikin, sem nú er nefnd Bakkafjörður, kölluð Sandvík, og heiðin, sem liggur upp úr víkinni áleiðis til Vopnafjarðar, er enn þann dag í dag nefnd Sandvíkurheiði. Árni Vilhjálmsson læknir. gamals búskaparlags, þegar rjóm- inn flaut ofaná i brúsunum og hangikjötið var reykt heima. Þá hafa þeir varla verið búnir að uppgötva brennivínið enda fólk kröfuminna til gleðigjafa í þá tið. Maður var þá harla lítill pjakkur á rjátli kringum þennan atorku- sama og glaðværa mann, sem óhikað lét heyra til sin eins og reyndar enn í dag — og þó kannski heldur betur nú en þá. Leiðir hans liggja til allra átta, en alltaf stjórnar hann förinni. Hann fastnar sér konu, Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá al- þekktu rausnarheimili, Bildsfelli í Grafningi, og eignast með henni einn son, Grétar, sem nú rekur kúabú á ættaróðali sínu. Ingi- björg hefur unnið verk sín hljóð, verið öllum góð og skrifað í ösk- una sin bestu ljóð, eins og skáldið segir en bóndinn bylt landinu op byggt hverja bygginguna á fætui annarri. Hún hefur verið gæfa hans, stoð og stytta i umfangs- miklum framkvæmdum og dags- ins önn. Það hýrnar ævinlega yfir mönn- um, sem þekkja Grím bónda, þeg- ar þeir heyra hann nefndan, hitta hann heima eða á förnum vegi. Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.