Morgunblaðið - 03.09.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
Sr. Einar Sigurbjörnsson:
Athugasemd við hug-
vekju „Að kveldi dags”
Sl. sunnudag, 28. ágúst 1976,
flutti sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson hugvekju i sjónvarpið,
þar sem hann viðhafði nokkur
ummæli um skirnina og um þá
fornu venju að leiða konur í
kirkju að afloknum barnsburði,
sem ég tel mér skylt að leiðrétta.
1. Um skírnina
Sr. Sigurður Haukur fullyrti, að
kirkjan hefði í kenningu sinni. að
barna, sem dæju óskírð i ji ekki
annað en glötun í helviti. Lét
hann og að því liggja, að nokkrir
prestar á Islandi héldu þessu
fram um óskírð börn. Sr. Sigurð-
ur er ekki einn manna á íslandi
um þessa skoðun, en það ætti að
vera presti skyldara að leiðrétta
villu manna varðandi kenningu
og kenningar kirkjunnar en að
halda villunni fram sjálfir. Þvi að
það hefur aldrei verið kenning
kirkjunnar, að börn, sem dæju
óskírð, væru glötuð.
Skoðun sína byggir sr. Sigurður
og fleiri með honum á þvi, að
skírnin er af kirkjunni talin vera
skilyrði til sáluhjálpar. Það ættu
hins vegar guðfræðingar að vita,
að kristnir menn álíta ekki, að
skírnin sem athöfn hafi hjálp-
ræðisgildi, heldur að sá atburður,
sem skírnin bendir á og ber
endurskin af, hafi hjálpræðis-
gildi. Og sá atburður er líf, dauði
og upprisa Jesú Krists. Hann vitn-
ar um ekkert minna en róttæka
elsku Guðs til manna. „Svo
elskaði Guð heiminn." í ljósi þess
vitnisburðar vaknar spurningin
um þann heim, sem elska Guðs
beinist að. Við þekkjum þann
heim. Það er heimurinn, sem við
lifum í, heimurinn, þar sem öf-
und, rógur, siðspilling, hatur,
styrjöld, glæpir o.s.frv. ráða.
Þennan heim og þá menn, sem
eru undirseldir þessu, elskar Guð
svo, ,,að hann sendi son sinn“. Við
vitum, hvernig heimurinn tók
þeirri sendingu. Hann krossfesti
son Guðs. Kirkjan spinnur þó eng-
an bölsýnisvef út frá vitnisburð-
inum um krossfestinguna, heldur
byggir hún á öðrum vitnisburði:
„Guð reisti son sinn upp frá dauð-
um.“ Þannig sigraði Guð alla
illsku.
Og vegna þess prédikar kirkjan,
vegna þess að Guð elskar þennan
heim þrátt fyrir það, sem hann er,
af því að hann getur ekki annað
en elskað: „Guð er kærleiku'-."
Og þess vegna er skírt. Elska
Guðs er ekki almennt lögmál,
heldur hefur hún birzt í ákveðn-
um sögulegum atburði. I þeim at-
burði eiga allir samkvæmt skipun
Jesú Krists sjálfs að verða hlut-
taka. Líka litlu börnin, sem fæð-
ast saklaus inn í sekan heim öf-
undar, rógs og haturs og bera með
einhverjum hætti sekt hans.
Kristnir foreldrar bera börn sín
fram til skírnar í trausti þess, að
Guð og elska hans sé sterkari en
illskan f heiminum. Sú mundi
vera skýringin á höggorminum
undir skírnarfontinum i Oslóar-
dómkirkju, en höggormurinn er á
grundvelli syndafallssögunnar í
þriðja kapitula Fyrstu Mósebókar
sérstakt tákn illskunnar i heimin-
um.
2. Um kirkjuleiðslu kvenna
Kirljuleiðslu kvenna taldi sr.
Sigurður Haukur vera sið, sem
lýsti fyrirlitningu á konunni og
hlutverki hennar að ala börn.
Hún hefði þurft að afsaka þann
verknað frammi fyrir Guði. Mér
er það með öllu óskiljanlegt,
hvernig maður getur látið annað
eins og þetta detta út úr sér, nema
ef svo skyldi vera að presturinn
viti ekki, hvað hann er að tala um.
Siðurinn að leiða konu f kirkju að
afloknum barnsburði á ekkert
skylt við afsökunarbreiðni,
heldur er hann einfaldlega
þakkargjörð konunnar fyrir
afstaðinn barnsburð. Grallarinn
frá 1594 hefur rítúal um þessa
athöfn, stutt ávarp, þar sem lýst
er gleði á orðnum atburði, og að
því loknu lesa allir saman Faðir
vor. 1 Handbók fyrir presta á
íslandi (Reykjavík 1869) á bls.
146—147 er athöfninni lýst
þannig: „.. . kirkjuleiðslan fer
fram á þann hátt, að presturinn
áður en til er tekið, heldur stutta
ræðu yfir konunni, annaðhvort í
kórdyrum eða kórbekk og hvetur
hana til að Iofa guð og þakka
honum fyrir farsæliega afstaðinn
barnsburð, fyrir þá náðarríku
hjálp, sem hann veitti henni á
þjáninganna tima og fyrir þann
velgjörning hans, að hann bless-
aði hana með lífsafkvæmi, sköp-
uðu í sinni mynd.“ Síðan skyldi
prestur áminna konuna um
skyldur hennar við barnið. Síðan
segir: „Sé barnið dáið, huggar
hann hana með guðs orði, minnir
hana á, að guð geymir barnið hjá
sér og ætlar öllum sfnum börnum
að sjást aftur f öðru Iffi, og
áminnir hana um að sýna undir-
gefni undir guðs vísdómsfulla og
gæzkuríka vilja“ að ávarpi loknu
voru lesin blessunarorð. Konur
þurftu ekki að vera leiddar inn í
kirkju á þennan hátt, en þá átti
prestur að biðja fyrir nýorðinni
móður sérstaklega í bæninni að
lokinni prédikun, og tekur Hand-
bókin frá 1869 það fram, að það sé
þá orðið tíðkanlegra en hið fyrra
form, „en þó eiga þær heimtingu
á að verða leiddar í kirkju, ef þær
vilja það heldur".
Reynivöllum, 31. ágúst 1976.
Einar Sigurbjörnsson.
Tónlistin leggur myndlistinni lið á laugardögum á Kjar-
valsstöóum því þá heldur söngflokkurinn Hljómeyki
söngleika þar í sambandi við Haustsýningu FÍM. Flutt
verður tónlist eftir Debussy, Benjamin Britten, Matyas
Seiber auk islenzkra og erlendra þjóðlaga. Flokkurinn
syngur á tímabilinu frá kl. 15 til 17 báða laugardagana 4.
og 11. september.
Styrktarfélag sjúkrahúss Keflavfkurlæknishéraðs hefur gefið sjúkrahúsi héraðsins nýtt skurðarborð með
tilheyrandi fylgihlutum. Borðið er mjög fullkomið og leysir af hendi skurðarborð, sem mjög var komið til
ára sinna. Þessi mynd var tekin við afhendingu nýja skurðarborðsins.
Trygging mann-
virkja við Kröflu
í Morgunblaðinu 29. ágúst s.l.
er haft eftir Jóni Sólnes að
Kröflunefnd hefði tryggt öll
mannvirki, vélar og tæki á
staðnum gegn ýmiss konar tjóni
og þar við bættist viðlagatrygg-
ing er m.a. bætir tjón vegna
eldgosa.
í framhaldi af ofangreindu
segir siðan orðrétt:
„Jón sagði að þannig mætti
Ijóst vera að Kröflunefnd hefði
gengið þannig frá hnútum að
bætur fengjust ef tjón yrði á
verðmætum á Kröflusvæðinu
og þar af leiðandi gæti það
naumast talizt í verkahring
nefndarinnar að flytja verð-
mæti á brott með tilliti til gos-
hættu, sem sögð væri vera á
svæðinu, heldur hlyti það
fremur að vera hlutverk trygg-
ingaraðila, ef þeir vildu firra
sig bótagreiðslum."
Með þessu er gefið í skyn að
hver vátryggingartaki, ein-
staklingur, félag eða stofnun sé
a.m.k. óbeint undir yfirstjórn
þess tryggingafélags er viðkom-
andi tryggir hjá. Þetta er að
sjálfsögðu alrangt. Trygginga-
starfsemin byggist á gagn-
kvæmu trausti tryggingafélags-
ins og vátryggðs. Skyldur vá-
tryggðs eru m.a. að gera allt
það, sem sanngjarnlega má af
honum ætlast, til að draga úr
eða koma í veg fyrir tjón. Að
sjálfsögðu er erfitt að segja til
um hvað í þessu felst, það fer
eftir aðstæðum í hverju tilviki,
en mið hlýtur að vera tekið af
þvi hvað viðkomandi myndi
gera eða hefði gert ef hann
væri ótryggður.
Tjón af völdum eldgosa eru
innifalin í viðlagatryggingunni,
sem stofnuð var með lögum nr.
55, 1975. Hvað segja lögin um
bótagreiðslur?
a) Samkvæmt 13 gr. er
heimilt að lækka eða synja um
bætur ef m.a. byggingahættir
eru óforsvaranlegir miðað við
aðstæður. I þessu sambandi
vaknar sú spurning hvort hinir
verðmiklu borar og vélar sem
fluttar voru inn á hættusvæði
eftir að ljóst var um hættuna
séu í raun i viðlagatrygg-
ingunni.
b) Samkvæmt 17. gr. tak-
markast bótaskylda Viðlaga-
tryggingar Islands við 5 o/oo af
heildarvátryggingaverði í upp-
hafi hvers árs vegna eins tjóns-
atburðar. Nemi heildar-
bótafjárhæð hærri fjárhæð skal
hlutur allra tjónþola skerðast í
sama hlutfalli. Ekki get ég sagt
um hvort hagsmunir Kröflu-
nefndar og annarra aðila á
hættusvæðinu séu fulltryggðir
með tilliti til þessa ákvæðis.
c) Samkvæmt 18. gr. ber
ríkissjóður ábyrgð á og greiðir
einstök tjón, sem fara kunna
yfir 2o/oo af þeim 5o/oo sem hver
tjónsatburður takmarkast við
samkvæmt 17. gr. laganna. Það
er því hugsanlegt að greiðslu-
skylda falli á ríkissjóð, ef til
stórtjóns kemur við Kröflu.
Allir vona að til eldgoss komi
ekki. Ef til þess kemur getur
það kostað hundruð og jafnvel
þúsundir milljóna sem þjóðin
sjálf þarf að greiða að lang-
mestu leyti, annaðhvort beint
gegnum ríkissjóð eða með mjög
hækkandi iðgjöldum til Við-
lagatryggingar íslands.
Ákvörðun um áframhaldandi
framkvæmdir á Kröflusvæðinu
verður að taka með tilliti til
þjóðarhags f heild, en ekki
byggjast á hvort tryggingafé
fáist úr þessum stað eða hinum
því tjónbætur greiðast þegar
allt kemur til alls, af þjóðinni
allri, finstaklingum hennar og
atvinnurekstri, a.m.k. þegar um
eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð
er að ræða.
G. Ólafsson.
Nýr veitingastað-
ur í Hafnarfirði
NÝLEGA hefur verið opnaður
veitingastaðurinn GAFL-INN,
þar sem veitingastaðurinn
Kokkurinn var áður til húsa. Stað-
urinn hefur upp á að bjóða
heimilismat í hádeginu og enn-
fremur alla algengustu grillrétti
ásamt smurðu brauði og snittum.
Einnig eru seldir heitir og kaldir
réttir fyrir alls konar tækifæri í
heimahús og veislusali. Alla rétti,
sem staðurinn hefur upp á að
bjóða, er hægt að taka með heim.
Eigendur hins nýja staðar eru
matreiðslumennirnir Jón Pálsson
og Einar Sigurðsson, sem jafn-
framt sjá um allan rekstur ásamt
konum sínum Pálmeyju og
Fanneyju Ottósdætrum.
Fyrirhugað er í vetur að bjóða
upp á veislusal til ýmissa veislu-
halda.
Óráðið hvort
Sigurvonheld-
ur til háhyrn-
ingsveiðanna
Morgunblaðið hafði samband við
Konráð Júlíusson skipstjóra á Sig-
urvon frá Stykkishólmi i gær g
spurði hann hvort ákveðið væri
hvenær hann héldi til
háhyrningsveiða i haust. Konráð
sagði að ekkert væri ákveðið í
þeim efnum að sinni og allt óráðið
hvort sitt skip yrði við þessar
veiðar i haust.
Sýningu Haye
Hansen lýkur
á laugardag
UNDANFARIÐ hefur Haye
Hansen fornleifafræðingur og
listmálari sýnt 40 myndir á
Mokkakaffi. Eru það teikningar,
svartlistarmyndir, vatnslitamynd-
ir og olíumálverk — flestar mál-
aðar á íslandi.
Nokkrar myndanna hafa selzt,
en sýningunni lýkur á laugar-
dagskvöldið.