Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 21 Óviðunandi ástand í lána- málum land- bún- aðarins Frá aðalfundi Stéttar- sambands bænda: STÉTTARSAMBAND bænda hélt aðalfund sinn að Bifröst í Borgarfirði sl. sunnudag og mánudag. Eins og áður hefur komið fram í fréttum urðu miklar umræður um lánamál land- búnaðarins á fundinum og samþykkti fundurinn ályktun þar sem lögð er á það áhersla að Stofnlána- deild landbúnaðarins verði tryggt nægilegt fjármagn til að sinna nauðsynlegum lánveitingum til land- búnaðarins. Rætt var ítar- lega um þá þróun, sem orðið hefur á síðustu árum, að stöðugt dregur úr mjólkurframleiðslunni, þannig að nú er allt útlit fyrir að skortur verði á mjólk í vetur á Suður- og Vesturlandi. í ályktun, sem fundurinn samþykkti er því beint til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, hvort réttmætt kunni að vera að hækka hlutfallslega meira verð á mjólk í verðlags- grundvellinum til að hamla gegn þessari þróun. Hér á eftir verður getið helstu samþykkta aðalfundarins: Verðtryggingu verði að 3á hlutum náð með verðjöfnunargjaldi Aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn að Bifröst i Borgarfirði 29. og 30. ágúst 1976 bendir á það óviðunandi ástand sem nú er í lánamálum land- búnaðarins og gerir kröfu til, að nú þegar verði þar gerðar nauð- synlegar úrbætur. Leggur fundurinn sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Stofnlán: Vegna ört vaxandi fjármagns- þarfar, hækkandi vaxta og versn- andi afkomu Stofnlánadeildar landbúnaðarins verði þessar ráð- stafanir m.a. gerðar: a) Stofnlánadeildin fái nægi- legt fjármagn með auknum tekju- stofnum og lánsfé til að geta hald- ið áfram að sinna nauðsynlegum lánveitingum til landbúnaðarins. b) Stofnlánadeildinni verði tryggðar tekjur til að greiða vexti og verðtryggingu af því fjár- magni, sem hún fær til útlána. Svo hún þurfi ekki að ganga á höfuðstól sinn. En til þess að hin stóraukna byrði vaxta og verðtryggingar af lánum, sem tekin eru til fram- kvæmda til búrekstrar á jörðum, lendi ekki öll á nýjum lántak- endum, þá verði deildinni heimil- að að skipta þeirri byrði þannig, að allt að 3A hlutum hennar verði náð með verðjöfnunargjaldi, sem bætist við vinnslu- og dreifingar- kostnað landbúnaðarvara, enda hefur það ekki áhrif á útsöluverð þeirra þar sem fjármagnsliður verðlagsgrundvallarins ætti að öðrum kosti að hækka að sama skapi. c) Stofnlánadeildinni verði falið að veita lán til jarðakaupa, sem Veðdeild Búnaðarbankans hefur átt að annast. Verði upp- hæð þeirra lána miðuð við 50% af matsverði jarða. d) Settar verði reglur um lán- veitingar sem stefni að því að nýta sem bezt í þágu land- búnaðairins það fjármagn sem til ráðstöfunar er. t.d. með þvi að taka tillit til framleiðslu og markaðsskilyrða og að hafa hámark á lánum til einstakra framkvæmda. e) Lánakjör hjá Stofnlánadeild verði eftirleiðis þannig, að verði breytingar á reglum um þau, þá nái þær einnig til eldri lána, svo að lánskjör í hverjum lánaflokki verði þau sömu. 2. Afurðalán Stefnt verði að því, að afurða- lán nægi til að greiða bændum fullt grundvallarverð sem fyrst eftir að búvörur eru lagðar inn. 3. Rekstrarlán Reksttrarlán til sauðfjárbænda verði stóraukin og verði veitt eftir þvi sem rekstrarkostnaður myndast. Fundurinn telur eðli- legt að endurgreiðslur afurðalána gangi til þessa svo ekki verði miklar sveiflur í lánsfjár- magninu. Nú þegar verði gerð áætlun um það hvernig þeim markmiðum sem sett eru fram i 2. og 3. lið verði náð á sem skemmstum tíma. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 átelur stjórnvöld og Framkvæmdastofnun rikisins fyrir að hafa ekki útvegað Stofn- lánadeild landbúnaðarins nægi- legt fjármagn á viðráðanlegum kjörum s.l. 2 ár. Aukinn fjár- magnskostnaður i landbúnaði eykur mjög tekjumun bænda, sem er þó nægur fyrir. Fundurinn bendir á að stjórn- völd nágrannaþjóða okkar hafa tekið þá stefnu að veita ódýrt fjármagn til landbúnaðar i lönd- um sínum og hvetur til slikrar stefnu i landbúnaði. Fundurinn telur það ótvírætt verkefni Byggðasjóðs að veita við- bótarlán til fjárfestinga í land- búnaði meðal annars til jarða- kaupa, bústofnskaupa, vélakaupa og byggingarframkvæmda. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 skorar á^stjórnvöld að veita nú þegar viðbótarframlag til Búnaðardeildar Bjargráðasjóðs svo að henni verði gert kleyft að Er réttmætt að hækka verð á mjólk til að hamla gegn sam- drætti í mjólkurfram- leiðslunni? sinna þvi hlutverki sem bíður hennar lögum samkvæmt á komandi hausti vegna hinna miklu óþurrka sem gengið hafa yfir stóran hluta landsins nú tvö sumur í röð. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að sjóður- inn verði efldur og bendir í því sambandi á eftirfarandi. Framlag sveitarfélaga hefur staðið óbreitt að krónutölu undanfarin ár. Fundurinn leggur því til að fram- lagið verði hækkað til samræmis við verðlagsþróun undanfarinna ára og fylgi síðan á hverjum tíma kaupgjaldi í landinu. 1 öðru lagi verði gjald af búvörum bænda hækkað úr0,25% i 0,30%. Varhugaverð þróun hve bændur fjarlægjast mjólkurframleiðslu Aðalfundur Stéttarsambands bænda 29.—30. ágúst 1976 telur það mjög varhugaverða þróun hve bændur fjarlægjast mjólkur- framleiðslu. Þessi þróun hefir verið áberandi undanfarin ár og bendir allt til þess að framhald verði á, svo sem nú horfir. Undanfarna vetur hefir orðið að flytja mjólk og rjóma í vaxandi mæli með miklum kostnaði norðan úr landi til neyslustaða sunnan- og vestanlands. Fundurinn beinir þvi til Fram- leiðsluráðs, hvort réttmætt kunni að vera að hækka hlutfallslega meira verð á mjólk til að hamla gegn þessari þróun. Einnig telur fundurinn nauðsynlegt að Fram- leiðsluráð fái lagaheimild til að greiða hærra verð fyrir mjólk á sölusvæðum þar, sem árstíða- bundinn skortur er á mjólk til neyslu og framleiðsluskilyrði erfið. Það er staðreynd að mjólkur- framleiðsla er mjög bindandi og óvinsæl af þeim sökum og þvi nauðsynlegt að þeir, sem þá at- vinnugrein stunda, beri ekki minna úr býtum fyrir vinnu sína en aðrir búvöruframleiðendur. Á undanförnum árum hefur drjúgum skort á að íslenzkir bændur hafi öðlast þær tekjur, sem þeim hafa verið ætlaðar og borið samkvæmt þar að lútandi lögum. Síðast liðið ár náðist ekki það verð fyrir mjólk sem gert var ráð fyrir í þess árs verðlagsgrund- velli, má og fullyrða að svo fari einnig um sauðfjárafurðir sama árs. Þetta stafar m.a. af því að áætlaður vinnslu og dreifingar- kostnaður varanna hefir engan veginn staðist. Því skorar aðalfundur Stéttar- sambands bænda 1976 á stjórn sambandsins og Framleiðslur á að taka til ýtarlegrar athugunar út- reikning þeirra liða sem eigi hafa staðist og leitast af alefli við að fram nái að ganga fullkomin leið- rétting þeirra. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 felur stjórn sam- bandsins að vinna að því við Búreikningastofu landbúnaðarins að sem nákvæmastar upplýsingar komi fram í búreikningum um vinnuframlag við búrekstur. Fundurinn bendir á að ekki er talin innivinna húsmóður við búreksturinn og að nauðsynlegt sé að glöggt komi fram á vinnu- skýrslum hvenær sólarhrings unnið er dag hvern og hverjar ástæður séu fyrir óreglulegum vinnutíma. Enn fremur er nauðsynlegt, að rétt flokkun á vinnu fullorðins fólks og unglinga komi fram. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 ftrekar fyrri sam- þykktir aðalfunda um nauðsyn þess, að verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara gefi sem réttasta mynd af afurðamagni og kostnaði við búrekstur. Fundurinn bendir sérstaklega á eftirfarandi: 1. Fjármagnskostnaðurinn, allir liðir hans eru stórlega vantaldir. 2. Ýmsir þættir i viðhaldi úti- húsa. 3. Rafmagnskostnaður er stór- lega vantalinn. 4. Ýmis rekstrargjöld eru mjög vantalin svo sem tryggingar, dýra- lækningar, bindigarn og fleira. 5. Mjólkurmagn er oftalið. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að séð verði um að greiðsla til sölusamtaka bænda vegna útflutningsbóta á landbúnaðarafurðir fari fram strax og uppgjör um sölu berst frá söluaðila. Nauðsynlegt að mörkuð sé heildar- stefna í búvöru- framleiðslu Aðalfundur Stéttarsambands bænda álítur nauðsynlegt að mörkuð sé heildarstefna í búvöru- framleiðslu sem höfð sé til við- miðunar um framleiðslumagn. Fundurinn telur rétt að skipuð sé þriggja manna nefnd, skipuð einum fulltrúa frá Stéttarsam- bandi bænda, einum frá Búnaðar- félagi íslands og einum frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins er at- hugi hvort ekki sé tímabært og eðlilegt með lánafyrirgreiðslu og/eða verðlagstilfærslum að beina landbúnaðarframleiðslunni að þeim framleiðsluþáttum sem eru samfélaginu hagkvæmastir á hverjum tima. Aðalfundur Stéttarsambands- ins getur ekki unað því að bændur fái ekki fullt verð fyrir gæruframleiðslu siðasta árs og gerir fundurinn kröfu til þess að þeir, sem önnuðust sölu á gærum, standi að fullu skil á löglega ákveðnu verði. Engar undanþágur í verkföllum nema öll mjólk verði tekin til vinnslu Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að lögfesta á næsta alþingi að allar konur landsins njóti 3 mánaða fæðingarorlofs. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 skorar á land- búnaðarráðherra að hlutast til um að aðflutningsgjöld af jeppabif- reiðum til bænda verði lækkuð til samræmis við aðrar atvinnubif- reiðar. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1976 telur með öllu óhæft að matvæli séu eyðilögð þegar verkföll eiga sér stað, eins og gerðist á s.l. vetri er mjólk var gerð ónýt og hellt niður i miklum mæli. Telur fundurinn, að i frum- varpi Jóns Ármanns Héðinssonar, er lagt var frarp á síðasta Alþingi og vísað til rikisstjónarinnar, hafi komið fram góður skilningur á því að koma verði í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Skorar fundurinn á aðila vinnu- markaðarins og Alþingi að ná samstöðu um reglur eða lög, er tryggi að mjólk, sem að sjálfsögðu hefur verið framleidd með ærnum kostnaði verði ekki eyði- lögð, enda er svo ekki gert með matvæli sem tekið hefur verið á móti í frystihúsum og verk- smijum. Verði engir samningar gerðir né lög sett um þetta efni, veitir Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.