Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 236. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Spenna og reidi í brezka þinginu London, 11. október. Reuter. Denis Healey, f jármálaráð- herra Bretlands, sagði f ræðu i brezka þinginu í dag á fyrsta þingfundi eftir sumarleyfi að stjórnin hefði í grundvallar- atriðum full tök á efnahagsmál- um landsins. Hann sagði að þróun „raunverulegs efnahagslffs" væri f samræmi við stefnu stjórnarinn- ar. Mikil spenna og reiði rfkti f söium neðri málstofunnar er fundur var settur og hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðu Stjórnin hefur full tök á málun- um sagði Healey Ihaldsflokksins tif Healey, að hann ætti að segja af sér. Tals- maður fhaldsmanna sir Geoffrey Howe sagði: „Enginn f þessu landi eða erlendis trúir lengur orði af þvf sem fjármálaráð- herrann segir.“ Healey sagði að stjórnin myndi ekki hika við að gera neinar þær ráðstafanir, sem hún teldi nauð- synlegar til að halda áætlunum sinum á réttri stefnu. Hann boð- aði þó engar nýjar ráðstafanir aðrar en reglugerð til að hvetja sparifjáreigendur, sem leggja litl- ar upphæðir fyrir, til að gera svo. Geta þeir keypt skuldabréf á 5 sterlingspund, sem verða virði 7 punda eftir 4 ár. Hann sagði að almenningsneysla færi minn- kandi og myndi minnka verulega á næsta ári. Healey endurtók stað- hæfingar sfnar og Callaghans for- Ljósm. Mbl. RAX. Alþingi var sett f gær og hér sjást Forseti, Islands hr. Kristján Eldjárn, og biskupinn yfir Islandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, ganga fyrir þingmönnum til Dómkirkjunnar. Sjá frétt á baksfðu og frásagnir ábl. 18—19. Denis Healey. sætisráðherra frá því í fyrri viku um að sterlingspundið væri alltof lágt skráð, en sagði: „Erlendir gjaldeyrismarkaðir eru ekki sömu skoðunar og við verðum hvort sem okkur líkar betur eða verr að lifa við það.“ Ráðherrann sagði að veruleg hækkun á neyzluvörum og gengislækkun pundsins gerði það að verkum að ekki yðri hægt að ná um áramótin því takmarki sem sett var i sambandi við verð- bólgu, sem nú er 13.8% á árs- grundvelli. Hráefnisverð hækkaði t.d. um 3.25% f september. Gengi pundsins var 1.6595 dollar, er' gjaldeyrismörkuðum var lokað í dag. A föstudag var það 1.6625 dollar. Ríkisstjórnin hækkaði vexti f sl. Framhald á bls. 33 Vaxandi ágrein- ingur í Ródesíu Lusaka og Salisbury, 11. október. AP—Reuter. BILIÐ milli blökkumanna f Ródesfu og minnihlutastjórn- ar hvftra manna um skilyrði fyrir ráðstefnu um bráða- birgðastjórn f landinu virðist fara breikkandi og Ifkur á þvf að árangur náist á ráðstefn- unni minnkandi. Fulltrúar þriggja stærstu þjóðernis- sinnahreyfinganna f landinu kröfðust þess f dag, að blökku- mönnum yrði falin yfirstjórn lögreglu- og varnarmála f hinni nýju stjórn, sem fara á með völd næstu 2 ár, þar til blökkumenn fá endanlega völd f landinu. Stjórn Ródesíu lýsti þvi hins vega yfir í dag, að hún myndi ekki samþykkja neinar breyt- ingar á tillögum Breta og Bandaríkjamanna, sem Henry Kissinger lagði fyrir Ian Smith forsætisráðherra á fundum þeirra i S-Afriku á dögunum. í þeim var kveðið á um að hvitir Framhald á bls. 47 Ford forseti telur sig ekki hafa beðið alvarlegan hnekki Kína: Wasington, 11. október. Reuter-AP FORD Bandarfkjaforseti kvaddi alla stjórnmálaráðgjafa sfna til fundar f Hvfta húsinu f dag, er hann sneri heim aftur f morgun eftir verstu viku kosningabaráttu hans, til þess að ræða við þá leiðir ____________________________ 1 Hörð valdabarátta tal- in vera bak við tjöldin It n !r i n i ■ 1 1 D A.aé a. Peking, 11. október. Reuter. MIKIL stjórnmálaleg óvissa rfkti f Kfna f dag er beðið var eftir opinberri tilkynningu um að Hua Kuo-feng forsætisráðherra hefði verið kjörinn formaður kfnverska kommúnistaflokksins. Hua kom fram opinberlega f dag f fyrsta skipti frá þvf að veggspjöld til- kynntu um formannskjör hans f Peking á laugardag. Hann fór til Pekingflugvallar til að taka að móti Michael Somare, forsætisráðherra Papua Nýju Gfneu, ásamt Li Hsien-nien aðstoðarforsætisráðherra, sem er einn af leiðtogum hægfara afl- anna innan flokksins. Hua var mjög brosmildur og sjálfsörugg- ur á flugvellinum og ræddi glað- lega við kfnverska embættis- menn. Li stóð við hlið hans allan tfmann, en Hua ók einn til baka en Somare fór f bifreið með Li. Stjórnmálafréttaritarar í Pek- ing velta nú fyrir sér hvort Li, sem er einn af fremstu fjármála- sérfræðingum Kfna og var náinn samstarfsmaður Chou En-lais heitins forsætisráðherra, taki við af Hua sem forsætisráðherra. Verði raunin sú munu hægfara öflin innan flokksins hafa unnið mikilsverðan sigur i valdabarátt- unni við róttækari arm flokksins. Orðrómur hefur verið uppi meðal diplómata f Peking i dag, um að hörð valdabarátta fari nú fram bak við tjöldin og það sé ástæðan fyrir því að opinber tilkynning hefur ekki verið gefin út. Dagblöð í Peking hvöttu landsmenn annan daginn i röð til að sýna einingu, Framhald á bls. 47 til að vinna upp tapið á þeim þremur vikum, sem eftir eru til kosninga. A sama tfma lýstu stuðningsmenn Jimmy Carters þvf yfir að þeirra maður hefði stóraukið fylgi sitt eftir mistök á mistök ofan af hálfu Fords. Ástandið í herbúðum Fords hef- ur óneitanlega snúist mjög til hins verra i þessari viku, en for- setinn hafði fram til þess tima stöðugt verið að vinna á Carter. Fyrir hálfum mánuði hafði for- ysta Carter minnkað úr 13% í júlí niður i 8% og flestir töldu að Ford stefndi örugglega að sigri. Ummæli hans i sjónvarpseinvig- inu i San Fransisco, þar sem hann sagði að Sovétrikin hefðu engin yfirráð yfir Póllandi, urðu til þess að fjölda Bandarikjamanna rak á rogastans. Tilraunir forsetans til að að segja að hann hefði átt við að Bandaríkjamenn myndu aldrei viðurkenna yfirráð Sovétríkjanna urðu aðeins til þess að flækja málið enn meira og varð hann að Framhald á bls. 47 Síðustu fréttir: Ekk ja Maos og stuðn- ingsmenn i f angelsi? London 12. október Reuter. BREZKU blöðin, Daily Telegraph og Financial Times segjíF'' í forsíðu- frétt í þriðjudagsblöðum sfnum, að Chiang Ching, ekkja Mao Tse-tungs for- manns kínverska komm- únistaflokksins og þrír rðttækir bandamenn hennar hafi verið fang- elsuð í Peking eftir bylt- ingartilraun gegn hinum nýju kínversku valdhöf- um. Daily Telegraph hefur eftir fréttamanni sfnum í Peking. að frú Chiang og þremenningarn- ir hafi verið ákærð fyrir bylt- ingartilraun. Fréttaritari blaðs- Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.