Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 Minning: Sigurður Jóhanns- son vegamálastjóri 1 dag er til grafar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavfk Sig- urður Jóhannsson, vegamála- stjóri, sem andaðist i Færeyjum 2. þ.m. Sigurður Jóhannsson var fædd- ur 16. marz 1918 að Hofsstöðum f Miklaholtshreppi, Hnappadals- sýslu. Foreldrar hans voru merk- ishjónin Jóhann Hjörleifsson, yf- irverkstjóri Vegagerðar rfkisins, og fyrri kona hans, Sigríður Sig- urðardóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík vor- ið 1937 og prófi f byggingarfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole vorið 1942. Síðan starfaði hann sem verkfræðingur í Danmörku og Svíþjóð, þar til hann kom heim til Islands f febrúar 1945. Þá gerð- ist hann verkfræðingur hjá Vega- gerð rikisins til ársins 1956. Sigurður Jóhannsson átti sæti f hafnarstjórn Reykjavikur 1946—1950. Kenndi stærðfræði við Menntaskólann f Reykjavfk á árunum 1947—55. Átti sæti í stjórn Verkfræðingafélags ís- lands 1949—1950. Hann var skip- aður vegamálastjóri 1. febr. 1956 og veitti því þessu umfangsmikla og erfiða embætti forstöðu í rösk 20 ár. Jafnframt vegamálastjóraemb- ættinu hlóðust á hann ýmis trún- aðarstörf á vegum hins opinbera. Þannig hefur hann átt sæti í Skipulagsstjórn ríkisins frá 1956, Umferðarlaganefnd og formaður Islandsdeildar Nordisk Vej- teknisk Forbund frá sama tíma og Almannavarnaráð frá stofnun þess 1962. Hann var kosinn for- seti Ferðafélags Islands árið 1961 og endurkosinn jafnan sfðan. Hann gerðist fégi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur 1960 og starfaði þar mikið. Skipun Sigurðar Jóhannssonar í embætti vegamálastjóra 1956 sætti ekki gagnrýni. Hann var raunar sjálfsagður til þess starfs. Frá 11—12 ára aldri hafði hann unnið við vegagerð hjá föður sín- um, Jóhanni Hjörleifssyni, yfir- verkstjóra. Hann hafði verið kúskur í vegavinnu, snyddumað- ur, kantmaður og flokksstjóri við vegagerð á Kerlingarskarði og á Holtavörðuheiði á þeim tíma sem allt var unnið af handafli með haka, skóflu og kvísl og hesta- kerran notuð til flutninga. Sem verkfræðingur vegagerðarinnar í 11 ár þekkti hann hina nýju tækni með stórvirkum vinnuvélum. Hann þekkti og hvern vegar- spotta, brú og rennu, hverja efnis- námu og hvern verkstjóra um land allt. Hann þekkti þetta yfir- gripsmikla fyrirtæki ofan í kjöl- inn. Vegagerð á Islandi hefur frá upphafi verið hápólitísk. Tog- streita milli hreppa og landshluta um fjárframlög og framkvæmdir mikil. Allir vildu fá framkvæmdir I sínu umdæmi, sem þýddi oftast það, að hver hreppur fékk svo lítið fjármagn að naumast hrökk fyrir flutningi vinnuflokka milli staða. Sigurði Jóhannssyni tókst fljót- lega að koma fastri og skynsamri skipan á þessi mál með lagni og festu. Hann beitti sér f-yrir setningu nýrra vegalaga 1963, sem lögðu grundvöll að framtíðarstefnu í vegamálum landsins. Með því m.a. — að flokka vegakerfið eftir umferðarþunga, — að stefna að endurbyggingu þess með gerð hraðbrauta með varanlegu slit- lagi, — að tryggja Vegagerð rfkis- ins fasta og ákveðna tekjustofna og að skapa meiri festu í fram- kvæmdum með því að semja vega- áætlun til 4ra ára. Þessi vegalög hafa gerbreytt stöóu Vegagerðar ríkisins hin síð- ari ár og skapað festu í allar fram- kvæmdir hennar, sem sffellt fara vaxandi. Sigurður Jóhannsson hefur alla tíð sýnt mikla stjórnunarhæfi- leika og dugnað í starfi sínu, sem hann rækti af áhuga og samvisku- semi. Innan stofnunarinnar hefur hann komið á heppilegri og skyn- samlegri verkaskiptingu, dreift valdi sínu en einbeitt sér sjálfur að yfirsýn og eftirliti. Merkustu ráðstöfun hans tel ég vera stofnun verkfræðiskrifstofu Vegagerðarinnar úti á landi þ.e. í Borgarnesi, Isafirði, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi á árunum 1971—1972, sem hafa yfirumsjón með framkvæmdum í viðkomandi héruðum. Á sama tfma og mörg rfkisfyrir- tæki hafa reynt að draga til sfn vald úr héruðunum til Reykjavík- ur, hefur Vegagerð rfkisins haft frumkvæði um að dreifa valdi sínu út í landsbyggðina með ágæt- um árangri. Með tengingu hringvegarins um landið með vegagerð á Skeið- arársandi 1974 og tengingu Djúp- vegarins 1975 var lagningu þjóð- brautarkerfis landsins lokið. Verkefni næstu ára er endur- bygging vegakerfisins með varan- legu slitlagi. Það mikla verkefni vonaðist Sigurður Jóhannsson til að fá að vinna að í næstu 10—12 ár, ef honum hefði enst aldur til. Sú von brást. Vegamálastjórastarfið er tví- mælalaust eitt erfiðasta og van- þakklátasta starf landsins. Sig- urður Jóhannsson fór ekki var- hluta af gagnrýni fjölmiðla og einstaklinga. Hins vegar er ánægjulegt að benda á að nær allar áætlanir hans og Vegagerð- arinnar um hin stærri verk hafa staðist hvað framkvæmdatfma og kostnað snertir, en það hefur ver- ið næsta sjaldgæft um opinberar framkvæmdir á síðari árum. Alft sem kom frá Vegagerð rík- isins undir stjórn Sigurðar Jóhannssonar tif Afþingis var til fyrirmyndar. Samstarf hans við Alþingi og alþingismenn ein- kenndist af lipurð og festu. Hann naut i ríkum mæli trausts þeirra og virðingar. Fyrir nokkr- um árum sagði dr. Bjarni heitinn Benediktssonar við mig: „Ég tel vin þinn Sigurð Jóhannsson einn míkilhæfasta og samviskusamasta embættismann landsins." Þetta álit dr. Bjarna hygg ég að sé sam- mæli allra sem þekktu störf hans. Sigurður Jóhannsson hlaut margháttaða viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var sæmdur Stór- riddarakrossi hinnar islenzku fálkaorðu árið 1975. Auk þess hef- ur hann hlotið heiðursmerki allra Norðurlandanna. Með fráfalli Sigurðar Jóhanns- sonar hefur stúdentahópurinn frá 1937 misst einn sinn bezta og elskulegasta skólabróður. Hann var mikill og farsæll námsmaður, jafnvfgur á allar námsgreinar. Imynd hreysti og drengskapar, alltaf hress og glaður. Hann var hinn góði drengur sem ávallt var reiðubúinn til að miðla af þekk- ingu sinni og hjálpa öðrum f skóla og jafnan sfðan. Við munum hann fullan af áhuga á fjölmörgum málum. Fátt mannlegt lét hann sér óviðkomandi. Alla tfð hefur hann verið fremstur í flokki að hafa forgöngu um að viðhalda hinum gömlu og góðu kynnum. Hann hafði nánara samband við skólafélagana, bæði heima og er- lendis, en nokkur annar. Og ekki má gleyma ræktarsemi hans við ekkjur og börn látinna bekkjar- bræðra. Það er nú vissulega skarð f.yrir skildi í okkar hópi. Sjálfur hefi ég misst minn bezta vin. Við höfðum verið vinir í 50 ár. Við vorum saman í barna- skóla, tjaldfélagar í vegavinnu í 8 ár og sessunautar í Menntaskólan- um. Á vináttu okkar hefur aldrei fallið skuggi. Engan son hefi ég þekkt elskulegri og umhyggju- samari við móður sfna- en hann var affa tíð og raunar við fjöl- skyldu sína alla. Sigurður Jóhannsson gekk að eiga Stefanfu Guðnadóttur, þá rektorsritara við Menntaskólann f Reykjavík, árið 1951 og áttu þau hjón því silfurbrúðkaup i vor. Stefanía er mikil prýðiskona og var mikið jafnræði með þeim hjónum. A smekklegu menning- arheimili þeirra ríkti ást og ein- drægni. Þaðan komu gestir end- urnærðir af góðra vina fundi. Þau eiga einn son, Skúla, gáfaðan og góðan dreng, sem er við nám f 5. bekk Menntaskólans f Reykjavfk. Samheldnari fjölskyldu hefi ég ekki þekkt. Saman var lesið og fræðst. Saman var ferðast um hverja helgi á vit íslenzkrar nátt- úru í göngu- og skíðaferðir. Hún var samstillt f starfi og leik. Sigurður Jóhannsson var hóg- vær en mikilhæfur persónuleiki, sem barst lítt á, en naut trausts og virðingar allra sem honum kynnt- ust. Hann var vissulega drengur góður. Kona min og börn þakka honum einstæða umhyggju og vináttu alla tíð og ég kveð hann sem kær- an bróður. Megi góður guð styrkja Stefaníu, Skúla og ástvinina alla f djúpri sorg. Ásberg Sigurðsson „Innsígli öngvir fengu Upp á Iffsstund bið, En þann kost undir gengu, Allir að skilja við.“ Svo segir Hallgrfmur Pétursson i sálminum „Um dauðans óvissan tfma“ og vissulega eru þessi orð jafn sönn í dag og fyrir liðlega 300 árum. Þó er mjög mismunandi hvern- ig brottkall manna úr þessu Hfi ber að. Ándlát manns, sem er sjúkur, þjáður eða gamall og far- inn að þreki er oft kærkomin hvíld og blessun fyrir hann og einnig þá sem eftir lifa, jafnvel þótt þeir virði hinn látna og sakni þeirra daga, er hann hafði fulla heilsu og starfskrafta. Skyndilegt andlát manns, sem enn er á besta aldri og sem fram á sfðustu daga virðist við fulla heilsu og ekki sýnileg ástæða til að ætla annað en hann gæti lengi enn unnið þjóð sinni margt til þarft, er eins og reiðarslag fyrir þá, sem eftir lifa. Hið sviplega fráfall Sigurðar Jóhannssonar, vegamálastjóra, laugardaginn 2. þ.m. varð fyrir þá sem hann og hans störf þekktu mikið áfall, því þrátt fyrir las- leika hans frá því f byrjun ágúst- mánaðar, vonuðust allir eftir að sjá hann brátt aftur starfhæfan. Þeim sem unnið höfðu með Sig- urði f áratugi féllust hendur, svip- að þvf sem Jónas Hallgrfmsson segir: „Vakna þeir ei en sitja og sakna, segjast ei skilja hvað Drottinn vilji.“ Sigurður Jóhannsson var fædd- ur 16. mars 1918, á Hofsstöðum I Miklaholtshreppi, sonur Jóhanns bónda þar, síðar verkstjóra hjá Vegagerð rfkisins, Hjörleifssonar, og konu hans Sigríðar Sigurðar- dóttur. Sigurður kynntist þegar á ungl- ingsárum vinnubrögðum í vega- vinnu og gleymdi þeirri reynslu aldrei. Hann þekkti vel öll tæki og vélar sem þar voru notuð og skildi einnig hið hrjúfa og hreinskilna tungutak þeirra, sem þar vinna hörðum höndum. Sigurður var stúdent 1937 og lauk byggingaverkfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1942. Vegna heimsstyrjaldarinnar komst Sigurður ekki til Islands fyrri en 1945, en vann við verk- fræðistörf í Kaupmannahöfn 1942— 1943 og síðar eftir að hann komst til Svíþjóðar, f Stokkhólmi 1943— 1945. Eftir heimkomuna til Islands 1945 hóf Sigurður þegar störf hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar til æviloka. Embætti vegamála- stjóra gegndi hann frá því 1. febrúar 1956. Jafnframt gegndi Sigurður mörgum trúnaðarstörfum, t.d. f Skipulagsnefnd ríkisins, stunda- kennari við Menntaskólann í Reykjavík, ráðunautur í vatns- veitumálum og átti sæti f al- mannavarnaráði, en það kom til. Þá var han einnig fotseti Ferðafé- lags Islands samfellt frá því 1961. Árið 1951 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Guðnadóttur og eignuðust þau einn son, Skúla, sem nú er 18 ára menntaskólanemi. Hjónaband Sigurðar og Stefaníu var farsælt. Hún var Sig- urði stoð og stytta í erfiðu og erilsömu starfi og bjó honum fag- urt heimili. Um embættisferil Sigurðar þori ég að fullyrða, að hann var f hópi hinna fremstu embættismanna þessa lands. Kom þar margt til. Hann var vel menntaður verk- fræðingur með langa starfs- reynslu, þegar er hann tók við embætti vegamálastjóra. Komu þá stjórnandahæfileikar hans fyrst verulega vel i ljós. Hann var góður mannþekkjari og að honum löðuðust góðir starfsmenn og hon- um var sú list lagin að trúa hverj- um starfsmanni fyrir verkefnum við hans hæfi. Hann beitti sér líka fyrir valddreifingu frá miðstjórn vegagerðarinnar í Reykjavík út i umdæmin og fékk þangað smátt og smátt hæft tæknilið, kom á fót birgðastöðvum og vélaliði. Trún- aðarsamdand vegamálastjórans og hans næstu manna var mjög gott og brátt varð til samvalinn hópur sérfræðinga hjá Vegagerð , rfkisins í nánu sambandi við um- dæmin út um land. Þvf varð stofn- unin ekki stjórnvana, er Sigurður varð að taka sér hvíld að læknis- ráði I byrjun ágústmánaðar þ.á. Yngri félagar Sigurðar tóku við og héldu störfunum áfram á þeirri braut, sem Sigurður hafði markað þannig mun Vegagerð rfkisins njóta góðs af skipulags- störfum Sigurðar um ókomin ár, löngu eftir andlát hans. Samstarf Sigurðar við sam- rönguráðuneytið var alltaf gott en kynni mfn af honum urðu fyrst mikil og náin er verið var að undirbúa frumvarp til nýrra vegalaga, sem sfðar varð vegalög- in 1963, sem tóku gildi 1. jan. 1964, en þá voru lögleidd ákvæðin um vegaáætlun og markaða tekju- stofna til vegagérðar. Þau lög hafa oft verið endurskoðuð og unnum við Sigurður jafnan að þvf, ýmist tveir eða með fleirum. Sfðustu endurskoðun vegaga lauk fyrir tveimur vikum og tókum við Sigurður þátt f henni, ásamt fimm alþingismönnum, einum úr hverj- um þingflokki og því lauk svo, að allir urðu sammála um tillögur, sem I ráði er að leggja fyrir næsta Alþingi. Samkomulag þetta þakka ég fyrst og fremst elju og þolinmæði Sigurðar við að leita eftir lausn, sem sætt gæti ólík sjónarmið nefndarmanna, en jafnframt leyst þann vanda, sem við blasir, á viðunandi hátt. Guðspekingar segja, að sumir menn geti — vitandi eða ósjálf- rátt — látið undircitund sína starfa að lausn vandamála, meðan líkaminn sefur. Mér datt oft í hug, að Sigurður hlyti að hafa þennan hæfileika, þvf þótt hringt væri í hann seint um kvöld og eitthvert vandamál fært f tal, hafði hann oftast þrauthugsað málið og myndað sér á því skoðun þegar næsta morgun. Samstarf okkar Sigurðar var bæði langt og árekstralaust, þótt báðir þættu nokkuð geðríkir, enda skildi hvor annan og að báð- ir stefndu að sama marki var þá hver hugmynd rædd, uns sam- komulag varð um, hvað best hent- aði. Ég met mikils langa vináttu okkar og fjölskyldna okkar og ég er þess fuilviss, að samstarf okkar Sigurðar hefur orðið mér betri skóli en flest annað. Fyrir þetta og margt annað f kynnum okkar Sigurðar, sem of langt yrði upp að telja er ég þakklátur og þótt ég sakni Sigurðar, eins og flestir sem með honum unnu, verða minning- arnar um gáfaðan, ósérhlffinn og velviljaðan vin ekki frá mér tekn- ar. Eins og margir samviskusamir embættismenn tók Sigurður nokkuð nærri sér ýmsa gagnrýni sem oft var ósanngjörn, á stofnun hans, einkum gagnrýni á stór- framkvæmdum, sem alltaf kann að orka tvfmælis, hvenær tfma- bært sé að ráðast i. Má þar nefna hraðbrautarfram- kvæmdir frá Reykjavík austur f Flóa og upp f Kollafjörð, fram- kvæmdirnar á Skeiðarársandi sem lauk 1974 og loks nú brúna yfir Borgarfjörð. Um þessi mál þóttist nær hver maður geta dæmt í ræðu og riti og var þá , eins og nú er í tísku, oft sveigt óspart að þeim opinberu aðilum, sem áttu hlut að máli. Oft rædd- um við Sigurður þessi mál en kom jafnan saman um, að tíminn myndi sanna að sú ákvörðun sem tekin hafði verið væri rétt og eftir nokkur ár myndi enginn skylja t.d. hvernig Islendingar gátu búið f landi hér i 1100 ár án hringvegar um landið og okkar mál myndi sannast, svipað og Davíð skáld Stefánsson segir í kvæðinu „Veg- urinn:“ „Er starfinu var lokið og leyst hin mikla þraut, fannst lýðn- um öllum sjálfsagt að þarna væri braut.“ Yfirleitt hefur raunin orð- ið sú, sem skáldið segir. Fráfall Sigurðar er vissulega áfall fyrir embættismannahóp lands okkar, en mestur er þó harmur fjölskyldu hans, eigin- konu og ungs sonar. Þar eru mín fátæklegu orð fánýt. Þó tel ég það vera ástvinum Sigurðar huggun í harmi þeirra, að hinn látni var viðurkenndur sem frábær maður f sfnu starfi og nafn hans mun lifa f verkum hans. Það var aðeins eitt sem Sigurð- ur aldrei kunni og það var að hlífa sjálfum sér við vinnu. Slíkir menn verða sjaldan langlífir. Óhamingjusamur gáfumaður og Snæfellingur sem missti heilsuna á unglingsaldri og dvaldi á sjúkra- húsi það sem eftir var ævinnar, nær 30 ár, kvað: „Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er.“ I augum kristinna manna er dauðinn ekki aðeins endir þessa þungbæra jarðlffs heldur miklu fremur upphaf að nýju og fegurra tilverustigi. , Brynjólfur Ingólfsson. Góður vinur og starfsbróðir er skyndilega og óvænt fallinn frá á miðjum starfsaldri í athafnasömu lffi. Mann setur hljóðan við slíka harmafregn, en hlíta verður sköpum þótt oft reynist erfitt að skilja eða sætta sig við. Svo er nú einnig við andlát Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra. I fátæklegum kveðjuorðum verður hér ekki rakinn æviferill hins látna né margvísleg störf, en getið um þann þátt er snýr að skipulagsmálum. Frá þvf Sig- urður tók við starfi vegamála- stjóra árið 1956 átti hann sæti í skipulagsstjórn ríkisins á tímum mikillar uppbyggingar og þjóð- lffsbreytinga. Sigurður Jóhanns- son tók við ríkri arfleifð í embætti eftir merka og þjóð- kunna fyrirrennara sína en þeir voru Sigurður Thoroddsen fyrsti landsverkfræðingur, síðar yfir- kennari, — Jón Þorláksson síðar ráðherra og Geir G. Zoéga vega- málastjóri. Þeirri arfleifð og for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.