Morgunblaðið - 12.10.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
17
Haukur Þórðarson mundar
skófluna til að brjóta Isinn
niður.
inni fyrir, leitaði Þórarinn að
fleiri torfum. Á einum stað fannst
góð torfa, en að vel athuguðu máli
þorði Þórarinn ekki að láta nótina
fara, þar sem frekar grunnt var
og botninn mjög harður. Enn var
leitað, en ekkert fannst og þeir
bátar sem þarna höfðu leitað og
voru tómir héldu austur fyrir Ing-
ólfshöfða þrátt fyrir slæmt veður-
útlit þar. Þórarinn ákvað samt að
leita á svæðinu undan Alviðru
fram eftir degi, en er ekkert hafði
fundist var ákveðið að halda af
stað í land. Ekkert hafði fréttst
um veiði austan við Ingólfshöfða
frá þvi nóttina áður og því eftir
litlu að sækjast.
A landleiðinni voru flestir í
koju, en um kvöldið horfðu marg-
ir á sjónvarp og málin voru rædd
yfir kaffibollum. Bentu ýmsir
skipverjar á, að það gæti ekki
verið annað en þjóðhagslega hag-
kvæmt að lengja og byggja yfir
gömlu sfldarskipin okkar. Þau
bæru helmingi meira magn af
loðnu og síld i kössum eftir þessar
breytingar, auk þess sem öll
vinna væri miklu léttari og auð-
veldari. Þá mætti benda á að
breytingar, sem þessar kostuðu
ekki nema brot af þvf, sem nýtt
skip kostaði.
En það er ekki öll vinna sjó-
mannanna búin þótt aflinn sé
kominn um borð. Um leið og lagst
var að bryggju í Grindavik,
þurftu þeir að fara að koma sfld-
inni í land og tók það sinn tíma.
Þá átti eftir að taka á móti köss-
unum á ný, koma þeim fyrir um
borð og taka ís.
koma síldinni í kassa. Síldin var
fyrst látin renna niður á milli-
dekkið, en þaðan rann hún í gegn-
um boxalokin niður i lestina.
Menn röðuðu nú kössum af mikl-
um krafti, og um leið var síld og ís
sett i þá. I hvern kassa eru sett
um 40 kiló af sild, og er mikið
verk að koma síldinni fyrir í köss-
unum. Fyrst er kössunum raðað
þvert yfir lestina, síðan stráð is á
botninn i þeim, þá er sildin sett
ofan á og aftur ís. Þegar mikið
fæst, er kössunum raðað upp i loft
og getur það verið erfiðisvinna
þegar til lengdar lætur, enda oft
mjög þröngt að athafna sig i
þröngum lestum fiskiskipanna.
En þar sem ekki voru nema
30—50 tonn í þessu kasti og mikið
rými i lestinni til að koma kössun-
um fyrir, eftir að Albert var
stækkaður, gekk þetta vel. Byrjað
var um hádegisbilið og skömmu
eftir kaffi var öll síldin komin i
kassa, u.þ.b. 40 tonn eða 1200
kassar alls.
SLÆMUR BOTN
EIGUM MARGT ÓLÆRT
í MEÐFERÐ Á FISKI
— í LANDI
A meðan hásetar, stýrimenn og
vélstjórar unnu við að koma síld-
„Islendingar eiga margt ólært i
meðferð á fiski, það er ekki nóg
að við setjum síldina i kassa um
borð i veiðiskipunum. Það þarf
líka að vera aðstaða í landi, eins
og t.d. i Danmörku, sagði Helgi,
stýrimaður á Albert. „Þar i landi
eru lyftarar á bryggjunni, sem
taka við kössunum um leið og þeir
koma upp á bryggju og fara með
þá i kæligeymslu á bryggjunni og
þaðan svo í lokuðum bílum í fisk-
vinnslustöðina. Hér á landi hífum
við þetta upp á vörubíla, sem eru
opnir og fara með sildina oft á
tíðum langar leiðir."
Þegar skipverjar á Albert voru
búnir að koma kössum og is fyrir í
skipinu aftur, var haldið á miðin á
ný, því enn voru eftir 160 tonn og
vel það af kvótanum. Þegar
Albert verður búinn að veiða upp
í kvótann við Suðurland, heldur
skipið til veiða í Norðursjó, en þar
hefur skipið yfir 300 tonna kvóta,
og ef ekki verður mikið um bræl-
ur þar í haust, og sildin gefur sig,
verður fljótlegt að ná þeim afla.
Þ.Ó.
Ekki veitir af að vera handfljótur við að koma kössunum f.yrir
Jónasi Guðmundssyni boð-
ið að sýna í Þýzkalandi
JÓNAS Guðmundsson, rithöfund-
ur og listmálari, hefur skýrt blað-
inu frá þvf að honum hafi nýverið
borizt tilboð um sýningar I Þýzka-
landi frá hinu þekkta Gallerie
Clasing, sem starfar vlða 1 Þýzka-
landi, þó aðallega I Vestfalfu.
Morgunblaðið átti stutt samtal
við listamanninn af því tilefni og
greindi hann svo frá:
— Það er rétt. Mér barst nýver-
ið bréf frá Gallerie Clasing, þar
sem þeir óska eftir að mega senda
myndir eftir mig á svonefnda
„jólasýningu" sem er samsýning
þýzkra listamanna og er haldin á
hverju ári um jólaleytið og stend-
ur f fáeinar vikur. Er mér sagt að
af þátttöku þarna sé dálítil upp-
hefð, en annað veit ég lítið um
sýninguna.
Þá bjóða þeir mér að gangast
fyrir einkasýningu á verkum mín-
um á næsta ári, en ég hefi áður
sýnt þarna og þá í félagi við þýzka
grafikerin Rudolf Weissauer, sem
mörgum er að góðu kunnur hér á
landi, en hann hefur unnið með
þessu galleríi í tvo eða þrjá ára-
tugi.
— Er þetta þekkt gallerí?
— Gallerí Clasing hefur mjög
gott orð á sér og hefur starfað
mjög lengi. Fyrir stríð og reyndar
Jónas Guðmundsson.
allar götur siðan hefur það sýnt
ýmsa heimsþekkta listamenn, þar
á meðal Paul Klee svo eitthvað sé
nefnt. Af núlifandi mönnum sem
þarna sýna má m.a. nefna Niku-
las, hinn fræga þýzka málara, sem
nú býr í Paris.
Mjög mikið er ávallt um að vera
hjá Clasing-fjölskyldunni sem
hefur sýningarsali viða. Til dæm-
is var opnaður sýningarsalur eða
galleri í Houston í Texas I sein-
asta mánuði.
Mér var boðið að senda þangað
myndir og var við opnunina en
gat ekki þekkzt boðið vegna anna.
— Ætlar þú að þekkjast þessi
boð?
— Já, ég hefi fullan hug á þvl.
Sýningu okkar Weissauers þarna
var mjög vel tekið af gagnrýnend-
um, og ég fæ ekki betur séð en
þarna sé um óvenju gott tækifæri
að ræða til þess að koma myndlist
minni á framfæri, þvf þeir ná til
viss kjarna myndlistarunnenda,
sem örðugt er að ná til eftir öðr-
um leiðum. Weissauer hefur Ifka
hvatt mig eindregið til þess að
taka boðinu, svo ég geri ráð fyrir
ef hagstæðir sammningar nást að
öðru leyti, að af einkasýningunni
verði. Hvað samsýninguna varðar,
þá hefi ég þegar gert nauðsyn-
legar ráðstafnir til þess að taka
þátt f henni, enda auðvelt, þar
sem þeir hafa verk eftir mig þeg-
ar undir höndum.
— Hvernig hefur gengið að
sýna erlendis?
— Þetta eru kostnaðarsöm
fyrirtæki, en myndir eftir mig
seljast ytra, sem er fremur
óvenjulegt. Þeir kaupa yfirleitt
Framhald á bls. 37
Þessi glæsilega samstæða er búin útvarpstæki og magnara, cassettu, segulbands-
tæki, plötuspilara og 2 hátölurum og kostar aðeins kr. 141.970 - með öllu
Nú geta allir
eignast fullkomna stereo eða 4 rása samstæðu frá
tfoóhíba
stærstir í heimi í framleiðslu electroniskra tækja
Útvarpstækið er með langbylgju, mið-
bylgju, FM bylgju og FM stereo Innbyggt
Ferritcore loftnet tryggir mikla næmni.
Magnarinn er 1 6w með bassa, diskant og
jafnvægisstillum. Stereo eða 4 rása MRX-
kerfi.
Plötuspilarinn er reimdrifinn með stórum
disk. Armurinn er vökvalyftur sjálfvirkt
stopp og færsla á arm.
Cassettusegulbandstækið er bæði fyrir
upptöku eða afspilari í stero 2 upptöku-
mælarog 3 stafa teljari. Sjálfvirk upptaka.
Hátalarnir eru tveir stórir, mál
31 X37X14.6 sm.
í hvoru boxi eru 2 hátalarar. 1 6 sm bassa-
hátalari og 5 sm. hátónahátalari.
ÞETTAER TÆKIFYRIR ALLA í FJÖLSKYLDUNNI
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
ÁRS ÁBYRGÐ
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræt' 10 A
Sími 16995.