Morgunblaðið - 12.10.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 12.10.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976 19 (Ljósm. Mbl. Rax). sem auðnum eru samfara, og hann hvetur menn til þess að nota hann réttilega. Vansæla ríka mannsins var ekki komin til af því, að hann átti fjármuni, heldur af þvi, hvern veg hann fór með fjármuni sína. Ógæfa hans var af því sprottin, að hann sinnti ekki um þau boð, sem Jesús lagði hvað ríkasta áherzlu á. Hann skorti hugarfar miskunnseminnar og fyrirgefningarinnar. „Verið misk- unnsamir eins og yðar himneski farið er miskunnsamur" og „ef þér fyrirgefið ekki mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun faðir yðar himneskur heldur ekki fyrir- gefa yður“. Þannig kenndi Jesús Riki maðurinn leið kvöl vegna þess að hann sinnti ekki þeirri höfuðskyldu, að sinna um og sýna hjálp og líkna særðum manni, sem aðframkominn lá við dyr hans. Ríki maðurinn átti auðvelt með að rækja þessa skyldu sína, til þess hafði hann næg efni, og hér gafst honum tækifæri til þess að láta gott af sér leiða. En það tækifæri notfærði hann sér ekki, og hann gegndi ekki skyldu sinni. Það vantaði viljann og það vant- aði skilninginn á því, að efni hans voru ekki einvörðingu til þess Framhald á bls. 31 honum, sem allt er frá komið. Og þau eru okkur gegin til varðveizlu og blessunar, þó ekki aðeins okk- ur sjálfum; engu að sfður eru þau gefin til blessunar þeim sem með okkur lifa. Þau eru okkur færð til þess að auka manndóm okkar og menningu, en um leið til þess að efla hið sama með öðrum. Þau skulu verða öðrum sem okkur til hjálpar og þorska. En það skortir hryggilega mikið á, að þannig sé litið á hin efnis- legu gæði í veröldinni. Um þau er háð harðvítugt kapphlaup og af þvf kapphlaupi skapast fjand- skapur og flokkadrættir, milli einstaklinga, stétta og þjóða. Þrá- faldlega sannast máltækið: „ágirndin er rót alls ills“, og er í hæsta máta reynslunni og sann- leikanum samkvæmt. — Ágirnd, drottnunargirni og hefnigirni eru saman f för og er þess ekki að vænta, að í slóð slíkra óvætta vaxi nytjagróður, þar á sér aðeins það stað, sem af hinu illa er, sem er háskasamlegt og mannlegri heill fjandsamlegt. Ég minni á söguna um ríka manninn og Lazarus. Við tökum eftir þvf, að í þeirri sögu talar Jesús ekki illa um ríka manninn, en hann varar við hættum þeim Séra Gunnar Gfslason. Alþingi, lét ekki mikið á sér bera, en vann störf sín hógvær og sam- viskusamur. Birgir Kjaran var fæddur í Reykjavík 13. júní 1916. Foreldr- ar hans voru Magnús Kjaran stór- kaupmaður, sonur Tómasar bónda í Vælugerði í Villingaholts- hreppi, siðar sjómanns og verka- manns í Reykjavfk Eyvindssonar og kona hans, Sofffa Kjaran, dótt- ir Franz Siemsens sýslumanns f Hafnarfirði. Hann brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavfk árið 1935 og stundaði siðan hag- fræðinám f Þýskalandi, við há- skólana f Kiel og Munchen, 1935—1938 og lauk prófi f Kielar- háskóla 1938. Veturinn 1939— 1940 var hann við framhaldsnám i London, og hluta úr vetri 1952 hlýddi hann á fyrirlestra um hag- fræði- og þjóðarétt við Sorbonne- háskóla í Parfs. Hann var skrif- stofustjóri hlutafélagsins Shell f Reykjavfk 1940—1946, fram- kvæmdastjóri Bókfellsútgáfunn- ar 1944—1971 og framkvæmda- stjóri Heildverslunar Magnúsar Kjarans 1946—1971. Hann kenndi hagfræði f Verslunarskóla Islands 1941—1958. I mennta- málaráði átti hann sæti 1956— 1963 og i Ólympíunefnd Islands 1958— 1973 og var formaður hennar frá 1962. Formaður Náttúruverndarráðs var hann 1960—1972, sat í bankaráði Seðla- banka Islands frá stofnun bank- ans 1961 til dánardags og var for- maður bankaráðsins 1961—1972. Hann átti sæti i Norðurlandaráði 1970—1971. í borgarstjórn Reykjavíkur var hann 1950— 1954. Á Alþingi átti hann sæti sem landskjörinn þingmaður 1959— 1963 og þingmaður Reykja- vfkur 1967—1971. Auk þessi átti hann nokkrum sinnum sæti á þingi sem varamaður á árunum 1972 og 1973. Alls átti hann sæti á 11 þingum. Birgir Kjaran var hagfræðingur að háskólamenntun, en áhugamál hans voru fjölþætt og starfssvið hans fjölbreytilegt. Á Alþingi beindist áhugi hans mest að efna- hags- og utanríkismálum. Hann var ötull stuðningsmaður íþrótta- hreyfingarinnar og gegndi þar ábyrgðarmiklum trúnaðarstörf- um. Hann var ráðhollur stjórnar- maður stórvirkra félaga, svo sem Eimskipafélags Islands, Flug- félags íslands og Verslyriarráðs Framhald á bls. 31 Háhyrningurinn dafnarvel: Eltir menn og kemur ef kallað er „Háhyrningurinn virtist vera fljótur að átta sig á þvi að ég vildi honum gott eitt til og var hann hinn rólegasti er ég kom við hann og klappaði honum Eftir smátima var hann farinn að nugga trjónunni upp við mig og var hinn bliðasti. Eftir það mátti ég aldrei fara lengi frá honum, þá fór hann að væla og kallaði á mig og i fyrrakvöld var nóg fyrir mig að flauta á hann, þá elti hann mig um lónið, sem hann er geymdur i," sagði Elias Jónsson, löggæzlumaður og frétta- ritari Mbl á Höfn í Hornafirði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en Elias var fyrsti maðurinn sem annaðist háhyrninginn i lóninu eftir að búið var að koma honum fyrir. Sigurvon SH sem franskir aðilar hafa á leigu til háhyrn- ingaveiða .við ísland fékk þennan háhyrning i sildarnót á laugardagskvöld og kom með hann til Hornafjarðar á sunnudag, þar sem háhyrningnum var komið fyrir i 400 fermetra girðingu við höfnina.í fyrstu var óttast að hann myndi ekki vilja taka við mat, og ef svo hefði verið, hefði þurft að sleppa honum eftir viku. En strax i fyrradag borðaði hann nokkrar sildar og eins i gærmorgun, siðdegis virtist hann vera búinn að fá fulla matarlyst á ný og borðaði þá um 10 kg af sild, sem er nálægt þvi að vera helmingur þess sem hann borðar á hverjum degi Er þvi allt sem bendir til að háhyrningurinn ætli að dafna vel og er gert ráð fyrir að hann verði fluttur til Frakklands með þotu eftir u.þ.b. 10 daga Þetta er þriðja haustið i röð sem Sigurvon SH reynir að ná lifandi háhyrningi, en það hefur aldrei tekist fyrr en nú Þá fékk Guðrún GK eitt dýr, en þvi var sleppt þar sem talið var, að þetta væri kálffull kýr „Þetta tókst allt með ágætum, enda vorum við búnir að læra mikið þau tvö haust, sem við höfum reynt að ná háhyrningi og það er allt sem bendir til þess að þessi ætli að dafna vel, „sagði Konráð Júliusson skipstjóri á Sigurvon i samtali við Morgunblaðið i gær. „Til þess að ná háhyrningnum notuðum við venjulega síldarnót, 220 faðma langa og 80 faðma djúpa og vorum 9 i áhöfn, þar af 4 Frakkar og megum við ekki vera færrri til að ná einhverjum árangri. Þegar við vorum staddir um 1 2 milur SA af Ingólfshöfða á laugardagskvöld, sáum við góðar háhyrningsvöður og ákváðum að kasta á eina. Gekk það vel og þegar við vorum búnir að loka nótinni töldum við 10 stykki í henni Þegar nótinni var kastað rifnaði hún eitthvað, og kom þvi gat eða göt á nótina, þar út römbuðu fjórir háhyrninganna, en sex voru eftir inni Siðan veltum við 4 öðrum út, og völdum siðan þann sem okkur fannst af heppilegri stærð til að taka um borð, en veltum hinum út. Okkur gekk vel að koma dýrinu inn á dekk og var það hið rólegasta, enda var reynt að hlúa að því eins og hægt var. Frakkarnir voru að vonum yfir sig ánægðir yfir þvi hve vel tókst til og eru nú ákveðnir í að veiða siðari dýrið, sem þeir hafa leyfi til," sagði Konráð Þá sagði hann að þegar verið var að koma háhyrningnum fyrir á dekkinu hefði einn Frakkinn stungið sig litillega i kálfa með hnifi, en sárið hefði ekki reynst meira en svo að hann ætlaði sér að kafa niður til dýrsins í dag Eigandi Marinland sædýrasafnins i Frakklandi er Fólk virðir háhyrningin fyrir sér. væntanlegur til íslands eftir viku til að lita á háhyrninginn, en þessi stofnun hefur algjörlega kostað veiðina. Þá er yfirdýratemjari safnins væntanlegur til Hafnar i dag eða á morgun og mun hann strax hefjast handa við að þjálfa háhyrninginn Ákveðið er að háhyrningurinn verði fluttur til Frakklands með sérstakri þotu frá Keflavíkurflugvelli Mesta vandamál- ið i sambandi við þá flutninga er að koma honum frá Höfn til Keflavikur og er jafnvel talið að leita verði á náðir Varnarliðsins í sambandi við flugvélakost á þeirri leið Þegar Morgunblaðið ræddi við Konráð Júliusson var hann nýkominn, frá þvi að gefa háhyrningnum, sem enn hefur ekki verið gefið nafn, þar sem ekki er fullkannað hvort hann er karl- eða kvenkyns S gði Konráð, að hann hefði siðdegis borðað ufir 30 sildar og verið fljótur með þær Menn hefðu sifellt auga með honum og yrði svo næstu daga „Sjálfur er háhyrningurinn miklu ánægðari þegar einhver er hjá honum og er hann þegar farinn að læra að fylgja okkur og koma til okkar ef við flautum " „Ég get ekki neitað þvi að ég var aðeins smeykur þegar ég fór út i til háhyrningsins, en um leið og hann fann aðég vildi honum ekkert illt var hann hinn rólegasti Hins vegar hefði hann verið fljótur að leggja til atlögu ef hann hefði fengið það í hausinn, að menn hér vildu honum eitthvað vont " sagði Elias Jónsson löggæzlumaður á Höfn i samtali við Mbl Elías fór niður i girðinguna til háhyrningsins skömmu eftir að honum var komið þar fyrir Þá strax ætlaði háhyrningurinn að reyna að sleppa út, og var fljótur að finna hvar girðingin var veikbyggðust Þar ætlaði hann út Á einum veikasta staðnum flækti hann annað bægslið i netinu, og fór Elias niður til að losa það og gekk það vel „Ég klappaði honum og varð hann þá strax gæfur og mér tókst fljótt að losa hann Já, ég vissi að þetta eru vitrar skepnur, og þarna sannfærðist ég enn betur," sagði Elias „Eftir nokkurn tima gat ég kallað á hann og kom hann þá til min, en hann er um 4 metra langur og talinn vera 4—5 ára gamall " Guðrún GK hefur sem kunnugt er stundað háhyrnings- veiðar siðustu daga fyrir sædýrasafn i Hollandi og Sædýra- safnið i Hafnarfirði Fékk báturinn einn háhyrning sem Helga Guðmundsdóttir BA hafði fengið i sildarnót Gekk vel að koma honum um borð i Guðrúnu, en hollenzki sérfræðingurinn sem er um borð, lét sleppa honum við Vestmannaeyjar að vel athuguðu máli Jón Kr Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins sagði i samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, að ástæðan fyrir þvi að dýrinu var sleppt hefði verið að það hefði verið mjög stór kýr og Hollendingurinn taldi að hún væri kálffull og því hætta á að hún missti fóstur og á það vildi hann ekki hætta. Var kúnni þvi sleppt við Vestmannaeyjar „Tók hún stefnu i austur og vona ég að hún sé þegar búin að hitta fyrri vini og ættingja," sagði Jón Guðrún heldur á ný til háhyrningsveiða á morgun, miðvikudag, og verður þá sildarnót höfð með i förinni Eltas Jónsson og hðhyrningurinn í girðingunni á Höfn I Hornafirði Ljósm Jens Mikaeisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.