Morgunblaðið - 12.10.1976, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
ÞAÐ ætti ekki að verða erfitt
verk fyrir FH-inga að komast f
aðra umferð Evrópubikarkeppnf
meistaraliða f handknattleik að
þessu sinni. Á laugardaginn léku
Hafnfirðingarnir fyrri leik sinn f
fyrstu umferðinni við færeysku
rneistarana frá Vestmanna-
fþróttafélagi, og sigruðu f leikn-
um með 15 marka mun. Þótt úti-
leikurinn verði FH-ingum örugg-
lega erfiðari en leikurinn á laug-
ardaginn, þá má ætla að hann
verði þeim einnig auðunninn, þar
sem mjög mikill getumunur er á
þessum tveimur liðum.
Það var aðeins einu sinni i
leiknum á laugardaginn að staðan
var jöfn, eða þegar liðin höfðu
Geir Hallsteinsson dregur greinilega ekki af sér er hann stekkur inn f teiginn hjá Færeysku meisturunum og skorar.
Færeysku meistararnir höfðu ekki
mikið í fríska FH-inga að gera
skorað sitt hvort markið. Eftir
það sigu FH-ingar jafnt og þétt
fram úr, og hefðu ef til vill getað
sigrað með enn meiri markamun,
hefðu þeir lagt á það áherzlu, en
langtimum saman i leiknum á
laugardaginn var auðséð að FH-
ingar lögðu meiri áherzlu á að
skemmta áhorfendum en að
þjarma að andstæðingi sfnum. Og
vfst er að þeim tókst lika að veita
þeim fáu er lögðu leið sína til þess
að fylgjast með leiknum skemmt-
un með brellum sínum. Voru þeir
Geir H rllsteinsson og Viðar
Sfmonarson þar fremstir í flokki
og heppnaðist þeim hvað eftir
annað að leika svo á færeysku
handknattleiksmennina að þeir
stóðu og horfðu á þá og göptu af
undrun.
Undirritaður er þeirrar skoðun-
ar að FH-liðið hafi, þrátt fyrir
allt, haft gott af tapi sfnu fyrir ÍR
f fyrsta leik Islandsmótsins. Að
minnsta kosti var allt annað að sjá
til liðsins nú en í fyrri hálfleik
þess leiks, sérstaklega var sóknar-
leikur FH-liðsins nú beittur og
fjölbreyttur. Vörnin var hins veg-
ar slakari svo og markvarzlan, en
flest mörkin sem Færeyingarnir
gerðu í leiknum á laugardaginn
voru af ódýrustu tegundinni.
Auðvitað er mjög erfitt að
leggja mat á FH-liðið eftir leik
sem þann á laugardaginn. Til þess
voru andstæðingarnir alltof
slappir. Efa verður að Ieikmenn
FH komist upp með brellur þær
er þeir sýndu f leiknum á móti
íslenzkum liðum, sem þekkja vel
til leikmannanna.
Lið Vestmanna-íþróttafélags er
sennilega mjög svipað að styrk-
leika og slakari liðin hér í 2. deild
eða þau beztu í 3. deild. Alla ógn-
un vantaði í sóknarleik liðsins,
enda hafði það nánast engum
skyttum yfir að ráða. Og í vörn
gerðu einstakir leikmenn sig seka
um byrjendavillur.
Beztu leikmenn FH f leiknum á
laugardaginn voru þeir Geir Hall-
steinsson og Viðar Símonarson.
Sérstaklega þó Geir sem var i
essinu sínu. Skoraði hann glæsi-
leg mörk og átti margar frábærar
sendingar á félaga sfna sem gáfu
mörk. Er greinilegt að Geir verð-
ur sterkur f vetur. Það eina sem
honum virðist vanta um þessar
mundir er örlftið meiri snerpa, en
hún ætti að koma með æfingu. I
FH-liðinu vakti einnig athygli
ungur nýliði, Júlíus Pálsson að
nafni. Þar er á ferðinni piltur sem
mikils má af vænta þegar hann
öðlast meiri leikreynslu.
Beztu menn færeyska liðsins
voru þeir Johnny Joensen og
Hanns Joensen, en þeir einir
myndu eiga aðgang að íslenzkum
1. deildar liðum.
— stjl.
Gunnsteinn Skúlason stekkur inn úr horninu og skorar eitt marka
sinna f leiknum við IR.
IR VAR ENGIN HINDRUN FYRIR VAL
Valsmenn sýndu oft góöan leik og unnu með 9 marka mun
fR-liðið sem tapaði leik
sínum við Val á sunnu-
dagskvöldið var ekki nema
svipur hjá sjón frá því það
bar sigurorð af íslands-
meisturum FH fyrra
sunnudag. Að vfsu voru
andstæðingarnir nú greini-
lega betri en FH-ingarnir,
en samt sem áður var fR-
liðið ákaflega dauft og
óákveðið f leiknum. Tím-
unum saman virtust leik-
menn liðsins vera hálf ráð-
villtir í sóknarleiknum og í
varnarleiknum létu þeir
Valsmenn alltof oft plata
sig svo illa, að næsta auð-
velt var fyrir Valsmenn að
skora.
Má vera að fjarvera „gamla
mannsins“, Gunnlaugs Hjálmars-
sonar, hafi haft sitt að segja fyrir
ÍR-inga, og eins gengu tveir leik-
manna liðsins, Vilhjálmur Sigur-
geirsson og Bjarni Bessason, ekki
heilir til skógar. Þyngst á metun-
um var þó að sá leikmaður sem
tvfmælalaust er burðarás liðsins,
Brynjólfur Markússon, var langt
frá því að vera í essinu sfnu á
sunnudagskvöldið og er langt sfð-
an maður hefur séð hann leika
jafnslakan leik.
En því verður heldur ekki á
móti mælt, að Valsmenn léku
þennan leik mjög vel á köflum og
þá sérstaklega í fyrri hálflefk. All-
an leikinn var vörn liðsins ákaf-
lega virk og hreyfanleg og hafði
yfir sér dálítið af hinum rómaða
„mulingsvélarblæ", þótt vélin
gengi öllu þýðar og átakaminna
en oft áður. Það má mikið vera ef
Valsmenn verða ekki í baráttunni
á toppnum í vetur. Liðið hefur í
það minnsta alla burði til þess, ef
svo heldur sem horfir.
Sóknarleikur Valsmannanna í
fyrri hálfleik á sunnudagskvöldið
var oft mjög skemmtilegur og
fjölbreyttur. Þannig var t.d. ÍR-
vörnin hvað eftir annað teygð út í
hornin, og sfðan opnuð rækilega
með snöggum sendingum og
hraða Valsmannanna. Nokkur
markanna sem liðið gerði í leikn-
um voru hreinlega gullfalleg, eins
og t.d. sendingar úr hornunum
inn á línumennina, og eins komu
mörk úr þrumuskotum utan frá
punktalínu. Áttu þar einkum
tveir leikmenn hlut að máli, þeir
Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn
Guðmundsson, en þeir eru greini-
lega báðir i mikilli framför um
þessar mundir, einkum þó sá fyrr-
nefndi, sem sennilega hefur leik-
ið þarna sinn bezta leik til þessa.
Auk þess að vera mjög drjúgur í
sóknarleiknum stóð Jón Pétur sig
með miklum ágætum í vörninni,
þar sem hann gegndi veigamiklu
hlutverki. Þá er það ekki lítill
styrkur fyrir Yalsliðið að hafa yf-
ir jafn góðum hornamönnum og
Bjarna Guðmundssyni og Gunn-
steini Skúlasyni að ráða, en Gunn-
steinn gerði þrjú mjög falleg
mörk undir lok leiksips. Sveif
hann langt inn í teiginn úr blá-
horninu og skoraði með föstum
skotum. Minntu tilþrif hans á
„gömlu góðu dagana“ þegar
Gunnsteinn lék þetta hvað eftir
annað, bæði f félagsleikjum og
landsleikjum.
Sem fyrr greinir virkaði IR-
liðið mjög dauft í þessum leik, og
aldrei brá fyrir þeirri snerpu og
leikgleði sem færði liðinu 11
marka forystu í hálfleik á móti
FH á dögunum. Leikmennirnir
reyndu alltof mikið að hnoða inn f
hina sterku vörn Vals og spilið
gekk mest upp á miðjuna, þar sem
oft var þröngt á þingi. Svo mikið
ráðleysi var f spili ÍR-inga að
a.m.k. tvfvegis var knötturinn
dæmdur af því vegna ógnunar-
leysis í sóknarleiknum. En þrátt
fyrir að svona gengi í leik þessum,
þarf varla að gera öðru skóna en
að IR-Iiðið hressist —stjl.