Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 27 Dómgæzlan oftá lægra jlani en eikurinn EKKI verður komist hjá þvf að fjalla dálftið um fslenzka knatt- spyrnudómara. Ekki veit ég hvaða skoðun fslenzku dómara- samtökin hafa á vinnu sinna manna á sfðasta keppnistfmabili og persónulega hafði ég yfirleitt góð samskipti við dómarana. Þrátt fyrir það vii ég taka skýrt fram, að mér fannst vinna þeirra á keppnistfmabilinu oft vera á lægra plani en leikurinn sjálfur. Það kom þannig fyrir á keppnistfmabilinu að dómararnir höfðu beinlínis áhrif á gang leiksins og jafnvel á lyktir hans. Aðalveikleiki íslenzkra dómara finnst mér vera sá að þeir hafa ekki fylgst nógu vel með þeirri þróun sem orðið hefur í knatt- spyrnunni, og þess vegna verða þeim oft á mistök í leiknum. Þá er það einnig árfðandi að dómararnir séu betur þjálfaðir likamlega og undirbúi sig betur fyrir leiki. Það er nauðsynlegt að dómari hafi einhverja vitneskju um leiktækni þeirra liða sem hann á að dæma hjá. Hann þarf helzt að hafa þekkingu á leikháttum einstakra leikmanna og gera sér grein fyrir því hvað það er sem búast má við að viðkomandi leikmaður brjóti af sér í leiknum. Þannig gætu dómarar komist hjá mörgum mistökum. Það er nauðsynlegt að dómari komi ekki I veg fyrir það að leik- menn geti bætt tækni sína og leik- kerfi. Það er heldur nöturlegt fyrir þjálfara að vera bdinn að leggja eitthvað ákveðið fyrir sfna menn, en þeir eru siðan stövðaðir í leiknum af dómaranum, ef til vill bara af því að hann hefur ekki skilning á því hvað er að gerast. Leikmennirnir þurfa alls ekki að hafa verið brotlegir. Ég á eina ósk til vina minna, dómaranna. I mikilvægum leikjum er nauðsynlegt að hafa vel þjálfaða dómara. Ég veit ósköp vel að það er nauðsynlegt að treysta ungum dómurum og gefa þeim sín tækifæri en þeim er enginn greiði gerður með því að senda þá í leiki sem fyrirfram má bdast við að verði erfiðir. Þeir verða að öðlast sína þjálfun hægt og hægt og öðlast þannig reynslu. Það er staðreynd að vinna dómaranna i knattspyrnuleikjum krefst gífurlegs andlegs og líkam- legs álags. Það er vísindalega sannað að f mikilvægum leikjum þurfa dómarar að hlaupa 5—6 kílómetra og jafnvel meira. Þeir léttast um 2—3 kg í slíkum leikjum og eru að auki undir gífurlegu taugaálagi. Þetta er þvf erfið vinna og ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að greiða fyrir hana, eins og aðra vinnu. I nær öllum löndum fá dómarar laun fyrir vinnu sína. Hér fá þeir ekki neitt. Ég held að það væri strax spor f rétta átt ef KSI tæki upp greiðslur til dómaranr.a. Bæði held ég að dómarar yrðu þá áhugasamari og að þeir myndu leggja meiri vinnu f að undirbda sig fyrir leikina. Þar með mætti líka bdast við betri dómgæzlu og vandaðri vinnubrögðum. eins og t.d. 4—2—4, en slíkt er greinilega mjög algengt hérlend- is. MINNIVÖLLUR Ég er þeirrar skoðunar að i kappleikjum barna 8—12 ára eigi að nota minni velli en nd er gert og margar þjóðir hafa komið slik- um breytingum á hjá sér. Þá er t.d. markið sett niður á vítateigs- lfnuna. Með þessu er unnt að komast hjá óþarflega miklum hlaupum. Börnin geta skipulagt leik sinn betur og þau venjast á að vanda sendingar sinar til sam- herja, en senda ekki knöttinn af öllum kröftum I átt að marki and- stæðingsins, án þess að hugsa um hvort þar er nokkur samherji fyr- ir. Til þess að þjálfun ungra knatt- spyrnumanna hérlendis geti tekið stakkaskiptum til hins betra er nauðsynlegt að fá fleiri þjálfara til starfa. Það er nánast dtilokað að þjálfari geti gert allt sem þarf að gera, eins og t.d. að fylgjast með hverjum einstaklingi og dt- bda hópæfingar, ef það eru 25—30 manns á æfingu hjá hon- um. Og því má lika ekki gleyma né horfa framhjá, að til þess að unnt sé að sinna unglingastarfinu betur og vinna að uppbyggingu knattspyrnunnar frá grunni þarf að gera miklu fleiri grasvelli. Það þarf líka nauðsynlega fleiri iþróttahds, þar sem börnin geta æft sig á veturna. Ég tel að það kunni naumast að verða islenzkri knattspyrnu til framdráttar að leikmenn framtíðarinnar alist upp á malarvöllum við æfingar sínar og hafi ekki aðstöðu innan- hdss I hinni ströngu Islen^ku vetr- arveðráttu. LEIKIÐ í UNDANKEPPNIHM Sviss - Svíþjóð 1:2 SVIÞJÓÐ tók forystu ( 6. riðli undankeppni heimsmeistara- keppninnar f knattspyrnu s.l. laugardag, er liðið bar sigurorð af Svisslendingum i landsleik sem fram fór f Basel f Sviss. Skoruðu Svfarnir 2 mörk gegn 1 marki Svisslendinga og hefur Svfþjóð þar með unnið báða leikina sem liðið hefur leikið ( riðlinum. Eru Svfar óneitanlega mjög sigur- stranglegir f riðlinum. Um 30.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem fram fór á St. Jacquesleikvanginum i Basel. Svisslendingar voru i sókn frá upphafi til enda leiksins, en sænska vörnin stóð sig frábær- lega vel, og gaf aldrei höggstað á sér. í sinni fyrstu sókn, sem kom á 29. mfndtu, tókst Svíunum svo að Grikkland - Ungverjaland jafntefli 1:1 skora og var það Börjesson sem markið gerði. Það var loks á 40. mindtu sem Trinchero tókst að jafna fyrir Sviss, en þá skömmu áður höfðu Svisslendingar átt tvö stangarskot og Sviar höfðu einnig tvivegis bjargað á línu. Áhorfendur bauluðu á sina menn þegar þeir mættu til leiks eftir hléið og allt ætlaði vitlaust að verða er Sjöberg skoraði sigur- mark Svianna á 74. mindtu — kom það mark eftir eitt af mjög fáum upphlaupum sænska liðsins í seinni hálfleik. Staðan i 6. riðli eftir leikinn i Basel er þessi: Svíþjóð 2 2 0 0 4—1 4 Noregur 2 10 1 1—2 2 Sviss 2 0 0 2 1—3 0 LIÐ SVÍÞJÓÐAR: Hellström, Nordqvist, Andersson, Karlsson, Borg, Börjeson, Linderoth, Torstensson, Nilsson, Sjöberg, og Nordin og Ljundberg (vara- menn) LIÐ SVISS: Burgener, Trinchero, Brechbuehl, Bizzini, Chapuisat, Conz, Barberis, Botteron, Kuettel, Milller, Seiler og Jeandupeux. Argentina 78 Búlgaría - Frakkland 2:2 GRIKKLAND og Ungverjaland gerðu jafntefli 1—1 I leik sínum í undankeppni heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu sem fram fór í Aþenu á laugardaginn. Var þetta fyrsti leikurinn í niunda riðli, en þar leika þessi lið ásamt Sovétrikjunum. Mjög mikil og hörð barátta var i leik þessum. Ungverjar sóttu meira til að byrja með og áttu tvö góð marktækifæri á fyrstu fimmtán mindtunum. I seinni hálfleiknum voru Grikkir hins vegar atkvæðameiri og áttu þá m.a. tvívegis stangarskot. Fyrra mark leiksins kom á 68. míndtu er Papaionannou skoraði fyrir Grikkland en Nulazi tókst að jafna fyrir Ungverja á 85. mindtu. Ahorfendur að leiknum voru um 30.000. FRAKKLAND og Búlgarfa gerðu jafntefli 2—2 f fyrri leik sfnum f fimmta riðli undankeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu sem fram fór f Sofia i Búlgarfu á laugardaginn. Frakkar náðu tveggja marka forystu í leik þessum en Platini og Lacombe skoruðu á 37. og 40. mínutu, én á síðustu mindtu fyrri hálfleiksins tókst Bonev að rétta hlut heimamanna með fallegu marki. I seinni hálfleiknum sóttu Bdlgarar meira og áttu góð mark- tækifæri sem þeim tókst þó ekki að nýta fyrr en á 67. míndtu er Panov skoraði. Þegar 3 mindtur voru til leiksloka var dæmd víta- spyrna á Frakka, en Christo Bonev, sem tók vítaspyrnuna fyr- ir Bdlgariu, brást illa bogalistin og skaut framhjá. Lið Búlgarfu: Krustev, Gruncharov, Tichanski, Vassilev, B. Dimitrov, Alexandrov, Stankov, Voinov, Bonev, Milanov, Denev, Tsvetkov og Panov. Lið Frakklands: Baratelli, Janvion, Bossis, Lopez, Tresor, Bathenay, Gallice, Synaeghel, Lacombe, Olatini, Six. Spánn - Júgóslavía 1:0 SPÁNVERJAR SIGRUÐU Júgóslava með einu marki gegn engu f leik liðanna f undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fór á Sevilla á Spáni s.I. sunnudag. Þótt sigurinn væri mjög naumur var hann Spánverjum ákaflega kær- kominn, ekki sfzt vegna þess að það voru einmitt Júgóslavar sem slógu Spánverja út f undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina 1972. Eina mark leiksins kom 5 míndtum fyrir leikslok. Juanito, nýliði í spánska landsliðinu, náði þá knettinum á miðjum vallar- helmingi Jdgóslavanna og prjónaði sig skemmtilega gegnum vörn þeirra. Þegar hann var að komast í færi var honum brugðið og ekki var um annað að gera en að dæma vítaspyrnu. Það var hinn gamalreyndi leikmaður Real Madrid-liðsins, Pirri, sem tók vitaspyrnuna og skaut föstu skoti i mark Jdgóslavanna. Atti mark- vörðurinn enga möguleika til bjargar. — Stefni að því Framhald af bls. 24 mikil að ég var að hugsa um að skipta um félag. Ég var fenginn ofan af þvi, og sé alls ekki eftir þvi. Það er hreint ekki vist að ég hefði náð eins góðum árangri hefði ég leikið með öðrum liðum en Þrótti. Friðrik sagði að það hefðu verið sér mikil viðbrigði að leika I 1. deild. — Til að byrja með leit maður á leikmenn liðanna sem maður var að keppa við sem stjörnur og bar alltof mikla virðingu fyrir þeim I leiknum. Það var ekki fyrr en eftir nokkra leiki að maður áttaði sig á þvi að það var unnt að snúa á þó eins og aðra og eftir það fór að verða gaman að leika I deildinni. Friðrik hefur ekkert getað leikið með liði slnu i haust vegna veikinda, og þegar hann var spurður um horfur sagðist hann hafa legið á spitala i hálfan mánuð og vera nýlega kominn á stjá aftur. — Það er ein- hver tegund af liðagigt sem hrjáir mig sagði hann, og ég verð að ganga stöðugt i sprautur. Læknarnir segja mér að til þess að fá mig góðan af þessu verði ég að leggja iþróttirnar á hilluna meðan á lækningunni stendur og ég er ákveðinn i að sætta mig við það. þótt sárt sé og biða þess að þeir gefi mér grænt Ijós Þeir hafa sagt að miklir möguleikar séu á þvi að ég lagist af þessu og vissulega hlakka ég til þess tima er ég get aftur farið að kasta knettinum. En ég hef raunar nóg að starfa þótt ég sleppi iþróttunum í bili. Ég er nú að lesa undir stúdentspróf i Verzunar- skólanum og hef tekið töluverðan þátt i félagsltfinu þar. Um framtíðina að öðru leyti sagði Friðrik: — Það er ekkert launungarmál, að ég stefni að þvi að komast í handknattleikinn f Þýzkalandi og stunda þar framhaldsnám I leiðinni. Ég hef fengið eitt tilboð sem er bærilegt, en það er verið að kanna fleiri möguleika. Það sem ræður þessu hjá mér er mest löngunin til að reyna eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki og nýju umhverfi. Sem kunnugt er varð lið Friðriks, Þróttur, nýlega Reykjavikurmeistari í handknattleik. Friðrik var að þvi spurður hvort hann teldi að Þróttur ætti möguleika á að blanda sér i baráttuna um íslandsmeistaratitilinn i vetur. — Það held ég tæpast, sagði. hann. — Liðið okkar er stórt spurningarmerki, en til þess að það geti náð á toppinn þurfa leikmennirnir að leggja meira að sér. Að lokum sagði Friðrik Friðriks- son. — Ég vil þakka Morgunblaðinu sérstaklega fyrir þau verðlaun sem blaðið veitti mér. Þau voru mér ákaf- lega mikils virði og eftirsóknarverð. Ég tel ekkert vafamál að þessi verð- laun blaðsins eru handknattleiks mönnum, hvatning og þá á ég ekki bara við verðlaun markakóngsins heldur einnig þau verðlaun sem falla I hlut „Leikmanns íslandsmótsins." ______ stjl — Þetta hefur Framhald af bls. 25 Frakklandi og lék hann þá með litlu félagi sem hét FC Cognac, sem á íslenzku útleggst koniak íþróttaiðkun Inga Björns hefur þvi verið bundin við knattspyrnuna allt þar til nú i haust. að nafn hans fór að heyrast nefnt i sambandi við frjálsar iþróttir. í lok viðtalsins var Ingi spurður um frjálsiþróttaiðkanirnar ..Þetta hófst nú allt i gamni i haust. Við erum allmargir félagar, sem hittumst á Café Tröð i hádeginu (félagsskapurinn F.Í.G.P) og við ákváðum að halda mót i fimmtarþraut og var það mót reyndar sprottið upp úr veðmáli. Ég tók þátt i þessu og sigraði með 2300 stigum Árangurinn var þokkalegur i þremur greinum, 23,1 sek. i 200 metra hlaupi, 6 05 metrar í langstökki og rúmir 40 metrar i spjótkasti Árangur i kringlukasti og 1 500 metra hlaupi var aftur á móti slakur Ég hafði gaman af þessu og ákvað að vera með á laugar- daginn, þegar Elias Sveinsson reyndi við íslandsmetið i fimmtarþraut Ég var hins vegar illa fyrirkallaður og náði lélegum árangri nema i langstökki, þar bætti ég árangu*inn upp í 6 32 metra Ég hef aldrei áður keppt i frjálsum íþróttum og er staðráðinn i því að bæta árangurinn. Ég ætla samt ekki að æfa frjálsar iþróttir. heldur mun ég ' ' knattspyrnuna sitja i fyrirrúmi -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.