Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976
7
„Hin sögulega
málamiðlun”
Ragnar Arnalds, for-
maður AlþýSubandalags-
ins, ritaSi 19. saptember
sl. grein I Þjóðviljann, a8
lokinni Rómargöngu, sem
vakti athygli margra. Þar
segir m.a.: „HvaS varSar
afstöSu til Nato. er rétt aS
hafa f huga, aS sósialfskir
flokkar I Natórfkjum hafa
almennt ekki sett úrsögn
úr Atlantshafsbandalag-
inu aS skilyrSi fyrir þétt-
töku sinni f rfkisstjórn."
SfSen koma bollalegging-
ar til skýringar á þessari
almennu afstöSu sóslal-
ista f V-Evrópu. Þar viS
hnýtir flokksformaSurinn
þessari setningu: „Þess
vegna hefur AlþýSu-
bandalagi- taliS
óhjákvæmilegt aS sætta
sig vi8 NatoaSild að svo
stöddu f tveimur rfkis-
stjómum, og vitaS er, a8
þótt vinstri fylkingin f
Frakfelandi ynni sigur f
forsetakosningunum e8a
næSi meiri hluta f franska
þinginu. yrði Frakkland
vafalaust áfram f Nato
enn um skeiS."
Þessi grein flokksfor-
mannsins er a8 nafninu til
skrrfuð til að skýra
kosningastefnuskrá
ftalska kommúnista-
flokksins. „hina sögulegu
málamiðlun", sem færði
flokknum umtalsverðasta
kosningasigur f sögu
sinni. Þar varekki einung-
s lýst yfir stuðningi yið
Natóaðild, heldur barið að
dyrum hugsanlegs
stjómarsamstarfs til
hægri. Og Berlinguer lýsti
þvl yfir efnislega, að
hægara væri að byggja
upp „frjálsan sósfalisma"
innan en utan Atlants-
hafsbandalagsins, sem
segir ekki svo Iftið um
„frelsi" sóslalismans f
hjálendum Sovétrfkjanna
f A-Evrópu. Það sem þó
einkum vekur athugli f
grein Ragnars er, hvað
hann leggur rfka áherzlu
á, að söm afstaða
sóslalista f öllum Nato-
rfkjum (einnig hár á
vinstri stjómarárum) og
hitt, sem lesa má milli
Ifna, að það sem eitt sinn
hafi gerzt geti gerzt aftur.
Þar segir Ragnar berum
orðum, að það hafi ekki
verið ftalskir sósfalistar,
heldur Islenzkir. sem vör-
uðu veg slfks stjórnarsam-
starfs til hægri. „Ein
fyrsta rfkisstjómin af
þessu tagi var ný-
sköpunarstjómin hár á
íslandi með þátttöku
Sósfalistaflokksins . . "
segir Ragnar Arnalds og
bætir við: „Þetta varáður
en kalda strfðið hált inn-
reið slna. En nú þegar þvf
hefur að mestu slotað má
búast við, að þessháttar
samvinna geti komizt á
dagskrá . . o.s.frv,
o.s.frv.
Valkostir
og vandi
vinstri manna”
Þessum sjónarmiðum
Ragnars Arnalds er harð-
lega mótmælt f grein
Kjartans Ólafssonr rit-
stjóra. sem birtist f Þjóð-
viljanum sl. sunnudag.
Mótmæli þessi vekja
einnig nokkra athygli,
ekki slzt fyrir þá sök. hver
heldur þar á penna, en
Kjartan er af ýmsum tal-
inn Ifklegur viðtakandi
Ragnars á formannssessi
Alþýðubandalagsins. eftir
u.þ.b. ár, þá er nýtt
formannskjör fer fram.
Grein Kjartans sýnir djúp-
stæðan skoðanaágreining
innan Alþýðubandalags-
ins um grundvallaratriði.
Hún fjallar „um valkosti
og vanda vinstri manna",
eins og yfirskrift hennar
gefur til kynna.
Kjartan segir orðrátt f
grein sinni:
„Slfk pólitfsk samtök
vinstri manna og þjóð-
frelsisafla verða aldrei
byggð upp með þeim
hætti að slaka á fyllstu
kröfum f sjálfstæðismál-
um þjóða rinnar svo sem I
herstöðvamilinu. Þau
verða heldur ekki byggð
upp með þeim hætti, að
Alþýðubandalagið hviki
frá þeim sósfalfska grund-
velli, sem flokkurinn
stendur á f dag.
Voldug vinstri fylking
verður aldrei byggð upp á
einhvers konar miðflokka-
grundvelli, þvlað þá hætt-
ir hún að vera vinstrifylk-
ing, og breytist f þann
hrærigraut hentistefnunn-
ar, sem við höfum meira
en nóg af f kringum okk-
ur.
Ef saltið dofnar, með
hverju á þá að selta þeð.
var eitt sinn spurt.
Við skulum minnast
þess. að hvergi I veröld-
inni finnum við vinstri
hreyfingu, sem einhvers
má sfn, án tengsla við
sósfallskan hugmynda-
grundvöll.
Og við skulum Ifka
minnast þess að sárhver
vinstri sinnuð þjóðfrelsis-
hreyfing, sem þolir and-
stöðulaust eða andstöðu-
lltið ásókn erlends auð-
valds og erlends hervalds
I landi smáþjóðar, — slfk
þjóðfrelsishreyfing hefur
höggvið á eigin rætur. og
á ekki annað skilið en að
visna upp."
Hár er slegið á allt aðra
strengi en I grein flokks-
formannsins, marxisminn
blandaður þjóðernis-
hyggju. I þá veru. að hægt
sá að halda Alþýðubanda-
laginu á þeirri gömlu spor-
braut, sem þjónar viðhorf-
um Sovátrfkjanna á sviði
alþjóðtegra samskipta.
Þjóðernishyggjan ber hár
svipmót yfirvarps; henni
er veifað meðan henta
þykir, en verður lögð á
hilluna, ef og þegar hún
hefur skapað valdaað-
stöðu til þess. Talað er um
sjónarmið þau. er Ragnar
setti fram, sem „mið-
flokkagrundvöll" og
„hrærigraut hentistefnu"
sem meir en nóg sá komið
af.
Þessi öndverðu sjónar-
mið um grundvallaratriði,
sem nú eru að koma upp á
yfirborðið f Alþýðubanda-
laginu. eru mjög forvitni-
leg. Mættum við fá meira
að heyra.
Aldrei til meira úrval
af prjóna- og heklugarni, en fæst núna í Hofi.
Ennfremur ótrúlegt úrval af hannyrðavörum
fyrir unga og aldna.
HOF,
Þingholtsstræti 1.
ittELLESI
iffELLESEH
V. tvpe 731
TVPE 731
tormol
: B vour
WVOBT
s votr
ELUHvERil
v HLAÐIÐ ORKU
TYPE 73|
formöll
formö
steel
» vocr twíiiil vot.r
Er byrjuð með
megrunarkúrana aftur
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma
megrunar kúrum.
Nudd — sauna — mælingar
— vigtun — matseðill.
Nudd- og snyrtistofa
Astu Baldvinsdóttur
Hrauntungu 85, Kópavogi
OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD.
Bilastæði. Sími 40609.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1 —3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
GEIRUNGSSAGIR
nýkomnar