Morgunblaðið - 19.10.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKT0BER 1976
Celló-
tónleikar
Efnisskrá:
Bach: Einleikssvtta nr.2
Schumann:
Fantasie-stiicke op.73
Því hefur verið haldið fram
að vinsældir tónverka eftir
Bach byggist að miklu leyti á
„motoriskri" byggingu þeirra.
Einfalt stef er endurtekið í
margvíslegum, en allt að því
vélrænum útfærslum. Þessi
endurtekning skapar sterkan
hryn og kallar á skýra hljóm-
þróun, sem Bach meðhöndlaði
meistaralega. Hvassar stefgerð-
ir, „mótorísk" úrvinnsla og
skýr hljómþróun er eitt af sér-
kennum meistarans og greinir
hann frá samtímatónskáldum.
Það má endalaust deila um rétt-
mæti slíkra skýringa, en undir-
rituðum fellur best að Bach sé
fluttur af glæsileik og þótta, en
síður af tilfinningahita. Gunnar
Kvaran er frábær ceilisti og eft-
ir því sem dæmt verður af þess-
um tónleikum I heild, lætur
honum bezt að flytja heita tón-
list. Flutningur hans reis hæst í
Elegie eftir Faure og sónötunni
eftir Sjostakóvats og var leikur
hans oft á tíðum mjög sterkur.
Fantasie-stticke eftir Schu-
mann var glæsilegt á köflum og
vel mótað. Eitt af því sem
Gunnar Kvaran kemur vel til
Faura Elegie op.24
Þorkell Sigurbjörnsson:
Oft vex leikur af litlu
Sjostakovits Sónata op.40
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
skila er formgerð eða leikhús
tónverkins. Hjá honum fær tón-
verkið sköpulag og er gætt
margvíslegum lit- og geðbrigð-
um. Sterk og málandi túlkun er
oft hættuleg, en Gunnar er
listamaður og gætir að ofgera
hvergi. Gísli Magnússon átti
sinn þátt á að gera þessa tón-
leika ánægjulega og var sam-
leikur þeirra frábær, af þeirri
ættinni, þar sem samspilið er
samvinna um túlkun, en ekki
samtök.
Oft vex leikur af litlu, heitir
verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son sem hann semur og tileink-
ar Gunnari Kvaran 1969. Verk-
að hefst á litlum og fremur
barnalegum tónfrymum, sem
taka á sig alls konar myndform
og endar verkið með töluverðu
risi.
Oft vex leikur af litlu er
eins og reyndar öll verk Þor-
kels, skýrt I formi og áheyri-
legt. Þeir sem halda því fram að
íslendingar séu eftirbátar ann-
arra þjóða á sviði tónlistar, ann-
að hvort þekkja ekki til eða
miða við stórstjörnuleikinn,
sem gildir ekki sem mælikvarði
á stöðu tónlistar ekki einu sinni
hjá stórþjóðunum og er þar
jafnvel eðlilegu tónlistarlífi
fjötur um fót. Stórstjörnuvið-
miðunin er bæði skaðleg og
óréttlát. Það er óhætt að full-
yrða að GIsli Magnússon og
Gunnar Kvaran eru tónlistar-
menn sem við Islendingar get-
um verið stoltir af.
Ljósmynd
hugmynd—
vísindi
(Sýning Ólafs
í Galerie StJM að Vatnsstíg 3,
sýnir um þessar mundir og
fram á sunnudagskvöld Ólafur
Lárusson nokkur myndverk
eftir sig á sviði „Conceptual",
— hugmyndafræðilegrar listar.
Ölafur er kornungur og hefur
undanfarin 2 ár stundað nám í
Hollandi en þar áður nam hann
I Myndlista- og handíðaskóla is-
lands. Var þar eftir því tekið að
hann var algjörlega á öndverð-
um meiði við kennara sína á
síðasta ári í skólanum, og hafði
hann þá þegar látið heillast af
hugmyndafræðilegri list og
hafnað malerlskum tækni-
brögðum að mestu eða öllu.
En eitt er að vera á öndverð-
um meiði við kennara sína en
annað að hafna tæknilegri leið-
sögn þeirra. Kennari má ekki
krefjast þess, að nemendur
hans séu honum með öllu leiði-
tamir eða jafnan á sömu skoð-
un, en að nemandi varpi öllu
fagurfræðilegu tækninámi fyr-
ir róða til hags fyrir eina hlið
framúrstefnulistar I heiminum
er naumast vænlegt til ávinn-
ings.
Ólafur verður ekki kenndur
við fjöltækni né fjöihæfni af
þessari sýningu með því að ljós-
myndavélin og ýmis tækni-
brögð með „fókusinn" er sá
tjáningarmiðill er hann ein-
göngu hagnýtir sér.
Líkt og flestir íslenzkir „con-
ceptuel“-listamenn, er nota
þennan tæknimiðil, þ.e. Ijós-
myndavélina, er hann upptek-
Lárussonar)
Nlyndilst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
inn af sjálfsvitund sinni, til-
burðum og uppátækjum ýmiss
konar úti og inni. Hitt, að nota
optísk hjálpartæki sem mynd-
rænan tæknimiðil, er I sjálfu
sér ekkert nýtt — og ekki hug-
mynd tuttugustu aldarinnar.
„Camera obscura" hefur t.d.
jafnvel verið hagnýtt að ein-
hverju leyti frá því um árið
1000, en það var þó fyrst á
endurreisnartímabilinu að
tæknin sló I gegn meðal mynd-
listamanna. Var hér um að
ræða eins konar optlskan út-
búnað er endurvarpaði þvi sem
málað skyldi I smækkaðri
mynd, — en þó I fullkomlega
réttum hlutföllum.
Á síðustu öld fundu svo
Niepe og Daguerre upp ljós-
myndavélina, sem stöðugt hef-
ur verið I þróun og er hún I dag
mikilvægt hjálpartæki fjölda
myndlistamanna af ólíkum
toga, — og myndstækkarinn
ekki síður. Þó munu það aðeins
vera „collage" — og „con-
ceptual“-listamenn sem nota
ljósmyndir hráar i verk sín, og
„conceptual"-listamenn þeir
einu er einvörðungu nota ljós-
Ólafur Lárusson á sýningu sinni.
myndavélina i mörgum tilvik-
um og þá oftast sem myndraðir
af atviki, athöfn eða hugmynd.
Þeim hugmyndum er mjög
oft bregður fyrir hjá slíkum
listamönnum eru engan veginn
nýjar, og óefað hafa ljósmynd-
arar og þeir, sem hafa ljós-
myndun sem áhugamál, ósjald-
an beitt svipaðri hugsun við
myndatöku slna. Nýtt þ.e.
frumlegt eru markviss og ein-
angruð vinnubrögð á þessu
sviði með persónuleg, félagsleg
og vísindaleg viðhorf til veru-
leikans, umhverfisins og sam-
tlðarinnar,— og algerri afneit-
un malerlskra vinnubragða,
þ.e. notkun pensla og lita. — En
I sjálfu sér geta myndirnar ver-
ið vel upp byggðar, og malerísk-
ar á sinn hátt, líkt og t.d. verk
Ólafs, — 3x3x3, þar sem hann
kastar þrem teningum hvar
sem hann er staddur, þrisvar
sinnum á dag, þriðja hvern dag
I þrjár vikur. Það verk eða rétt-
aramyndaröð þykir mér það
áhugaverðasta á sýningunni og
myndatakan hin fjölbreytileg-
asta I lit og býggingu.
Það er langt I land að slíkar
sýningar nái til f jöldans, og má
gagnrýna hve lítið er gert til að
fræða almenning I tilefni slfkra
sýninga, t.d. með skýringartext-
um á fslenzku ásamt skýrri
framsetningu hugmynda I sýn-
ingarskrá. Myndirnar skýrasig
sannarlega ekki sjálfar, þar
sem conceptual-listamennirnir
hafa ekki jafnaðarlega sömuaf-
stöðu til sviplíkra athafna.
Þannigverður hver ogeinn
aðtjá sína sérstöku afstöðu til
athafnar eða hugmyndar eigi
hún að ná til skoðanda.
Fyrir vfðförulan fagmann er
sýning Ólafs efalaust áhuga-
verð, en ég treysti mér ekki til
að tala hér fyrir hönd hins al-
menna skoðanda, er lítió eða
ekkert þekkir tilslfkra vinnu-
bragða.
2ja—3ja herb. íbúðir
Hringbraut, Ránargötu. Grettis-
götu, Hraunbæ. Njálsgötu,
Tjarnarból, Nýbýlavegi. Ásbraut
Hafnarfírði, norðurbæ.
4ra—6 herb. íbúðir
Háaleitisbraut, Hæðargarði,
Langagerði, Ljósheimum, Rauða-
læk, Dunhaga, Skipholti, Njáls-
götu, Hraunbæ, Breiðholti,
Kópavogi, Hafnarfirði og víðar.
Einbýlishús og raðhús
Ný — Görnul — Fokheld
Reykjavík, Kópavogi, Mosfells-
sveit.
Óskum eftir öllum stærðum
íbúða á söluskrá.
íbúðarsalan
Borg
Laugavegi 84, sími 14430,
Heimasimi 14537,
Lögm. Finnur T. Stefánsson.
17900[í?
Fasteignasalan
Túngötu 5
Róbert Árni Hreiðarsson, lögfr.
Jón E. Ragnarsson, hrl.
tmmmmarnamwmmmmm
Fasteignasalan
Norðurveri Hátúni 4 a
Símar 21870 og 20998
Við Arahóla
Glæsileg 4ra herb. ibúð á 7.
hæð (efstu). íbúðin er stór stofa,
3 svefnherb., stórt baðherb. og
eldhús með borðkrók. Öll
innrétting ibúðarinnar sérlega
smekkleg. Bilskúrssökklar fylgja.
Lóð og bilastæði frágengín.
Dásamlegt útsýni.
Við Ljósheima
4ra herb. nýstandsett ibúð á 8.
hæð.
Við Blöndubakka
4ra herb. ibúð á 3. hæð með
herb. i kjallara.
Við Safamýri
4ra herb. íbúð á 4. hæð með
bilskúr.
Við Hvassaleiti
5 herb. ibúð á 4. hæð með
bilskúr.
Við Eskihlíð
5—6 herb. íbúð á jarðhæð í
skiptum fyrir 3ja herb. íbúð.
Við Skipholt
5 herb. íbúð á 2. hæð með herb.
í kjallara.
Við Hagamel
3ja herb. ódýr risíbúð. Laus nú
þegar.
Við Krummahóla
2ja herb. ibúð á 2. hæð. Bil-
geymsla fylgir.
Við Hvannhólma
140 fm. einbýlishús á tveim
hæðum með innbyggðum bil-
skúr. Á neðri hæð hússins er lítil
séríbúð. Hús og lóð fullfrá-
gengið. Falleg eign.
Við Hlíðarveg
Einbýlishús (timbur) 80 fm. í
húsinu er 4ra herb. nýstandsett
ibúð. Laust fljótlega. 10.000 fm.
skógivaxið og gyrt land fylgir.
í Hafnarfirði
Við Miðvang
3ja herb. sem ný ibúð á 6. hæð.
Laus nú þegar.
Við Sléttahraun
4ra herb. íbúð þar af 3 svefn-
herb. á 2. hæð. Þvottahús á
hæðinni. Bilskúrsréttur.
Við Álfaskeið
5 herb. íbúð á 3. hæð. Laus nú
þegar.
Hilmár Valdimarsson
Agnar Ólafsson,
Jón Bjarnason hrl.