Morgunblaðið - 19.10.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÖBER 1976
15
Kjartan Gunnarsson, formaöur SFHÍ:
Þekktum Alþýðubandalagslög-
f ræðingi beitt til að koma i veg
f yrir f r jálsar kosningar í Hl
Þaðpassarfvá
SJALDAN eða aldrei hafa
háskólastúdentar fengið að kynn-
ast betur en sfðustu dagana
lyðræðisfjandskap vinstri manna
og kommúnista. Málið sem að
þessu sinni hefur leitt I ljós
þeirra rétta andlit og eðli er kjör
hátfðarnefndar 1. desembers n.k.
En stúdentar halda fullveldisdag-
inn hátíðlegan eins og kunnugt
er. Nokkur blaðaskrif hafa nú
þegar orðið um nefndarkjörið að
þessu sinni. Þau skrif hafa
spunnist um fyrirkomulag
kosninganna. Lýðræðissinnaðir
stúdentar hafa viljað gera sem
allra flestum mögulegt að kjósa,
en vinstri menn hafa gert allt sem
I þeirra valdi hefur staðið til að
koma í veg fyrir að nema fáeinir
stúdentar geti tekið þátt í kjöri
nefndarinnar. Deilan hefur staðið
um það hvort kjörstaður eigi að
vera opinn þá 3—4 tfma sem lík-
legt er að kosningafundurinn
standi eða hvort aðeins eigi að
kjósa f lok fundarins þannig að
þeir einir fái að kjósa, sem komn-
ir eru á fundann fyrir tiltekinn
tíma og sitja hann til enda.
í viðtali Morgunblaðsins við
Þorvald Friðriksson, formann
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, á sunnudag kemur
fram, að Vaka neitaði að taka þátt
f kosningunum nema fundurinn
yrði opinn og kosið yrði allan
fundartímann. Þorvaldur rekur
hvernig kjörstjórn hafði fyrst
hafnað þessum skilyrðum Vöku
Ingi R. Helgason
en sfðan gengið að þeim. t milli-
tíðinni hafði m.a. verið haldinn
Stúdentaráðsfundur sem sam-
þykkti með 17 atkvæðum gegn 9
áskorun á kjörstjórn um að rýmka
kosningafyrirkomulagið á þann
veg sem Vaka krafðist. Formaður
kjörstjórnar, sem var á móti
rýmkuninni, sagði af sér þegar
hann lenti f minnihluta f henni.
Næst gerist það, að á sunnudag
þegar skipaður hefur verið nýr
formaður kjörstjórnar, Atli Árna-
son, að haldinn er fundur f kjör-
stjórninni og hinn nýi formaður
krefst þess að allar fyrri
ákvarðanir séu ógiltar og horfið
aftur til hins ólýðræðislega
kosningafyrirkomulags. Fulltrúi
lýðræðissinna f kjörstjórninni
lagðist auðvitað gegn þvf og átti
ekki von á öðru en hinn fulltrúi
vinstri manna, sem hafði ásamt
honum tekað þátt f því að sam-
þykkja rýmkun kosningafyrir-
komulagsins mundi standa við þá
ákvörðun sína. En það var öðru
nær. Sá ágæti maður hafði greini-
lega verið settur í gapastokkinn
um helgina. Hann taldi nú allar
fyrri ákvarðanir sfnar löglausar
og að hið eina rétta væri að beita
reglunum þannig að þorra
stúdenta yrði ókleift að kjósa.
Blessaður maðurinn hafði verið
barinn svo rækilega til hlýðni við
ofstækisfyllstu afturhaldsöflin f
röðum vinstri manna að undrum
sætti. Þegar gengið var á mann-
inn og hann beðinn að skýra af-
Kjartan Gunnarsson
stöðu sfna fór nú heldur betur að
færast fjör f leikinn. Það kom sem
sagt f ljós, að þeir sem annazt
höfðu heilaþvottinn voru lög-
fræðingarnir Ingi R. Helgason og
Sigurður Baldursson, báðir tveir
tryggir málsvarar fslenzkra
kommúnista hverju nafni sem
þeir nefnast. Hinn „staðfasti"
kjörstjórnarmaður kvaðst hafa
borið gerðir sfnar undir þessa
menn og þeir báðir talið að ólög-
legt væri með öllu að rýmka
kosningafyrirkomulagið þannig
að allir stúdentar ættu þess kost
að kjósa.
Hér hafa vissulega orðið þátta-
skil i háskólapólitikinni, tveir
kunnir vinstri sinnaðir lög-
fræðingar hafa nú tekið að sér,
með pólitfskum lögskýringum, að
svipta þorra stúdenta atkvæðis-
rétti f kosningum innan skólans.
Næst geta stúdentar vafalaust átt
von á því að Lúðvík Jósepsson
verði formaður Stúdentaráðs og
Jónas Arnason fulltrúi þeirra f
háskólaráði.
Lítum nú á lögskýringar hinna
nýju stúdentaleiðtoga. Kjör-
stjórnarmaðurinn, sem guggnaði
á lýðræðinu vegna þess að hann
taldi það ólöglegt, ber tvennu við.
A) Nýtt fyrirkomulag kosning-
anna ákveðið og auglýst eftir að
framboðsfrestur rann út, en
annað fyrirkomulag hafði verið
auglýst áður.
B) Kjósa á á stúdentafundi þar
sem frambjóðendum sé gefinn
kostur á að kynna stefnu sína.
Kosning geti því ekki farið fram
fyrr en að umræðum loknum.
Þessi atriði kveðst kjörstjórnar-
maðurinn hafa borið undir hina
vfsu lögspekinga Inga R. og
Sigurð Baldursson og þeir báðir
talið, að skylt væri að kosningin
færi fram f fundarlok að loknum
umræðum og að kjörstjórn gæti
ekki breytt fyrstu ákvörðun sinni
og um kosningafyrirkomulagið.
Fá þessar fullyrðingar staðist eða
er hér um pólitfskan loddarahátt
að ræða sem á ekkert skylt við
lögfræði?
I kosningareglugerðinni segir:
„Nefndarmenn skulu kosnir
leynilegri listakosningu á
stúdentafundi á tímabilinu
16—22 október. A þessum fundi
skal frambjóðendum gefinn
kostur á að kynna stefnu sfna
varðandi 1. desember; almennar
umræður skulu einnig leyfðar.
Kosningarétt og kjörgengi, skulu
hafa allir þeir, sem eru innritaðir
f Háskóla Islands haustið er
kosning fer fram.“ Hér er
einungis kveðið á um að fram-
bjóðendum skuli gefinn kostur á
að kynna stefnu sina og að
kosning skuli fara fram á
stúdentafundi. Er hugsanlegt að
skýra þetta á þann veg að þeir
einir skuli hafa kosningarétt sem
mæta á fundinn áður en honum
er lokað kl. 21.00 eða 21.30 og sitja
út fundinn, sem jafnan stendur
töluvert fram yfir miðnætti og er
haldinn í húsi sem rúmar 1000
manns en stúdentar eru 3000.
Lögskýring þeirra félaganna
krefst þess, að allir, sem ætla að
taka þátt i kosningunni séu sam-
tfmis staddir í húsinu það eitt ætti
að nægja til að sýna fram á fáran-
leik raka þeirra því þar með eru
2/3 stúdenta eða um 2000 manns
fyrirfram sviptir öllum möguleik-
um á að kjósa. Þar fyrir utan
stendur ekki f reglugerðinni, að
þeir einir skuli hafa kosningarétt,
sem hlýtt hafi á framboðsræður f
3—4 tfma heldur stendur aðeins
að „frambjóðendum skuli gefinn
kostur á að kynna stefnu sfna.“
Þetta ákvæði tryggir sem sagt að
málfrelsi skuli ríkja á fundinum
en gefur kjörstjórn alls ekki
heimild til gerræðislegrar tak-
mörkunar á kosningarétti. Það
hefur lfka gerzt, að reglurnar
hafa verið túlkaðar á rýmri hátt.
Árið 1973 fóru þessar kosningar
þannig fram að kjörfundur var
opinn í anddyri Háskólabíós en
framboðsfundur fór fram í
bíósalnum. Ekki bárust kjör-
stjórn þeirra kosninga
ábendingar um að þetta væri ólög-
legt þá. Um hitt atriðið hvort kjör-
stjórn hafi mátt breyta fyrri
ákvörðun sinni um kosningafyrir-
komulagið þarf ekki mörg orð.
Engar reglur eru f reglugerðinni
um auglýsingu fyrirkomulags
kosninganna fyrir fram aðeins
þarf að auglýsa kjördag með 15
daga fyrirvara og 10 daga fram-
boðsfrestur skal vera. Fyrirkomu-
lagsbreytingin, sem kjörstjórn
samþykkti, var til þess fallin að
gera stúdentum auðveldara og
mögulegra að kjósa en áður hafði
verið. Kjörstjórnin hafði til þess
fulla heimild og hefur ekki verið
bent á nein ákvæði í 1. des. reglu-
gerð eða almennum landslögum,
sem kveða á um hið gagnstæða.
Auk þess var kjörstjórnin með
ákvörðun sinni að túlka reglu-
gerðina í anda þeirrar samþykkt-
ar, sem æðsta stofnun stúdenta.
Stúdentaráð, hafði samþykkt með
miklum meirihluta, en Stúdenta-
ráð er kjörið af öllum stúdentum f
allsherjarkosningum f Háskólan-
um.
Framhald á bls. 27
Hárgreiðsla
aöeiginvild
Meö hárgreiðslusetti frá Remington er leikur einn aö
haga hárgreiðslunni aö vild sinni. Þú getur burstaö,
greitt, þurrkaö, liðað og lagt háriö eins og hugurinn
girnist.
Tvenns konar sett fyrirliggjandi: HW 23, meö hárliðun-
arjárni, þrem tegundum bursta og greiðu og HW 22
meö tveim burstum og greiöu.
Þægilegt handfang meö innbyggöum varmablásara og
leiðslu sem snýst ekki upp á.
Fullkomin varahluta og viögeröarþjónusta.
Laugavegi 178 Sími 38000
<5M?[5eO
faCaþeS
-passaráþig
LAUGAVEGI 47
Við framleiðum glugga og svalahurðir
með innfræstum TE-TU þéttilista einnig
útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum.
Það getur borgað sig fyrir þig teikningu eða koma og skoða
— ef þú ert að byggja einbýlis-
hús eða fjölbýlishús, að senda
framleiðsluna, athuga
afgreiðslutíma og fá verðtilboð.
gluggaog
hurðaveiksmiðja
YTRI-NJARÐVIK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Keflavík