Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Stjórnarskráin: Konunglegur forngripur” íúngmenn hlynntir afnámi deildaskiptingar Alþingis BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði að stjörnarskráin væri að stofni til „19, aldar, konunglegur forn- gripur“, er hann mælti fyrir frumvarpi sfnu (og tveggja annarra þingmanna Alþýðu- flokksins) um breytingu á stjornarskrá lýðveldisins Islands, sem tími væri til kominn að aðlaga breyttum þjóðfélagshátt- um og nútfmalegri viðhorfum. Höfuðefni frumvarpsins er að Alþingi verði ein málstofa en niður verði lögð deildaskipting þess. Benedikt minnti á að þingið hefði verið ein málstofa, frá þvf það var endurreist og allt fram til ársins 1874, þegar konungsvaldið hefði talið það henta að taka upp deildaskiptingu, þar sem efri deild hefði að hluta til verið skip- uð konungkjörnum fulltrúum. Þessi deildaskipting hefði nú enzt í hálfa öld en á síðari áratugum hefði sameinað þing I raun orðið þriðja málstofan, þar sem verk- svið þess, einkum að því er varðar tillögur til þingsályktunar og fyrirspurnir hefði tekið æ stærri hluta þingtímans. Þessi þrískipt- ing þingsins tefði mjög afgreiðslu mála og ylli ýmsum vanda m.a. varðandi stjórnarmyndanir og starfsaðstöðu ríkisstjórna, þar sem 53,3% þingliðs þyrfti nú til að ríkisstjórn hefði starfhæfan þingmeirihluta að baki sér í þing- deildum. Þá ræddi Benedikt sjálfa kjör- dæmaskiptunina, sem færa þyrfti til meira réttlætis og jafnari at- kvæðisréttar. Þessa tvo þætti skipan þingsins og kjördæma- skipan, ásamt þingsköpum, þyrfti að taka út úr heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og afgreiða sem allra fyrst, þótt endurskoðun annarra þátta hennar biði ein- hvern tíma. Ellert B. Schram (S) sagði efni umrædds frumvarps ekki nýtt af nálinni, heldur spannaði það hug- myndir sem flestir væru sammála um í höfuðatriðum. Flutnings- mönnum væri og kunnugt um að þessar hugmyndir nytu meiri- hlutafylgis í stjórnarskrárnefnd, þótt þeir hefðu kosið að verða fyrri til með flutningi sérstaks frumvarps. Þá lagði Ellert rfka áherzlu á óhjákvæmilega leið- réttingu kjördæmaskipunar í þá átt að allir landsmen hefðu sem jafnastan rétt við kjörborðið. Jón Skaftason (F) talaði mjög á sama veg og Ellert, varðandi jöfnun atkvæðisréttar, og benti á reynslu Norðmanna og Svfa sem hvorir tveggja hefðu horfið frá deildaskiptu þingi til einnar málstofu. Ingólfur Jónsson (S) gerði í stórum dráttum grein fyrir viða- miklu og tímafreku starfi stjórnarskrárnefndar sem m.a. þyrfti að vinna úr magvíslegum gögnum frá nágrannaþjóðum um breytta þingskipan og fleiri þætti hugsanlegra stjórnarskrárbreyt- inga. Það skipti höfuðmáli að vanda þessar breytingar en minna máli hvort þær komu fram einu árinu fyrr eða sfðar. Stjónar- skráin væri, þrátt fyrir háan aldur, á marga vegu viðunandi þegar hún væri skoðuð í ljósi reynslunnar. Breytinga væri að vísu þörf, til samræmis við þjóðlíf okkar í dag, en eðlilegt væri að gæta þar nokkurrar íhaldssemi. Allar breytingar þyrfti og helzt að gera með sátt og samkomulagi á Alþingi. Gunnlaugur Finnson (F) gat þess að breyting þingshalds í eina málstofu hlyti að hafa í för með sér gjörbreytingu á þingsköpum. Hann sagði að vaxandi tfmi hefði farið í umræður utan dagskrár og fyrirspurnir. Hætt væri við að málfrelsi þingmanna þyrfti að setja einhverjar skorður, ef þing- ið yrði ein málstofa, enda hefði sú orðið raunin á hjá öðrum þjóðum, er horfið hefðu frá deildaskiptu þingi. Varðandi jöfnun atkvæðis- réttar þyrfti og að hyggja að fleiri þáttum aðstöðumunar eftir búsetu sem taka þyrfti með í myndina, ef gæta ætti fulls jafn- aðar. Tómas Arnason (F) sagðist fylgjandi einni málstofu, fyrst og fremst vegna þess að þingmenn væru allir kjörnir eins og á sama tfma. Öðru máli gegndi t.d. f Bandaríkjunum, þar sem kosið væri sérstaklega til öldunga- deildarinnar, en þangað kysi hvert ríki tvo fulltrúa óháð fbúa- tölu. Ibúatala lægi hins vegar til grundvallar því hve marga þing- menn hvert ríki kysi til fulltrúa- deildarinnar. — Umræðu lauk og var frum- varpinu vfsað samhljóða til alls- herjarnefndar og annarrar um- ræðu í þingdeildinni. Ljósmyndari Mbl. (Rax) tók meðfylgjandi myndir á Alþingi I gær, aðra f neðri deild, hina ( efri deild. Á fyrri myndinni sést Guðrún Benediktsdóttur úr Húnaþingi norður, sem tekið hefur sæti Páls Péturssonar á þingi f fjarveru hans. 1 baksýn sjást Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, en frumvarp þeirra um breyt- ingu á stjórnarskrá lýðveldisins var til 1. umræðu f neðri deild f gær. Hin myndin sýnir Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóra, sem tók sæti Odds Ölafssonar þingmanns Reyknesinga á Alþingi f gær f fjarveru hans, á tali við Steinþór Gestsson, alþingismann, einn helzta talsmanna Sjálfstæðisflokksins á þingi f málefnum landbún- aðarins. Þingfréttir í stuttu máli Stjórnarfrumvörp um dómsmál og löggæzlu Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, talaði fyrir tveimur stjórnarfrumvörpum í neðri deild Alþingis f gær: Meðferð opin- berra mála og skipan dómsvalds í héraði, sem bæði eru fylgifrum- vörp stjórnarfrumvarps um rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þessum þremur frumvörpum var vísað til allsherjarnefndar og 2. umræðu. Þá mælti dómsmálaráðerra fyr- ir tveimur frumvörpum til um- ferðarlaga í efri deild. Annars vegar um skipan bifreiðaskoðun- ar og nýtt skráningarkerfi_ bif- reiða, sem einnig var flutt á s.l þingi. Nokkrar deilur urðu um Stór hluti mannkyns sveltur: Lifur fyrir hundruð milljóna hent í sjóinn HEILDARMAGN lifrar úr ár- legum fiskafla Islendinga, þorski, ufsa og ýsu, er talið 14—15000 tonn. Af þessu er um 10.000 tonnum fleygt. Miðað við 25 króna verðmæti hvers kflós er þannig fleygt f sjóinn verðmætum sem nema 250 milljónum króna árlega, þ.e. f hráefninu einu. Tap þjóðarbúsins er margfalt meira ef miðað er við að vinnslu þessa hráefnis. Þetta kemur fram í tillögu til þingsályktunar, sém þau flytja Sigurlaug Bjarnadóttir og Jón Árnason, þar sem skorað er á ríkisstjórnina, að hún hlutist til um að gerð verði hið fyrsta könnun á því, hvernig koma megi við fullnýtingu lifrar úr fiskafla landsmanna, sem nú er að mestum hluta fleygt fyrir borð á skuttogaraflotanum. Könnun þessi, nái einnig til hrogna og feli jafnframt í sér athugun á hvernig bæta megi aðstöðu í fiskiskipum og í landi til nýtingar og vinnslu þessara verðmæta, — sem og á markaðsmöguleikum. Vitnað er til rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, sem upp- lýsir, að meiru og meiru sé fleygt af lifur. Þorskalýsismagn sem hundraðshluti afla af þorski og ufsa fari stöðugt lækkandi. Eftir 1960 var þetta hlutfall hæst árað 1962, 3.86%, en árið 1974 var það komið niður í 1.29% og 1975 niður í 20%. Flutningsmenn segja í greinargerð að hér sé ekki einvörðungu um að ræða þá spurningu, hvort við stöndumst það efnahagslega að fleygja i sjóinn fæðuverðmætum fyrir hundruð milljóna króna árlega, heldur hitt ekki síður, hvort það sé siðferðilega verjandi í heimi þar sem milljarðar manna búa við örbirgð. það mál i efri deild. Nokkir þing- menn drógu i efa sparnað við breytt númerakerfi. Ennfremur var bent á, hvort ekki væri rétt að löggilda nokkur verkstæði til bif- reiðaskoðunar, likt og nú gilti um ljósaskoðun bifreiða. — Hins veg- ar var frumvarp um umferðarráð og tekjuöflun til þess, þ.e. að tryggingafélög greiddu hluta ið- gjalda af ábyrgðartryggingum til ráðsins. Báðum þessum frum- vörpum var vísað til allsherjar- nefndar deildarinnar. Fullorðinsfræðsla Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um fullorðins- fræðslu, samhljóða því, sem flutt var á síðasta þingi, en varð þá ekki útrætt. N ámsgagnastof nun Þá vóru lögð fram á Alþingi í gær tvö stjórnarfrumvörp: um náms- gagnastofnun og byggingu og rekstur dagvistunarheimila fyrir börn. Helztu breytingar frá nú- gildandi lögum um námsgögn (skv. frumvarpinu) eru þessar: 1) Rikisstofnanir, sem starfa að útgáfu, miðlun og framleiðslu námsefnis og kennslugagna eru sameinaðir I Námsgagnastofnun, er lúti daglegri stjórn eins for- stjóra, námsgagnastjóra. Undir Námsgagnastofnun heyri Ríkisút- gáfa námsbóka og Fræðslumynda- safn ríkisins, svo og Skólavöruhús og Námsgagnagerð, sem sett eru sérstök ákvæðaum I frumvarpinu. Umræddar deildir skulu þó halda sjálfstæðum heitum og koma fram út á við undir þeim sam- kvæmt nánari ákvörðun stjórnar stofnunarinnar. Jafnframt er stjórninni heimilað að gera breyt- ingar á starfsháttum, er miði að aukinni samhæfingu starfa og bættri þjónustu. 2) 1 stað Námsbókanefndar og stjórnar Fræðslumyndasafns rik- isins kemur ein og óskipt Náms- gagnastjórn, skipuð sjö mönnum, að meirihluta kennurum, og skal hún hafa með höndum yfirstjórn á starfsemi og fjárreiðum Náms- gagnastofnunar. 3) Ákvæði eru um, að Náms- gagnastofnun skuli hafa nána samvinnu við þá aðila, sem vinna að endurskoðun námsefnis og nýj- ungum í kennslustarfi á vegum Menntamálaráðuneytisins, svo og við fræðsluskrifstofur sveitarfé- laga og stofnanir, er veita kenn- aramenntun. 4) Fræðslu- og upplýsingastarf- semi um náms- og kennslugögn og notkun þeirra verður mjög efld á öllum sviðum, og er lögð sérstök áhersla á þetta i sambandi við störf Fræðslumyndasafns og hag- kvæmri notkun nýsitækni (hljóð- og myndritaðra námsgagna). 5) Ákvæði er um, að námsgagna- stofnun skuli stuðla að vexti og greiða fyrir stofnun skólabóka- safna. 6) Stofnun verður Námsgagna- gerð, sem verður sérstök deild i Námsgagnastofnun og framleiðir náms- og kennslugögn miðað við íslenskar þarfir og aðstæður. í tengslum við Námsgagnagerð ver- ur starfrækt tilraunastofa. 7) Sett eru lagaákvæði um Skóla- vöruhús, er taki við hlutverki Skólavörubúðar Ríkisútgáfu námsbóka og fleiri skyldum störf- um sem • sérstök deild í Náms- gagnastofnun. 8) Lögfest er, að auk eiginlegra námsbóka skuli Ríkisútgáfan gefa út handbækur og kennsluleað- beiningar handa kennurum, svo og ýtarbækur, þ.e. viðbótarbæk- ur, fyrir nemendur. 9) Ákvæði er um löggaldingu námsbóka og hlutverk Náms- gagnastjórnar í því samræmd. Er miðað við, að allt ríkisfé til stofn- og rekstrarkostnaðar verði í formi venjulegra fjárveitinga i fjárlög- um miðað við þarfir og starfsáætl- anir, en sérskattar til fjármögn- unar niður lagðir. Aðrar tekjur stofnunarinnar verði eðlilegar sölu- og leigutekjur af efni og tækjum. Tekjum stofnunarinnar verði eingöngu varið í þágu þeirra verkefna, sem lögin mæla fyrir um. 11) til þess að flýta fyrir sam- ræmdu starfi og sameiníngu deilda Námsgagnastofnunar er gert ráð fyrir því, að sem fyrst eftir að lögin taka gildi tengist öll starfsemi stofnunarinnar i sam- eiginlegu húsnæði, og verði það sem næst Kennaraháskóla Is- lands. Bygging og rekstur dagvistunarheimla fyrir börn Stjórnarfrumvarp um þetta efni var áður flutt á siðasta þingi og er nú endurflutt óbreytt. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að heildarframlag til reksturs slikra heimila haldist innan sömu marka og áður, en greiðist nú einvörðungu af sveit- arfélögum og gjaldi fyrir þjón- ustu — í stað þess að ríkið tók áður þátt í rekstrarkostnaði. Er þetta innan setts ramma um verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga. Ríkið greiði hins vegar 50% stofnkostnaðar dagheimila og skóladagheimila og leikskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.