Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976
MILEGT AD LfflGJA KEPffllSÉIA-
BILIB OG SKIPIILEGGJA ÞAB BETH
Ef skipulag knattspyrnu-
móta á tslandi er tekið sem
næsta mál á dagskrá, þá verð
ég að segja f upphafi, að á
sfðasta keppnistfmabiii var
sú skipulagning ekki nógu
góð, a.m.k. ekki hvað varðar
1. deildar keppnina, og sú
staða kom upp að einstök lið
komust í verri aðstöðu ein-
faldiega af niðurröðun
ieikja. Það er ákaflega nauð-
syniegt að tækifæri iiða tii
þess að búa sig undir leiki
séu sem jöfnust.
Nauðsynlegt er að skipu-
Dr. Yuri
skriíar
AÐ ÞESSU sinni fjallar dr.
Yuri Ilichev um tvo þætti
knattspyrnumálanna. Annars
vegar skipulag knattspyrnu-
móta og aðstöðu liðanna sem
leika I 1. deiid og hins vegar
um fslenzka íþróttafréttamenn.
Eins og I fyrri greinum dr.
Yuri kemur margt athyglisvert
fram I skrifum hans. Eftir er
þá ein grein hans, og fjallar
hún um fslenzka knattspyrnu-
landsliðið, val þess, undirbún-
ing og fl.
leggja keppnina frá upphafi,
og taka þá tiliit til leikja og
æfinga fslenzka landsliðsins.
Það þarf að gera ráð fyrir
ákveðnum dögum til þessara
æfinga og leikja, og eins þarf
að vera svigrúm til þess að
geta skotið inn leikjum sem
fresta verður af einhverjum
orsökum, og eins er jafntefli
verður í leikjum í bikar-
keppninni.
Ég tel, að unnt væri að hafa
keppnistímabilið hér nokkru
lengra, og hafa leiki í september.
Slíkt myndi gefa knattspyrnumönn-
unum enn frekari tækifæri til þess
að þroska hæfileika sina, auk þess
sem slíkt ætti að vera mjög mikil-
vægt fyrur þau lið sem taka þátt í
Evrópubikarkeppninni í knatt-
spyrnu. Dæmin liggja alla vega fyr-
ir. Var mögulegt fyrir Fram,
Akranes og Kefiavík að undirbúa
sig alvarlega fyrir leiki sína við hina
erlendu andstæðinga, þar sem
keppnistímabilinu var lokið í ágúst?
Þegar mikilvægir leikir eru undir-
búnir er nauðsynlegt að liðin fái
tækifæri til þess að spreyta sig í
alvöruleikjum með ákveðnu milli-
bili. Ég tel nær fullvíst að ákaflega
slakur leikur Fram gegn Slovan
Bratislava hafi m.a. átt rætur að
rekja til þess að Fram hafði ekki
leikið áríðandi Ieik í meira en tvær
vikur. Til þess að knattspyrnumenn-
irnir haldi forminu og haldi áfram
að auka við sig, þurfa þeir að vera
stöðugt í keppni.
Það eru margar leiðir til þess að
lengja keppnistímabilið hérlendis,
og ég vona að KSÍ og viðkomandi
aðilar aðrir taki þau mál til alvar-
legrar íhugunar. Ég tel t.d. að það
væri jákvætt að fjölga liðunum í 1.
deild, þannig að þau yrðu 10, og
jafnvel enn fleiri, 12—14. Það þarf
að breyta landafræði íslenzkrar
knattspyrnu. Lið frá öðrum sveitar-
félögum og bæjum en nú eru á
oddinum þurfa að fá tækifæri til
þess að komast í 1. deildar
keppnina. Auðvitað er erfitt að
koms sltku við núna, fyrst og fremst
vegna skorts á sæmilegum grasvöll-
um, og eins vegna þess að knatt-
spyrnumenn á þessum stöðum eru
ef til vill ekki nógu góðir. En ég tel
að samt sem áður beri að stefna að
þessu, og það væri hlekkur í því ða
þróa íslenzka knattspyrnu í heild.
Möguleiki á 1. deildar sæti myndi
vekja mikinn áhuga, og ef til vill
stuðla að því að flýtt yrði gerð gras-
valla á viðkomandi stöðum. Og lík-
legt verður að teljast að tekjumögu-
leikar knattspyrnuliðanna myndu
aukast með fjölgun liða.
Þá tel ég nauðsynlegt að launa
liðunum á einhvern hátt árangur
þeirra. Fyrsta skrefið í þá átt gæti
verið að breyta tekjuskiptingunni
t.d. þannig að liðið sem sigraði fengi
60% af tekjum leiksins, en það sem
tapaði 40%. Ég held að þetta eitt úr
af fyrir sig gæti orðið félögunum
hvatning til þess að leggja á sig
meiri vinnu við æfingar og einnig
væri Ifklegt að knattspyrnumenn-
irnir legðu sig enn betur fram.
Ég tel einnig, að það ætti fyrir
löngu að vera búið að koma á verð-
launum til þess liðs sem skoraði
flest mörk í íslandsmótinu. Knatt-
spyrna þar sem skoruð eru mörg
mörk dregur til sín áhorfendur og
veitir þeim ánægju, og ef marka-
skorun væri verðlaunuð myndi það
áreiðanlega vekja áhuga knatt-
spyrnumannanna og þjálfaranna til
þess að finna leiðir til þess að bæta
um betur hjá sér á þessu sviði.
Valsmenn skoruðu 45 mörk í 1.
deildar keppninni í ár og settu þar
með nýtt markamet. Þeir fengu
enga viðurkenningu fyrir þetta. Ell-
ert B. Schram, formaður Knatt-
spyrnusambandsins, sagði reyndar í
einkasamtölum við mig, að hann
hefði ákveðið að veita Val sérstök
verðlaun fyrir að hafa komið á meiri
sóknarleik í íslenzku knatt-
spyrnunni, og ég vona auðvitað að
hann efni það loforð.
Það mætti líka gjarnan veita verð-
laun fyrir aðra þætti, t.d. þeim lið-
um sem vinna andstæðinga sina
með meira en 3 marka mun, eða þá
þau lið sem standa sig bezt í leikjum
sínum við erlenda andstæðinga. Já,
og einnig mætti veita verðlaun til
þeirra liða sem ná að vinna upp
markamun andstæðinganna, og
sigra að lokum. Allt slíkt hvetti leik-
menn til þess að standa sig betur og
yki áhuga þeirra, þjálfara þeirra og
áhorfenda. Verðlaunin þyrftu ekki
að koma endilega frá KSl eða knatt-
spyrnuhreyfingunni, heldur alveg
eins frá utnaaðkomandi aðilum.
eins og t.d. fjölmiðlunum.
Mynd þessi er úr leik Keflvfkinga og þýzka liðsins Hamburger SV í Evrópukeppni
víkingar stóðu sig mjög vel í þeim leik og gerðu jafntefli 1:1. Dr. Yuri bendir á það í greii
fslenzkra liða í Evrópukeppninni sé ekki sem skyldi m.a. vegna þess að þau hafa ekki na
verkefni fyrir leiki þessa.
íþróttafréttameiin þnrfa að skyggnast tíýpra í
NU langar mig til þess að segja
nokkur orð um íþróttafréttamenn,
þótt ég verði að játa að ég sé svolítið
hræddur við það, því ég veit að ef ég
hleyp á mig fæ ég gagnrýnina til
baka sjálfur.
Mér finnst það ákaflega ánægju-
legt þegar íþróttafréttamenn sýna
knattspyrnunni áhuga og skrifa
langar eða stuttar greinar um knatt-
spyrnuna, en mér þykir leiðinlegt
að geta ekki lesið þær. Oft hlaupa
vinir mínir undir bagga með mér og
þýða fyrir mig það sem skrifað
hefur verið, en það er eigi að síður
aldrei það sama og að geta sjálfur
lesið það sem skrifað stendur.
Ekki er unnt að gagnrýna íþrótta-
fréttamenn fyrir þá umfjöllun sína
á leikjum að lýsa því nákvæmlega
hvernig leikurinn fór fram og hvað
gerðist á þessari mínútu eða hinni,
hvenær mark var gert og hver gerði
það. En slík skrif tel ég ekki mikils-
verð.
Iþróttafréttamenn mega ekki
gleyma því að það er ekki bara
knattspyrnuáhugafólk sem les
greinar þeirra, heldur einnig og
ekki síður knattspyrnumennirnir
sjálfir og þjálfarar þeirra og þeir
hafa eðlilega miklu meiri áhuga á að
heyra álit fréttamannsins á liðinu
og leikaðferðum þess, t.d. hvernig
heppnaðist því að útfæra leikkerfi
sín, hvað gerði það til þess að stöðva
leikkerfi hins liðsins og verjast
sóknum þess? Af hverju vann annað
liðið, en hitt tapaði? Hvað gerðu
knattspyrnumennirnir vel, og hvað
misheppnaðist þeim?
Það er ósjaldan sem lesa má í
dagblöðunum setningar á borð við:
„Liðið var óheppið," „liðið hafði
ekki heppnina með sér“, eða þá
öfugt: „Liðið vann eingöngu vegna
heppni." Ég heyri þetta líka ákaf-
lega oft enduróma hjá áhorfendum
sem taka það upp sem blaða-
mennirnir segja. En er þetta rétt?
Ég tel að ákaflega oft verði notkun
þessara setninga til þess að knatt-
spyrnumennirnir sjálfir og
áhorfendur fái ekki réttar upp-
lýsingar um leikinn, og þetta getur
beinlínis verið óheppilegt fyrir leik-
mennina.
Ég vil hér nefna ákveðið dæmi,
leik Vals og Keflavíkur í sumar.
Eftir þann leik var skrifað að við
hefðum verið betri, en ekki haft
heppnina með okkur. F.n þá var það
spurningin, sem ekki var svarað:
Hver átti sök á þessari óheppni? Gat
ekki verið að við ættum sökina
sjálfir?
Staðreyndin er sú, að við bjuggum
okkur ekki nógu vel undir þennan
leik. Héldum að það væri létt að
vinna hann og notuðum ekki ágæt
marktækifæri sem við fengum í
leiknum. Þar var við okkur eina að
sakast. I seinni hálfleik leiks þessa
fórum við svo að nota langar
sendingar og háloftaknattspyrnu
sem auðvitað hjálpaði Keflavikur-
liðinu til að verjast. Leikmenn Vals
reyndu að skora eins fljótt og mögu-
legt var, en hugsuðu aldrei um
hvaða leiðir væru beztar til þess.
Þessi leikur var þvi glöggt dæmi um
það þegar menn mæta illa undir-
búnir til leiks, og gera sig seka um
aragrúa af villum.
Ef íþróttafréttamenn færu dýpra
í svona hluti og skrifuðu meira um
slíkar og þvílíkar villur leikmanna,
liða og þjálfara, gerðu þeir knatt-
spyrnumönnunum mikið gagn, og
hjálpuðu þeim til þess að bæta sig
og koma í veg fyrir að sagan endur-
tæki sig.
Yfirleitt tel ég að íslenzkir
íþróttafréttamenn séu jákvæðir í
skrifum sinum, en þó hendir það þá,
að þeir hrósa einu liði of mikið á
kostnað hins. Samt sem áður gat
leikur liðanna í sjálfu sér verið
mjög líkur. Það er ekki aðalatriðið
að annað liðið hélt knettinum
lengur en hitt, ef hitt liðið lék rétta
vörn, en fréttamennirnir skrifa oft-
ast að það lið sem var meira með
knöttinn hafi verið áberandi sterk-
ara. Það lið sem er að leika sér með
knöttinn, en skilar siðan ekki
árangri, á ekki hrós skilið, heldur
miklu fremur skammir.
Þá fjalla blöðin yfirleitt mun
meira um sóknarleik Iiðanna en
varnarleikinn. Það segir sig sjálft,
að ef leikmaður skorar mark í leik,
þá er það í minnum haft, en
velheppnaðri vörn, þar sem bak-
verðir og miðsvæðismenn geta
stöðvað sóknir andstæðinganna og
varizt öllum áhlaupum þeirra, er oft
lítill gaumur gefinn. Varnarleik-
mennirnir eru ekki síður mikilvæg-
ir fyrir lið sitt en þeir sem skora
mörkin, og því má heldur ekki
gleyma að þeir sem skora hafa
vinnu alls liðsins á bak við sig i
flestum tilfellum.