Morgunblaðið - 19.10.1976, Side 31

Morgunblaðið - 19.10.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÖBER 1976 35 Magnús Helgason gjaldkeri — Minning Fæddur 8. sept. 1896 Dáinn. 10.10 1796 Kveðja frá afadrengjum. Afi, sem við kveðjum i dag, fæddist 8. sept.1896 að Húsatóft- um v/Grindavík. Foreldrar hans voru Herdís Magnúsdóttir og Helgi Þórðarson bæði ættuð úr ölfusi, hún frá Litla-Landi, en hann frá Króki. Afi fluttist á öðru ári til Hafnarfjarðar með foreldr- um sinum, þar sem hann átti heima til 18 ára aldurs, en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Afi stundaði nám við Flensborgar- skóla og lauk þaðan prófi. Seinna lauk hann prófi frá Verzlunar- skóla íslands og stýrimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum nokkrum árum síð- ar. Afi kvæntist ömmu okkar Magnínu Sveinsdóttur frá Engi- dal v/Skutulsfjörð 23. júni 1919, og eru nú um áramótin liðin 60 ár siðan þau kynntust. Sama ár flutt- ust þau til Vestmannaeyja, þar sem afi stundaði verzlunarstörf framan af, en síðan útgerð og skipstjórn með m/b Hebron sem hann átti í félagi við aðra í nokk- ur ár. í Vestmannaeyjum fæddust þeim fimm börn. Árið 1930 fluttust afi og amma með barnahópinn sinn til Reykja- víkur, þar sem þau áttu heima síðan, og starfaði afi við söfnuð aðventista í nær 4 áratugi. Afi og amma urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa einn sona sinna Pál í blóma lifsins frá konu og tveim ungum börnum. Var hann öllum sem til þekktu harm- dauði. Afi sagði mömmu og pabba að ef hann hefði ekki notið ömmu við, hefði hann aldrei komist úr þeirri skel sem sorgin getur myndað. Er við bræðurnir lítum yfir far- inn veg viljum við þakka forsjón- inni fyrir það að eiga hann fyrir afa. Allt vildi hann gera sem hann taldi heilbrigt og gott og þar stóðu þau amma saman eins og í öðru. Við viljum þakka honum fyrir að hann átti alltaf til bros handa okkur sama hvað þreyttur og sjúkur hann' var og fyrir þann áhuga sem hanrf sýndi okkur í leik og námi. Er við kveðjum afa eigum við þá ósk heitasta að halda merki hans á loft með því að iðka trú- mennsku, heiðarleik og eljusemi, sem var það er hjónaband þeirra ömmu byggðist á, svo og allt þeirra lif. Pabbi og mamma hugsa með þakkiæti til afa og ömmu og eiga þau sömu óskir og við. Við biðjum algóðan guð um góða heimkomu og felum honum umsjá afa okkar og biðjum jafn- framt um styrk til handa ömmu sem sér á bak traustum förunaut. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blfðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar. — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Höf. Sig. Kristófer Pétursson) 1 dag er til moldar borinn Magnús Helgason, fyrrverandi gjaldkeri Samtaka sjöunda dags aðventista á Islandi. Hann fædd- ist 8. september 1896 á Húsatóft- um í Grindavfk og var því rétt rúmlega áttræður, þegar hann andaðist. Hann var sonur hjón- anna Helga Þórðarsonar bónda og Herdísar Magnúsdóttur. Rétt fyrir aldamót fluttust foreldrar hans til Hafnarfjarðar og ólst Magnús því upp þar. Heimilið var barnmargt og fátækt mikil eins og á flestum alþýðuheimilum á þeim árum. Þrátt fyrir óhagstæðar ytri kringumstæður ákvað Magnús að afla sér menntunar. Til þess þurfti bæði dugnað, áræði og harðfylgi því að skólamenntun var langt frá þvf að vera jafn Minning: Kristinn Níelsson bifreiðastjóri F. 24. aprfl 1902 D. 7. október 1976. 1 dag er hann borinn til hinnstu hvíldar frá Aðventkirkjunni. Traustur, hógvær maður og hæg- látur. Vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Góðviljaður og greiðvik- inn. Boðinn og búinn til hjálpar hvenær, sem á þurfti að halda. Það eru um það bil 48 ár síðan ég sá hann fyrst og kynntist honum. Þannig var hann þá og þannig var hann allt til síðasta dags. Ég minnist þess m.a. hve oft hann var fljótur til að bjóða fólki upp í bílinn sinn og aka því um lengri eða skemmri leið, endurgjalds- laust, sér í lagi þegar aldraðir urðu á vegi hans og aðrir, sem erfitt áttu með að komast leiðar sinnar. Oft bauð hann mér hjálp sfna, sem sannarlega var látin í té af manngæsku og góðvild. 1 mörg ár störfuðum við saman í ýmsum nefndum og stjórnum í söfnuði Aðventkirkjunnar. Er mér minnisstæðast frá því starfi velveild hans og vilji til að leysa sérhvern vanda þeirra, sem erfið- lega voru staddir, hvort heldur ungir eða aldnir áttu þar hlut í. Það er alltaf tilfinnanlegt að missa svo mæta menn. Margar kærar minningar leita á hugann að leiðarlokum, og skulu hér frambornar innilegustu þakkir og hlýjustu kveðjur okkar hjónanna til hans, sem var trúr og traustur samferðamaður á langri leið. Við vitum að sárast er hans saknað af ástvinum hans. Eiginkonu, syni, tengdadóttur og barnabörnunum. Við samhryggjumst þeim innilega og um leið og við sendum þeim hjartanlegar samúðarkveðjur, biðjum við Guð að styrkja þau og gefa þeim þrek til að bera söknuð- inn og sorgina, þar til þau fá að sjá hann aftur, þegar lífgjafinn ljúfi birtist í dýrð op sameinar að nýju látna og lifendur. Ól. Guðmundsson. 1 dag er til moldar borinn Krist- inn Níelsson bifreiðastjóri, Hraunbæ 166 hér i borg. Hann veiktist snögglega fyrir þrem vik- um og var þá fluttur á Borgar- spítalann, en átti ekki aftur- kvæmt á heimili sitt. Kristinn var sonur Níelsar Pálssonar, sem lengi bjó að Laxholti í Borgar- firði, og síðari konu hans, Guðrið- ar Magnúsdóttur. Þau hjón eign- uðust annan son, Níels, bifreiða- stjóra á B.S.R. Var mjög kært með þeim bræðrum. Um aldamótin fluttist Níels til Reykjavikur og byggði hann hús að Nýlendugötu 17. Þar fæddist Kristinn og ólst upp. Framan af ævi stundaði Krist- inn ýmiss konar störf, en árið 1930 keypti hann vörubíl. Var hann fyrst á „Litlu vörubílastöð- inni“, svo á „Vörubflastöðinni í Reykjavík" og síðast á „Þrótti". Mun hann hafa átt aðild að stofn- un þessara fyrirtækja. Árið 1954 breytti Kristinn til og hóf akstur á leigubfl. Var hann fyrst á bif- reiðastöðinni „Bifröst" og svo á „Hreyfli". Árið 1928 giftist Kristinn eftir- lifandi konu sinni, Sigurrós Jóns- dóttur, hinni mætu'ktu konu. Eiga þau einn son, búsettan f Dan- mörku, Víði Hafberg sálfræðing, sjálfsögð og nú er. Magnús stundaði nám f Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi. En hann lét sér ekki það nægja, heldur hóf hann þar á eftir nám í Verslunar- skóla tslands og lauk þaðan burt- fararprófi 1917. Óvenjumikill dugnaður, atorkusemi og ósér- hlffni sem einkenndu Magnús alla tfð komu ekki síst fram á námsárunum þegar hann þurfti einn og óstuddur að berjast áfram til að afla sér menntunar. Arið 1919 giftist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni Magnínu Sveinsdóttur og fluttust þau það ár til Vestmannaeyja en þar hafði Magnús tekið að sér verslunar- störf, fyrst fyrir aðra, en síðan setti hann á stofn eigin verslun. Um þetta leyti varð mikil trúar- vakning f Vestmannaeyjum og hrifust þau hjónin þar með. Þau voru meðal stofnenda aðvent- safnaðarins þar og urðu meðal virkustu meðlima. Magnína var um langt skeið í forystu liknar- starfs safnaðarins, fyrst í Vest- mannaeyjum og síðar f Reykjavík og fulltrúi f mæðrastyrksnefnd. Arið 1930 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, því að þá var Magnús ráðinn sem gjaldkeri Samtaka sjöunda dags aðventista á Islandi og hélt því starfi sleitu- laust til ársins 1968. öll þessi ár átti hann sæti í stjórn Sam- takanna og í skólanefnd Hlíðar- dalsskóla frá stofnun hans. Hann var því einn af forystumönnum sem giftur er Huldu Guðmunds- dóttur félagsráðgjafa. Þau Víðir og Hulda eiga þrjú efnileg börn. Með Kristni er hniginn i valinn einn þeirra vinnusömu og ósér- hlifnu manna, sem einkenna kyn- slóð hans. Kristinn var góður drengur í þess orðs fyllstu merk- ingu, prúðmenni í allri umgengni, orðheldinn og ábyggilegur. Sam- starf hafði hann gott við vinnu- félaga sína. Betri heimilisfaðir en hann verður vart fundinn. Hann lét sér einnig mjög annt um barnabörn sín og voru þau hjónin einmitt nýkomin úr heimsókn til fjölskyldu sonar síns i Danmörku er Kristinn veiktist og lést. Krist- inn var trúaður maður. Ungur að aldri kynntist hann boðskap Sjöundadags aðventista, gekk í söfnuð þeirra og var trúr hugsjón sinni til hinstu stundar. Á heimili okkar ríkir nú sökn- uður vegna fráfallst svila mins, sem ávallt kom fram við okkur sem ljúfur bróðir. Dýpstur er þó söknuður eiginkonu hans og fjöl- skyldu. Megi Guð styrkja þau öll. í sorginni er fyrirheitið um ei- lfft líf huggun og von kristinna manna. Blessuð sé minnig míns kæra vinar. Geir G. Jónsson safnaðarins og ávann sér strax traust fyrir örugga fjármála- stjórn, enda maðurinn góðum gáf- um gæddur og átti til að bera hlýleika og vinsemd. En gáfur hans voru fjölbreyttar. Hann var talinn mjög góður prédikari og handlaginn var hann með afbrigð- um, vann t.d. oft í hjáverkum í prentsmiðju aðventista og prentaði bæði bækur og blöð, þó að hann hefði ekki lært það sér- staklega. Börn eignuðust þau hjónin fimm: Svein loftskeytamann í Veðurstofu Islands, Hermann, póst- og sfmstöðvarstjóra, Hellu, Magnús, póst- og símstöðvarstjóra Vestmannaeyjum, Pál, flug- mann, sem er látinn og Maríu húsmóður og kaupkonu í Reykja- vfk. Auk þess ólu þau upp sonar- dóttur, Magnínu Sveinsdóttur. Ég vil í nafni aðventsafnaðarins votta eftirlifandi eiginkonu, börn- um og venslafólki öllu, dýpstu samúð. Sigurður Bjarnason. „Fellum saman stein við stein styðjum hverjir annan." Mér finnast þessar ljóðlfnur ljóðskáldsins Matthiasar Jochumssonar geta verið yfir- skrift þeirra fáu minningarorða, sem hér verða birt um Magnús Helgason. í dag verður útför hans gerð frá Aðventkirkjunni. Það mun hafa verið árið 1924 eða fyrir meira en 50 árum, sem fundum okkar bar fyrst saman. Alla tíð síðan höfum við verið samferðamenn. Og síðan árið 1930 höfum við verið sam- starfsmenn, að mestu leyti, að Ingólfsstræti 19 hér í bæ. Þegar litið er til baka um farinn veg, verður mér ríkast í huga hve traustur maður hann var. I mín- um huga var alltar sérstök reisn yfir þeim manni og störfum hans. Oft þurfti ég að leita til hans í sambandi við vandasöm verk og gaf hann mér jafnan holl ráð og hyggileg. 1 mörg ár áttum við sæti saman f stjórn Aðventsamtak- anna, og er mér minnisstætt hve tillögugóður hann var, skýr og rökfastur f öllum málflutningi. Fannst mér það líkast þvf, sem verið væri að hlaða steini ofan á stein. Slfkum manni var gott að treysta og hægt að reiða sig á. En eins og oft vill verða á langri leið og þegar fengist er við vandasöm verkefni, getur menn greint á um aðferðir og jafnvel orðið sundur- orða, en þótt við værum ekki allt- af sammála, aðskildi það okkur ekki, vinátta okkar hélst og varð þvf traustari, sem árin urðu fleiri. Sumir fundu Magnúsi það til ámælis að viðmót hans og fram- koma hefði verið óþýð gagnvart þeim, sem áttu erindi við hann — það hefi ég aldrei fundið. Hitt gat vel átt sér stað, að hann væri ekkert sérstaklega mildur f máli við þá, sem voru að tef ja hann, við aðkallandi starf, sem átti allan huga hpns og orku. Því maðurinn var ákafflega vinnusamur og af- kastamaður að hverju sem hann gekk. Við hinir undruðumst það oft, hve miklu hann kom f verk á degi hverjum. Magnús var maður sins tíma. Maður, eins og við fleiri af gamla skólanum, ef svo má segja. En þá var meira lagt uppúr því, að samræmi væri milli orða og athafna, en nú er gert — þó minna væri þá um tepruskap og blíðmælgi. Gamalt máltæki segir: „Sá er vinur, sem f raun reynist." Sann- aðist þetta mér, mjög oft með Magnús. Oft greiddi hann götu mína f ýmiskonar vanda, kom eins og óvænt mér til hjálpar og leysti vandkvæði mín og minna. Að leið- arlokum koma ótal mætar minn- ingar fram í hugann. Þá er eins og orðin verði svo gagnslaus og megni svo lítið. En ég vil þakka, — þakka traust hans og tryggð, vináttu hans sem góðs samferða- manna á langri vegferð. Þakka holl ráð hans og trúfesti í margra tuga ára samstarfi, í þvf verki, sem okkur báðum var hjartfólgið. Vegferð hans er á enda á þess- ari jörð. Oft hafði hann orð á því við mig, að helst vildi hann mega kveðja þetta líf — eins og líka raunin varð á — allt i einu — þá ósk sína held ég að hann hefi fengið uppfyllta. — Hafi hann þökk fyrir allt og allt. — Fjölskylda mín og ég sendum eiginkonu hans, börnunum öllum, tengdabörnum og barnabörnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau öll og veita þeim þrek f sorg þeirra og söknuði. Innan skamms munum við sjá hann, sem sigrað hefur gröf og dauða, koma aftur og vekja þá upp af dufti jarðar — alla þá, sem lagst hafa til hvildar i trú á hann. Öl. Guðmundsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM 1 Biblfunni segir Guð: „Eg ... veiti heill og veld óhamingju, ég, Drottinn, gjöri allt þetta.“ (Jesaja45,6—7) Vegna þessar- ar fullyrðingar og annarra f sama dúr finnst mér erfitt að trúa þvf, að Biblfan sé innblásin af Guði. Sumar frásögur Biblfunnar sýna lfka óhugnanlegt siðleysi. Hvernig útskýrið þér þetta? Fyrst er þess að gæta, að suraar ritningargreinar breytast nokkuð í þýðingu, af því að þær eru erfiðar viðfangs. Hér er t.d. talað um óhamingju. í þessu orði er engin siðferðileg merking. Guð segir hér, að hann sé ábyrgur fyrir þeim dómi, sem þjóð kunni að verða að þola, þ.e. dómi, sem kemur fram í einhverju tímanlegu tjóni. En við skulum alls ekki ætla, að Guð sé beinlinis að verki i hvert skipti sem menn hendir slys eða ógæfa. Því aðeins getum við sagt, að hann sé að verki, þegar slíkur dómur er greinilega sagður fyrir í ritningunni og kunngjörður fyrirfram. Um siðleysisögur í Biblíunni er það að segja, aó þær staðfesta fremur en útiloka kenninguna um innblásturinn. Við mundum hafna Biblíunni, ef hún væri ekki algjörlega sönn. Við vitum, að hún er sönn, einmitt vegna þess að hún geymir þessar sögur, þvi að Guð hefur jafnvel ekki breitt yfir syndir þeirra, sem voru kallaðir þjónar hans. Guð sagði um Davíð, að hann væri í hópi þeirra sem treystu honum. Samt er ekki þagað yfir hinu óhugnanlega hjúskaparbroti hans og mannvígi. Biblían er algjörlega trúverðug í öllum atriðum. f líka þessu. Þetta eru einhver áhrifamestu rökin fv 2 j sannleiksgildi Biblíunnar, ekki gegn þvi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.