Morgunblaðið - 19.10.1976, Síða 36
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976
Sykurnáma
Siggu gömlu
r
Eftir Ann Richards
„Þetta er gripurinn," hrópaði Ingunn, og
þar sem þetta var gjaldrahúfa, hafði hún
auðvitað eitthvað furðulegt aðdráttarafl
í för með sér, og Tobbi stóðst því alls ekki
freistinguna. Þetta var líka svo fallegur
bolli.
,,Að drekka úr þessum bolla, hlýtur að
vera bæði hressandi og skemmtilegt,“
hugsaði hann.
Svo kallaði hann kurteislega: „Þakka
þér fyrir, Ingunn, ég kem strax.“
Eftir að hafa drukkið kaffið, sat hann
og rabbaði við Ingunni íkorna. Þau
gæddu sér líka á nokkrum hnetum.
Nú stóð svo á, að heimili Tobba íkorna
var ákaflega snoturt og þægilegt, og
Tobbi hafði verið á mörgum heimilum,
sem eins var ástatt um. Það var af þess-
um ástæðum, að hann tók eftir því, að
heimili Ingunnar íkorna var alls ekki í
sem bestu ásigkomulagi. Sólin skein til
dæmis beint á hnakkann á honum.
„Fjárinn sjálfur“, tísti hann. „Sólin er
að steikja á mér höfuðið."
„Hérna,“ sagði Ingunn og fékk honum
hugvekjuhúfuna. „Settu þessa upp —
hún ætti að halda höfðinu á þér svölu.“
Ekki vissi hún, hver árangurinn mundi
verða, því að þeim kosti mundi henni
aldrei hafa komið til hugar að gera þetta,
en hvernig átti hún að vita, að þetta var
galdrahúfa? Tobbi, íkorni tók hlægjandi
á móti húfunni og setti hana upp, og
andartaki síðar var hausinn á honum
orðinn ískaldur. Aumingja Ingunn
íkorni, hugsaði hann. Á einu andartaki
fannst honum, að hann vissi allt um allt.
Honum þótti sem gæti hann svarað hvaða
spurningu, sem væri og um hvað sem
væri. Og einn af hlutunum, sem hann
vissi, var, að Ingunni íkorna dauðlangaði
að fá að komast í hnetuforðann hans.
Hann varð alvarlegur á svipinn:
„Svo þú ert eins og þær allar eru!“
sagði hann. „Býður mér upp á kaffi,
aðeins svo þú fáir að eta af hnetunum
mínum í vetur. Jæja, en þér verður nú
ekki kápan úr því klæðinu!"
Þegar hann sagði þetta, stóð hann allt í
LÆKNIR! Er
ekki sjálfsgagn-
rýni hans kom-
in út í öfgar?
MOBÖJK/-Í0^_
KAFP/NO \\ r®
Ætlið þér sjálfur að taka með
yður eplaskrælinginn, eða ð að
senda hann heim til yðar?
Hvort er hann dáleiddur af þér
eða mér eða vinnuleiður?
Flugfiskar geta aðeins synt
flugsund.
Þegar hann kom heim I fyrri-
nðtt sagðist ég vera orðlaus —
það hefur aldrei komið fyrir
áður.
Biskupinn af Hereford hitti
eitt sinn lávarð, sem var mjög
hrokafullur.
„ftg fer aldrei I kirkju,"
sagði lávarðurinn, „ef til vill
hafið þér tekið eftir því.“
„Já, ég hef veitt þvl eftir-
tekt,“ svaraði biskupinn alvar-
lega.
„Ástæðan er sú,“ sagði Ið-
varðurinn," að þar eru alltaf
svo margir hræsnarar.**
„Látið þér það ekki hafa
áhrif á yður,“ svaraði biskup-
inn brosandi. „Það er alltaf
nðg rúm fyrir einn I viðbót.“
Maður nokkur lét grafa á leg-
stein konu sinnar:
„Tár geta ekki kallað þig til
lífsins aftur. Þess vegna græt
ég.“
Umsjónarmaður fangahúss
er kominn ( eftirlitsferð og
skoðar það, sem fangarnir
hafa smlðað.
„Þetta er hrákasmfði," seg-
irhann við einn fangann.
„Þetta er alveg ónýtt.“
„Nú , ef þér eruð óánægðir
með það, sem ég vinn,“ svaraði
fanginn," þá er bezt að ég fari
héðan undir eins.“
Frúin: Þetta er I þriðja
skipti, sem ég kem að þér þar
se þú ert að kyssa vinnukon-
una. Ef það kemur fyrir einu
sinni enn rek ég hana burtu og
bý til matinn sjálf.
Maðurinn: Það kemur
örugglega ekki fyrir aftur.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
48
með Jamie til Baja? Og hana
hingað. Það var vissulega blessun
að breyta um verustað, hún var
orðin hundleið á Cabo San Lucas.
Og hér hafði hún eftirlætis-
hestinn sinn Tascha. Enginn af
þeim hestum, sem Tim hafði út-
vegað henni eftir miklar fortölur
komst I hálfkvisti við hann. En
þeir höfðu þó gefið henni tæki-
færa til að komast frá húsfnu og
hún hafði riðið meðfram
ströndinni og það hafði llka gert
Tim erfiðara fyrir, þar sem hann
varð að halda henni frá Consuelu
og börnunum. Hún mátti alls ekki
tala við þau.
Hún bjóst við að þeim hefði
verið sagt að hún hefði bilast á
geðsmunum í siysfnu og veslings
bróðir hennar hefði sent hana
hingað til að hún gæti reynt að ná
bata.
Consuela hefði heldur ekkert
getað gert, né heldur Rosalia eða
Emilio. Ef þau hefðu reynt að
gera eitthvað yrði Jamie drepinn.
Tim hafði sagt henni það. Og hún
efaðíst ekki um að hann segði
satt. Við öliu mátti búast af Art
Whelock.
Allt var eins hér á búgarðinum.
Tfm bannaði hennf að tala við
strákana sem unnu ( hesthúsun-
um. Hann náði sjálfur I hestínn
fyrir hana. Kannskí sagði hann
piltunum l(ka að hún væri geð-
veik og myndi því kveikja I hest-
húsunum ef hún kæmi þar inn.
Henni hefði þótt fróðlegt að vita
hvað fólkinu hér hafði eiginlega
verið sagt — hvar héldu þau öll
að hún hefði verip/þetta slðasta
ár.
Stundum furðaði hún sig á þvi,
hvernig hún hafði afborið þetta.
Allan þennan t(ma hafði hún að-
eins hitt Tim og konu hans.
Minnstu hafði munað að hún
reyndi að binda enda á þetta allt,
þegar þau fóru yfir landamærin.
Það hafði verið svo ákaflega
freistandi að varpa sér ( fang ein-
hvers af tollvörðunum. En það
hefði aldrei blessazt. Tim var á
undan Myru og fanga þeirra, svo
að hann hefði bara horfið fjöld-
ann og hefndin hefðí lent á
Jamie.
Eða hvað? Hún vissi ekki leng-
ur hverju hún átti að trúa.
Hún var þegjandaleg þegar
Tim kom rfðandi með Tascha.
Hann sagði heldur ekkert. Stórt
andlit hans með litlum pfrðum
augunum var svipbrigðalaust
með öllu.
Hún flýtti sér að stlga á bak
áður en hann kæmi þjótandi til
að aðstoða hana. Hún hataði Tim.
Hún gat ekki hugsað sér að hann
kæmi við sig. Hún var Kka hrædd
við hann, vegna þess hún vissi að
hann vflaði ekki fyrir sér að
drepa hana. Hann hafði notið
þess um daginn þegar hún ætlaði
að fara f útreiðartúr á Tascha (
fyrsta skiptið.
— Þú skalt ekki reyna að
slcppa frá mér, Helene... Þá skýt
ég hestinn þinn...
Hún var Kka viss um að hann
tæki slfku tækifæri fagnandi.
Þegar hún var komín á bak
Tascha fannst henni hún ekki
lengur ein. Milli hennar og hests-
ins lá sá leyniþráður trausts og
elsku sem veitti henni ótrúlega
öryggiskennd.
Þau riðu af stað og hún sá að
skammbyssan var ( belti hans
eins og fyrri daginn...
— Dokaðu við, heyrðist hrópað
að ofan.
— Ég vil vera alveg viss.
Fylgstu með honum.
— Sjálfsagt.
Tlminn þokaðist áfram. Skuggi
leíð yfir lokuð augun, sennilega
einhver hræfuglanna að nálgast.
Hann fann grjótið sem hann lá á
nuddast inn f bak sér og sársauk-
inn um allan Kkamann var svo
ægilegur að hann varð að beita
sig ótrúlegum viljastyrk til að
geta legið kyrr. En hann þorði
ekki að bæra á sér. Bannsett
slangan og Wheeloek f.vlgdust
bæði með honum.
Hann einbeitti sér að þvf að
hugsa um Linn til að láta tfmann
Kða. Hennar vegna varð hann að
sleppa lifandi héðan. Og auðvitað
var einnig um Everest að tefla.
Það var harla kyndugt að hann
hafði verið gagntekinn þeirri
löngun að frelsa Everest, en nú
snerist allur hans hugur um Linn
og hvernig henni reiddi af.
Kannski kæmi eitthvað fyrir
Everest, en Linn kæmist undan.
Nei, nei. Þannig vildi hann ekki
að Linn slyppi. Hann óskaði að-
eins að hún kæmi til hans af
fúsum og frjálsum vilja. Hann
varð þess var að hann hafði örlftið
hreyft sig og fylltist skelfingu.
En ekkert gerðist. Voru þeir farn-
ir.
Hann opnaði augun og leit f
kringum sig og sá hvergi hreyf-
ingu. Þá mundi hann eftir slöng-
unni en sá hana hvergi. Hann gat
að minnsta kosti ekki komið auga
á hana.
Hann hóf nú baráttu fyrir Iffi
sfnu. Með þvf að reyna að glöggva
sig á þeim hættum sem að honum
steðjuðu enda þótt þeir Art og
Bayles væru ef til vill horfnir á
braut. Hann leit á kiettasnös fyrir
ofan sig og sá þá slönguna hlvkkj-
ast I burtu. Og þá var að snúa sér
að þvl hvort honum væri ein-
hverrar undankomu auðið...