Morgunblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
3
A æfingu I Háskólabíöi I gær. Ib Lanzki — Otto og Gunnar
Staern.
Sinfóníuhljómsveitin:
Síðustu tónleik-
arnir fyrir jól
SÍÐUSTU tónleikar Sinfónlu-
hljómsveitar Islands fyrir jól
og þeir sjöttu á þessu ári verða
haldnir I Háskólabfói kl. 8.30 I
kvöld. Einleikari á horn er Ib
Lanzki-Otto og stjórnandi er
sænski hljómsveitarstjórinn
Gunnar Staern.
A efnisskrá er forleikur eftir
Dvorak, konsert fyrir horn eftir
Hindemith, konsert n. 2 fyrir
horn, eftir Mozart og Sinfónfa
n. 4. eftir Schumann.
Stjórnandinn, Gunnar
Staern, var fastráðinn stjórn-
andi við óperuna f Stokkhólmi í
fjögur ár. Hann hefur stjórnað
hljómsveitum á ýmsum tón-
listarhátiðum, svo sem alþjóða
tónlistarhátíðinni f Hastings og
hinum frægu óperuhátíðum f
Wexford. Hann er nú fastur
stjórnandi óperunnar i Gauta-
borg.
Ib Lanzki-Otto hefur verið
aðalhornleikari f Fílharmóníu-
hljómsveitinni í Stokkhólmi
sfðan 1967. Hann þykir einn
mesti hornleikari, sem nú er
uppi. Hann hefur komið fram
sem einleikari með ýmsum
hljómsveitum og hlotið frábæra
dóma fyrir leik sinn.
Lanzki er hljómleikagestum
hér að góðu kunnur og telur sig
reyndar hálfgerðan heima-
mann hér, þar sem hann bjó á
Islandi um árabil sem drengur,
þegar Wilhelm faðir hans var
kennari við Tónlistarskólann.
Níu metra hátt tré
fellt á Hallormsstað
— 1000 jólatré koma þaðan
HÆSTA tré, sem nokkru
sinna hefur verið fellt i
Hallormsstaðarskógi og þá
um leið á tslandi, var
höggvið niður fyrir nokkr-
um dögum. Er tréð um það
bil 9 metra hátt og mun
það væntanlega setja svip á
einhverja byggðina á
Austurlandi um
hátfðirnar.
Sigurður Blöndal, skógarvörður
á Hallormsstað, sagði I samtali við
Morgunblaðið i gær, að ástæðan
fyrir þvf, að tréð hefði verið fellt,
væri að nauðsynlegt hefði verið
að grisja reitinn, sem tréð stóð f,
við skógræktarstöðina í Hallorms-
staðarskógi. Kvað hann hæsta tré,
sem áður hefði verið fellt f
Hallormsstaðarskógi, hafa verið
um 7 metra hátt. — Þá felldum
við 7 metra háan fjallaþin, sem nú
stendur ljósum prýddur fyrir
framan félagsheimilið Egilsbúð í
Neskaupstað en þetta er eitt
fallegasta tré sem hér hefur verið
fellt, og bæjaryfirvöld í Neskaup-
stað tóku annað tré, sem er yfir 7
metra hátt.
Morgunblaðið spurði Sigurð
hvort það væri orðið algengt að
6—8 metra há tré væru felld í
Hallormsstað. Kvað hann nei við.
Slík tré væru ekki felld, nema
þegar þyrfti að grisja, enda væru
reitirnir frá þvf fyrir stríð ekki
það stórir að þeir gætu gefið mörg
tré af sér á ári.
Sigurður Blöndal sagði, að fyrir
þessi jól yrðu felld um 1000 tré i
Hallormsstaðarskógi. Langflest
þeirra færu á Austfirðina þ.e. frá
Bakkafirði til Hornafjarðar, en
nokkur væru pöntuð á Stór-
Reykjavíkursvæðið. Helzt væru
það gamlir Austfirðingar, sem
vildu hafa ekta austfirzkan trjá-
ilm f stofunum hjá sér um jólin.
Aldrei meira úrval af herrafötum
TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
Simi frá skiptiborði 281S5