Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 19
19
MORGlíNÖLAÐIÐ, FIMMÍtfDAGUR 16. DESEMBER 1976
Ljósm. RAX.
Arnór Valgeirsson, framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf., fyrir framan
nýju tegundina frá Massey-Ferguson, MF-500.
Ný tegund dráttar-
véla með ökumanns-
húsi á markaðinn
DRATTARVÉLAR hf. sem fara
með einkaumboð hér á landi fyrir
Massey-Ferguson, kynntu blaða-
mönnum I gær nýja tegund
dráttarvéla frá fyrrnefndu fyrir-
tæki, sem koma á markaðinn
bráðlega. Þessi nýja tegund er
kölluð Ferguson 500 llnan og er
með ökumannshúsi I samræmi
við nýjustu kröfur um aðbúnað
ökumanns og hljóðeinangrun.
Að sögn Arnórs Valgeirssonar,
framkvæmdastjóra Dráttarvéla
hf., á þetta ökumannshús að
draga stórlega úr hávaða af völd-
um titrings, vegna þéttilista og
gúmmfpúða, þar sem húsið nemur
við einstaka hluta dráttarvélar-
innar. ökumannshúsið er enn-
fremur einangrað að innan, gólfið
f húsinu er eins og f bifreið, einn-
ig er miðstöð f húsinu, loftræsti-
kerfi, rúðuþurrkur, hliðarspeglar
og fleira.
Hvað snertir annan búnað
dráttarvélanna, þá eru þær allar
búnar vökvastýri af Hydrostatic-
gerð, sem þýðir að engin vélræn
tengsl eru á milli stýris og stýris-
búnaðar, eingöngu vökvakerfi.
Losar það ökumann við höggáhrif
á ósléttum vegi, sem ávallt verður
þegar um vélræn tengsl er að
ræða, eftir þvf sem Arnór sagði. I
nýju tegundinni er aflúrtak alger-
lega óháð „kúplingunni" þannig
að hægt er að tengja eða aftengja
vinnutæki, svo sem sláttuþyrlur,
heytætlur og heybindivélar án
þess að frátengja þurfi á meðan.
Af nýju Massey-Ferguson
dráttarvélunum, munu Ðrátta-
vélar hf. bjóða strax þrjár gerðir,
Mf 550, 49 hestöfl, MF 575, 69
hestöfl og MF 590, 79 hestöfl.
Allar eru dráttarvélarnar búnar
Perkins dieselvélum.
Áætlað verð nýju tegundar-
innar er frá kr. 1.800.000 til
2.600.000 — miðað við núgildandi
innkaupsverð og gengi pundsins.
Arnór sagði að Dráttarvélar hf.
mundu halda áfram að selja
dráttarvélar með öryggisgrind i
stað húss, þar til Ferguson hætti
að framleiða þær f Bretlandi. En f
júlf síðastl. var tekið í lög f Bret-
landi að einungis má selja
dráttarvélar með ökumannshús-
um innanlands, en enn sem komið
er gera fslenzk lög ekki ráð fyrir
meiru en öryggisgrind.
Þessi fimm ungmenni lögðu drjúgan skerf af mörkum, er þau héldu
hlutaveltu og gáfu orgelsjóðnum ágóðann, 18 þúsund krónur. Frá
vinstri: Heiðrún Arnþórsdóttir, Þórhallur Vigfússon, Valgerður Vig-
fúsdóttir, Gunnar M. Arnþórsson, Vigfús Már Vigfússon og sóknar-
presturinn, séra Sigurður H. Guðmundsdon. (Ljósm. Hreggviður Guð-
geirsson)
Safnaði 1 orgel-
sjóð á Reyðarfirði
Reyðarfirði 3. desember
N(J STENDUR yfir söfnun f or-
gelsjóð kirkjunnar, en sóknar-
nefnd hefur fest kaup á vönduðu
rafmagnsorgeli, sem verið er að
ganga frá. Kaupverð er um 1.2
milljónir króna. Margar góðar
gjafir hafa borizt i orgelsjóðinn
frá einstaklingum og félögum á
staðnum. Nemur söfnunarféð nú
um 523 þúsund krónum.
Orgelkaupin eru í framhaldi af
miklum endurbótum á kirkjunni,
sem gerðar hafa verið innan og
utan húss á siðastliðnu ári. 20.
nóvember afhentu fimm börn
sóknarprestinum, séra Sigurði H.
Guðmundssyni, 18 þúsund króna
gjöf, en peninganna öfluðu þau
með hlutaveltu. Formaður
sóknarnefndar er Steingrímur
Bjarnason. _ Gréta
Whittaker v
syngur
12 jólalög.
Suðurlandsbraut 8
Hvers vegna er
Erica
(Fear of flying)
víðfræg bók? Vegna þess
að hún á engan keppinaut.
Vegna þess að hún er jHB
berorðari um sálarlíf og
kynferðismál en nokkur
önnur bók. Vegna þess að
hún hefur hvarvetna hlotið
frábært lof gagnrýnenda
og lesenda og aflað höfundinum Ericu Jong
heimsfrægðar.
ígisútgáfan
{Islenska upplagið er takmarkað
og það getur orðið hver dagur
sá síðasti, að ná í þessa
i sérstæðu bók.
Ægisútgáfan