Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 37

Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 37 \ Komið og skoðið xaaiooær Armúla 38, simi 31133. (Gengið inn frá Selmúla) Njálsgötu 22, simi 21377 Hreinsun á f atnaði Reykjavík, 9. des. 1976. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi opið bréf til Félags fslenzkra iðnrekenda og Félags efnalauga- eigenda frá Neytendasamtökun- um. Athuganir sem Neytendasam- tökin hafa gert eru tilefni eftir- farandi fyrirspurna og athuga- semda. 1. Hreinsiprófa íslenskir fata- framleiðendur flíkur áður en þær eru látnar á markað? Ef svo er, væri Neytendasamtökunum þökk á að fá upplýsingar um niðurstöð- ur á meðan framleiðendur sjá sér ekki fært að merkja flíkurnar með hreinsimerkjum. 2. A markaðnum eru flikur, inn- lendar og erlendar, með tölum sem leysast upp í algengasta hreinsivökvanum „perklór" og spennur, sem losna i sundur i hreinsivökvanum. 3. Hér á landi eru framleidd herraföt úr barmfóðri, eða milli- fóðri, sem aflagast í hreinsun. 4. Okkur vitanlega, þola flikur úr loðskinni, rúskinni, „mokka“ og leðurflikur hvorki „venjulega“ hreinsimeðferð í efnalaug sé það sem stundum er kallað fljót- hreinsun, eða þurrhreinsun í litl- um sjálfvirkum vélum. Skinn eru mjög vandmeðfarin í hreinsun og seljendur ættu að brýna fyrir kaupendum að hreinsa þurfi þess- ar flíkur á sérstakan hátt þar eð venjulega eru engar leiðbeining- ar saumaðar á flíkina sjálfa. Frekari upplýsingar um þessi atriði varða alla neytendur og óskast birtar i fjölmiðlum. Ragnar Tómasson: Kastljósþáttur um Fast- eignamiðlun ríkisins EFTIRFARANDI langar mig að biðja Mbl. fyrir, til glöggvunar þeim, er fylgdust með Kastljósi s.l. föstudag. Vegna tfmaleysis varð stjórn- andi að fella niður m.a. það sem hér greinir: 1. Flutningsmenn tillögunnar um Fasteignamiðlun rikisins segja í greinargerð að fáir fast- eignaeigendur hagnist á verð- bólgu. Hér eru höfð endaskipti á staðreyndum. Langflestir kaupa eða byggja fyrir lánsfé. Sá sem i upphafi skuldar allt húsverðið, skuldar það kannski aðeins að hálfu eftir 2 ár. Gifurleg eignar- færsla á sér því stað frá sparifjár- eigendum til lántakenda. 2. Fasteignamiðlun rfkisins á að stuðla að lækkun fasteignaverðs án lagaboða eða banna. Spurt var og spurt er: Hvernig? 3. Fasteignamiðlun ríkisins á að selja þjónustu sina á kostnaðar- verði. Ríkisstarfsmaður kostar ekki undir 2000 kr. á klst. Sölu- laun til Fasteignaþjónustunnar fyrstu níu mánuði ársins, svo dæmi sé tekið, jafngilda tekjum að fjárhæð 1800—1900 á hverja vinnustund. Af þvf greiðast laun, húsaleiga, auglýsingar, simi, bif- reiðakostnaður o.fl. Og að lokum: Við getum ekki sagt hvernig Sjúkrahótel- inu sérlega veltekið aí utan- bæjarfólki Á AKUREYRI verður í byrjun janúar opnað sjúkrahótel á veg- um Rauða kross íslands, en slíkt hótel hefur verið starfrækt í Reykjavík í tvö ár. Eru þessi hótel rekin í tengslum við sjúkrahúsin, þannig að læknar frá þeim hafa eftirlit með sjúklingum, sem komnir eru út af spítölunum, en eru áfram i meðferð. Veita sjúkrahótelin ekki sérfræði- aðstoð, en trúnaðarlæknir starfar á vegum Rauða krossins í sam- bandi við þau. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar hjá Rauða krossin- um hefur sjúkrahótelinu í Reykjavík verið sérlega vel tekið, og hefur utanbæjarfólki, sem t.d. á við erfið beinbrot að stríða eða er í nokkurra vikna geislameð- ferð, mikið notað hótelið. markaðsverð ákvarðast heldur að- eins upplýst hvað það sé. Þar kemur til álita staðsetning, frá- gangur íbúða, sameign o.fl. Sömu vinnubrögð notar Fasteignamat ríkisins og vænti ég þó ekki að Ingi Tryggvason saki þá stofnun um að draga taum seljanda. Virðingarfyllst, Ragnar Tómasson. IV d%\V er eitt af þeim nýju glæsilegu ► iflu lÆXf hljómtækjum sem við höfum nú á boðstólum í hinni nýju verzlun okkar, að Ármúla 38. Auk hljóm rtv tækjaúrvals, þá bjóðum við heyrnartæki, ^ töskur fyrir kasettur. Ný sending af Scott mögnurum og Fisher hátölurum komin, að ógleymdu MIKLU ÚRVALI AF HLJÓMPLÖTUM OG KASETTUM. Jólatréssalan er í fullum gangi ITKuM' Ókeypis nælonnet pökkun. — Verzlið timanlega — Opið kl. 10-22 alla daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.