Morgunblaðið - 16.12.1976, Side 38

Morgunblaðið - 16.12.1976, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Steinunn S. Magnús- dóttir—Minningarorð 1 blóma lífs míns kynntist ég Steinunni Magnúsdóttur. Alla mína æfi er ég þakklát fyrir þau kynni. Á aðventu frétti ég að Steinunn væri öll. Það setti að mér trega, og ég felldi tár. Þess vegna rita ég þessar línur. Hún hafði tekið mig í sitt hlýja, sterka fang, og hvítu lokkarnir hennar léku um vanga mina ungrar. Brosið hennar og birtan, sem af því stafaði, var fáu líkt í minum augum. Hvar sem hún gekk, fannst mér fara kona, sem við allar hinar ættum að reyna að likjast. Hún var stór í sniðum og sterk. Hún var falleg, greind og gáfuð, en þó um fram allt góð. Og henni var í blóð borin göfugmennska, veglyndi og tign. Aðdáun fyllir huga minn, sökn- uður brjóst mitt. Ég kveð Stein- unni um sinn-aneð virðingu og þökk. Bryndfs Jakobsdóttir. Biskupsfrú Steinunn Sigriður Magnúsdóttir frá Gilsbakka verður jarðsungin í dag. Ekki er þörf að rekja ættir hennar, enda eru þær landskunnar. Öllum sem kynntust frú Steinunni verður hún ógleymanleg. Framganga hennar öll og framkoma var svo tíguleg og höfðingleg, að ekki varð hjá þvi komist, að menn veittu henni athygli. Sjálf sagði hún mér einu sinni frá því, að erlendur maður hefði stöðvað sig á götu, og beðið um að fá að taka mynd af þeim hjónum, en þá var hún á gangi með manni sínum, Ásmundi Guðmundssyni, biskup, og var hún þá klædd islenskum búningi, sem hún ætið hélt tryggð við. Þeim sem þetta ritar verður minnisstætt, að hann á unga aldri kynntist bróður Steinunnar, Pétri Magnússyni, hæstaréttarlög- manni. Pétur heitinn var einhver glæsilegasti lögmaður, sem undir- ritaður hefir kynnst. Hann átti til það lítillæti, að taka ungum manni, nýkomnum frá prófborð- inu, eins og jafninga sínum. I málflutningi var hann svo sterkur og sannfærandi að jafnvel sem andstæðingi hans fannst manni, að hann hefði á réttu að standa. Drengskapur hans og ráðlegging- ar gagnvart mér, er ég flutti sem mitt fyrsta prófmál í Hæstarétti eitthvert erfiðasta mál, sem þar hefir verið til meðferðar, gleym- ist mér ekki, en Pétur var með- verjandi minn í því máli. Hann vissi hvað ég sem prófmaður mátti ganga langt í málflutningn- um, og benti mér á það. Ég efast um, að við eldri lögmenn séum núna eins hollráðir yngri kolleg- um okkar i stéttinni. — Steinunn Sigríður var lík bróð- ur sínum að öllum mannkostum. Hvergi mátti hún aumt sjá eða vita, án þess að bæta úr eða hug- hreysta. Hún hlaut sínar sorgir og áföll í lífinu, eins og aðrir, en bar það með hetjulund, og barnabörn- um sinum var hún svo góð, að þau munu geyma minningu hennar alla tíð í þakklátum huga sinum. Þar er nú skarð fyrir, þegar amma er farin. — Steinunn heitin var svo einstök kona, að öllum, sem kynntust henni, finnst nú eins og skamm- degisskuggarnir séu þungbærari og tilfinnanlegri en áður. Ég votta fjölskyldu hennar og öllum ást- vinum dýpstu samúð okkar hjón- anna við fráfall hennar. — Egill Sigurgeirsson. Nokkur þakkarorð. I hugum okkar Reykvíkinga hefur Laufásvegurinn nokkra sérstöðu og það með réttu. Þessi fallega gata hefur yfir sér sér- stakan og virðulegan blæ, sem skapast hefur og mótast fyrir til- stilli þess fólks, sem við götuna hefur búið. Laufásvegurinn geymir spor margra og mætra manna og kvenna, og i dag kveðj- um við með söknuði og þökk i huga yndislega konu, sem svo sannarlega setti sinn svip á sitt umhverfi. Móðir mín + ANTONIE LUKESOVA, frá Prag, andaðist í Borgarspítalanum siðar 14 desember Jarðarförin verður auglýst Jarmila Ólafsson Ægir Ólafsson og fjölskylda. + Ástkær móðir min, tengdamóðir. amma okkar og langamma, INGVELDUR INGIBJORG JÓNSDÓTTIR. Ásgarði 14, Reykjavik, lézt hinn 6 desember sl Útför hefur þegar farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu Guðrún G. Hjaltested, Magnús P. Hjaltested, Bruno Hjaltested, ArnfriSurÓ. Hjaltested, Edda Hjaltested, Sveinn Jóhannesson, og barnaböm t Þökknm innilega samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns BJARNA VALDIMARSSONAR, Bólstaðarhlið 35. Áslaug Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þegar ég gekk fyrst á fund frú Steinunnar Magnúsdóttur, var það ekki án kvíða og nokkurrar óvissu. Hún hafði þá nokkrum árum áður orðið fyrir þeirri miklu sorg að sjá á bak syni sin- um ástkærum I hörmulegu slysi, en það varð mitt hlutskipti að giftast ekkju hans. Og hvernig Steinunn tók mér, fyrst og alla tíð, mun ég seint fá þakkað og aldrei gleyma. Ast, umhyggja og ríkur skilningur á fólki og lifinu voru einkenni þessarar mætu konu. Þau verða tómlegri jólin, sem í hönd fara, en á þessari hátíð friðar og kærleika hafði Steinunn jafnan sína nánustu hjá sér að Laufásvegi 75, og þar ríkti alltaf sannkölluð jólagleði og friður. Ég kveð með virðingu fallega og góða konu, drottningu meðal biskupsfrúa, og þakka Guði fyrir að hafa fengið tækifæri til að verða henni samferða þennan spöl lífsleiðarinnar. Pétur Pétursson. Bílgreinasambandið: Arleg bifreiðaskoðun verði færð meir inn á verkstæðin „1 FRAMHALDI þeirra umræðna sem átt hafa sér stað á sfðustu misserum um stöðu bifreiðaeftir- litsins og aðstöðu þess, og vegna samþykktar FfB á aðalfundi þeirra samtaka í fyrra, þá fannst okkur sem við hefðum eitthvað til skoðunarmálanna að leggja, og þvf setti stjórn Bflgreinasam- bandsins (BGS) á laggirnar nefnd til að afla upplýsinga um starfstilhögun bifreiðaeftirlits f nágrannalöndunum, og gera til- lögur um stefnu BGS hvernig bifreiðaskoðun skyldi háttað hér á landi. Þetta er Ifka orðið til að þvf tilefni að við höfum ekki trú á að byggð verði fullkomin og nauð- synleg aðstaða fyrir Bifreiðaeftir- lit rfkisins f framtfðinni, fremur en útvarpshöll o.s.frv., og að tölur þær um slfka aðstöðu sem liggja nú fyrir fjárveitinganefnd Alþingis eru mjög stórar, stærri en við teljum að þurfi til að koma bifreiðaskoðun f gott og hag- kvæmt lag, sérstaklega fyrir neytendurna sjálfa,“ sagði Geir Þorsteinsson formaður Bflgreina- sambandsins á blm.fundi f gær. Það er tillaga nefndarinnar, en í henni voru þeir Jónas Þór Steinarsson skrifstofustjóri BGS, Finnbogi Eyjólfsson verzlunar- stjóri og Jón Bergsson verk- fræðingur, að skoðun bifreiða verði meir færð inn á bifreiða- verkstæðin, þvi núverandi starfs- aðstaða og fyrirkomulag Bifreiða- eftirlits ríkisins sé bæði dýrt, tækniþekking þess oft litil og fyrirkomulagið óhagkvæmt fyrir neytendurna, þ.e. bifreiða- eigendurna. Segja þeir að út- búnaður Bifreiðaeftirlitsins til skoðunar sé fyrir hendi á öllum bifreiðaverkstæðum, og þar sé einnig fyrir hendi öll sú tækni- þekking sem nauðsynleg er, en með þvi að færa skoðunina meir inn á verkstæðin segja þeir að minnka muni mikið snúningar alls konar sem neytandinn verði að ganga í gegnum með núverandi fyrirkomulagi. „Hvað sem úr verður, þá verður Bifreiðaeftirlit ríkisins alltaf æðsti aðili allra mála, og það er síður en svo að við séum að segja þeim fyrir verkum. Við teljum það raunar aðalatriði að byggt verði yfir Bifreiðaeftirlitið, út frá núverandi aðstöðu þess, en okkur finnst bara sem við höfum eitt- hvað til málanna að leggja, og við höfum neytendurna og þjóðar- heald fyrst og fremst í huga. Núverandi fyrirkomulag er óhag- kvæmt fyrir þjóðina auk þess að f raun og veru skortir allar starfs- reglur um bifreiðaeftirlit, og við teljum að koma megi málunum I mjög gott horf án þess að miklir fjármunir þurfi að koma til,“ sögðu þeir félagar. Alit nefndarinnar er annars eftirfarandi: „Nefndin leggur til, að stefnt verði að því að breyta umferðar- lögum frá 23. apríl 1968 I þá átt, að þau bifreiðaverkstæði, sem þess óska og til þess eru útbúin að mati þar til kvaddra og dómbærra aðila, fái heimild til að annast lögboðna skoðun að öllu leyti eða hluta til, sé um sér þjónustu verk- stæða að ræða. Að sjálfsögðu verði þessi skoð- un framkvæmd undir yfirumsjón Bifreiðaeftirlits ríkisins, er hefur fulla heimild til að endurskoða bifreiðir á verkstæðunum eða i sínum eigin skoðunarstöðvum, auk þess, sem Bifreiðaeftirlit ríkisins fylgist að staðaldri með þeim bifreiðaverkstæðum, sem framkvæma skoðun. Forsenda þess að bifreiða- verkstæðin geti tekið að sér lög- boðna skoðun ökutækja er að fyrir hendi séu starfsreglur um skoðun, en engar heildarreglur um þessi efni eru nú til. Bíl- greinasambandið er reiðubúið að tilnefna menn í starfsnefnd til að semja slikar reglur. Nefndin telur nauðsynlegt, að fulltrúar Bil- greinasambandsins eigi aðild að samningu þessara starfsreglna, þar sem félagar Bílgreinasam- bandsins hafi undir höndum veigamiklar upplýsingar frá framleiðendum bifreiða varðandi slitmörk o.fl. Nefndin telur, að slíkar starfs- reglur muni draga úr óþarfa ágreiningi um bifreiðaskoðun milli bifreiðaeigenda og verkstæða annars vegar og Bifreiðaeftirlits rikisins hins vegar. Nefndin visar til fyrri samþykkta aðalfunda Bílgreina- sambandsins um starfsaðstöðu Bifreiðaeftirlits ríkisins, sem hún telur algjörlega óviðunandi og áréttar, að starfsaðstaða þess verði stórlega bætt frá þvi sem nú er. Nefndin telur, að nýtt fyrir- komulag þar sem hluti ökutækja verði skoðaður á viðurkenndum verkstæðum, jafnframt sem starfsaðstaða Bifreiðaeftirlits ríkisins verða stórlega bætt, muni stuðla að virkara og raunveru- legra eftirliti með ástandi öku- tækja og þar með auknu umferðaröryggi. Auk þess muni skoðunar- kostnaður bifreiða lækka í heild. Þá mun þessi nýbreytni minnka snúninga og umstang bifreiða- eigenda að mun, dreifa skoðun- inni á lengri tima og færa hana af annatíma verkstæða." SVAR MITT np EFTIR BILLY GRAHAM \MX Senn lýk ég námi ( menntaskóla. Vinsamlegast segið mér, hvernig ég get komizt að raun um, hvað Guð vill varðandi Hf mitt. Guð hefur ákveðna fyrirætlun með lif yðar. Það má vera, að hann sé að kalla yður til þess að þjóna sér sem prestur, kristniboði eða kennari. En hafið þetta í huga: Vilji hann, að þér verðið kaupmaður, iðnaðarmaður eða lögfræðingur, þá er það sú háa köllun, sem hann kallar yður til. Takið henni, og reynið að vegsama hann í jafnríkum mæli og þótt þér gegnduð öðru starfi. Sé sá einhver, sem vill í sannleika vita, hver vilji Guðs er varðandi líf hans, þá getur hann farið einfalda leið til að komast að niðurstöðu. Hann á að lúta Guði í hjarta sínu og lífi og vera fús til að gera vilja hans, hver svo sem hann reynist vera. Guð lætur ekki að sér hæða. Hann vill vita, hvort þér spyrjið af einlægni eða ekki. Hann hefur heitið okkur aftur og aftur í Biblíunni að leiðbeina þeim, sem biðja hann þess í trú. Hér er eitt fyrirheit hans: „Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta." (Orðskv. 3,5—6). Þetta er loforð Guðs sjálfs, og hann mun efna það. Gefið yður á vald honum og syni hans, Drottni Jesú Kristi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.