Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Stefán og Valbjöm jafna íslandsmet STEFÁN Hallgrímsson og Valbjörn Þorláksson jöfnuðu íslandsmetið t 50 m grindahlaupi innan húss á innanfélagsmóti ÍR í Baldurshaga í fyrrakvöld, þegar þeir hlupu báðir á 6.8 sekúndum. Þriðji I hlaupinu var svo Jón S. Þórðarson á 6.9 sek., sem er hans bezti árangur, og jafn- framt islenzkt unglingamet. Að sögn framkvæmdaraðila mótsins voru klukkurnar eitthvað ekki upp á það bezta, því Stefán var greinilega á undan Valbirni, og mið- að við mannlegan hraða og hraða Ijóss þá hefði átt að vera tíma- mismunur á þeim tveimur, Stefáni og Valbirni. Siðan hafi Jón verið einnig nokkuð á eftir Valbirni, þannig að tími hans sé einnig vefengjanlegur, nema þá að timi fyrsta manns hafi verið rangt tekinn, og átt að vera 6.7 sek. Atvik sem þetta, þ.e. að tímatöku beri ekki saman við raunveruleik- ann, er alltof algengt hérlendis og kemur meira og minna fyrir á hverju móti, og sennilega er hægt að kenna hvoru tveggja um, klukkunum og þeim sem timana taka. Er það ekki verkefni fyrir FRÍ að standa fyrir námskeiði i timatöku hér á höfuð- borgarsvæðinu, þvi þessi vandræði koma upp á hverju einasta frjáls- íþróttamóti? Arangur Stefáns i grindahlaupinu er annars athyglisverður þegar það er haft i huga að þetta er fyrsta keppni hans i greininni Í mjög langan tima, þvi á sl. sumri gat hann ekkert beitt sér í þessari grein vegna meiðsla sem hann hlaut í byrjun sumars. Þá eru framfarir Jóns 'Sævars stórstígar og ekki að efa að hann mun velgja þeim Stefáni og Valbirni undir uggum á sumri komanda, ágás V : K,* * ^ J j Þrumuskot Geirs Hallsteinssonar á leið f danska markið f leiknum s.l. sunnudag. Ljósm. S.S. Tel íslenzka liðið - sagði landsliðsþjálfarinn Janusz STJÓRN Handknattleikssambands íslands efndi til blaðamannafundar í gær, og kynnti þar danska og Islenzka landsliðið sem leika munu þrjá landsleiki um helgina. Verður fyrsti leikurinn á föstudagskvöld, kl. 21.00, annar leikurinn I Vestmanna- eyjum kl. 14.00 á laugardegi og eiga góða Cerwinski þriðji leikurinn í Laugardalshöllinni kl. 20,30 á sunnudaginn. íslenzka landsliðið, sem leikur þessa leiki, verður eins skipað og það var í Mynd þessa tók Sigtryggur Sigtryggsson f Berlfn f sfðustu viku er Ólafur Jónsson og Axel Axelsson mættu þar til viðræðna við þá Birgi Björnsson, formann landsliðsnefndar og Januz Cerwinski landsliðsþjálfara. Frá vinstri ólafur, Janusz, Birgir og Axel. Alh ,bendir til að Axel og Olafur verði með í HM ALLAR Kkur benda til þess að Ólafur H. Jónsson og Axel Axels- son, sem leika með vestur-þýzka liðinu Dankersen, taki þátt ( und- irbúningi íslenzka landsliðsins fyrir B-heimsmeistarakeppnina I Austurrlki og verði með (leikjum þess þar. Það kann þó að setja strik ( reikninginn að lið þeirra komst áfram f Evrópubikar- keppninni. — Við höfum mikinn áhuga á að fá þá Axel og Ólaf inn i liðið, sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar HSl, á fundi með fréttamönnum í gær, — og þeir hafa einnig mikinn áhuga á því að leika með okkur. — Hins vegar liggur það fyrir að til þess að þeir komi að tilætluðum notum er nauðsynlegt að þeir æfi með landsliðinu og komist vel inn I það sem það ætlar að gera. Axel Axelsson kemur heim núna um jólin og mun þá æfa með landslið- inu til 8. janúar, en þá heldur hann utan. Dankersen á svo leik í þýzku keppninni 15. eða 19. jan- úar og strax að þeim leik loknum munu þeir koma hingað heim til æfinga og þá sennilega taka þátt í landsleikjunum við Pólland. 29. janúar eiga þeir aftur leik með Dankersen, en ætlunin er að þeir komi heim 31. janúar og verði hér við æfingar fram til 11. febrúar. Taka þeir þá þátt f leikjum ís- lenzka landsliðsins við Vestur- Þjóðverja. Sfðan halda þeir utan og munu ekki æfa meira með landsliðinu, en koma til móts við það í Austurríki og taka þátt í æfingaprógrammi liðsins fyrir B- keppnina, en ætlunin er að ís- lénzka liðið dvelji í vikutíma í Austurríki fyrir keppnina og leiki þar æfangaleiki við austurrisk lið. — Takist þeim Ólafi og Axel að taka þátt í landsliðsæfingunum á þessu tímabili, er ég viss um að það nægir þeim til þess að falla vel inn i hópinn og leikkerfi liðs- ins, sagði Birgir Björnsson á fundinum f gær. Þá kom einnig fram að vonir standa til þess að Árni Indriðason geti hafið æfingar með landsLð- inu eftir áramótin, en hann hefur verið önnum kafinn f námi sínu að undanförnu. Kom fram hjá Januszi Cerwinski, landsliðsþjálf- ara, að hann hefur mjög mikið álit á Arna sem varnarleikmanni, en landsliðsþjálfarinn lét svo um- mælt á fundinum í gærkvöldi að vörnin væri veikasta hlið islenzka liðsins og raunar allra íslenzkra félagsliða. Sagði hann að það væri raunverulega ekki nema eitt ís- lenzkt lið sem léki sæmilega vörn, Valur. Janusz sagði ennfremur, að íslenzka landsliðið hefði tæp- ast yfir nema tveimur góðum varnarleikmönnum að ráða um þessar mundir, þeim Þórarna Ragnarssyni og Þorbirni Guð- mundssyni. — Við verðum að leggja aðaláherzluna á að bæta varnarleikinn, og þar er mikið verk sem þarf að vinna, sagði Janusz. sjgurmöguleika keppnisferðinni til Austur-Þýzkalands, og Danmerkur á dögunum. með þeirri undantekningu, að í landsliðshópinn er nú valinn fjórði markvörðurinn, Örn Guðmundsson úr ÍR Þarf það val ekki að koma á óvart, þar sem Örn hefur staðið sig með ágætum í leikjum ÍR- liðsins í vetur og átti einnig ágæta leiki með pressuliðinu, þá er það mætti landsliðinu á dögunum. Þá er Sigurður Sveinsson einnig aftur í landsliðshópn- um. íslenzka liðið verður þannig skipað — tala landsleikja viðkomandi leik- manna i sviga Markverðir Ólafur Benediktsson, Val (60) Gunnar Einarsson, Haukum (24) Kristján Sigmundsson, Þrótti (1) Örn Guðmundsson, ÍR (0) Aðrir leikmenn: Jón H Karlsson, Val (36) Bjarni Guðmundsson, Val (8) Þorbjörn Guðmundsson, Val (8) Geir Hallsteinsson, FH (89) Viðar Símonarson, FH (89) Þórarinn Ragnarsson, FH (9) Viggó Sigurðsson, Víkingi (1 6) Björgvin Björgvinsson, Víkingi (82) Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi (2) Magnús Guðmundsson, Víkingi (3) Ólafur Einarsson, Vikingi (29) Ágúst Svavarsson, ÍR (21) Sigurður Sveinsson, Þrótti (0) Danska liðið Danska landsliðið sem hingað kemur verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Kay Jörgensen, Stjernen (14 7) Mogens Jeppesen, Fredericia KFUM (5) Johnny Piechnik, HG (36) Anders-Dahl-Nielsen Fredericia KFUM. (70) Heine Sörensen, Fredericia KFUM (22) Michael Berg, Holte (8) Sören Andersen, Fredericia KFUM (35) Flemminq Hansen, Fredericia KFUM (74) Sören Skouborg, Skovbakken (0) Ole Madsen, Fredericia KFUM (5) Lars Avngaard, MK 31 (8) Henrik Jacobsgaard, Saga (22) Jesper Petersen, Fredericia KFUM (43) Erik Bue Petersen, Skovbakken (11) Danska landsliðið er að mestu skipað sömu mönnum og léku við íslendinga í Bröndbyhallen í Kaup- mannahöfn s.l. sunnudag Þeir þrír leikmenn sem þá léku með en koma ekki hingað voru þeir Thomas Patzyj, Lars Bock og Thor Munkager Tveir þeir fyrrnefndu leika með sænska liðinu Olympia, og gátu ekki fengið leyfi þess til íslandsferðarinnar en Munkager mun ekki hafa getað fengið leyfi frá vinnu sinni. Þá var álitið að Flemming Hansen gæti ekki tekið þátt í ferðinni til íslands, en hann er talinn með í liði því sem Danir gáfu HSÍ upp, og sögðu forráðamenn HSÍ á fréttamannafundinum í gær, að þeir teldu mjög líklegt að Hansen væri með, þar sem danska sambandið væri jafnan mjög nákvæmt þegar það gæfi upp nöfn leikmanna, og fljótt að láta vita, ef breytingar yrðu Góðir sigurmöguleikar Fram kom á fundinum að forráða- menn HSÍ og pólski landsliðsþjálfarinn Janusz Cerwinski eru mjög bjartsýnir á að íslenzka landsliðinu takist að vinna leiki sína við Dani að þessu sinni — Það þurfti mikla heppni þeirra til þess að ná fram sigrinum í Kaupmanna- höfn, sögðu þeir, — og víst er að alltaf munar miklu að leika á heimavelli, ekki sízt þegar keppt er við Dani, en þá eru áhorfendur venjulega vel með á nótun- um og veita okkar mönnum góðan stuðning Þótt tíminn fyrir þessa heimsókn geti ekki talizt góður, von- umst við fastlega til þess að íslenzkir handknattleiksunnendur láti ekki deigan síga, mæti á leikinn, og hvetji okkar lið til sigurs Fá 7000 kr. f dagpeninga Það kom fram á fundinum l gær, að HSÍ verður að greiða Dönum allan kostnað af ferðalagi þeirra hingað. — Okkur þykir það auðvitað dálítið hart, en það var ekki um annað að gera. sagði Sigurður Jónsson, formaður sambandsins — Við erum nýkomnir frá Danmörku þar sem við greiddum mestan hluta kostnaðarins sjálfir. HSÍ verður t d að greiða aönsku leik- mönnunum dagpeninga i þessari ferð, og er það upphæð sem nemur um 300,000,00 kr. Mun því láta nærri að hver danskur handknattleiksmaður hafi um 7000,00 kr. á dag í dagpeninga, en geta má þess að íslenzku leikmennirnir fá ekki nema um 2,500,00 á dag þegar þeim eru greiddar bætur fyrir tapaða vinnu vegna keppnisferða íslenzka landsliðs- ins. DANKERSEN KOMST ÁFRAM VESTUR-þýzka handknattleiks- liðið Gun-Weiss Dankersen sem þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með tapaði seinni leik slnum ( Evrópubikarkeppni bikarhafa við sænska liðið Heim, 16—17 ( fyrrakvöld, er leikið var í Gautaborg. Staðan ( hálfleik var 10—7 fyrir Heim. Dankersen kemst eigi að sfður áfram, þar sem liðið vann fyrri leikinn 21—18 og markatalan eftir leik- ina tvo er þvf 37—35 fyrir Dankersen. Erfiðlega gekk að afla frétta af leik þessum ( gær, en eftir þvf sem næst verður komizt var þarna um mjög harðan og jafnan leik að ræða. Sænska liðið hafði jafnan frumkvæðið f leiknum og náði 4 marka forystu um tfma f fyrri hálfleik. Undir lok leiksins sótti Ðankersen svo I sig veðrið og . tókst að tryggja sér áframhald- andi keppnisrétt f Evrópubikar- keppninni. tslendingarnir tveir, Ólafur og Axel, voru sagðir beztu menn Dankersenliðsans f leiknum, en ekki tókst Morgunblaðinu að fá vitneskju um hversu mörg mörk þeir skoruðu f leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.