Morgunblaðið - 16.12.1976, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
47
Margir danskir knattspyrnumenn leika með v-þýzkum liSum og hafa getið sér
þar gott orð. fáir þó eins og Allan Simonsen. sem átti stjörnuleik með liði
slnu s.l. laugardag. Mynd þessi er af Preben Larsen sem leikur með FC Köln
og þykir einn af beztu mönnum liðs slns.
Ford sigraði í
Crystal Palace
víðavangshlaupinu
Bernie Ford frá Bretlandi sigraði I
miklu vlSavangsklaupi sem fram fór I
London á sunnudaginn. Hófst hlaup
þetta og lauk á Crystal Palace-
leikvanginum, en vegalengdin sem
var hlaupin var 8.580 metrar. Tlmi
Fords var 26.20 mín. í öðru sæti
varð Dave Black frá Bretlandi á
26.22 mln., þriðji varð Carlos Lopez
frá Portúgal á 26.26 mín.. Dave
Moorcroft frá Bretlandi varð fjórði á
26.30 mln. og fimmti varð Mark
McLeod frá Bretlandi á 26.33 min.
HEIMSMET
Sovétmaðurinn Yurik Vardanyan
setti nýtt heimsmet ( snörun ( 75
kg þyngdarflokki lyftinga á móti
sem fram fór f Moskvu um helg-
ina. Lyfti hann 155.5 kg og bætti
metið sem Búlgarinn Iordan
Mitkov átti um 0.5 kg.
Simonsen færði Borussia sigur
í leik liðsins við Bayem Miinchen
Á LAUGARDAGINN fór fram 17. stórkostlega góð. Það var hinn voru um 54 þúsund talsins.
umferð vestur-þýzku 1. deildar
keppninnar ( knattspyrnu — og
var það sfðasta umferðin fyrir
fimm vikna langt vetrarhlé sem
jafnan er gert f Vestur-
Þýzkalandi kringum jól og nýjár.
Ljóst má vera að baráttan um
þýzka meistaratitilinn verður
geysilega hörð og spennandi f ár,
og er það mál manna að sjaldan
eða aldrei hafi knattspyrnan f
Þýzkalandi verið betri en einmitt
nú. Hafa margir leikirnir hingað
til boðið upp á mörg mörk sem
skoruð hafa verið eftir glæsilegar
sóknarlotur og yfarleitt er sóknar-
knattspyrna mun meira áberandi
f Þýzkalandi en verið hefur.
Sá leikur sem vakti mesta at-
hygli á laugardaginn var viður-
eign risanna Borussia Mönchen-
gladbach og Bayern Milnchen, en
leikur þessi fór fram á heimavelli
Borussia, Bökkelberg Stadium, að
viðstöddum 34.500 áhorfendum
og fengu þeir sannarlega nokkuð
fyrir aurana sfna, þvf knattspyrn-
an sem liðin buðu upp á var oft
danski miðherji Borussia Mön-
chengladbach, Allan Simonsen,
sem tvimælalaust var maður
þessa leiks. Sýndi hann oft stór-
kostleg tilþrif og það var hann
sem skoraði eina mark leiksins á
52. mínútu. I seinni hálfleik sótti
Bayern Munchen mun meira og
þá komst hinn sænski leikmaður
liðsins Conny Torsteinsson einu
sinni í dauðafæri, en brást boga-
listin í skoti sínu. Knötturinn fór í
stöng og hrökk þaðan út á völlinn,
þar sem Borussiamönnum tókst
að bægja hættunni frá.
Liðið sem var mótherji ÍBV í
Evrópubikarkeppni bikarhafa,
Hamburger SV, tapaði leik sínum
við VFL Bochum á útivelli á laug-
ardaginn. I leik þessum skoraði
Kaczor þrennu fyrir Bochum, en
fjórða mark liðsins gerði Köper.
Bæði mörk Hamburger SV skor-
aði Steffenhagen.
Þá vakti leikur Borussia Dort-
mund og Schalke 04 mikla at-
hygli, en áhorfendur á honum
Schalke náði snemma forystu í
leiknum með marki Bongartz, en
Hartl jafnaði fyrir Borussia á 26.
mfnútu. A 37. mínútu fékk
Schalke svo á sig sjálfsmark, en
Lippens tókst að jafna metin
skömmu fyrir leikslok.
Staðan f v-þýzku 1. deildar
keppninni, þegar vetrarhléið
hefst er þannig að Borussia Mön-
chengladbach hefur dágóða for-
ystu og er Iiðið með 27 stig, eftir
17 umferðir. Eintracht Brauns-
wick er í öðru sæti með 23 stig, og
Bayern Munchen er f þriðja sæti
með 22 stig. Siðan koma: Hertha
Berlín með 21 stig, FC Köln með
20 stig, Schalke 04 með 20 stig,
Duisburg með 19 stig, Dortmund,
Bremen, Bochum, Dusseldorf og
Hamburger SV hafa 17 stig,
Frankfurt og Karlsruhe eru með
14 stig, Kaiserlautern með 12 stig,
Tennis Borussia með 10 stig,
Saarbrueck með 9 stig og á botn-
inum er svo Rot-Weiss Essen með
8 stig.
Skautafólk bvrjar vertíðina vel
SOVÉZKA stúlkan Vera Krasnova
náði bezta tlma I 500 metra skauta-
hlaupi sem kona hefur náð I heimin-
um á þessu ári er hún hljóp á 42.88
sek. á móti sem fram fór I Vestur-
Berlin um helgina, en rösklega 40
skautahlauparar frá átta löndum
tóku þátt I móti þessu. Skilyrði til
keppni þóttu ekki sem bezt og afrek
sovézku stúlkunnar þvl þeim mun
athyglisverSara þess vegna. Önnur I
hlaupinu varð ung hollensk stúlka
Haitske Pijlman sem hljóp á 44. 19
sek. og þriðja varð Sylvia Burka frá
Kanada sem hljóp á 44.23 sek.
í 100 metra hlaupi kvenna sigraði
hins vetar Ute Dix frá Austur-
Þýzkalandi á 1:29.11 min., sem einn-
ig er ágætur timi. í öðru sæti varð Sitie
van der Lende frá Hollandi á 1:30 60
mln. og þriðja varð Sylvia Burka frá
Kanada á 1:30.96 min.
Mjög hörð keppni var i 500 metra
hlaupi karla Sigurvegari varð Yevgeni
Kulikov frá Sovétrikjunum, gullverð-
launahafi frá Olympiuleikunum i Inns-
bruck en hann hljóp á 39.04 sek. í
öðru sæti varð Alexander Safronov frá
Sovétríkjunum á 39.20 sek , Sies
Uilkema frá Hollandi varð þriðji á
39 57 sek. og i fjórða sæti varð Norð-
maðurinn Per Björang á 39.65 sek
Alls hlupu 9 hlauparar á betri tima en
40 sek.
( 100 metra hleupinu sigraði svo
Johan Granath frá Svíþjóð á 1:19.63
min., Kulikov varð annar á 1:20.02
min. og i þriðja sæti varð Jon Didrik-
sen frá Noregi á 1:20.37 mín.
En skautamenn voru viðar á ferðinni
en i Berlln um helgina Norðmenn
héldu mikið skautamót í Kongsberg og
bar þar helzt til tíðinda að Stens-
hjemmet sigraði I 3000 metra hlaupi á
4:14.5 min. og varð á undan hinum
þekkta hlaupara Sten Stensen sem
hljóp á 4:18 4 mln Norðmaður varð
einnig í þriðja sæti, var það Erik Stor-
holt sem hljóp á 4:1 9.0 min.
Þá fór fram um helgina landsleikur I
Isknattleik milli Svia og Tékka. Leikið
var I Prag og lauk leiknum með óvænt-
um sigri Svia 3—1 Var þessi sigur
Svia fyllilega verðskuldaður og hefði
eftir atvikum átt að vera enn stærri.
Dómarinn átti lögregl-
unni líf srtt að launa
LITLU munaði að illa færi er
knattspyrnulandsliðsmenn
Kúbu réðust á Jose Luis
Montagne knattspyrnudómara
frá Puerto Rico sem <j,æmdi leik
þeirra og Haiti f undankeppni
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu, en leikur þessi fór
fram í Port au Prince á Haiti á
sunnudaginn. Vildi það dómar-
anum til að lögreglumenn
brugðu skjótt við og komu hon-.
um til aðstoðar, en þá höfðu
kúbönsku knattspyrnumenn-
irnir veitt honum töluverða
áverka.
Jafntefli varð í leik þessum
1—1, en liðin höfðu keppt fyrr 1
mánuðinum í Havana á Kúbu
og þá einnig gert jafntefli.
Þurfa þau því að leika aukaleik
um sæti í sex-liða undankeppni
heimsmeistarakeppninnar, en
það lið sem sigrar f þeirri
keppni kemst til Argentínu. I
umræddum leik í Port au
Prince skaði Kúba mark á 78.
mínútu, en Haiti jafnaði sex
mínútum sfðar. Á 85. mínútu
skoraði Kúba annað mark, en
dómarinn dæmdi það af og rak
síðan einn af leikmönnum
Kúbu af velli fyrir mótmæla
Strax og dómarinn flautaði
leikinn af réðust svo Kúbu-
mennirnir á hann og börðu og
spörkuðu.
FRAMSTÚLKUR GEFA ÚT PLATTA
STULKUR f handknattleiksdeild
Fram hafa nú ráðist f að gefa út
veggplatta' „Framplattann“ eins
og þær kalla hann. Komu plattar
þessir f þær verzlanir sem sjá um
sölu þeirra nú um helgina, og er
það von stúlknanna að Framarar,
yngri sem eldri festi kaup á
þessum skemmtilega hlut. Verð
plattans er kr. 3.200.- og verður
hann til sölu f Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar og f Iþrótta-
húsi Álftamýrarskóla. Einnig eru
gefnar upplýsingar um sölu á
plattanum f sfma 84212.
Stúlkurnar gefa plattann út f
fjáaöflunarskyni vegna þátttöku
sinnar f Evrópubikarkeppni
meistaraliða f handknattleik, en
sem kunnugt er voru Framstúlk-
urnar svo óheppnar að dragast á
móti júgóslavneska liðinu
Randnici, þannig að ferðakostn-
aður þeirra er gffurlega mikill,
og verða þær sjálfar að afla
þeirra peninga sem þarf til ferð-
arinnar.
Breitner dæmdur í sekt
VESTUR-ÞYZKI knattspyrnu-
maðurinn Paul Breitner, sem nú
leikur með spánska liðinu Real
Madrid var um helgina dæmdur
til þess að greiða 18.000 marka
sekt fyrir ólöglegan vopnaburð.
Var það dómstóll f Munchen sem
kvað upp dóminn.
Það var 11. júlf s.l. sem Breitner
var handtekinn f flughöfninni i
Miinchen og bar hann þá á sér
skammbyssu af gerðinni Beretta
6,35. Sagðist Breitner hafa þegið
byssu þessa að gjöf frá lögreglu-
manni árið 1971 „til þess að ég
gæti varið mig og fjölskyldu
mina“, eins og hann orðaði það i
réttinum. Saksóknari krafðist
þess að Breitner yrði gert að
greiða 36.000 mörk f sekt, með
tilliti til þess hve tekjur hans
væru miklar. Þess má svo geta að
Breitner hefur bæði v-þýzkt og
spánskt byssuleyfi, en Þjóðverjar
taka ekki með neinum silkihönsk-
um á þeim sem bera vopn í flug-
höfnum.
Týr sigraði í Eyjaslagnum
TYR sigraði f „Eyjaslagnum" f
3. deildinni f handknattleik s.l.
laugardag, sigraði Þór með 23
mörkum gegn 20. Leikurinn
átti að hefjast kl. 16 en ófært
var til flugs og þvf engir dómar-
ar mættír. Dómararnir, Árni
Júlfusson og Vilhjálmur Jóns-
son, létu sér þó ekki muna um
það að taka sér far með
Herjólfi og var þeim fagnað
sem þjóðhöfðingjum er þeir
gengu f salinn kl. 19 rjóðir og
sællegir eftir 5 klst. siglingu f
SA rokinu. Sjávarloftið hefur
Ifka gert þeim gott eitt, þvf þeir
dæmdu leikinn af stakri prýði.
Um leikinn er það að segja,
að hann var allan timann mjög
jafn en Týr þó lengstum méð
forustuna og hafði yfir í hálf-
leik 12—10. Er 10. mín. lifðu af
s.h. náði Þór að jafna og komast
yfir 18—17. Týr jafnaði þó
fljótlega aftur og þegar rúmar 2
mín. voru eftir var staðan
21—20 fyrir Tý. Var nú allt
komið á suðupunkt i húsinu og
stemningin gífurleg. Þá gerðist
það að tveimur Týsurum er vís-
að af leikvelli með hálfrar mfn.
millibila Þrátt fyrir þetta hélt
Týsliðið sínum hlut lék uppá
það að láta andstæðinginn
brjóta af sér og það sem meira
er, skoraði tvö mörk þótt
tveimur færri væru á vellinum.
Sigur Týs, 23—20 var þvi stað-
reynd og fögnuður þeirra og
stuðningsfólks þeirra var
óstjórnlegur.
Sigurlás Þorleifsson var
maður dagsins hjá Tý, mjög
snöggur og lipur spilari. Einnig
átti Haraldur Óskarsson góðan
leik og skoraði mörg mörk
þegar Sigurlás var tekinn úr
umferð. Eins og fyrr bar
Hannes Leifsson höfuð og
herðar yfir meðspilara sina I
Þór og skoraði helming marka
liðsins þó hann væri lengstum í
strangri gæslu.
Mörk Týs: Sigurlás Þorleifs-
son 9, Haraldur Óskarsson 7,
Páll Guðlaugsson 3, Hjalti
Eliasson 2, Ingibergur Einars-
son 1, Snorri Rútsson 1.
Mörk Þórs: Hannes Leifsson
10, Herbert Þorleifsson 3, As-
mundur Friðriksson 2,
Erlendur Pétursson 2, Stefán
Agnarsson 2, Arngrímur
Magnússonl. —hkj.