Morgunblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Sjðtugur: Maríus Helgason umdæmisstjóri Maríus Helgason, umdæmis- stjóri Pósts og slma á Akureyri og fyrrv. forseti Sambands ísl. berklasjúklinga er 70 ára í dag. Hann fæddist á Stokkseyri þann 22. des. 1906, sonur Helga Halldórssonar trésmiðs þar og konu hans Guðrúnar Benedikts- dóttur. Með foreldrum sínum fluttist hann á unga aldri til Reykjavikur og lauk þar loft- skeytaprófi 1925. Hann var um allmörg ár loft- skeytamaður á togurum Kveld- úlfs, en 1934 réðst hann til Lands- slmans og hefir starfað þar óslitið síðan. Hjá Landsslmanum vann Maríus hin fjölbreyttustu störf, hann byrjaði þar á skólaaldri sem sendill, vann slðan alllengi á loft- skeytastöðinni gömlu I Reykjavík og síðar á ritsímastöðinni. Varðstjóri við ritsímann I Reykjavík var hann á árunum 1951—1956. Árið 1956 varð mikil breyting á högum Marlusar. Það ár var honum veitt embætti stöðvarstjóra Pósts og síma á ísa- firði og þar bjó hann til ársins 1966 er hann gerðist umdæmis- stjóri Landssímans á Akureyri. Þvi starfi gegndi hann þar til nú nýlega að hann lét af störfum vegna aldurs. Þótt starfsferill Maríusar sé langur og starf hans með miklum ágætum hjá einni þörfustu þjónustustofnun landsmanna, Landssíma íslands, þá er þar þó ekki nema hálf saga Maríusar um framlag hans til framfara og þróunar síðustu áratuganna. Alla sina starfsævi hefir hann unnið mikið og óeigingjarnt félagsmála- starf jafnhliða slnu aðalstarfi. Ungur að aldri veiktast hann af lungnaberklum og var sjúklingur á Vlfilsstöðum alllengi. Hann varð þess vegna fljótt virkur félagi I Samtökum berkla- sjúklinga. Eftir að hafa verið I stjórn félagsdeildar SlBS I Reykjavík frá stofnun hennar, þá var hann kjörinn I miðstjórn Sambandsins árið 1942. Skömmu síðar varð hann varaforseti og for- seti Sambands ísl. berklasjúkl- inga var hann á árunum 1946—1956. Vegna veikinda for- seta Sambandsins, Andrésar Straumland, þá kom það I hlut Maríusar sem varaforseta að flytja aðalræðuna við vigslu Reykjarlundar þann 1. febr. 1945. Eftir það gegndi Maríus störf- um sem forystumaður SlBS þar til að hann fluttist til Isafjarðar árið 1956. Forsetastörfum Marlusar verður ekki betur lýst en með oróum Þórðar Benedikts- sonar er tók við störfum hans. Hann sagði: Ferill Maríusar I stöðu forystumanns Sambandsins var bæði þvl og honum til mikils sóma. Framkoma hans öll sómdi vel forystumanni, var I senn virðuleg og prúðmannleg. Störf hans I þágu Samtakanna innti hann af hendi með einstakri alúð og samviskusemi. Hann fylgdist af nákvæmni með öllum daglegum störfum, hvort sem unnin voru I aðalstöðv- um Sambandsins eða úti um byggðir landsins. Persónuleg kynni og góð tókust með honum og öllum trúnaðarmönnum Sambandsins hvar I sveit sem þeir voru settir, enda notaði hann löngum sumarfrf sin til þess að ferðast um landið og heimsækja þá og treysta samstarfið. Þótt Marfus hyrfi úr forystu- störfum hjá SlBS vegna fjarlægð- ar frá aðalstöðvunum, þá er fjarri því að starfi hans fyrir Samtök berklasjúklinga væri þar með lok- ið. Fram á þennan dag hefir hann verið liðtækur og áhugasamur félagi okkar. Maður sem við leit- um gjarnan ráða hjá, áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. En það eru fleiri félög, en StBS sem hafa notið hollráða Maríusar. Hann hefir gegnt ýms- um trúnaðarstörfum I Félagi Isl. simamanna og hann hefir átt sæti i stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Sem meðlimur Oddfellowreglunnar og Lions- félagi, þá hafa honum verið falin ýmis félagsmála- og liknarstörf. Nú síðustu árin hefir hann einnig gerst ákafur talsmaður bættrar aðhlynningar og verndar dýra. Vegna þessara mikilvægu og fjölbreyttu starfa hans að félagsmálum, þá sæmdi forseti Is- lands hann riddarakrossi hinnar Isl. fálkaorðu þann 1. jan. 1954. Margs konar annar sómi hefir Maríusi verið sýndur og nú I dag hefir sijórn Sambands ísl. berkla- sjúklinga samþykkt að sæma hann gullmerki Sambandsins, sem lltinn þakklætisvott fyrir hans mikilvægu störf I þágu berklasjúklinga. Lengst af .hefir Maríus haft mikinn áhuga á stjórnmálum og tekið virkan þátt I starfspmi Sjálf- stæðisflokksins. Nú síðustu árin hefir hann verið kjörinn I fulltrúaráð flokksins I Norður- landskjördæmi eystra og var þar formaður Kjördæmisráðs um all- langa hrlð. I þvl starfi sem annars staðar reyndist hann nýtur og hygginn starfsmaður og munu margir sjálfstæðismenn I Norðurlandi eystra sakna hans er hann nú hefir orðið að láta af störfum vegna versnandi heilsu. I nafni Sambands isl. berkla- sjúklinga flyt ég afmælisbarninu hugheilar áranaðaróskir með þakklæti fyrir hans mikla fram- lag til félagsmála síðustu áratuga. Persónulega þakka ég honum áratuga vináttu og samstarf er hefir verið mér bæði ánægjulegt og lærdómsríkt. Án efa verður gestkvæmt hjá þeim hjónum I dag. Þau eru bæði vinmörg og heimili þeirra á Akureyri þekkt að gestrisni og myndarskap. Oddur Ólafsson. hljomtæki eru þekkt fyrir gæði og frábæra endingu. jr 30 ára reynsla á Islandi /// /// n /// V BUÐIRNAR Skipholti 19 viö Nóatún, simi 23800 Klapparstig 26. simi 19800 25 ár i fararbroddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.