Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 Ingólfur Guðbrandsson: r Utvarpssaga á jólum Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka (nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). Og þótt þú tapir, þaðgerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr. St. Jósefsspítala, Landakoti á jólum 1976. Háæruverðuga ráð, herrar og frúr. Verði ykkur að góðu, og for- látið ónæðið í annríki ykkar við að stýra menningarskútunni, og þess bið ég lengstra orða, að þið látið bréfkorn þetta, sem er skrifað mér til dægrastyttingar, ekki trufla kaffiveizlur ykkar, þaðan af síður jólafriðinn á kærleiksheimili útvarps — versus sjónvarps. Ykkur veitir heldur ekki af að siaka dulítið á spennunni frá öllu amstrinu, þingmennsku, ritstjórn, hvers konar félagsforystu og em- bættisstörfum, að ógleymdri pólitíkinni, þar sem alltaf er mikið í húfi Já — hann er hressandi blessaður kaffisop- inn, ekki sízt i svartasta skamm- deginu og jólaönnunum. Það hlýtur annars að varða við lög að vinna svona langan dag eins og á ykkur er lagt! ASI ætti að láta til skarar skríða og rann- saka fyrir næsta þing, hvort svo langur starfsdagur samrýmist vinnulöggjöfinni, nú þegar stytting vinnutímans er mottó dagsins. Jólin krefjast síns undir- búnings, eins og þið vitið manna bezt, sem hafið svona mikið fyrir að útbúa gleðileg jól fyrir alla þjóðina. Hjá mér varð sá undirbúningur að þessu sinni með óvenjulegum hætti. Umhyggja fyrir vinum og vandamönnum sat á hakanum, en í staðinn hafði ég — að beiðni útvarpsins — varið vinnu heillar viku í að undir- búa jólakrásir til að kitla eyru útvarpshlustenda á aðfanga- dagskvöld jóla. En þið sáuð fyr- ir því, að þessar kræsingar voru aldrei á borð bornar. Það er alltaf skemmtun að rifja upp orgelleik hins látna snillings Páls Isólfssonar og jólaþáttinn úr Messíasi, undir stjórn Sir Adrians, þótt hvorugt væri ný- lunda. Margt í útvarpinu er orð- ið allt of vanabundið og leiði- gjarnt. Þó verð ég aldrei leiður á að heyra í þulunum Jóni Múla og Pétri og kynni ekki við út- varpið án þeirra. Það borgar sig aðeins að halda í góðar traditionir, en finna annars eitthvað nýtt í staðinn. Hversu lengi á að halda áfram að „öskra sálmana" I kirkjum landsins, eins og Laxness komst að orði fyrir löngu I einu rita sinna, og útvarpa því yfir lands- lýðinn meira að segja á helgri jólanótt? Annars fer bezt á að segja sem minnst um þá söng- list, sem framin var í útvarpið á þessu kvöldi. Ad komast í útvarpið Þegar mætur maður, prúð- menni hið mesta og þraut- reyndur dagskrárgerðarmað- ur, Baldur Pálmason, hringdi til mín þeirra erinda að fela mér val hefðbundinnar 40 mín- útna dagskrár með jólatónlist og ljóðalestri á aðfangadags- kvöld, varð mér svarafátt i fyrstu, en taldi ekki að verið væri að gabbast að mér. I huga mér rifjaðist upp, að brezka út- varpið föl mér í fyrra klukku- stundar útvarpsþátt með eigin skýringum á sjálfvöldu efni í tilefni þess, að ég var staddur með Pólýfónkórinn í Skotlandi og stjórnaði flutningi oratorf- unnar Messías I Edinborg. Mig skortir fremur tfma en verk- efni, enda *hef ég aldrei falast eftir neins konar starfi á snær- um ríkisútvarpsins, hvorki fyrr né nú, og væri undir venjuleg- um kringumstæðum ekki til þess falur. Þegar þetta bar að, hafði ég um skeið kennt mér nokkurs krankleika og afráðið með læknum mínum í tfma- sparnaðarskyni að ég eyddi jól- unum í sjúkrahúsi. Lffið er svo dýrmæt gjöf, að ég finn til skyldu gagnvart þeim, sem gaf það að reyna að nýta hvern dag til nokkurs góðs, meðan kraftar endast. Nú taldi ég þetta verkefni í senn verðugt og gott. Hvern langar ekki að gleðja aðra á jólum? Hví skyldi ég ekki grfpa tæki- færið að fylla eyru útvarps- hlustenda fögrum hljómum úr tónheimi og nokkrum þeim feg- urstu hugsunum, sem islenzk skáld hafa tengt minningu jól- anna í formi ljóðs? Um leið ætti ég f leynum þessa stund sam- eiginlega með vinum, þótt fjar- lægðin aðskildi okkur. Ég fékk unga, vel menntaða leikkonu, Ragnheiði Steindórsdóttur, með glit æskutöfra i röddinni, til liðs við mig að lesa ljóðin. Af jólatónlist frá ýmsum tímum og löndum í flutningi beztu lista- manna á ég sennilega stærra safn sjálfur en ríkisútvarpið og hafði ég valið úr því ýmsar perlur. Var þetta nú allt fast- mælum bundið við Baldur Pálmason og tfmi til hljóðritun- ar ákveðinn að morgni dags 20. desember. Til þess kom þó aldrei, eins og sfðar verður greint frá. Listin þá og nú Sá löstur af mörgum í fari mínu hefur reynzt mér hvað verst gegnum tíðina að eiga erf- itt með að kasta höndum til nokkurs þess verks, sem ég tókst á við. Hafi ég nokkurn tíma átt nokkrar skapandi gáfur, sem alls ekki er víst, þótt hugur minn ungur væri fullur hug- mynda, oftast í tónhendingum, sem runnu eins og óstöðvandi lækur fyrir eyrum mér, en standum f brotum ljóðs eða sögu, þá hefur þetta glatast gegnum árin, vegna þess að nostursemin átti ekki samleið með námi og brauðstriti. Þá voru námslánin heldur ekki komin til sögunnar og lifsbar- áttan hörð eins og nú. Um fátt eitt hirti ég svo mikið sem að festa á blað. A meðan nótna- blöðin mín gulnuðu og rykféllu á háalofti ásamt kvæðabrotum, sem aldrei sáu dagsins ljós, og fluttust þaðan á öskuhaugana, skálduðu aðrir og skrifuðu, sumir ortu af snilld, aðrir börðu eitthvað saman af litlum efnum og létu samt á þrykk út ganga. Þegar ég komst til vits og ára, skildist mér loks að búið væri að kveða og yrkja og orða allt miklu betur en ég gæti nokkurn tíma gert. En tímarnir breytast. Nú virðast allir geta orðið tónskáld og stórstjörnur, ef þeir kunna nokkur gítargrip, þótt þeir þekki ekkert til undir- stöðuatriða tónlistar. Einhverj- ir velja sér ljóð góðskáldanna, annað hvort af ást á þeim eða hégómagirnd og klambra tón- um við. Er það að vissu marki lofsvert, þótt ekki beri vott um sérstaka hógværð og mikið vilji hallast á um listrænt gildi ljóðs og lags. Nú til dags verða menn lfka stórsöngvarar án þess að læra svo mikið sem undirstoðu- atriði raddbeitingar, og skáld geta nú allir orðið, án þess að þekkja nokkuð til bókmennta eða ljóðaforms. Á vissan hátt ber allt þetta vott um ríka sköp- unarþrá, sem með þjóðinni býr. Það er ekki unglinganna sök heldur þjóðfélagsins, að sköp- unarþráin fær ekki útrás á hærra plani. Skemmtitónlistin á fullan rétt á sér fyrir ungu kynslóðina, einnig í útvarpi — innan vissra takmarka — en fáránlegt er að heyra kynning- arnar f hinum ýmsu poppþátt- um, sem er orðin slík fræði- grein að helst mætti líkja t.d. við nútíma læknavísindi, eða að sjá það rúm, sem slík fræðsla skipar í sumum fjölmiðlum landsins, þar sem hvers kyns síðhærðir dúllarar einhvers staðar utan úr heimi eru kynnt- ir eins og um hálfguði væri að ræða. Lágmenningar- land? Tónmennt er enn þann dag f dag aigjör hornreka f skólum á íslandi. Mér er ókunnugt um nokkurt annað ríkisútvarp, þar sem menn létu sér detta í hug að útvarpa öðrum eins söng — eða réttara sagt öskrum og þeim, sem stundum heyrast hér frá barnaheimilum borgarinn- ar og enginn kemur nálægt lagi. Hvers vegna er ekki tekin upp skipulögð söng- og #núsfk- kennsla í útvarpinu, jafnvel sjónvarpinu líka? Barnagælur og einföld sönglög — en fyrir alla muni ekki í popp-stíl! Sjón- varpið væri tilvalinn vettvang- ur til kynningar á hljóðfærum og til að kenna undirstöðuatriði nótnalestrar og tónheyrnar fyr- ir börn og fullorðna. Mætti þannig gera stórátak til að tón- mennta þjóðina með vel gerð- um, lifandi þáttum f útvarpi og sjónvarpi. Öldutúns- og Hamrahlíðar- skólinn hafa sýnt, að íslenzk börn og unglingar hafa bæði getu og hæfileika til að tileinka sér, njóta og flytja tónlist eins og bezt gerist með öðrum þjóð- um, sé kunnátta, hæfileikar og áhugi fyrir hendi hjá kennurum til að skíra þann málm, sem f hverju brjósti býr. Rannsóknir f erlendum stór- borgum hafa löngu leitt í ljós, að afbrot unglinga og iðkun tónlistar fer ekki saman. I þriðju grein útvarpslaganna stendur: „Ríkisútvarpið skal stuðla að almennri menningar- þróun þjóðarinnar og efla is- lenzka tungu. Það skal m.a. flytja efni á sviði lista, bók- mennta“ o.s.frv. Á því er títt klifað að undan- förnu, að tsland sé orðið lág- launaland, og hafa þó allir fengið að spreyta sig á efna- hagsvandanum — bæði til vinstri og hægri. En dettur eng- um í hug, að tsiand sé að verða lágmenningarland, sem glatar óðum þjóðlegum verðmætum en tileinkar sér erlenda skríl- menningu í staðinn? Getur ver- ið að hávaðamengun sú, sem m.a. útvarpið veldur, og efnis- val sjónvarpsins eigi þátt í að móta þessa nýíslenzku menn- ingu? Hverjir halda uppi ís- lenzkri hámenningu í dag, eða er hún ekki til? Kemur enginn auga á, að á Islandi er naumast að verða vettvangur fyrir þá einstaklinga þjóðarinnar, sem skara framúr að gáfum og Ingólfur Guðbrandsson. menntun á einu eða öðru sviði og þeir leita í æ ríkara mæli til stórþjóðanna? Við eigum há- skóla, handritastofnun, þjóð- leikhús og borgarleikhús, út- varp, sjónvarp og sinfóníu- hljómsveit. Það er dýrt að vera íslendingur, en af öllu þessu getur þjóðin stært sig, og það gerir hún. Stofnanir verða þó eins og kalkaðar grafir, nema forystumenn þeirra haldi vöku sinni. Afrek þjóða mælast alltaf við framlag einstaklinganna, sem bera höfuð og herðar yfir samtíð sina. Ad verda læs En hvað er ólæs maður að þenja sig um starfsemi útvarps og menningarmál? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ég hef orðið fyrir ýmsu aðkasti um dagana, en aldrei verið dæmdur ólæs fyrr. Við kné móður minnar mun ég hafa lært að lesa á bók um fimm ára aldur og án teljandi fyrirhafnar. Eftir það las ég flest, sem fyrir augu bar, Biblí- una og Passfusálma Hallgrfms Péturssonar, Kviður Hómers og Þúsund og eina nótt í ágætum þýðingum og lærði flest Ijóð Jónasar Hallgrimssonar og fjölda annarra utanbókar. Þetta er ekki skrifað mér til hróss, ég var einfaldlega ófor- betranlegur bókaormur. Ég svalg í mig bækur Laxness, (Vefarinn stóð mér einna næst hjarta af öllum bókum), hreifst af kliðléttri kveðandi Davfðs og Tómasar og djúphygli Einars Benediktssonar. Ég var ungur, saklaus sveinn og hrifnæmur, og mér fannst fegurðin alls staðar og í öllu í kringum mig. Seinna kynntist ég heiminum og sá Evrópu skríða úr sárum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mér tókst meira að segja að verða sæmilega læs og talandi á nokkrar þjóðtungur. Það virð- ist fáfengilegt að vera að rifja þetta upp hér, og þetta sögu- korn ætti ekkert erindi við hæstvirt útvarpsráð nema fyrir þá sök, að það hefuivdæmt mig ólæsan, og svo nærri æru minni finnst mér ekki áður hafa verið gengið. „Dýrd, vald, virðing og veg- semd hæst, vizka magt, speki!...” •Hinn 19. desember s.l. barst mér aftur elskulegt bréf frá Baldri Pálmasyni, þar sem hann afturkallar fyrri beiðni varðandi umsjá dagskrár á að- fangadagskvöld, þar eð hæst- virt útvarpsráð hafi fellt þá til- lögu sfna og falið öðrum í hend- ur. Þóttist ég nú illa gabbaður, þar eð ég hafði varið miklum tíma til undirbúnings. Ekki hef ég þó þreytt eyru útvarpshlust- enda hin síðari ár, nema þá í fréttaviðtölum. Fyrr á árum naut ég tilsagnar tveggja af- bragðsmanna um framsögn. Haraldar Björnssonar og Lárus- ar Pálssonar. Eitt verk fluttum við Lárus saman opinberlega, og um þær mundir kom ég nokkrum sinnum fram ásamt honum og fleirum i útvarps- þáttum með blönduðu efni. Munaði minnstu um skeið, að ég flæktist út f leiklistina fyrir hans tilstilli. En útvarpið hefur annars verið mér óviðkomandi stofnun, að öðru leyti en þvi að ég hef lagt því til meira rekstr- arfé en almennt gerist í greiðslu ótalinna milljóna f auglýsingafé á liðnum árum. Jú — að visu hef ég líka lagt því til útvarpsefni fyrir gjafverð. Það er deginum ljósara, að afstaða útvarpsráðs til fyrrgreinds út- varpsþáttar, sem útaf fyrir sig er lítilsvert mál, hlýtur að eiga sér annarlegar rætur. I hópi starfsmanna útvarpsins hef ég kynnzt mörgu afbragðsfólki. Mér finnst líka margt gott um starfsemi útvarpsins og margir dagskrárþættir vel unnir, bæði tónlist og mælt mál. En svo fhrðulega vill til að viðbrögð útvarpsins við því menningarmáli, sem ég hef nú staðið fyrir og borið fyrir brjósti nærri tvo áratugi, hefur skipst eftir hæðum og deildum í útvarpshúsinu við Skúlagötu. I hvert sinn, sem Pólýfónkór- inn hefur haft nokkur umsvif, hefur fréttastjóri útvarpsins ævinlega greint frá því sem stórfrétt og á eins greinargóðan hátt og bezt verður á kosið. Hins vegar hefur tónlistardeild útvarpsins viljað sem minnst af þessum kór vita, þótt mér sé ljóst, að kórinn hefur einnig þar átt sér fortalsmenn. Eins og alþjóð er kunnugt, hefur Pólýfónkórinn í mörg undan- farin ár tekið hin ýmsu stór- verk tónbókmenntanna til flutnings um jól og páska. Það er óhagganleg staðreynd, að flutningur kórsins á þessum verkum hefur vakið þá athygli og vinsældir með þjóðinni að enginn flutningur æðri tónlist- ar f landinu nýtur slíkrar að- sóknar, Háskólabíó fullt þrjá daga i röð. Segja má, að útvarp- ið hafi fengið afnot þessa efnis með góðum kjörum. Fyrir út- varpsrétt að H-moll messu Bachs f vor var greiddur um það bil 1/16 hluti samanlagðs kostnaðar við tónleikahaldið, eða kr. 250 þúsund. Hinsvegar greiddi kórinn útvarpinu kr. 285 þúsund fyrir auglýsingar á flutningnum og að auki á árinu um 100 þús. fyrir aðrar auglýs- ingar, svo að jöfnuðurinn er hagstæður fyrir útvarpið. Ég skil það vel, að fjárhagur útvarpsins sé bágur og ekki hægt að greiða nema takmark- að jafnvel þar sem vinna 200 manns liggur að baki. Það skýr- ir þó ekki þann þagnarmúr, sem tónlistardeild útvarpsins hefur byggt um athafnasam- asta kór landsins undanfarin ár og raunar frá upphafi. Mér vitanlega hefur ekkert verið endurflutt af því efni, sem kór- inn hefur tekið til flutnings á 20 ára ferli sínum. Er þarna skýringar að leita á því, hvers vegna rödd mfn mátti ekki heyrast í ríkisútvarpinu á að- fangadagskvöld? Mér er ljóst orðið, að vald útvarpsráðs er mikið. Ekki er mér jafn ljóst, hverjir séu sérfræðingar þess í tónlistarmálum. Það kemur heldur ekki fram í útvarpslög- um, hvort Sinfóníuhljómsveit- in, sem útvarpinu hefur verið fengin til fósturs, heyri undir útvarpsráð, eða sé bara eins konar einkakjörbarn tónlistar- stjórans, sem hann hafi fullan og óskoraðan umráðarétt yfir. Hvort heldur sem er, er það Pólýfónkórnum nauðsyn að fá orlof fyrir nokkra hljóðfæra- leikara úr Sinfóníuhljómsveit- inni síðasta þriðjung júnímán- aðar á næsta ári. Nú reynir á skilning og fyrirgreiðslu, því að það skeður tæpast á næstunni, að Islendingum standi til boða að fjölmenna til tónleikahalds á listahátfð í sjálfri háborg list- anna, Florens, að viðbættri dómkirkjunni í Siena, Markúsarkirkjunni f Feneyj- um, auk annarra merkisstaða á landi söngsins, ítalíu. Megi friður og góðvild jól- anna fylla hjörtu ykkar árið um lfring. Opið bréf til útvarpsráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.