Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 Skákdæmi og tafllok í ÞESSUM þætti verða einungis birt nokkur skákdæmi og tafllok og verða veitt verðlaun fyrir rétta lausn þeirra. Svör verða að hafa borizt blaðinu fyrir 10. jan. 1977. Tíma- ritið Skák veitir þrenn bókaverðlaun, en ein bók- anna verður: Skáldskapur á skákborði eftir Guðmund Arnlaugsson, sem minnst hefur verið á áður i þessum þáttum. Þessi þáttur mun hefjast á stuttum úrdrætti úr fyrrnefndri bók Guðmundar. Úr bókinni „Skáldskapur á skákbordi „Elztu skákþrautir sem enn eru kunnar, eru frá Aröbum á niundu öld. Tafllistin stóð þá með miklum blóma og til eru ýmis handrit frá þessum tíma, er fjalla um skák. Fyrstu sporin virðast hafa verið þau, að menn hafa skrifað upp lok tefldra skáka, er þóttu svo eftirminnileg að þau mættu ekki glatast. Síðar komast menn upp á það lag að endurbæta tafl- lokin: fleygja fyrir borð þeim mönnum, er eigi áttu hlut- verki að gegna í sjálfum lokunum. Þetta er fyrsta skrefið í átt til skáldskapar: atburðurinn er settur á svið til þess að hugmyndin komi Ijósar fram. Sameiginlegt nafn á þessum arabisku skákþrautum er mansúba. Af þeim eru rúmlega þúsund til og þær skiptast i aðal- atriðum í tvo flokka eins og þrautir gera enn í dag: skák- dæmi (problem), þar sem krafan er að máta eftir ákveðinn fjölda leikja, og tafllok (stúdiur), þar sem krafan er einungis að vinna eða halda jafntefli '' „Ekki er ósennilegt að Arabar hafi kynnzt skákinni hjá Persum, en þeir lögðu Persíu undir sig á 7 öld. Þá var gangur drottningar og biskups annar en nú, og breyttist ekki fyrr en á 15 öld Á mansúnaþrautunum má einnig sjá, að það hefur verið um þrennskonar sigur að ræða: mátsigur, pattsigur og drápsigur (að fella alla menn anstæðingsins nema kónginn, en eiga eítthvað eftir sjálfur, þó ekki nóg til þess að máta). Frá Aröbum berst tafllistin svo yfir til Evrópu, sennilega ekki síðar en á tíundu öld. Litíð er vitað um taflþrautir fyrstu aldirnar, en þó eru til heimildir um það, að þrautir voru notaðar til veðmála, og hafa þá að sjálfsögðu einkum verið gerðar úr garði með það sjónarmið fyrir augum, að lausnin væri sem vand- fundnust. Frá þrettándu öld er til latneskt handrit, er fjallar um skák: Civis Bononiae — borgari í Bononíu." Fyrsta skákdæmið er úr þessu fyrrnefnda riti, tekið úr bók Guðmundar, 1. Cívis Bononiae. fÉl wfc, ‘Tlf wm §§ lHI wm ÉÉÉ ■ §jj PÉP WM m ■ '""7 ■ iil lH i§§? * má Wm jgp ww< wm. §H 1 p ■ íb jj wm Jjp ■ Hvítur á að máta í 5. leik Næsta þraut eru tafllok eftir hinn kunna sovézka skákdæma og tafllokahöfund SKák eftir GUNNAR GUNNARSSON Alexander Kasanzev. Þau unnu til gullverðlauna í Olympíukeppni skákdæma og taflloka árið 1968. (Jafn- hliða hverjum Olympíuskák- mótum fer fram slík keppni). 2 Alexander Kasanzev up hp ■ §§ ®1 ÉP 1 jjl M: 9 g ém, km ■T ip uj iii WM wm. ■ 9 Wm & V>777Zr/. ?< pp ni wm Hvítur leikur og vinnur. Næsta þraut er eftir Sam Loyd (var einn fremsti skák- dæmahöfundur heimsins), en hann var einungis 1 5 ára þegar hann bjó til eftirfarandi þraut sem er Ijómandi skemmtileg. Áreiðanlega munu margir hafa gaman af að glima við þessa þraut, jafnvel þeir sem ekki eru van- ir að leysa þrautir. Þá vís- bendingu má gefa við lausn þessarar þrautar, að einungis tveir menn svarts geta sig hreyft, þ.e báðir biskuparn- ir Fari hinsvegar biskupinn á fl. i burtu (án þess að skáka) verður svartur mátjrieð BxH. Þessvegna er það einungis biskupinn á h2 sem getur leikið fram og til baka á reitunum h2 og g1. Það er hvítur sem á leik og hann mátar i 14 leikjum. 3 Sam Loyd Næsta þraut er eftir óþekktan sovézkan skák- dæmahöfund, R. Koffman. I fljótu bragði virðist hvítur eiga marga möguleika á að máta, en svartur hefur þá ráð undir rifi, nema einu ... 4 R. Koffman Hvítur leikur og mátar í 3 leik Næsta dæmi hlaut 1. verð- laun i skákdæmakeppni á ítaliu, (en austur-þýzka skák- blaðið hafði hana i huga, þegar það gaf lesendum sín- um upp nokkra lykilleiki til lausnar og óskaði eftir tillög- um um hvernig þrautin liti út.) 5. A. Mari. Hvítur mátar i 2. leik Næsta dæmi er einfalt og snoturt, en býr yfir talsvert óvæntri lausn, þannig að sér- hver áhugamaður, jafnvel þó hann sé ekki vanur lausnum skákdæma kemst ekki hjá að meta þessa þraut, þar sem hvítur á að máta í 3 leikjum. Höfundurinn er Otto Wurzburg, sem samdi fjölda fallegra dæma, enda hlaut þrautin nafnið „Glæsileiki". Án þess að segja of mikið má geta þess að í þessu litla meistaraverki eiga sér stað nokkrir „uppvakningar" af léttarí taginu. 6 0 Wurzburg Hvítur leikur og mátar i 3. leik. Síðasta þrautin að þessu sinni er talsvert glettin. Hvítur er á góðri leið með að vekja upp drottníngu á h8, en við sjáum fljótlega að ef hann leikur 1. h7—gxh2 2. h8D — g3 kemst hann ekkert áleiðis. Hvað er þá til ráða. . . Látið ekki hugfallast þó leikirnir séu 1 5, þeir eru allir þvingaðir. 7. Kok Hvítur mátar í 1 5. leik. Lausnir munu birtast 13. janúar 1977. Góða skemmtun." — Nýja kvenna- deildin Framhald af bls. 3 sjúklingum hefur að vísu ekki fjölg- að nema u þ b 25% á síðustu tveimur árum, en hins vegar hefur aðgerðafjöldi tvöfaldazt á þessu tímabili Göngudeildarsjúklingum hefur einnig fjölgað um helming, þ e úr tæplega 6000 í um 1 2 000 sjúklmga en sú fjölgun kemur einkum til af því. að þar fer fram mæðraeftirlit þeirra kvenna, sem hafa sjúkdóma eða aukna áhættu á meðgöngu Þar við bætist eftirlit sjúklinga eftir fæðingu og aðgerðir og síðast en ekki sízt aukin bráða- þjónusta við sjúklinga utan sjúkra- hússins. Auk þess sem nýbyggingin skapar aukið legurými hefur einnig skapazt aðstaða til að nýta ýmsar tæknilegar nýjungar bæði hvað varðar skurð- læknmgar. geislameðferð og fæðingarhjálp Ýmis tæki hafa verið gefin af áhugamannahópum og má þar nefna örbylgjutæki sem samtök kvenna gáfu deildinni, en tæki þetta gjörbreytir allri aðstöðu til greining- ar á sjúkdómum á meðgöngu og til eftirlits með ástandi fósturs í móður- kviði Þá er á næstunni von á mjög fullkomnum tækjum, sem skrá hjart- slátt fósturs og styrkleika hríða á meðan á fæðingunni stendur, en þannig má m.a. greina súrefnisskort hjá fóstrinu fyrr en ella og fyrir- byggja heilaskemmd og/eða dauða fósturs. Kostnaður við byggmgu Kvenna- deildarinnar er orðinn um 266 milljónir Tæki og ýmis búnaður hefur 4<ostað um 65 milljónir og eru þar með taldar 8 7 milljónir í gjöf- um til deildarinnar Enn er þó ólokið kaupum á nokkru af tækjabúnaði og á fjárlögum fyrir árið '77 er gert ráð fyrir 1 5 milljónum króna til tækja- búnaðarkaupa — Bandarískur Framhald af bls 11 jörðum dollara 1975 vegna þenslu og söfnunar olíubirgða síðustu mánuðina áður en OPEC hækkaði olíuverðið. Matvælaútflutningur Bandaríkjamanna virðist hafa verið óbreyttur frá fyrra ári eða um 15.4 milljarðar dollara þar sem jafnvægi hefur aukizt í land- búnaðarmálum heimsins. Fluaeldasala Ármanns I! m »J. W.l IJ-L. i I. um-?. ..j i'ÍT'J H.Pia er í Blómaval og Ármannsheimilinu arnir erc -2.5004 . og rari - þeir OJcrónur. Ókkar verð á fjölskyldupokum 1.000 - 1.500 - 2.000. Gerið verðsamarsburð. við Sigtún Opið til kl. 10 í kvöld og 4 á gamlársdag Knattspyrnudeild Armanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.