Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 V»K> ' *£5 KAFFINU ]\ j Gamall Skoti var lagður inn á sjúkrahús. Hann var mjög þungt haldinn er hann var fluttur þangað. Þegar konan hans aftur á móti heimsótti hann tveim dögum sfðar, var hann kominn I perluskap og lék við hvern sinn fingur. Kon- an var, sem von var, mjög undr- andi og spurði lækninn, þegar hún var komin út, hvað hann hefði eiginlega gert við mann sinn. Svo bað hún hann að segja sér leyndarmálið, svo hún gæti notfært sér það I framtfðinni. „O, það er svo sem ekkert leyndarmál," sagði læknirinn, „og getur þvf miður ekki komið að neinu gagni. £g sagði hon- um bara að það kæmi ekki til þess, að hann þyrfti að borga sjúkrahúsaleguna, af þvf að hann lifði þetta ekki af.“ Óþarfa eyja? Hvers konar mvnt var það sem þér misstuð? Maður nokkur var að skýra Gyðingi frá þvf hvernig sér hefði liðið eitt sinn, þegar hann var nærri drukknaður. „Það var hræðilegt," sagði hann, „allt það, sem ég hafði upplifað um ævina, fór f gegnum huga minn. Atvik, sem gerðust fyrir f jölda ára, stóðu mér greinilega fyrir hugskotssjónum...“ Nú lifnaði heldur yfir Gyð- ingnum og hann greip fram f: „Heyrðu, þá hefurðu Ifklega séð. þegar ég lánaði þér fimm pundin fyrir tfu árum, og að þú hefur aldrei borgað þau.“ Vegfarandi kom að máli við Velvakanda og vildi koma á fram- færi þessari spurningu um fram- kvæmdir i Hafnarstrætinu: — Ég skil ekki alveg hvaða breytingar er verið að gera við horn Hafnarstrætis og Lækjar- götu í Reykjavík. Þar er búið að framlengja umferðareyju og verð- ur það til þess að mínu mati að miklu þrengra er að komast fyrir þetta horn, þegar ekið er eftir Hafnarstrætinu og áfram upp H verfisgötuna. Ef þetta eiga að vera einhvers konar leiðbeiningar þá held ég að þær séu alveg óþarfar, því það segir sig alveg sjálft hvernig á að aka þarna fyrir hornið. Það gegn- ir öðru máli með horn Háaleitis- brautar og Bólstaðarhlíðar. Þar hefur verið komið upp umferðar- eyjum sem mér finnst eiga fullan rétt á sér. Þeim hafa menn mót- mælt hef ég heyrt og finnst það misskilningur því þar eru þær til leiðbeiningar. 0 Lögregluþjónar sjást illa Annað mál vildi ég fá að minnast á í leiðinni. Ég tók eftir þvi núna fyrir jólin þegar lögregl- an var á næstum hverju horni að oft kom það fyrir að ökumenn sáu hana ekki nægilega fljótt og oftar en einu sinni sá ég að lá við árekstri af þeim sökum. Lögregl- an hafði t.d. stöðvað umferð á tilteknum gatnamótum til að hleypa nokkrum bílum yfir aðal- braut. Bíll kom aðvífandi og sá ekki lögregluna fyrr en hann var alveg kominn að gatnamótunum og bilarnir sem lögreglan var að hleypa yfir komnir af stað. Sá bíll sem var á aðalbrautinni rétt náði að hemla þegar lögreglan baðaði BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar litið er á allar hendurnar í spili dagsins, er auðvelt að sjá 12 slagi — með spaðasvíningu. En er hún ágiskunaratriði í reynd? Vestur gefur, allir á hættu. Norður S. KD4 H. ÁD T. AD4 L. 86542 Vestur S. 86 H.9875 T. 108 L. KD973 Austur S. G973 H. 632 T. 97532 L. 10 Minnir á hádegismatinn, sem móðir mln bar á borð fyrir hann föður minn daginn áður en hann pakkaði saman og fór I burtu. Suður S. Á1052 H. KG104 T. KG6 L. ÁG Suður er sagnhafi í 6 gröndum og vestur spilar út hjartaníu. Við tökum útspilið með ás blinds og sjáum strax 11 slagi beint. Nú er nauðsynlegt að fá taln- ingu á höndum varnarspilaranna. Til þess þarf að spila laufi tvisvar og því ekki að gefa þrettánda slaginn strax. Spilum laufi, látum gosann heima og vestur fær slag- inn. Hann spilar aftur hjarta og nú tökum við slagina okkar. Fjór- ir slagir á hjarta og þrír á tigul en hvers erum við nú vísari. Jú, vest- ur átti fjögur hjörtu og tvo tígla. En austur átti þrjú hjörtu og fimm tígla, hann lét auðvitað tígul í fjórða hjartað og vestur lauf í þriðja tígulslaginn. Nú eru aðeins fimm spil á hendi og þegar við tökum á laufás lætur austur siðasta tígulinn. Þá er talningin á höndum varnarspilaranna orðin fullkomin. Austur á eftir fjóra spaða — og vestur því aðeins tvo — þannig, að svíningin í spaða er alls ekki nein ágiskun lengur. Svo einfalt er það. En eina leiðin til að vera viss um skipt- ingu spaðalitarins á höndum varnarspilaranna, var að gefa laufslaginn. Maigret og þrjózka stúlkan 45 — Samþykkt. A morgun farlð þér... — Hvert ætlið þér núna? — Ég ætla að fylgja yður upp... Ég ætla að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera... og að slárnar séu vel lokaðar... Gott... Góða nótt Felicie. Þegar hann kemur niður f eidhúsið er humarskurnin enn á fatinu og á hana horfir hann alla nóttina. Klukkan á arinhiilunni sýnir hálf tfu þegar hann læðist upp og hlustar og gengur úr skugga um að svefntöflurnar hafi gert sitt gagn og Felicie sefur sætt og biftt. Klukkuna vantar korter f tfu. Maigret situr f körfustólnum. Hann reykir pfpu sfna og aug- un eru hálflukt. Hann heyrir að bfff stöðvar fyrir utan húsið og sfðan heyrir hann hurð skelit. Lucas hrasar um eitthvað f myrkrinu og sótböivar. — Það var verið að hringja, húsbóndi. — Uss... talið lágt... hún sefur... Lucas horfir á humarleifarn- ar og vottar fyrir öfund í svipn- um. — Tónlistarmaðurinn átti vinkonu sem gekk undir nafni Adele. Við vitum nú að hennar rétta nafn er Jeanne Grosbois. Hún fæddist eínhvers staðar f grennd við Moulins. — Og hvað meira? — Þegar ránið f La Chamois var framið vann hún þarna I Tivoli f Rouen... hún fór þaðan daginn eftir að Pedró dó. — Hún hefur sennilega farið með músfkantinum til Le Havre. — Haltu áfram... — Hún var f Toulon f nokkra mánuði og þaðan fór hún til Béziers. Hún dró enga dul á að vinur hennar sæti Inni f Sante- fangelsinu... — Hefur hún sézt f Parfs aftur... — Já á sunnudaginn... Éinn af hennar gömlu kunningjum hitti hana á Place Clichy... Hún sagðist vera á leið til Brasilfu á næstunni. — Veiztu meira...? — Já, að músfkantinn losnaði úr fangelsinu á föstudag. — Hringdu til þeirra á Quai des Orfevres og biddu þá að senda tafarlaust mynd af músfkantinum... þeir hljóta að hafa hann f skjalasafninu... Eða réttara sagt... hringdu til þeirra og biddu þá að hafa myndína tilbúna og sendu sið- an leigubflinn til að sækja hana... — Og ekkert fleira, hús- bóndi? — Jú... Þegar bflstjórinn kemur aftur með myndina ekur þú til Poissy... það er krá rétt við brúna... ég býst við þar sé lokað núna... en þú vekur vert- inn. Hann er gamall kunningi og bregður án efa skjótt við. Þú sýnir honum myndina og spyrð hvort þetta sé maðurinn sem Felicie gaf kinnhestinn á sunnudagskvöldið. Bfllinn ekur á braut. Aftur verður allt hljótt. Maigret dreypir á konfaki og hitar glas- ið þess á milli f lófa sér. öðru hverju verður honum litið upp. Felicie snýr sér víð f svefnin- Framhaldssaga aftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi um og hann heyrir braka f dýn- unni. Hvað ætli hana sé að dreyma? Ætli hún hafi jafn mikið fmyndunarafl á nóttunni og ádaginn? Klukkan er eiiífu. 1 Palais de Justice er starfsmaður að taka myndir úr skjalasafninu og af- hendir það leigubflstjóranum og hann brunar samstundis af stað með hana til Lucasar. I hverfinu umhverfis Place Pigalle er fólk að koma út úr kvikmvndahúsunum. Janvier hefur sezt við barinn f Pelican þar sem tónlistarmennirnir eru að taka af hljóðfærum sfnum og það fer ekki framhjá honum að þjónn einn kemur skelfingu lostinn og dregur vertinn með sér fram. Vertinn kemur inn aftur brosir til Janviers og tal- ar hljótt við stúlku sem situr úti f eanu horninu. — Ég held ekki að ég verði lengi í kvöld. Ég er þreytt, seg- ir hún. Eftir að það er á hvers manns vitorði að lögreglubflar cru á hverju strái I grenndinni cr eins og hún hafi misst alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.