Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 A Kristi Jesú byggjum vér allt Kvedjuræda séra Jóns Þorvarðs- sonar í Háteigskirkju Texti: Hebreabréfið 12,2 og I pistli dagsins, Ef. 5,20. Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomn- ara trúarinnar. Þakkið jafnan Guði, föðurn- um, fyrir alla hluti f nafni Drottins vors Jesú Krists. Þegar postularnir hófu trú- boðsstarf sitt, var boðskapur þeirra fyrst og fremst vitnis- burður um Krist. Þannig var það á hvítasunnudag, er Pétur flutti sína áhrifamiklu predik- un. Og af bréfum Páls postula og frásögnum Postulasögunnar er það ljóst, að hvar sem Páll kom og hóf starf, byrjaði hann á þvi að boða Krist, segja frá honum — vekja menn til trúar á hann, til samfylgdar við hann. Enda sagði hann: „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ Og á öðrum stað segir hann: „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar annað en Jesúm Krist og hann kross- festan.“ Þannig var Kristin- dómurinn boðaður í upphafi sem vitnisburður um Krist. Sá sami vitnisburður hefur verið fluttur öld af öld og svo mun enn verða á komandi tímum. Þvi að á Kristi Jesú byggjum vér allt í trúarefnum vegna sér- stöðu hans í mannheimi, hans, sem var ljómi Guðs dýrðar og ímynd hans veru, í heiminn kominn í fyllingu tímans til að opinbera oss föðurinn og hans heilaga vilja. — Allt, sem guðspjöllin fræða oss um Jesú, vitnar um tign hans, dýrð hans, þá fullkomnu elsku hans, að hann gaf lif sitt á krossi, til þess að sérhverjum, sem á hann trúir skyldi vera „vegur greiddur í Guðs náðar- ríkið inn“. Um sjálfan sig sagði Jesús: „Sá, sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn." — Þannig opinberar Jesús oss elsku Guðs, ekki aðeins með bopskap sín- um, heldur lífi sínu og krossins fórn. Þetta er fagnaðarboðskap- urinn, að Guð elskar. „Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Það er sá fagnaðarboðskapur, sem kirkjan boðar öld af öld, einnig nú á þessum tlmum umróts og hraðfara breytinga á flestum sviðum. En þrátt fyrir allar breytingar tímanna er innsta þrá mannssálarinnar hin sama. Þeirri þrá svalar trúin, samfé- lagið við Guð og frelsarann Jesúm Krist í bæn og lofgerð, tilbeiðslu og þakkargjörð. Þess vegna hefur kirkja þessa lands mikilvægu hlutverki að gegna, að boða fagnaðarerindið — „náðþyrstum sálum að svala“, flytja vitnisburðinn um Krist, vekja trúna á hann, að sem flestir mættu skynja tign hans, dýrð hans, treysta boðskap hans óhikað og efalaust, hans, sem er „konungur æðstur, sem kristninni stýrir", hans, sem uppreis til dýrðar og er með oss og kirkju sinni alla daga og ,,er í gær og i dag hinn sami og um aldir“. — Og þegar ég í dag, á tímamótum í lifi mínu, flyt mína síðustu guðsþjónustu sem sóknarprestur i Háteigspresta- kalli, vil ég, að boðskapur minn sé vitnisburður um Krist, og því minni ég á orð textans: „Beinum sjónum vorum til Jesú, — höfundar og fullkomn- ara trúarinnar.“ En þegar ég horfi til baka til liðinnar ævi og þjónustu minn- ar í kirkju þessa lands nokkuð á 45. ár er mér rikast I huga, hversu mikið er þakkarefni mitt, allt frá bernskunnar dög- um í vernd elskandi foreldra til þessara timamóta. Og þvi er mér ljúft að hafa i huga og minna á orð postulans i pistli þessa helgidags. „Þakkið jafn- an Guði, föðurnum, fyrir alla hluti i nafni Drottins vors Jesú Krists. — Ég var vígður af Jóni Helga- syni biskupi 23. júní 1932 að- stoðarprestur föður míns, séra Þorvarðar Þorvarðssonar í Vik í Mýrdal. En er ég hafði starfað þar um tveggja mánaða skeið, var ég kvaddur til prestsþjón- ustu á Akranesi í fjarveru sókn- arprestsins þar, séra Þorsteins Briem, sem þá var ráðherra. Þjónaði ég síðan þar sem settur sóknarprestur frá 1. okt. 1932 fram á sumar næsta ár 1933. Ég er þakklátur fyrir þá miklu vinsemd, sem ég naut þar og við hjónin bæði. — Minnisstæður er mér sá sorgar- atburður, er mótorbátur frá Akranesi fórst um veturinn með allri áhöfn. Það var mikil reynsla fyrir ungan prest að koma á sorgarheimilin, til þess að veita huggun og styrk syrgj- endunum. Það var eins konar vígsla inn í heim sorgarinnar. En svo reyndist það þá og ávallt síðan I likum tilfellum, að í sorginni veittist styrkur trúar- innar — huggun og sá friður, sem æðri er öllum skilningi. — Ég nota þetta tækifæri, til þess að flytja Akurnesingum, sem mig muna eftir svo mörg ár, kveðjur minar og alúðar þakk- ir. Frá Akranesi lá svo leið mín aftur til aðstoðarprestsstarfa í Mýrdal, þar sem ég var síðan skipaður sóknarprestur vorið eftir 1934. Það er margs að minnast og margt að þakka frá starfsárunum í Vík, I Skeiðflat- ar-, Reynis- og Vikursóknum. Ég minnist vigsludaga tveggja kirkna í prestakallinu, Víkur- kirkju haustið 1934 og Reynis- kirkju vorið 1946, minnist af- reka safnaðarfólksins við bygg- ingu þessara kirkna með sjálf- boðavinnu og ríkulegum fjár- framlögum. En þeim mun meiri var sigurgleðin að verki loknu. Þegar ég svo 1952 sótti um Háteigsprestakall, sem þá var nýstofnað í Reykjavík og var skipaður sóknarprestur þar frá 1. nóv. eða fyrir nákvæmlega 24 árum, þá var það mér átak og áreynsla að hverfa frá prests- og prófastsstörfum eystra — og kveðja fólkið, sem ég var traustum vináttuböndum tengdur allt frá bernskudögum. í mínum huga var ég þannig tengdur hverju heimili. En með bjartsýnum hug hugsaði ég til starfsins, sem mín beið hér í Reykjavík, þar sem safnaðar- starfið varð að skipuleggja frá grunni án kirkju og án þess að vitað væri, hvar guðsþjónustur og barnasamkomur gætu farið Séra Jón Þorvarðsson fram. Hægara var að fá afnot kirkna til helgra athafna ann- arra. Rétt þykir mér að geta þess hér, að ég hafði dvalið erlendis veturinn 1935—1936, fyrst i Englandi og síðan á Norður- löndum, aðallega í Danmörku. í Kaupmannahöfn kynntist ég öldruðum presti, sem tekið hafði við nýstofnuðum söfnuði, kirkjulausum. Þar var byrjað á því að kaupa veitingastað, inn- rétta hann sem kirkjusal og notaður var sem kirkja, meðan verið var að byggja framtiðar- kirkjuna. — Ég hreifst svo af frásögn hins aidna prests um sögu safnaðarins, — að löngun vaknaði hjá mér til þess að vinna síðar að hliðstæðu starfi i vaxandi byggð Reykjavíkur. Þetta var mér i huga, er ég sótti um Háteigsprestakali og einnig góð reynsla af áhuga og fórn- fýsi safnaðanna i Mýrdal við kirkjubyggingar þar. Og nú verð ég að fara fljótt yfir sögu. Fyrstu guðsþjónustur minar voru I kirkjum Reykja- vikur, síðan um allmörg ár í húsi Sjómannaskólans — fyrir- huguðum hátiðasal. En ferm- ingar og altarisgöngur og hjónavígslur voru i Dómkirkj- unni og að nokkru i Fríkirkj- unni. Sérstaklega er ég þakk- látur safnaðarfólkinu, sem í Sjómannaskólann sótti guð- þjónustur við næsta ófullkomin skilyrði. Og með mikilli gleði minnist ég ánægjustundanna með hinum mikla fjölda, sem sótti barnasamkomurnar, og er þakklátur þeim, sem með mér störfuðu við þennan þátt prestsstarfs míns. Og svo kom sigurdagurinn mikli, er Háteigskirkja var vígð 4. sunnudag i aðventu 19. des. 1965 fyrir nær 11 árum. Og nú minnist ég í þakklæti til Guðs blessunarstundanna allra, sem ég hefi átt í þessari kirkju. Þegar ég nú horfi til baka yfir starf mitt i þjónustu kirkju þessa lands nær hálfan 5. ára- tug, er ég þakklátur samstarfs- fólki mínu fyrr og siðar, á Akra- nesi, í Mýrdal og hér i Háteigs- sókn. Ég þakka sóknarnefndar- mönnum, safnaðarfulltrúum, organistum, kirkjukórum og meðhjálpurum. Ég minnist með þakklæti þeirra fjölmörgu, sem með gjöfum sínum lögðu sitt fram við byggingu þessarar kirkju og eru enn að gefa gjafir til þess, sem hér vantar og ógert er. Hugheilar þakkir færi ég Kvenfélagi Háteigssóknar fyrir ómetanlegan stuðning við starf mitt frá upphafi og við kirkju og söfnuð. En þá hlýt ég að nefna nafn konu minnar, Lauf- eyjar Eiríksdóttur, sem var for- maður félagsins fyrstu 18 árin og reyndar hefur verið í verki með mér af vakandi áhuga frá upphafi starfs mins og á í þvi öllu mikilvægan þátt. Mér hafa hlotnast rikulegar gjafir Guðs, góð lfkamsheilsa til þessa dags, elskulegt heimilis- og fjölskyldulif og styrkur i því starfi, sem veitt hefur mér mikla blessun. Enginn veit það betur en ég, hverju áfátt var í því og hvað hefði átt og þurft betur að gera. Þegar ég nú læt af sóknar- prestsstarfi, bið ég blessunar* prestunum, sem hér eiga að starfa, bæði þeim, sem hefur verið samstarfsmaður minn undanfarin ár og prestinum, sem við starfi mínu tekur. Lof- aður sé guð, sem oss styrka gjörir. Guði séu þakkir fyrir handleiðslu hans, gjafir hans, blessun hans. Ég minni að lok- um á orð postulans: „En hon- um, sem eftir þeim krafti, sem f oss verkar, megnar að gjöra langsamlega fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð f söfnuðinum og i Kristi Jesú um öll æviskeið öld eftir öld.“ Amen. w. Morgunbladid óskareftir blaðburðarfólki [Vesturbær Úthverfi Austnrbær Faxaskjól Blesugróf Bergstaðastræti Kaplaskjóls Austurgerði vegur Bústaðavegur Neshagi Upplýsingar í síma 35408 MEGRUNARLEIKFIMI \ ' Nýtt námskeiö Vigtun — Mæling — Gufa Ljós. — Kaffi — Nudd Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl 1 3 — 22 } Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Aö brenna 2000 kr. þegar hægt er að sleppa með 1000 kr. FLUGELDAMARKAÐURINN, Við ætlum að selja til áramótanna allt sem þú þarft á ótrúlega lágu verði t d. fjölskyldupoka frá kr. 750. Einnig úrval af: ^ flugeldum, + blysum, ^ skrautljósum, ^ knöll- um og margt margt fleira. Úrvalið er mikið en magnið takmarkað. Verzlið ódýrt. Verzlanahöllinni (2. hæð) Laugavegi 26. Næg bílastæði Grettisgötumegin,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.