Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 + Móðir okkar EIRNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR, Laugarnesvegi 64, lést i Borgarspitalanum 28 desember Elsa Jóhannesdóttir, Dagmar Jóhannesdóttir, Katrin Jóhannesdóttir, Guðlaugur Þórir Jóhannesson. t Hjartkær eiginmaður minn, SIGURÐUR EINARSSON, fyrrverandi verzlunarstjóri lézt að heimili sinu, að morgni 29 desember Jóhanna Zöega Henriksdóttir. + Eiginmaður minn EDWARD PENSEL North Lauderdale Flórida andaðist 1 9 desember Jarðarförin hefur farið fram. Kristin Pálsdóttir Pensel. / minningu góðrar konu: Antonie Lukesova Fædd 22. 11. 1886. Dáin 14. 12. 1976. Antonie var fædd i Prag í Tékkóslóvakíu, þar sleit hún barnsskónum, lifði sín æskuár og þar stóð heimili hennar. Atvikin höguðu þvi þó þannig, að hún fluttist hingað til íslands fyrir nítján árum, átti hér heima æ siðan, og var til grafar borin hér i Reykjavik, skemmsta dag ársins, hinn 21 desember siðastliðinn. Antonie var og er i minum aug- um góðvild, gleði og auðmýkt fyr- ir lifinu, séu þessir eiginleikar þess umkomnir að holdgast í einni persónu. Trúlega hefur hún þolað sitt af hverju í tveim heims- styrjöldum, í þessu fallega en marghrjáða landi í Mið-Evrópu, enda leit hún á smáræði með + Eiginkona mín GUÐRUN HAFLIÐADÓTTIR Kaplaskjólsvegi 69. lést 22 desember Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey Fyrir hönd vandamanna. Björn Björnsson. þolinmæói. Ég held, að hún hafi aldrei á þessum 19 árum skilið til fulls lífs- og hugsanaháttu okkar hér í tryggu steinhúsunum og kalda landinu með smáu áhyggj- urnar. Ég var krakki þegar ég kynntist henni fyrst, og mér verða alltaf sérlega minnisstæð augun henn- ar, sem margt höfðu séð og um- báru allt. Auk þess lumuðu þau á glettni, og áttu létt með að tárast í þökk yfir rpörgu þvi, sem okkur hér þykir kannski ekki mikils- vert. Einkennilegt að hugsa til þess, að aldrei gátum við talað saman, hún kunni aðeins nokkrar setningar islenskar, sum dugðu henni, ég var enn ver að mér í móðurmáli hennar. En allt skild- ist og komst til skila, sem þurfti, á báða bóga. Það var einkar notalegt og lær- dómsrikt fyrir stressaðan táning að dvelja nokkra stund í návist þessarar rólegu og mildu konu. Svo liðu árin og sama tryggðin og umhyggjan fylgdi börnum min- um, þegar þar að kom. Antonie sætti því að missa sjón- ina og verða hjálparvana að mestu síðasta árið, sem hún lifði, en naut þá einstakrar umhyggju dóttur sinnar og barnabarna. Þá hugsaði ég stundum um það, að bágt ættu blindir íslendingar, en + Maðurinn minn + Faðir minn. MAGNÚS JONSSON HARTMANN JÓHANNESSON, frá Snjallsteinshöfða Kleppsveg 72, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag 30 desember sem lézt 22 des , verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4 janúar kl 1 30 n Sigurjóna Sigurjónsdóttir. Rúnar Hartmannsson. 17 bágar þó útlendingar, búsettir hér, sem sæta sömu örlögum, og hafa ekki einu sinni not af bless- aða Ríkisútvarpinu okkar. En þessu tók Antonie æðrulaust eins og öðru. Nú er hún horfin þessi elsku- lega babúska, sem lengst af stóð eins og klettur úr umhverfi sinu og lét hvergi haggast. Skarð er nú fyrir skildi hjá hálfsystkinum mínum og móður þeirra. Ég finn sárt til með þeim, svo og stjúp- systkinum mlnum, þeim Marcelu og Beno. Ég og börnin mín þrjú kveðjum Antonie Lukesovu í ástúð og þökk. Guðrún Ægisdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS, rauð og blá FALLHLÍFARRAKETTUR ☆ SILFURSTJÖRNUFLAUGAR ☆ ☆ TUNGLFLAUGAR ELDFLAUGAR JOKER- STJÖRNU- ÞEYTAR JOKERBLYS BENGALBLYS RÓMÖNSK BLYS FALLHLÍFARBLYS GULL- OG SILFURREGN BENGALELDSPYTUR . ☆ VAX-ÚTIHANDBLYS, loga 1/2 tíma rauðar og grænar STÓRAR SÓLIR — STJÖRNUGOS STJÖRNULJÓS, tvær stærðir HENTUG FYRIR UNGLINGA vax-garðblys, loga 2 tíma ajiijjuiiaaaaa a? ÁNANAUSTUM. SÍMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.