Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 Lenti á því og fór á flakk MAÐURINN sem hvarf I Þýzka- landi, Gunnar Elfsson, gerði I gær Nirði Snæhólm, varðstjóra f rann- sóknarlögreglunni grein fyrir ferðum sínum frá þvf að hann hvarf frá hóteli sfnu f Þýzkalandi. Að sögn Njarðar segist maður- inn hafa lent á því og verið í slagtogi með tveimur Englending- um. Upp úr því hafi hann haldið til Grikklands og verið þar um tima, síðan haft viðkomu á Italíu og I Frakklandi en síðan haldið til Englands þar sem hann hafi hitt Englendingana að nýju. Um síðir hafi þó runnið af hon- um ferðafíknin enda hafi hann þá verið orðinn févana, og hann ákveðið að snúa heim. Peningana sem hann hafi haft meðferðis, hafi hann átt sjálfur en það voru um 20 þús mörk eða röskar 1.5 milljónir króna. Að sögn Njarðar kvaðst maðurinn heldur ekki hafa átt von á því, að veruleg leit yrði Alþýðublaðið: Þrem blada- mönnum sagt upp af f jár- hagsástæðum REYKJAPRENT h.f. hefur ákveðið að segja upp þremur blaðamönnum á Alþýðublaðinu og var tveimur þeirra sagt upp störfum f gær. Morgunblaðið leitaði umsagnar um málið hjá Árna Gunnarssyni ritstjóra Alþýðublaðsins og fórust honum svo orð: „Fyrir nokkrum dögum bárust mér þau skilaboð frá fram- kvæmdastjóra Reykjaprents h.f., sem hefur á hendi fjárhagslegan rekstur Alþýðublaðsins, að segja yrði upp störfum þremur blaða- mönnum af fjárhagslegum ástæð- um. Þar eð Reykjaprent h.f. getur ákveðið fjölda blaðamanna á rit- stjórn Alþýðublaðsins samkvæmt samningi var mér skylt að verða við þessari beiðni. Ég treysti þvi að með þessu sé aðeins verið að reka varnagla vegna mjög aukins útgáfukostnaðar og að þessar uppsagnir þurfi ekki að taka gildi að þremur mánuðum liðnum. Ég harma þó mjög að þurfa að segja upp hæfu starfsfólki á sama tíma og áskrifendafjöldi blaðsins fer vaxandi. Það er hins vegar ljóst, að kostnaður við útgáfu dagblaða hefur hækkað gífurlega á þessu ári og að Alþýðublaðið hefur löng- um átt I vök að verjast og vegna smæðarinnar kemur hækkun út- gáfukostnaðar verst niður á því. Hins vegar hefir blaðið notið Framhald á bls. 16. gerð að honum, enda hafi hann farið á milli landa á eigin vega- bréfi og hann álitið að yfirvöld mundu fljótlega verða þess vfsari. Rakettur þutu þvers og kruss VIÐ STÓRSLYSI lá um miðjan dag í gær í Vestmannaeyjum þeg ar kviknaSi I flugeidabing I glugga verzlunar þar sem félagar úr íþróttafélaginu Þór voru að selje flugelda. 6 piltar voru inni I verzluninni, Raf tækjavinnustof unni, en fyrir utan voru börn að leik. Voru börnin með lítil blys og eldkúla úr einu slíku blysi kastaðist inn um rifu milli stafs og hurðar á Raftækjavinnustofunni og lenti í flugeldabingnum með þeim afleið- ingum að á samri stundu fuðruðu flugeldarnir upp og þutu um allt húsnæðið, en piltarnir sex urðu að brjótast út um glugga á bakhlið vinnustofunnar, þvi eldglæringarn- ar vörnuðu þeim útgöngu um dyrn- ar. Einn piltanna skarst nokkuð á hendi er hann braut rúðu á bakhlið hússins, en miklar skemmdir urðu í allri vinnustofunni af völdum brun- ans. Var það mál ekki að fullu kannað í gærkvöldi. en hins vegar var ekki mikið af flugeldum i vinnu- stofunni Sjónarvottum þótti þó nóg um þá lita- og Ijósadýrð sem við blasti í sýningarglugga Raf- tækjavinnustofunnar þegar hvað mest gekk á Slökkvilið Hafnarfjarðar við Strandgötu 50 f gær, einu elzta húsi bæjarins, byggðu 1856—’60. Ljósmynd Sæmundur Ingólfsson. Gjaldskrá Pósts og síma hækkar: Hækkunin nemur um einum milljarði króna PÓST- og slmamálastjórnin hefur fengið heimild fyrir hækkun gjaldskrár póst- og simaþjónustu frá áramótum að telja, sem miðast við 25% tekjuaukningu á árinu. Hækkunin er þó mismun- andi eftir tegundum gjalda. Við slmagjöldin bætist 20% sölu- skattur. Afnotagjald sfma f sjálf- virka kerfinu hækkar þannig úr 2.900 kr. f 3.900 kr. eða um 35% en gjald fyrir umframsfmtöl úr kr. 7.50 f kr. 8.70 eða um 16%. Burðargjald fyrir 20 gr. bréf innanlands og tii Norðurlanda hækkar úr kr. 35 f kr. 45 og til annarra landa úr kr. 45 f kr. 60. Láta mun nærri að hækkun þessi þýði um einn milljarð króna f tekjuaukningu fyrir Póst- og sfma. t fréttatilkynningu Póst- og símamálastjórnarinnar segir m.a.: Helstu breytingar f gjaldskrá fyrir sfmaþjónustu eru, að afnota- Skipaútgerð ríkisins: Við Æsufell 2 f gærkvöldi áður en rafmagnið fór af húsinu. gjald sfma í sjálfvirka sfma- kerfinu hækkar úr kr. 2.900.- (með söluskatti kr. 3.480.-) á árs- fjórðungi f kr. 3.900,- (með sölu- skatti kr. 4.680.-) eða um 35%. Gjald fyrir umframsímtöl hækkar úr kr. 7.50 (með söluskatti kr. 9.00) f kr. 8.70 (með söluskatti kr. 10.44) fyrir hvert teljaraskref eða um 16%. Fjöldi teljaraskrefa, sem innifalin eru i afnotagjald- inu, er óbreyttur, en timabil næturtaxta fyrir sjálfvirk lang- lfnusamtöl lengist um 1 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og hefst kl. 19.00 í stað 20.00. Almennt gjald fyrir flutning á síma hækkar úr kr. 10.000.- (með söluskatti kr. 12.000.-) í kr. 13.500,- (með söluskatti kr. 16.020.— ). Stofngjald fyrir síma, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr kr. 20.000.- (með söluskatti kr. 24.000.-) í kr. 27.000.- (með söluskatti kr. 32.400.-). Afnotagjöld í hand- virka kerfinu hækka um 35%, en Framhald á bls. 16. ÍOO á ára- mótaknalli í Þórsmörk MILLI 90 og 100 manns munu dvelja f Þórsmörk um áramótin á vegum Ferðafélags tslands og er þetta langfjölmennasti hópurinn sem þangað hefur stefnt um ára- mót sfðan þær ferðir voru teknar upp árið 1970. Ekki hefur hópunum þó alltaf tekizt að komast á leiðarenda Skýring Gunnars Elíssonar: 50% haekkun far- og farmgialdanna FARGJÖLD og farmgjöld hjá Skipaútgerð rfkisins hækka um 50% um áramótin samkvæmt upplýsingum Guðmundar Einars- sonar forstjóra Skipaútgerðar- innar. 1 samtali við Mbl. sagði Guðmundur að flutningskostnað- ur með skipunum myndi þó ekki hækka f raun nema um 20—26%, þvf farmgjaldið væri aðeins um helmingur af fiutningskostnaði á móti kostnaði vegna uppskipunar, hafnargjalda, og fleiri liða. Guð- mundur kvað ástæðuna fyrir þessari milu hækkun nú vera þá að gjöld með skipunum hefðu dregizt mjög aftur úr á undan- förnum árum og því yrði að fram- kvæma hækkunina nú eins og raun ber vitni. Sem dæmi um fargjaldahækkun má nefna að fargjald fyrir farþega frá Reykjavík til Vestfjarða án fæðis hækkar úr 2655 kr. í 3980 kr., fargjald frá Reykjavfk til Vest- mannaeyja hækkar úr 1710 kr. í 2565 kr. og fargjald frá Reykjavík til Hornafjarðar hækkar úr 3425 kr. í 5135 kr. Barneignaástand fer batnandi í Ólafsfirði „JÚ. það er talsverð bót f barneignamálum hjá okkur I Olafsfirði miðað við síðasta ár," sagði fréttaritari okkar þar i spjalli ! gær, „þvf nú eru skráðar 18 fæðingar af völdum Ólafsfirðinga miðað við 10 eða 12 árið '75. Þetta er þvf batnandí ástand og i kjölfarið hefur fylgt gott og Ijúft jólahald þótt aðeins hafi blásið i dag." Stúlka kemur nióur á jafnsléttu f körfu kranans af 4. hæð Æsufells 2. vegna veðurs, en nú eru horfur góðar að sögn Ferðafélagsmanna. Farið verður á gamlársdags- morgni og komið heim að kvöldi 2. jan. M.a. verður efnt til kvöld- vöku í skála á gamlárskvöld ára- mótabrenna verður og að sjálf- sögðu verða gönguferðir um Mörkina eins og veður leyfir. r r LIU fundar með útgerðarmönnum loðnuskipanna LANDSSAMBAND íslenzkra út- vegsmanna hefur boðað til fundar í dag, fimmtudag, kl. 14 með út- gerðarmönnum loðnuveiðiskipa. Boðað er til fundarins vegna fyr- irhugaðrar loðnuverðsákvörðun- ar, en sem kunnugt er á nýtt loðnuverð að taka gildi um ára- mót. Fundur útgerðarmannanna verður haldinn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.