Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 13 Eggert Guðmundsson listmálari — Sjötugur „Trúverðugur og sannur lista- maður hefur helgað allt líf sitt ábyrgðarmikilli köllun og þjón- ustu í þágu lífs síns. Ræki hann listsköpun slna trútt, þá er hann aðeins verkfæri duldra afla, milli- liður, túlkun á dulmáli sköpunar- innar.“ Þannig kemst Eggert Friðjón Guðmundsson, listmálari, að orði um það hlutskipti, sem hann ung- ur var kallaður til og hefir til þessa dags helgað starfskrafta sína. Eggert er sjötugur I dag. Hann er Suðurnesjamaður að uppruna. Fæddur er hann í Stapakoti I Innri-Njarðvík 30 des. árið 1906. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Guðmundsson, trésmið- ur, og Jónfna Soffía Jósefsdóttir. Þriggja ára gamall eða þar um bil fluttist hann með foreldrum sin- um til Reykjavíkur og ólst þar upp hjá þeim. Hann var ungur að árum, þegar listhneigð hans tók að segja til sfn, svo að éigi varð um villzt. Milli fermingar og tvi- tugs hóf hann nám f teiknun hjá Stefáni Eirikssyni og Ríkharði Jónssyni. Einnig nam hann mót- un hjá Einari Jónssyni. Árið 1927 lagði Eggert svo leið sína til Þýskalands til frekara náms. Varð listháskólinn f Múnchen fyr- ir valinu og stundaði hann nám þar til ársins 1931. Eftir það lá leiðin aftur heim á Frón, og hér heima hefir Eggert stundað list sfna upp frá þvf, að undanteknum árunum 1951—1953, en þá dvald- ist hann f Astralfu. Samhliða mál- aralistinni hafði Eggert með höndum teiknikennslu við Iðn- skólann f Reykjavík á árunum 1943—1946 og aftur frá 1954. Lengi framan af á listamannsferli sínum lagði Eggert einkum stund á andlitsmyndir og raderingar. Annars má segja, að hann hafi f málaralist sinni haslað sér svo vfðáttumikinn vettvang, að þau séu næsta fá, sviðin, sem hann hefir ekki komið við á, og alls staðar hefir hann markað spor, sem ekki fyrnast og aldrei verða máð út. Fyrir mörgum árum, þegar sá, sem þessar línur ritar, var dreng- ur á fermingaraldri, þá barst inn á heimili hans blað með grein um Eggert Guðmundsson listmálara. Greininni fylgdu tvær myndir eft- ir listamanninn, svo og mynd af honum sjálfum. Þótt þarna væri aðeins um ófullkomnar blaðaljós- myndir að ræða, þá hrifu þær mig svo mjög, að ég gat ekki gleymt þeim. Þær fundu þann samhljóm í sál norðlenzks sveitadrengs, sem ekki er hægt að skýra. En þar var áreiðanlega um að ræða annað og meira en hverfult stundarfyrir- bæri. Ég man líka, að mér varð starsýnt á myndina af listamann- inum sjálfum. Svipurinn var svo bjartur og heillandi, að mér fannst, sem þessi ungi listmálari hlyti að vera goðum lfkari en venjulegum, dauðlegum mönn- um. Löngu síðar lágu leiðir okkar Eggerts saman. Þá varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast hon- um persónulega og eiga með hon- um ógleymanlegar stundir á heimili hans. Þá komst ég að raun um, að vinnustofan hans var heill ævintýraheimur. Þeim, sem þang- að kom inn og þar fékk að dvelja, gat ekki blandazt hugur um, að áður tilvitnuð umsögn Eggert um hlutskipti Iistamannsins var hjá honum annað og meira en orðin ein. Hann hafði „rækt listsköpun sfna trútt“, reynzt „trúverðugur og sannur listamaður". A listamannsferli sínum hefir Eggert Guðmundsson löngum far- ið sínar eigin leiðir og hvorki skeytt um lof eða last. Hann er lftt snortinn af öllum þeim „ismurn" sem eru svo snar og sterkur þátt- ur í list nútímans. Hann er sem sagt ekki tizkumálari, verk hans engar dægurflugur. Hugsjónin háa, köllunin, hin sanna og frjálsa listsköpun, er honum meira virði en timanlegur stundarhagnaður. Hann stendur föstum fótum f hin- um þjóðlega arfi okkar Islend- inga. Það er saga þjóðarinnar, barátta hennar, sigrar og ósigrar, höpp hennar og slys, sorg hennar og gleði f önn og yndi hins dag- lega athafnalffs, sem greinilega hafa snortið næmustu strengina og knúð fram fegurstu samhljóm- ana f listamannshörpu Eggerts Guðmundssonar. Og hinar ótæm- andi andstæður, sem landið okkar býr yfir, i hörku og mýkt, ljósi og skuggum, auka enn á fyllingu, fegurð og dýpt hljómkviðunnar miklu sem frá þeirri voldugu hörpu ómar. Því má heldur ekki gleyma, að vfða verður vart við sterkan, trúarlegan undirstraum f myndum hans. Sjálfur hefir hann komizt svo að orði, að listin eigi rætur sínar i sjálfri Guðstrúnni. Eggert Guðmundsson er bæði mikilvirkur og mikill listamaður. Þvf verður ekki með sannsýni á móti mælt. En maðurinn sjálfur hver er hann? Hann er vissulega enginn unglingur lengur. En ald- urinn ber hann vel. Hann er bæði karlmannlegur og glæsilegur, þótt hann standi nú á sjötugu. Höndin er styrk, augun skyggn og hugurinn frjór sem fyrr. Hann er drengur góður, heill og traustur vinur vina sinna. Fjölfróður er hann, viðsýnn og skemmtilegur og manna glaðastur f góðra vina hópi. Arið 1933 giftist Eggert Edith Valborgu Black, hinni ágætustu konu. Reyndist hún manni sfnum góð eiginkona og traustur lffs- förunautur. Þau eiga einn kjör- son, Thor Eggertsson. Edith lézt árið 1968. Sfðari kona Eggerts er Elsa Jóhannesdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig árið 1969. Engum, sem til þekkir.fær dulizt, að þar hefir Eggert gengið til móts við hjúskaparhamingjuna f annað sinn. Kjörsyni sínum, Thor, hefir Eggert jafnan reynzt ástríkur og umhyggjusamur faðir. Og börn Elsu frá fyrra hjónabandi, þau Garðar, Anna og María, hafa eign- azt stórt rúm I hans hlýja hjarta. Og börn þeirra Garðars og Önnu, Eggert og Jóhann, eru áreiðanega á einu máli um, að betri afi sé ekki til í heiminum en Eggert Guðmundsson. Síðast í nóvember hélt Eggert málverkasýningu í Keflavík. Var sú sýning haldin f tilefni afmælis- ársins, á þeim slóðum, sem næstar voru þeim stað, er hann leit fyrst dagsins ljós. Nokkrum dögum áð- ur en sýningin var opnuð átti ég leið heim til Eggerts og dvaldist góða stund hjá þeim hjónum. Egg- ert var þá önnum kafinn við undirbúninginn og kannski dálít- ið þreyttur. Lét hann þá m.a. orð falla eitthvað á þá leið, að nú færi hann að gerast gamall og senn væri dagurinn að kvöldi kominn. í svari minu við þeim orðum hans vil ég nú fela mina einlægustu heillaósk og afmæliskveðju hon- um til handa — um leið og ég bið honum, konu hans og fjölskyldu þeirra allrar blessunar í bráð og lengd: „Eggert Guðmundsson getur ekki dáið. Hann mun lifa — i verkum sfnum — á meðan fslenzk augu sjá“. Þess skal að lokum getið, að þau hjónin Eggert og Elsa, dvelja í Glasgow um þessar mundir. Björn Jónsson. Eggert Friðjón Guðmundsson, listmálari, fæddist að Stapakotí í Innri-Njarðvfk 30. desember 1906, og þar sleit hann barnsskón- um meðal dugmikilla sjósóknara og útvegsbænda. Hann var sonur hjónanna Jónfnu Sofffu Jósefs- dóttur og Guðmundar Guðmunds- sonar, sem bæði voru upprunnin á Suðurnesjum. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sfnum til Reykja- vfkur, en hugurinn leitaði sifellt til bernskuslóðanna, og þar dvaldi hanr. oft langdvölum. Hugur Eggerts hneigðist snemma til listtjáningar, og hóf hann nám hjá Stefáni Eiríkssyni hinum oddhaga, er hann hafði aldur til. Síðar stundaði hann einnig nám hjá Einari Jónssyni. myndhöggvara, og Ríkarði Jóns- syni, myndskera. Ekki var honum þetta nóg og hugði til frekara náms. Liðlega tvítugur að aldri lagði hann land, eða öllu frekar sjó, undir fót og sigldi utan til framhaldsnáms. Settist hann fyrst f einkaskóla og sfðan i listaháskóla í Munchen, þar sem hann var einn tuttugu og níu nemenda, sem skólavist hlutu, af eitt hundrað og þrjátíu, sem þreytt höfðu strangt inntöku- próf. Að loknu námi f Þýzkalandi hélt Eggert til ítalfu, þar sem hann stundaði nám og stárfaði, Framhald á bls. 16. % Ef þú þú þarft fyrir gamlárskvöld. Flugeldar- sólir- blys- gos- Tívolíbombur- stjörnuljós og margt fleira- allt traustar vörur. MHM LRWmill ! Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari - þeir kosta 1500 kr. - 2.500 kr. og 4.000 krónur. í hverjum fjölskyldupakka er leiðarvísir um meðferð skotelda - inn í fjóra slíka leiðarvísa höfum við sett 25 þúsund króna ávísanir. Það borgar sig að gæta vel aö leiðarvísinum, hann færir öllum aukiö öryggi - og fjórum þar að auki 25 þúsund krónur. Þú færóalltfyrirgamlárskvöld hjá okkur.opið til kl.10 daglega Utsölustaðir Skátabúöin, Snorrabraut - Volvósalurinn, Suðurlandsbraut - Bílaborg, Borgartúni 29 - Fordhúsið.Skeifunni - Alaska, Breiðholti - Hólagarður, Lóuhólum - Hagabúðin, Hjarðarhaga - Grímsbær, Fossvogi - Vélhjólaverzlun Hannesar, Skipasundi - Seglagerðin Ægir, Grandagarði - í Tryggvagötu, gegnt Tollstöðinni - Við Hreyfilsstaur- inn, Árbæjarhverfi - Við Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut. Styðjiö okkur-stuðlið að eigin öryggi Hjálparsveit skáta Reykjavík I '^SC V/'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.