Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 15 Flatarmál núverandi bygginga Landspítalans aðeins tœplega fimmti hluti fyrirhugaðra bygginga UNDANFARIN ár hafa þó nokkrar framkvæmdir átt sér stað á Landspítalalóðinni, en óhætt er að segja að þær séu aðeins örlftiil hluti af fyrirhug- uðu framtfðarskipulagi þessa svæðis. Eins og mönnum er kunnugt var farið að þrengja að lóð spftalans og var þvf hafizt handa um að leysa þennan vanda og vinna að framtfðarskipulagi lóðarinnar. Niðurstaðan varð sú að samið var um viðhót við lóð Land- spftalans með landsvæði sunnan núverandi Hring- brautar og einnig var samþykkt að flytja Hringbrautina suður fyrir þetta svæði. Lauk þessu verki á árinu 1975 og hlaut skipulagið endanlega staðfestingu sfðsumars 1976 og gat vinna við fyrstu byggingu sunnan núverandi Hringbraut- ar (bygging 7) þá hafizt. Samkvæmt þessu framtfðar- skipulagi verður heildarflatar- mál Landspftalalóðarinnar 168.702 fermetrar. Þar af er flatarmál núverandi bygginga á lóðinni norðan Hringbrautar, sem standa munu f framtíðinni, aðeins tæplega 31 þús. fermetrar. Þessar tölur gefa góða vfsbendingu um endan- lega stærð Landspftalalóðar- innar. Þess má geta að flatar- mál nýbygginga á lóðinni norðan Hringbrautarinnar, þar sem 1. áfangi geðdeildarinnar er m.a. staðsettur, er rúmlega 56 þús. fermetrar. Flatarmál nýbygginga á lóðinni sunnan núverandi Hringbrautar verður hins vegar rúmlega 81 þús fermetrar. Stærstu verkefnin við Land- spftalann á undanförnum árum eru tvfmælalaust bygging nýrr- ar kvennadeildar, bygging bráðabirgðahúsnæðis fyrir rannsóknastofur og bygging á fyrsta áfanga geðdeildarinnar, sem enn er þó ólokið. Verður hér nánar fjallað um tvær sfðast nefndu framkvæmdirnar en frá nýju kvennadeildinni er sagt á bls. 3 f blaðinu. Geðdeildin Framkvæmdir við Geðdeild- ina hófust í janúar 1974, en þá hafði verið ákveðið að byggja hana í áföngum. Nú sfðla sumars var uppsteypu hússins lokið og í desember var tekið tilboði Ármannsfells h.f. um múrhúðun og annan frágang innanhúss í svonefndum U- hluta, en sá hluti nemur rúm- lega 68% af heildarrúmmáli byggingarínnar, sem alls er 793 fm á þrem hæðum og hástæðum kjallara. Gert er ráð fyrir að þessi hluti verði tekinn i notkun í áföngum þ.e. að göngudeildin og 30 rúma legu- deildarrými njóti forgangs með nýju áfangaútboði á næsta ári. Er vonazt til að göngudeildin geti tekið til starfa í byrjun ársins 1978. Þegar framkvæmdum við þennan svonefnda U-hluta geð- deildarinnar verður endanlega Lfkan af framtfðarskipulaga Landspftalalóðarinnar. Fremst á myndinni sést hvert fyrirhugað er að flytja Hringbrautina en núverandi Hringbraut er vegurinn, sem liggur undir byggingarn- ar á miðri myndinni. Það sem er hvftt á myndinni eru byggingar, sem þegar hafa verið reistar, en gráu húsin tilheyra framtfðinni. Lengst til hægri á Landspftalalóðinni sést hvernig geðdeildin kemur til með að Ifta út fullkláruð. lokið verða þar fjórar legu- deildir á tveimur hæðum, sem búnar verða samtals 60 sjúkra- rúmum, en auk þess verður aðstaða til að taka á móti 20 dagsjúklingum. Einnig verður þar göngudeildin og marg- háttúð þjónustustarfsemi fyrir geðsjúka. Þar sem fyrirhugað er að taka geðdeildina f notkun f áföngum óttast forráðamenn hennar ekki að erfiðleikar skapist við að fá sérhæft fólk til starfa við deildina en það verða fyrst og fremst geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Erfitt hefur verið að gera áætlun um heildarkostnað við geðdeildarbygginguna, en heildarkostnaðurinn var seinast áætlaóur í lok júná á þessu ári og var þá talinn mundu nema um 591 milljón króna. Brýnn vandi leystur með bráða- birgðahúsnæði. Um árabil hafa rannsókna- greinar í líffærameinafræði og sýklafræði búið við mjög þröngan kost i rannsóknastofu- byggingunni við Barónsstfg og á árinu 1973 þótti sýnt að brýnt var að leysa þann mikla vanda sem þrengsli þessi orsökuðu. Niðurstaðan varð sú, að ákveðið var að reisa bráðabirgðabygg- Ur einni rannsóknastofu Land- spftalans. Hin nýja geðdeild Landspftalans eins og hún stendur nú. Hin nýju bráðabirgðahús fyrir rannsóknir f Ifffærameinafræði og sýklafræði. ingar fyrir þessar greinar og nú í desember var þessum hús- byggingum endanlega talið lokið. Húsin eru tvö, um 835 fermetrar að grunnfleti ásamt tengibyggingunni og er heildar- kostnaður þeirra með búnaði um 123 milljónir króna. Sú starfsemi, sem fram á að fara í bráðabirgóahúsunum, er annars vegar sýklarannsóknir á vegum bakterfufræðadeildar Rannsóknastofu háskólans (hús A), en hins vegar rann- sóknir í meinafræði (hús B). Hefur hús A þegar verið tekið í notkun og hús B mun verða tekið í notkun innan skamms, aðeins er eftir að flytja þangað tæki og húsgögn. Ný deild fyrir veik, nýfædd börn. Af meiriháttar framkvæmd- um að undanförnu er einnig vert að geta þess að í febrúar s.l. var opnuð ný deild fyrir veik, nýfædd börn við Barna- spítala Hringsins og nefnist hún Vökudeild. Er hér um að ræða nokkurs konar gjörgæzlu- deild fyrir bráðveik, nýfædd börn og geta 14 börn dvalið samtímis á deildinni. Lionsklúbburinn Baldur gaf deildinni tæki til að fylgjast með hjartslætti, öndun og blóð- þrýstingi hjá þessum börnum og Kvenfélagið Hringurinn gaf deildinni tæki, sem veita börn- um í andnauð makilvæga öndunaraðstoð þannig að deild- in er nokkuð vel búin tækjum. Með tilkomu þessarar deildar hefur einnig skapazt góð að- staða til eftirskoðunar á börn- um. Aðrar meiriháttar framkvæmdir á undanförnum árum. Mikil áherzla hefur verið lögð á að endurnýja röntgendeild spitalans á undanförnum árum og hefur verið ráðstafað um 170 milljón krónum til þessara framkvæmda. Þá má geta þess að á þessu ári var komið fyrir á spítalanum nýrri sfmstöð, sem nauðsynleg var vegna fyrn- ingar og ofálags, en símstöð þessi mun þjóna heildarlóðar- svæðinu og allri starfsemi spít- alans á komandi árum. Heildar- kostnaður vegna þessara fram- kvæmda er nú áætlaður 75 milljónir. Árið 1974 réðst spít- alinn i kaup á norsku húsi fyrir barnaheimili og var kostnaður við kaup og frágang á þessu heimili rúmlega 9 milljónir króna. Þá er þess einnig að geta að það hefur alllengi verið ríkj- andi viðhorf að hagræða mætti og flytja til ýmsa aðstöðu, svo að ná mætti betri nýtingu hús- næðis án þess að stefnt yrði að byggingu nýs húsnæðis og á næsta ári nemur fjárveiting til þessarar hagræðingar 10 millj- ónum króna. Leggja áherzlu á samfellda heild. Það sem vakti fyrir þeim sem að hinu nýja framtáðarskipu- lagi unnu, var fyrst og fremst að Landspítalinn yrði einn heildarspitali með fjölda deilda og sem sinnti kennslu og rann- sóknastörfum, en ekki margar sundurslitnar deildir, sem störfuðu án tengsla hver við Framhald á bls. 16 Hringbrautin flutt suður fyrir Umferðarmiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.