Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 27 6tt skemmtHegasta verkefni sumaráns - segja Danir um kastlandskeppnina Kastlandskeppnin við íslendinga verður eitt skemmtilegasta viðfangsefni danskra frjáls- íþróttamanna á árinu, segir í nýútkomnu fréttablaði danska frjálsfþróttasambandsins, en sem kunnugt er mun danska lands- liðið I köstum sækja íslendinga heim næsta sumar. Verður þá keppt í kúluvarpi, spjótkasti, sleggjukasti og kringlukasti. — Ef það verða tveir þátttakendur í grein, eins og talað er um, má- reyndar búast við að Is- lendingarnir rassskelli okkur, en ef tekst að semja um að þrír keppendur verði I hverri grein ætti að geta orðið um skemmti- lega keppni að ræða, segir blaðið. Þá segir blaðið einnig, að kastararnir hafi oft kvartað yfir því að vera settir til hliðar, og eigi þær kvartanir nokkurn rétt á sér. Með þessari Iandskeppni verði hins vegar ráðin bót á þessu. Blaðið birtir einnig beztu afrek Islendinga f kastgreinum á árinu og verða þau rakin hér, ásamt þremur beztu afrekum Dana í við- komandi greinum á árinu. Kúluvarp Danmörk 17.55 m 17,38 m 15,52 m Spjótkast Danmörk 72.55 68,30 66,87 Sleggjukast: Danmörk 60,60 59,64 55,01 Kringlukast: Danmörk 54,63 52,49 48,71 Island 20,24m 17,83 m 17,56 m tsland 75,86 64,82 62,60 Island 58,42 49,98 47,12 Island 62,00 55,22 54,30 Þótt árangur íslenzkra liða f Evrópubikarkeppninni f fyrra væri yfirleitt ekki góður var jafntefli lBK við Hamburger SV þó skrautfjöður f hattinn, en þýzka liðið er nú komið f undanúrslit. Myndin er úr jafnteflisleiknum á Laugardalsvelli og er það markvörður Keflvfkinganna, Þorsteinn Olafsson. sem þarna tekur til sinna ráða. Belgía að taka við forystuhlutverkinu 9 AMINNTIR EINNÚTAF ÞAÐ VERÐA annað hvort Kanada eSa Mexikó sem komast úr „N- Ameríkuriðli" undankeppni heimsmeistarakeppninnar I knattspyrnu I úrslitakeppnina I Argentlnu. Leikið var I riðlum I undankeppninni og tókst Mexikó að sigra I öSrum riðlinum eftir hörð átök við lið Haiti. Banda- rikjamenn og Kanadamenn skildu hins vegar jafnir i hinum riðlinum og urðu að leika aukaleik á hlut- lausum velli. Var sá leikur á Haiti og lauk með sigri Kanadamanna 3—0. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt snemma i leiknum og freist- uðu þess siðan að halda marki sinu hreinu. Sóttu Banda ríkja men ákaft og hljóp gífurleg harka í leikinn. Varð dómarinn, Velasquez frá Kolombiu a8 gefa 9 leikmönnum áminningar og einn var rekinn af velli. Steve Pechei frá Bandarikjunum. Þegar Banda- ríkjamenn voru orðnir einum færri tóku Kanadamenn leikinn i sinar hendur og skoruðu tvö mörk á lokaminútunum. EINS og frá var skýrt f Morgunblaðinu f gær varð tsland f 21. sæti á Evrópu-Iista FIFA um árangur f landsieikjum sfðasta keppnistfmabils. tsland fær þó ekki alls staðar eins góða eink- unn. Svissneskt knattspyrnutfma- rit hefur tekið sér það fyrir hendur að reikna út árangur knattspyrnuliða f Evrópu á þessu ári, og tekur þar bæði með f reikninginn landsleiki og þátt- töku f Evrópubikarkeppni. Verður þetta til þess að Island lendir f næst neðsta sæti á listan- um — aðeins Kýpur er fyrir aftan. Samkvæmt lista svissneska blaðsins, eru Belgfumenn með beztu knattspyrnulið Evrópu, þrátt fyrir að belgfska landsliðið hafi ekki náð sérstökum árangri á árinu. Fyrir nokkrum árum voru það jafnan Hollendingar sem skipuðu efsta sætið sem knattspyrnuþjóð. I Evrópubikarkeppninni voru hollenzk lið jafnan í fremstu röð og fjórum sinnum I röð sigruðu t.d. hollenzk lið f Evrópubikar- keppni meistaraliða. Fyrst Feyenoord og síðan Ajax. Ekki má heldur gleyma því að Hol- lendingar komust i úrslit í heims- meistarakeppninni I knattspyrnu árið 1974. Eftir að veldi Hollendinga minnkaði tóku Vestur-Þjóðverjar við og hafa þeir náð mjög góðum árangri í Evrópubikarkeppni félagsliða, auk þess sem landslið þeirra hefur verið nær ósigrandi. Aðeins þrjú af sjö En í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni hafa verið ýmsar blikur á lofti fyrir Vestur- Þjóðverja. Alls tóku sjö vestur- þýzk lið þátt 1 keppninni, og aðeins þrjú þeirra eru enn eftir: Bayern Miinchen, Borussia Mönchengladbach og Hamburger SV-liðið sem mætti Keflvíkingum í 1. umferðinni, og varð að gera sér jafntefli að góðu á Laugar- dalsvellinum, svo sem flestir muna. AP valdi Viren og Comaneci AP-FRETTASTOFAN birti nýlega úrslit f kjöri sem hún gekkst fyrii um „lþróttamann ársins 1976“. Tóku þátt f kjöri þessu fþróttafrétta- menn fréttastofunnar um vfða veröld og urðu úrslit þau að í karla- flokki hlaut finnska langhlauparinn Lasse Viren flest atkvæði, en f kvennaflokki rúmenska fimleikastúlkan Nadia Comaneci. Bæði sigr- uðu Viren og Comaneci með nokkrum yfirburðum f atkvæðagreiðsl- unni, einkum þó Viren, en sem kunnugt er hlaut hann gullverðlaun á Ólympfuleikunum f Montreal bæði f 5000 og 10.000 metra hlaupi, og varð að auki sjötti f maraþonhlaupinu. Tfu efstu f atkvæðagreiðslu AP urðu eftirtalin: KARLAR: 1) Lasse Viren, Finnlandi 2) Alberto Juantorena, Kúbu 3) John Naber, Bandarfkjunum 4) Björn Borg, Svfþjóð 5) Ingemar Stenmark, Svfþjóð 6) Bruce Jennar, Bandarfkjunum 7) Freddy Maertens, Belgíu 8) James Hunt, Bretlandi 9) Franz Klammer, Austurrfki 10) Muhammed Ali. Bandarfkjunum KONUR: 1) Nadia Comaneci, Rúmenfu 2) Kornelia Ender, A-Þýzkalandi 3) Rosi Mittermaier, V-Þýzkalandi 4) Chris Evert, Bandarfkjunum 5) Irena Szewinska, Póllandi 6) Tatiana Kazankina, Sovétrfkjunum 7) Annegret Richter, V-Þýzkalandi 8) Ulrike Richter, A-Þýzkalandi 9) Sheila Young, Bandarfkjunum 10) Nelli Kim, Sovétrfkjunum mms Andy Gray mundir. talinn sóknarleikmaður f Englandi þessar 10 beztu í Englandi — frjálsar fþróttir — frjálsar fþróttir — Sund — tennis — skfðafþróttir — frjálsar fþróttir — hjólreiðar — kappakstur — skiðafþróttir — hnefaleikar fimleikar — sund — skfðafþróttir — tennis — frjálsar fþróttir — frjálsar fþróttir — frjálsar fþróttir — sund — skautafþróttir — fimleikar BREZKA þ]aðið Sunday People birti nýlegá kjör sitt á 10 beztu leikmönnum ensku knattspyrn- unnar, eftir þeim stöðum sem þeir leika á vellinum. Urðu eftir- taldir fyrir valinu: Markverðir: Clemence (Liverpool), Keelan (Norwich), Platt (Middles- brough). Shilton (Stoke), Harvey (Leeds), Parkers (Q.P.R.), Rimmer (Arsenal), Corrigan (Manchester City), Latchford (Birmingham) og Wallinton (Leicester) Varnarmenn: Clarke (Sunderland), Gallagher (Birmingham), Gidman (Aston Villa) McFarland (Derby), Thompson (Liverpool), Doyle (Manchester City) Cooper (Middlesbrough), Beattie (Ipswich), Nicholl (Aston Villa) og Dodd (Stoke). Miðsvæðismenn: Currie (Leeds), Kennedy (Liverpool) Towers (Sunderland), Callaghan (Liverpool), Giles (West Bromwich), Brady (Arsenal), Talbot (Ipswich), Brooking (West Ham), Hartford (Manchester City) og Train (Sunderland). Framherjar: Gray (Aston Villa), Keegan (Liverpool), Francis (Birmingham) Bowles (Q.P.R.) Armstrong (Arsenal), Whymark (Ipswach), Gowling (Newcastle), Tueart (Manchester City), Mill ( Middlesbrough) og Burns (Birmingham). Arangur Belgiumanna í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni hefur vakið mikla athygli, svo var reyndar einnig I fyrra er Anderlecht varð Evrópumeistari bikarhafa og FC Briigge komst f úrslit I UEFA keppninni, en tapaði þar fyrir Liverpool. Að þessu sinni tóku fimm belgisk lið þátt I Evrópubikar- keppninni og eru þrjú þeirra eftir enn: FC BrUgge i meistara- liðakeppninni, Anderlecht í bikarhafakeppninni og Racing White Moolenbek I UEFA- keppninni. Árangur Spánverja er raunar sá sami — þrjú lið eftir af famm sem upphaflega kepptu. Það eru Atletico Madrid, FC Barcelona og Atletico Balbao. Það voru Spánverjum þó mikil vonbrigði að það lið sem þeir bundu mestar vonir við, Real Madrid, var slegið út er það mætti FC Briigge. önnur lönd sem eiga enn þrjú lið I keppninni eru England (sex tóku þátt) og V-Þýzkaland (sjö tóku þátt). Austur-Þýzkaland og ítalia eiga tvö lið eftir I keppninni, en margar rótgrónar knattspyrnu- þjóðir eiga ýmist eitt lið eða ekkert eftir. Meðal þeirra er Rúmenía, en knattspyrnumönn- um þess lands hefur ekki vegnað vel að undanförnu. I Evrópu- keppninni léku þeir t.d. 12 leiki, unnu aðeins einn og markatalan var 7—21. Fljótlega verður dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar, en ekki er úr vegi að rifja upp hvaða lið verða i hattin- um. Evrópubikarkeppni meistaraliða Borussia Mönchengladbach og Bayern MUnchen frá Vestur- Þýzkalandi, Liverpool frá Englandi, FC BrUgge frá Belgíu, Dynamo Kiev frá Sovétrikjunum, Dynamo Dresden frá Austur- Þýzkalandi, FC ZUrich frá Sviss og St. Etienne frá Frakklandi. Evrópubikarkeppni bikarhafa Hamburger SV frá Vestur- Þýzkalandi, Southampton frá Englandi, Anderlecht frá Belgiu, Atletico Madrid frá Spáni, Napoli frá Italiu, MTK Budapest frá Ungverjalandi, Levsky frá Búlgariu og Slask Wroclaw frá Póllandi. UEFA-bikarkeppnin Queen Park Rangers frá Englandi, Racing White frá Belgiu, Magdeburg frá A- Þýzkalandi, FC Barcelona frá Spáni, Atletico Balbao frá Spáni, Juventus frá ítalíu, AEK frá Grikklandi og Feyenoord frá Hol- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.